Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐURB. ÞORS TEINSSON + Sigurður Bene- dikt Þorsteins- son fæddist í Sand- gerði 30. júlí 1938. Hann lést á Borgar- spítalanum að morgni 13. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorsteinn Pálsson, f. 1909, d. 1944, og Guðrún Benedikts- dóttir, f. 1912, d. 1.972. Sigurður var yngstur af alsystk- inum sínum, hin eru Einar Grétar, Pálm- ar og Steinunn. Háifsystkini þeirra, sammæðra, eru Þorsteinn, Halldór og Dagný, börn Svavars Víglunds- sonar útgerðarmanns, f. 1904, d. 1954, seinni manns Guðrúnar. Sigurður kvæntist Hönnu Kristínu Pálmarsdóttur 25. des- ember 1963 og eignuðust þau þijú börn. Þau eru: 1) Pálmar, fram- kvæmdastjóri, kvæntur Arndísi Heiðu Einarsdóttur og eiga þau einn son, Aron. Frá fyrra hjónabandi á Pálmar soninn Victor. 2) Gísli, kerfisfræðingur, sambýliskona hans er Jóna Guðmunds- dóttir og búa þau I Danmörku. 3) Ra- kel, enn í foreldra- húsum. Sigurður útskrif- aðist úr Stýrimannaskóla ís- lands árið 1962 og var á sjó eftir það uns hann hóf störf hjá Islenska álfélaginu í Straums- vík 1972, þar sem hann vann síðan. Útför Sigurðar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag. ELSKULEGUR bróðir minn er lát- inn eftir þriggja ára baráttu við krabbamein. Þetta hefur verið erfið- ur tími fyrir þig og okkur öll sem elskuðum þig. Það er erfitt að bíða í von og ótta á þriðja ár og þú sem varst svo dulur og barst ótta þinn og von í hljóði. Fyrsta minningin í huga mínum um Sigga var þegar hann gat bara talið upp að einum, en hann vissi að fjórir tuttuguogfimmeyringar voru króna og þess vegna bað hann mömmu um einn, einn, einn og einn og þá fékkstu krónu. Við áttum heima í Sandgerði þá og þú varst litli bróðir minn, ég leiddi þig og passaði. Manstu, einu sinni varstu búinn að verða þér úti um krónu og við leiddumst í búðina og þú settir þessa dýrmætu krónu upp í þig og hún stóð föst í hálsin- um á þér, ég fór að gráta því ég var líka svo lítil, en þá kom hún Þórunn kennslukona og náði í krón- una og bjargaði þér og mikið vorum við glöð og mamma þakklát. Eg man líka þegar við fórum að ná í mjólkina og pabbi leiddi okk- ur. Við löbbuðum yfir móana og pabbi sagði okkur frá fuglunum sem við sáum á leiðinni. Manstu þegar við vorum á skaut- um og okkur var svo kalt á fótunum ac^við stungum þeim inn í bakara- ofninn til þess að ylja okkur. Við sváfum stundum saman, þú til fóta og ég með þessa löngu fæt- ur og svo fórum við allt í einu að rífast og þú sagðir að það væri ekki hægt að sofa hjá mér því ég klóraði þig með nöglunum sem ég hafði ekki nennt að klippa og samt vildum við sofa saman því okkur þótti svo vænt hvoru um annað. Við misstum pabba okkar með vélbátnum Óðhi frá Gerðum, það var árið 1944 og þú varst bara sex ára. Það hafði auðvitað áhrif á líf þitt og þroska og okkar allra. Móðir okkar giftist aftur Svavari Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR IIÓTEL LOFTLEIDIR Víglundssyni útgerðarmanni frá Neskaupstað. Við eignuðumst góð- an og traustan stjúpa og þrjú yndis- leg hálfsystkin. Þú byijaðir ungur að stunda sjó- inn eins og tíðkaðist í þá daga. Þegar þú giftist æskuástinni þinni, Hönnu