Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEMPAR GREINAR Menntun tíl nýsköpunar I NYARSRÆÐU sinni skoraði frú Vig- dís Finnbogadóttir forseti á stjórnmála- flokkana að setja menntamál í öndvegi stjómmálaumræðunn- ar. Þó ekki hafi borið mikið á því í fjölmiðl- um samþykkti Al- þýðuflokkurinn ' stefnuskrá í mennta- málum á flokksþingi sínu í júní sl. Stefna flokksins í mennta- málum ber yfirskrift- ina „menntun til ný- sköpunar“. Mannauður Vel menntað fólk er mikilvæg- asta auðlind þjóðarinnar. Fyrir ein- staklinginn opnar menntun dyr tækifæra til að sjá fyrir sér og sín- um og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Fyrir þjóðarheildina er menntun forsenda sjálfstæðrar þjóðar í landinu og framfara í efna- hagsmálum. Upplýsinga- og þjón- ustusamfélagið gerir landamæri og Það er forgangsverkefni að auka fjölbreytni í námsframboði á fram- haldsskólastigi að mati Össurar Skarphéðins- sonar, sem segir að efla þurfí tengsl atvinnulífs og skólakerfís. mörk menningarheilda óljósari en áður. Til þess að sækja þekkingu í hinn alþjóðlega nægtabrunn vísinda og hugvits þarf menntun á heims- mælikvarða, svo ekki sé minnst á möguleika okkar til nýsköpunar hér heima og útflutnings á framleiðslu Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fœst á Kastrapflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! byggðri á hugviti. Tilvist smáþjóða er ávallt í hættu. Við verndum ekki þjóðemi okkar með einangrun, heldur þátttöku í al- þjóðlegu samstarfi og með því að nýta al- þjóðlega strauma í menntun og listum. Öflugt menntakerfi er forsenda þess að þetta sé mögulegt. Minni miðstýringu Ríkisvaldið þarf að Össur móta skólastefnu fyrir Skarphéðinsson öll skólastig frá leik- skóla til háskóla. Þetta hefur ekki í för með sér að ríkið stjórni í smáatriðum innra starfi skólanna. Til þess að vald og ábyrgð fari saman þarf að taka ákvarðanir eins nálægt vettvangi og hægt er. Af þessum ástæðum meðal annars er það mikið framfaraskref að færa rekstur grunnskólans til sveitarfé- laganna. Með því að auka rekstrarlegt sjálfstæði skólanna og með því að taka upp innra gæðaeftirlit er skólastarf gert sveigjanlegra og skólarnir hæfari til að aðlagast þeim breytilegu kröfum sem til þeirra em gerðar. Framhaldsskólinn Um nokkurt skeið hefur fram- haldsskólinn átt í nokkurri tilvist- arkreppu. Vegna þjóðfélagsbreyt- inga sækja nú sífellt fleiri úr hverj- um árgangi nám í framhaldsskóla. Því miður hefur skólinn ekki getað brugðist við þessu, enda miðast framhaldsskólinn um of við hefð- bundið bóknám til stúdentsprófs. Forgangsverkefni á næstu árum er því að auka fjölbreytni í náms- framboði á framhaldsskólastigi. Bæta þarf stuðningskennslu við þá sem ekki hafa náð tilskildum árangri í grunnskóla og auka fram- boð á verkmenntun og starfsnámi. auka þarf tengslin við atvinnulífið stórlega frá því sem nú er, án þess að skerða sjálfstæði skólanna. Til að vekja áhuga á verknámi þarf að tryggja greiða leið til stúd- entsprófs að því loknu. Jafnframt þarf að endurmeta stúdentsprófið til að tryggja góðan undirbúning undir háskólanám. Engin skólagjöld Það er þjóðamauðsyn að nota bættan efnahag til að auka fram- lög til menntamála. Almenna menntun þegnana ber að greiða úr sameiginlegum sjóðum lands- manna. Alþýðuflokkurinn er alger- lega andsnúinn því að skólagjöld standi undir almennu skólastarfi, - hefur raunar ítrekað komið í veg fyrir að skólagjöld verði tekin upp á framhaldsskólum