Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 21 ERLENT Ný bók um fyrrum Bandaríkjaforseta Ofsóknaræði, sjálfsdýrk- un og kuldalegt viðmót Washington. The Daily Telegraph. JIMMY Carter hafði sjúklegar áhyggjur af því í forsetatíð sinni að munum væri stolið af skrifstofu hans. Starfsbróðir hans, Richard M. Nixon, var kuldalegur í garð konu sinnar en Ronald Reagan mátti sætti sig við stöðugar að- finnslur eiginkonunnar. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri bók, „Innan veggja Hvíta hússins", sem út er komin í Banda- ríkjunum. Höfundurinn, Ronald Kessler, sem hlotið hefur nokkra frægð fyrir bækur sínar um bandarísku leyniþjónustuna, CIA, segir að þegar grannt sé skoðað reynist forsetar Bandaríkjanna allt aðrir menn en fram komi fýrir sjónir almennings. Ford var orðljótur Gerald Ford, sem beið lægri hlut fyrir Jimmy Carter, fór jafnan niðrandi orðum um keppinaut sinn og lét vanþóknun sína gjarnan í ljós með miður geðslegu lát- bragði. Lét forsetinn, sem tók við af Richard Nixon eftir Watergate- hneykslið, m.a. fúkyrði falla um Carter er hann var á ferð í þotu forsetaembættisins. Carter treysti engum í bókinni er að fínna ýmsar lýs- ingar á einkennilegu framferði Carters. Þannig bannaði hann ör- yggisvörðum sínum sérstaklega að bjóða góðan dag er forsetinn gekk inn í skrifstofu sína í Hvíta húsinu að morgni. Undir lok for- setatíðar sinnar þjáðist Carter, að sögn höfundarins, af ofsóknar- bijálæði, sem lýsti sér í því að hann hafði af því sífelldar áhyggj- ur að gestir hans tækju með sér muni, ófrjálsri hendi, af skrifstofu forsetans. Kessler, hefur það eftir lífvörðum, þjónum og öðrum sem hann ræddi við vegna bókar þess- arar, að Carter hafi fyrirskipað öryggisvörðum að sanna með ljós- myndum að engu hefði verið stolið af skrifstofunni. Carter hafði einnig þann háttinn á er hann var í Washington að fjarlægja myndir af forsetum Bandaríkjanna af veggjum í húsi því er hann hélt jafnan til í og ætlað er fyrrum forsetum er þeir sækja höfuðstaðinn heim. í stað þeirra voru hengdar upp myndir af Jimmy Carter. „Carter er af- skaplega einkennilegur maður. Hann kom einatt fram með bros á vör og virtist hinn vingjarnleg- asti. Raunveruleikinn var allt ann- ar,“ segir Kessler. Nixon vondur við Pat I bók Kesslers kemur einnig fram að Richard Nixon hafi á stundum verið sérlega kuldalegur í viðmóti gagnvart eiginkonu sinni, Pat en hún þótti framúrskarandi húsmóðir á bandaríska vísu og hlaut raunar margvíslegar viður- kenningar fyrir framgöngu sína á þeim vettvangi. Nixon fór og jafnan mjög lof- samlegum orðum um konu sína í ræðu sem riti. Reagan þoldi skammir Ronald Reagan mátti þola við- varandi fyrirskipanahríð af hendi eiginkonu sinnar, Nancy, auk þess sem hún skammaði forsetinn oft- lega sem hann væri barn. „Hvers vegna gerðir þú þetta?“ buldi oft á mæddum hlustum Reagans auk þess sem eiginkonan ávarpaði for- seta Bandaríkjanna með þessum orðum: „Nú vil ég að þú gerir þetta.“ Bush hreinn og beinn Höfundur bókarinnar segir að George Bush hafi verið heilsteypt- astur forseta Bandaríkjanna í seinni tíð. Þeir sem unnið hafi með Bush, flugþjónar jafnt sem leyni- þjónustumenn, séu sammála um að þar fari sérlega ljúfur maður og að framganga hans á opinber- um vettvangi og í einkalífinu hafi ávallt farið saman. 3 nætur á mann í tvíbýli í 3 nætur. Vei 24.300 kr. á mann í tvíbýli í tvær nætur. Vei 29.500 kr. á mann í tvíbýli í fjórar nætur. Innifalið: Flug gisting og flugvallarskattar. _____________T>r T*r -k •k_______________ L Ú X U S Fimm stjörnu lúxushótel á besta stað í miðbænum. Frægustu söfnin og bestu verslunargöturnar í göngufæri. ★ ★ ★ ★ ★ Haföu samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um land allt, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað mánudaga til föstudaga kl. 8-19 og laugardaga kl. 8-16). FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi Góð kaup í RÚMFATALAGERNUM! Sæng og koddi 1 sett 1.690 kn 2 sett 2.990 kr. Leðurstóll úr ekta leðri Verð aðeins: 9.900 kr. ÓDÝRUSTU rimlagluggatjöldin á íslandi Matar- og kaffistell _______fyrir fjóra Verð aðeins: 690 kr Eldhús- hornið bekkur, borð og 2 stólar 50 cm x 160 cm 60 cm x 160 cm 70 cm x 160 cm 80 cm x 160 cm 90 cm x 160 cm 100 cm x 160 cm 110 cm x 160 cm 120 cm x 160 cm 130 cm x 160 cm 140 cm x 160 cm 150 cm x 160 cm 160 cm x 160 cm Verð aðeins: Z4.900 kr 290 kr 390 kr 450 kr 490 kr 550 kr 590 kr 690 kr 790 kr 890 kr Barnasloppar hvítir 990 kr 1090 kr 1190 kr Verð aðeins: 390 kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.