Kristínu Pálmarsdóttur, steigstu mikið gæfuspor. Hún hefur staðið við hlið þér eins og klettur alla tíð og aldrei vék hún frá þér í veikindum þínum. Þið eignuðust þrjú yndisleg og góð börn. Eftir að Siggi stofnaði íjölskyldu hætti hann á sjónum og hefur unn- ið í Straumsvík í tuttugu og fimm ár. Það lék allt í höndunum á hon- um, hann gat allt. Hann byggði húsið sitt, múraði, lagði parket og flísar, alveg sama hvað það hét, hann gat allt og var alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Hann var dulur og ekki allra, en var vinur vina sinna og vildi allt fyrir þá gera. Elsku Siggi minn, ég hélt í hönd- ina á þér þegar þú kvaddir þennan heim alveg eins og þegar við vorum lítil. Elsku Hanna mín, Pálmar, Gísli og Rakel, lífið heldur áfram, njótið styrks hvert af öðru, þið eruð öll svo_ dýrmæt og samheldin. Ég veit að pabbi, mamma og stjúpi okkar taka á móti Sigga bróð- ur mínum. Mér þótti mjög vænt um þig, elsku bróðir minn. Með saknaðarkveðju, þín systir, Stella. Já, þannig endar lífsins sólskins saga, vort sumar stendur aðeins fáa daga, En kannski á upprisunnar mikla morgni, við mætumst öll á nýju götuhomi. (T. Guðm.) Elsku hjartans Siggi minn, Guð verði með þér á leiðinni til ljóssins. Þakka þér fyrir hvað þú varst góður við mig, litlu systur þína. Þegar þú ert nú horfinn sjónum okkar, þökkum við fyrir allt og að hremmingum þínum skuli lokið. Vertu bless, elsku Siggi, og góða ferð. Elsku Hanna mín, Pálmar, Gísli og Rakel, Guð styrki ykkur í sorg- inni. Dagný. Mig Iangar í fáeinum orðum til að kveðja tengdapabba minn, Sig- urð_ B. Þorsteinsson. Ég kynntist Sigurði fyrir sex árum. Sá ég strax að þar var yndis- legur maður á ferð. Það verður mér alltaf minnisstætt hvað hann var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd þegar við hjónin þurft- um á að halda varðandi ýmiss kon- ar aðstoð á heimilinu, og taldi það aldrei eftir sér. Sigurður var frekar dulur maður og hefði mig langað til að kynnast honum miklu betur. Síðatliðin þrjú ár hefur hann háð harða baráttu við illvígan sjúkdóm er sigraði að lokum. Hvílíkan dugn- að og kraft sýndi hann á brúðkaups- degi okkar síðastliðið sumar, er hann var svaramaður sonar síns, þá orðinn fársjúkur maður, en stóð sig eins og hetja. Söknuðurinn er mikill, þó einkum hjá Hönnu, eiginkonu hans, sem sér nú á bak traustum eiginmanni, er ætíð var hennar stoð og stytta. Þau voru mjög samrýnd og samtaka í öllu er þau tóku sér fyrir hendur. Þá ríkir mikil sorg hjá börnum þeirra en þau sjá nú á bak elskuleg- um föður sínum í blóma lífsins. Ég sakna þín mikið, Sigurður, ég veit að þér er ætlað eitthvert mikilvægara hlutverk á æðri stöð- um, en sárt er að missa svona góð- an tengdapabba. Að lokum vil ég tileinka þér þessi sálmavers með kveðju frá mér: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) A. Heiða Einarsdóttir. Ég hafði beðið nokkurn tíma eftir símtalinu frá vini mínum, Pálmari, um að faðir hans væri fallinn frá. Við höfðum ræðst við um jólahátíðina, og Pálmar tjáð mér að ætlunin væri að pabbi hans yrði heima í faðmi fjölskyldunnar um jólin þótt hann væri langt leidd- ur af krabbameini, og ljóst að hann ætti ekki langt eftir