Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/Kristinn ÞESSIR nemendur voru mættir í fyrsta tímann í sjávarútvegsfræðum sem kennd eru á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands. Nýtt námskeið í sjávarút- vegsfræðum í Háskólanum ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands býður nú upp á nám í sjávarútvegsfræðum í annað sinn og hófst kennsla nú í janúar. 23 nemendur mættu þá til leiks en þeir munu að líkindum verða brautskráð- ir í nóvember á þessu ári. Námið er ætlað stjórnendum í sjávarútvegs- fyrirtækjum sem og öllum þeim sem hafa góða almenna menntun og starfsreynslu í sjávarútvegi og mið- ast skipulagið við að fólk af öllu landinu geti stundað námið samhliða vinnu sinni. Markmiðið er að sam- eina fræðilega og hagnýta þekkingu á þessu sviði og er leitast við að miðla nýjustu aðferðum, hugmynd- um og rannsóknaniðurstöðum eins og þær liggja fyrir hveiju sinni. Rekstrarhagfræði var fyrsta fag á dagskrá í gærmorgun og var Ág- úst Einarsson prófessor tilbúinn með 23 nemendur úr atvinnulífinu á skólabekk fyrsta fyrirlestur ársins, en hann annast stjórn námsins ásamt þeim Valdimar K. Jónssyni prófessor og Siguijóni Arasyni aðstoðarforstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Ágúst sagði að afar vel hefði tekist til í fyrra og fyrsti hópurinn hefði gert mjög góðan róm að náminu. Hann sagði að námið yrði með svip- uðu sniði og í fyrra en ýmislegt smávægilegt yrði þó fært til betri vegar í samræmi við ábendingar nemenda. Ennfremur sagði Ágúst að mikill áhugi væri á náminu og það ætti því án efa framtíð fyrir sér. „Það er ljóst að þörf er á þessu námi.“ Þá vék hann að þætti Há- skóla íslands og sagði ánægjulegt að hann hefði tök á að koma að þessari menntun með jafn sterkum hætti og raun ber vitni. 300 stundir kenndar Alls eru kenndar 300 stundir og er kennt þijá daga I senn, fimmtu- dag, föstudag og laugardag, einu sinni til tvisvar í mánuði. Engin kennsla er í júlí og ágúst. Að mati starfshópsins sem undirbjó námið samsvarar það um tólf og hálfri ein- ingu á háskólastigi. Meðal náms- greina má nefna efna- og örveru- fræði, fjármál, fiskifræði, fiskiðnað- artækni, markaðsfræði og utanrík- isverslun, gæðakerfi og rekstrar- umhverfí sjávarútvegsfyrirtækja. Metafli á Arnarstapa í fyrra Laugarbrekka, Breiðuvík - Einn trillubátur, Bárður SH 81, hefur róið frá Amarstapa með línu og hefur landað síðan í byijun nóvem- ber um 130 tonnum af físki í 27 róðrum. Aflinn hefur allur farið á Breiðafjarðarmarkað. Margir aðkomubátar lönduðu afla á Amarstapa á liðnu ári allt fram I desember. Á árinu 1994 var landað á Amarstapa 1.526 tonnum af físki og er það metafli á einu ári. Það er um hálftíma til klukku- stundar keyrsla á miðin þar sem línan er lögð. Þess má geta að Pét- ur Pétursson á trilluna Bárð SH 81 og fer með hana. Með honum rær Geir Högnason. Báðir búa þeir á Arnarstapa. Pétur Pétursson bjó á Malarrifí og var þar vitavörður en í haust keypti hann íbúðarhús á Staðar- bakka á Amarstapa og flutti í það í desember. BORGARLJÓS K E Ð J A N Eftirtaldar verslanir eru abilar a& Borgarljós-kebjunni: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6, Akranesi, sími 12156 - Straumur hf., Silfurgötu 5, ísafirði, simi 3321 — Radiovinnustofan, Kaupangi, Akureyri, sími 22817 - Siemens-búóin, Róðhústorgi 7, Akureyri, sími 27788 - Sveinn Guómundsson, Kaupangi 12, Egilsstöðum, sími 11438 - Arvirkinn hf., Austurvegi 9, Slefossi, simi 23460 - Rafbúð R.O., Hafnargölu 52, Keflavik, sími 13337 - Borgarljós, Ármúla 15, Reykjavík, simi 812660 - Húsgagnahöllin, Bíldshöfóa 20, simi 871199 - Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarfirði, sími 53020 - Verslunin Lónið, Vesturbraut 4, Höfn, sími 82125. Atkvæðagreiðsla á Evrópuþinginu Lýsa trausti á framkvæmda- stjórn Santers Strassborg. Reuter. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær traustsyfírlýsingu á framkvæmda- stjórn Jacques Santer. Nýja fram- kvæmdastjómin tekur því við völd- um í næstu viku eftir að ráðherra- ráð Evrópusambandsins hefur sam- þykkt hana formlega. Atkvæði með traustsyfírlýsing- unni greiddu 416 Evrópuþingmenn, 103 greiddu atkvæði á móti og 59 sátu hjá. Kjörtímabil framkvæmdastjórn- arinnar er fímm ár. Þetta er fyrsta framkvæmdastjómin, sem Evrópu- þingið hefur vald til að samþykkja eða hafna í heild, en slíkt vald fékk þingið við gildistöku Maastricht- sáttmálans. Þingið hefur tekið hlutverk sitt alvarlega og saumaði að verðandi framkvæmdastjórnarmönnum í yf- irheyrslum á fyrstu vikum ársins. Hótanir þingmanna um að hafna framkvæmdastjórninni höfðu meðal annars þau áhrif að Jacques Sant- er, verðandi forseti framkvæmda- stjómarinnar, ákvað að taka sjálfur að sér formennsku í nýrri jafnréttis- nefnd í stað Padraigs Flynn, sem þingmenn töldu ekki hafa skilning á jafnréttismálum. Ræða Santers í þinginu á þriðju- dag, þar sem hann lýsti yfir stuðn- ingi við ýmis sjónarmið um frekari samruna Evrópusambandsríkjanna, sem fylgi eiga að fagna á Evrópu- þinginu, er talin hafa snúið ýmsum þingmönnum. Engir hveitibrauðsdagar Margir þeir, sem til máls tóku áður en þingið greiddi atkvæði, gáfu þó í skyn að þeir styddu fram- kvæmdastjórnina með hálfum huga. Pauline Green, leiðtogi sósíal- ista á þinginu, sagði að fram- kvæmdastjórnin fengi ekki að njóta neinna „hveitibrauðsdaga". Hún minnti framkvæmdastjórnarmenn- ina á að þingið hefði nú vald til að reka stjómina, stæði hún sig ekki nógu vel. Mitterrand á Evrópuþingi Sameining besta trygging- in gegn stríði Strassborg. Reuter. FRANCOIS Mitterrand Frakklands- forseti ávarpaði Evrópuþingið á þriðjudag og gerði í ræðu sinni grein fyrir þeim málum sem Frakkar teidu vera forgangsverkefni, meðan þeir fara með formennsku í ráðherraráði ESB. Hvatti hann ríki ESB til að beijast gegn útlendingahatri og standa sameinuð í baráttunni gegn nýrri styijöld. Þetta var í og með kveðjuávarp Mitterrands á þinginu því hann iætur brátt af embætti Frakklandsforseta. „Þjóðernishyggja er stríð. Stríð er ekki einungis hluti fortíðarinnar. Það gæti líka reynst hluti framtíðar- innar,“ sagði Mitterrand. Hvatti hann menn til að varpa fordómum og hatri fyrir róða. „Ef við samein- umst ekki undir einu þaki mun út- lendingahatur og þjóðernishyggja ná yfírhöndinni.“ Mitterrand sagðist hafa fæðst meðan á fyrri heimsstyijöldinni stóð og upplifað þá síðari. Hann þekkti því stríðshatrið frá fyrstu hendi. Það væri hans mat að áframhaldandi samruni væri besta leiðin til að kom- ast hjá því að endurtaka mistök for- tíðarinnar. Sameigínlegan gjaldmiðil 1997 Hann sagði ESB eiga að stefna að sameiginlegum gjaldmiðli þegar árið 1997 og að Frakkar myndu leggja sitt af mörkum að það mark- mið gæti náðst. Maastricht-sáttmálinn gerir ráð fyrir að þau ríki, er standast strang- ar kröfur um opinberar skuldir, fjár- lagahalla, vaxtastig, verðbólgu og gengisstöðugleika geti tekið upp sameiginlegan gjaldmiðil í fyrsta lagi þann 1. janúar 1997. Sótt að kvikmyndaiðnaði Mitterrand minntist í klukku- stundarlangri ræðu sinni einnig á þann aukna vanda sem ríki ESB Rcuter MITTERRAND Frakklands- forseti ávarpar Evrópuþingið. Meðal þeirra sem hlýddu á ræðu hans voru þeir Leon Brittan og Jacques Delors. stæðu frammi fyrir vegna skipu- lagðrar glæpastarfsemi og hryðju- verka og lagði að auki áherslu á að styrkja bæri hinn félagslega þátt Evrópusamstarfsins. Þá hvatti hann aðildarríkin einnig til að koma í veg fyrir að evrópski kvikmyndaiðnaðurinn legðist af vegna samkeppninnar við Holly- wood. „Við höldum á þessu ári upp á aldarafmæli evrópskrar kvik- myndagerðar og aidrei hefur hún átt jafnmikið undir högg að sækja og nú.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.