og mun leggj- ast gegn frekari skólagjöldum á háskólastigi. Höfundur er umhverfisráðherra. OLEANNA Hvað gerði maðurinn? AÐSENDAR GREIIMAR/PRÓFKJÖR Andstæðingamir hræðast Guðmund Ama UM HELGINA verð- ur haldið prófkjör Al- þýðuflokksins á Reykja- nesi. Þá gefst kjósend- um tækifæri til að velja á milli sjö prýðisfram- bjóðenda sem eru reiðu- búnir að starfa fyrir Alþýðuflokkinn á vett- vangi landsmála. Þeir fulltrúar sem skipuðu tvö efstu sæti listans við síðustu kosningar gefa ekki kost á sér nú þann- ig að jafnframt þarf að velja leiðtoga listans. Þrátt fyrir hæfa frambjóðendur er eng- inn vafi á því í mínum huga að Guðmundur Ami er hæfastur þeirra til að leiða listann. Besta vísbendingin um það er að andstæðingar Alþýðuflokksins vilja mikið til þess vinna að Guð- mundur Árni nái ekki forystusætinu á lista Alþýðuflokksins á Reykja- nesi. Þeir óttast hann og betri með- maeli er ekki hægt að fá. Eg hef þekkt Guðmund Árna lengi og starfað mikið með honum í stjórn- málum, meðal ungra jafnaðarmanna, í bæjarmálum Hafnarfjarðar og í Tryggvi Harðarson landsflokknum. Það sem hefur umfram ann- að einkennt Guðmund Áma er hversu hreinn og beinn hann er. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Sú árátta Guðmund- ar að segja hlutina beint út hefur vissulega orðið til þess að hann hefur stuðað ýmsa, jafnt inn- an flokks sem utan. Ef honum finnst ástæða til, segir hann mönnum hiklaust til syndanna og skiptir þá engu hvort um er að ræða pólitíska samheija og vini eða pólitíska fjandmenn. Það hefur leitt til þess að þeir sem kunna ekki að taka gagnrýni hafa margir hveijir horn í síðu Guðmund- ar. En Guðmundur Árni lætur menn jafnframt finna það þegar honum finnst að vel hafí verið gert. Það er einn af hans höfuðkostum að þrátt fyrir að hann lendi í hörðum rimmum við félaga eða pólitíska andstæðinga erfir hann ekki hlutina, heldur tekur hann hvert mál fyrir sig. Guðmundur Árni er framsækinn og baráttu- glaður forystumaður, segir Tryggvi Harðar- son, sem reynast mun kjördæminu vel. Annar höfuðkostur Guðmundar Árna er að hann hopar aldrei þegar á hólminn er kominn og skríður aldr- ei í skjól annarra. Þvert á móti er hann ávallt tilbúinn að taka högg af sínum félögum eða undirmönnum og veija þá þó að hann þurfi að taka á sig stundaróvinsældir þess vegna. Slíkan mann höfum við þörf fyrir í forystu flokksins. Það er til nóg af stjómmálamönnum á íslandi sem sigla með löndum, forðast að taka afstöðu til erfiðra mála og passa sig á að láta aldrei á sér bijóta. Jafnaðar- stefnan er framsækin og ögrandi. Hún þarfnast framsækinna og ba- áttuglaðra forystumanna. Hún þarfn- ast manna eins og Guðmundar Áma. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra er traustur valkostur Rannveig hefur iðulega miðlað málum og leyst ÞAÐ eru ekki flennifyrirsagnir sem fylgja störfum Rann- veigar Guðmundsdótt- ur núverandi félags- málaráðherra. En vinnusamari alþingis- maður og vinur þeirra sem minna mega sín er vandfundinn. Þeir sem fylgjast með störfum Alþingis bak við fyrirsagnirnar og yfirlýsingar í kast- ljósi fjölmiðla eru ekki í vafa um það hverjir beri hitann og þung- ann af því mikla starfi sem fylgir þing- mennsku og stjórnar- þátttöku. Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því mikla starfi sem fylgir því á Alþingi að vera stjórnarþingmaður. Starfið hvílir á herðum þeirra þingmanna sem ekki eru ráðherrar. Stjórnarsetu fylgir ekki aðeins stjórnun nefndarstarfa og daglegra starfa þingsins heldur þarf líka að gæta þess að stefna Alþýðuflokksins verði ekki kaf- keyrð og nái fram þar sem hægt er í nefndarálituim lagafrumvörpum og umræðum. í þessum þáttum öllum hefur hún leitt vaska sveit Jón Gröndal alþingismanna Alþýðu- flokksins. Ábyrgðarstörf í Norðurlandaráði Störf Rannveigar hafa ekki aðeins vakið athygli á Alþingi. Á vettvangi Norðurlanda- samstarfsins hafa frændur okkar tekið eftir kostum hennar. Hún hefur verið kölluð til ábyrgðarstarfa þar og veitt formennsku veigamiklum nefndum og þannig sett mark sit á samstarf Norðurland- anna. Rannveig er mannasættir Fátt hefur vakið meiri athygli á undanförnum misserum en uppá- komur í Alþýðuflokknum. Flestar eru þær tengdar einhveijum per- sónuleikum í flokknum sem virðast fá útrás í sviðsljósi fjölmiðla. Það er ekki vanþörf á að fá manneskju til forustu sem virðir meira hags- muni flokksins og hagsmuni hins almenna kjósenda er persónulegar flugeldasýningar. Rannveig hefur iðulega miðlað málum og leyst ill- leysanlega hnúta innan flokksins. illleysanlega hluti, segir Jón Gröndal, sem hvet- ur alþýðuflokksfólk til að setja hana í efsta sæti á A-lista. Það er kominn tími til að hún njóti verka sinna. Traustur ráðherra Það hefur ekki farið hátt um störf Rannveigar í ráðherrastól. Hún nýtur mannkosta sinna og trausts ráðuneytisfólks sem er þakklátt fyrir að geta unnið störf sín í friði langt frá upphlaupum og sviðsljósi ljölmiðla. Ég treysti henni best til að leiða lista Alþýðuflokks- ins í Reykjanesi. Kjósendur fá þá alþingismenn sem þeir eiga skilda. Kjósum Rannveigu í fyrsta sæti listans í prófkjöri Alþýðuflokksins á næstunni. Við eigum hana skilda! Höfundur er kennari. Ungt fólk til áhrifa UNGT fólk á undir högg að sækja þegar kemur að stjórn þessa lands. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd að reynsla fylgir aldri er einnig klárt að viðhorf yngri kynslóða til landsstjórnarinnar er annað en þeirra sem eldri eru. Skýrar hug- sjónir, skarpar áhersl- ur og mikill kraftur er í flestum tilfellum einkennandi fyrir unga stjómmála- menn. Ungt fólk í Alþýðu- flokknum innan samtaka ungra jafnaðarmanna býður fram krafta sína í komandi kosningum og ætl- ar að gera sitt til að tryggja fram- gang jafnaðarstefnunnar hér á landi, bæði með öflugum málflutn- ingi í komandi kosningabaráttu Jón Þór Sturluson en einnig með fram- bærilegum ungum frambjóðendum á lista Alþýðuflokksins. Að öðrum ólöstuðum er Petrína Baldursdóttir þar fremst í flokki. Petrína Baldurs- dóttir, formaður fé- lags ungra jafnaðar- manna í Grindavík, er verðugur fulltrúi nýrr- ar kynslóðar í íslenskri pólitík. Hún hefur sýnt á stuttum þingmanns- ferli sínum að hún er dugmikill og réttsýnn boðberi jafnaðarstefn- unnar á öllum sviðum. Hún hefur sannað að hún á fullt erindi á Alþingi þar sem hún er sterkur málsvari ungs fólks, Reyknesinga og þjóðarinnar allrar. Þjóðin þarfnast kraftmikils fólks sem er tilbúið til að bjóða Petrína Baldursdóttir er verðugur fulltrúa nýrrar kynslóðar í íslenskri pólitík, segir Jón Þór Sturluson, sem mælir með henni í annað til þriðja sæti A-lista á Reykjanesi. einkahagsmunum og spillingu byrgn'n. Fólks sem er tilbúið til að beijast fyrir sannfæringu sinni og jafnaðarstefnunni. Veljum Petrínu Baldursdóttur i annað til þriðja sæti lista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. Höfundur er fornmöur Sambands ungra jafnaðarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.