ólifað. Símtal- ið kom svo í miðjum erli föstudags- ins, og þrátt fyrir aðdragandann sló á mig óhug við símtalið. Sigurð- ur hafði gefið upp öndina þá um morguninn. Það er í raun ekki hægt að búa sig undir andlátstíð- indi, hvernig sem þau ber að. Sigurð þekkti ég sem föður góðs vinar. Heimili þeirra Sigurðar og Hönnu á Miðvanginum var okkur ávallt opið, og á unglingsárunum varð það oftar en ekki samastaður félaganna úr körfuboltanum. Eflaust hefur maður ekki gert sér grein fyrir því álagi sem slíku fylg- ir á heimilishald, en aldrei varð maður var við annað en gestrisni og hlýlegt viðmót. Sigurður naut virðingar okkar, og kom ávallt fram við okkur af virðingu. Gat hann ávallt blandað sér í umræður okkar á óþvingaðan hátt og rætt við okk- ur sem jafningja. Einhvern veginn varð það nú svo að oft lenti ég í löngum samræðum við Sigurð, gjarnan inni í eldhúsi. Umræðuefni voru margvísleg en minnisstæðast er mér hversu vel hann fylgdist með körfuboltaferli Pálmars, og hversu stoltur hann var af honum, þótt allajafna hafi hann ekki gefið mikið út á boltaleiki sem hluta af lífsbaráttunni. Þótt kynni okkar Sigurðar hafi e.t.v. ekki rist djúpt miðað við nána vini og ættingja, þá endurspegla eldhússumræður okkar vel þá mynd sem ég hef ávallt dregið upp af Sigurði. Fyrir mér var hann íslensk alþýðuhetja, hörkuduglegur heimil- isfaðir sem hafði þá ábyrgð að sjá fjölskyldu sinni farborða og skapa börnum sínum framtíð. Hann hafði hlýtt hjarta, en bar tilfinningar sín- ar ekki á torg, þaðan af síður sín vandamál. En stoltur var hann. Stoltur af fjölskyldu sinni og heiðarlegu dagsverki. Kæri Pálmar og fjölskylda, ég votta ykkur öllum samúð mína og vona að Guð veiti ykkur nauðsyn- legan styrk til að takast á við þessi ósanngjörnu örlog. Áralangri bar- áttu við þau örlög er nú lokið, en minningin um góðan föður og afa verður aldrei burtu tekin. Ólafur Rafnsson. INGUNN EIRÍKSDÓTTIR + Ingunn Eiríks- dóttir var fædd í Reykjavík 26. nóvember 1908. Hún lést á St. Jó- sefsspítala í Hafn- arfirði 6. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Ás- mundsdóttir, f. 11. ágúst 1883, og Ei- ríkur Gíslason tré- smiður, f. 19. nóv- ember 1869. Systk- ini Ingunnar voru sjö talsins, hún var þriðja í röðinni, hin voru: Elín, f. 19. janúar 1905, látin, Gísli, f. 30. júlí 1906, látinn, Ingi- gerður, f. 30. september 1910, látin, Asdís, f. 13. ágúst 1914, Ása, f. 10. júní 1916, látin, Guðbjörg, f. 1. nóvember 1922, og Vigdís, f. 1. janúar 1926. Ingunn giftist 19. júlí 1930 Ólafi Jóhannssyni, húsasmíða- meistara, f. að Kirkjubóli í Múlasveit, A-Barð., d. 23. júlí 1983. Þau eignuðust þijú börn. Elst er Svanhildur, gift Har- aldi Jónassyni, næst Guðrún, gift Ólafi Helgasyni, hann er Iátinn, og yngstur er Guð- mundur Jóhann, maki Brynja Pétursdóttir. Útför Ingunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. FÆST orð hafa minnsta ábyrgð, samt langar mig að festa orð á blað í minningu tengdamóður minnar, Ingunnar Eiríksdóttur, hún var fædd í Reykjavík en flutt- ist ung að árum með foreldrum sínum að Eyrarbakka. Þar ólst hún upp og var líka hjá frændfólki í Villingaholti um tíma. Ingunn átti þess ekki kost að fara í æðri skóla, en greind hafði hún nóga, hún hafði einkar gaman af að lesa, var hraðlæs með afbrigðum, mundi það sem hún las og kunni bækurn- ar og hafði gaman af að tala um þær við aðra. Ung kynntist hún öðlingsmann- inum Ólafi Jóhannssyni húsa- smíðameistara, sem varð eigin- maður hennar. Þegar þau hófu búskap var mikil kreppa og at- vinnuleysi, en með dugnaði komu þau sér áfram. Fólk átti ekki al- mennt sitt eigið húsnæði og þurfti oft að flytja, tengdaforeldrar mínir fóru ekki varhluta af því. Af ein- skærum dugnaði og stórhug reisti Ólafur hús sitt, Engihlíð 12, strax í stríðslok. Þar áttu margir af þeirra skyldmennum athvarf um lengri eða skemmri tíma. Þegar Ingunn var að alast upp var Eyrarbakki stór staður, aðal- höfn á allri suðurströnd íslands og hafa skip lent þar allt frá söguöld, verslanir voru þar, sjávarútvegur, landbúnaður og garðrækt. Um síð- ustu aldamót voru íbúar Eyrar- bakka yfir 800 talsins og mikið af fólki úr sveitunum að koma í kaupstaðinn, svo það hefur verið líf og fjör á Bakkanum. •Kannski hefur það verið nálægð- in við sjóinn í uppvextinum sem gerði Ingunni að mikilli slysa- varnakonu, hún var meðlimur í kvennadeild Slysavamafélagsins, sótti þar fundi og skemmtanir. Þó Ingunn væri fædd í Reykja- vík og byggi þar allan sinn búskap bar hún sterkar taugar í austur- átt, þar átti hún margt skyldfólk. Og eru ekki líka æskuárin alltaf björtust i minningunni? Margar ferðir fórum við með henni austur fyrir Fjall, ýmsir stað- ir voru á óskalistanum, sem ekki verða upp taldir hér. Síðasta ferðin var farin á sólbjörtum degi síðasta sumar, þá naut tengdamóðir mín ferðarinnar. Eftir að Ólafur dó bjó Ingunn nokkur ár ein. Þar kom þó að henni þótti betur borgið, þar sem unnt væri að fá að- hlynningu. Undanfar- in ár hefur hún verið á Hrafnistu í Hafnar- firði. „Ellin hallar öllum leik.“ Eins og áður segir hafði Ingunn sérstakt yndi af lestri bókq, en fyrir nokkr- um árum fór að bera á sjóndepru hjá henni, háði það henni bæði við lestur og hannyrð- ir, að ógleymdu sjónvarpinu. Svo er læknavísindunum og tækninni fyrir að þakka, að hún fékk nokk- urn bata og gat lesið og prjónað, þar til núna síðustu vikurnar sem hún lifði, þá var heilsa hennar þrot- in. Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. (Davíð Stefánsson) Megi Ingunn njóta drauma sinna. Haraldur Jónasson. Hún amma er dáin eftir erfið veikindi. Hún lést í St. Jósefsspítal- anum í Hafnarfirði síðasta dag jóla. Amma var fædd í Reykjavík. Hún ólst upp á Eyrarbakka. Hún dvaldi líka í Villingaholti í Flóa sem ung stúlka hjá frændfólki sínu þar. Þaú voru átta systkinin, sjö systur og einn bróðir. Amma var af hagleiksfólki komin. Amma hafði lifað tímanna tvenna og hafði frá mörgu að segja. Af vörum hennar nam ég ýmsan fróðleik frá þeim dögum er amma var ung; frá því er hún var í barnaskólanum á Eyrarbakka, í sveitinni í Villingaholti, í saltfisk- verkun; og frá þeim dögum er hún var að hefja búskap. Hún hafði ákveðnar skoðanir og lét þær í ljós. Vinkonur hennar voru margar sérstæðir persónuleikar. Ýmsar myndir líða hjá í hugan- um; notalegar stundir, þegar setið var við litla borðstofuborðið og amma bar á borð þjóðlegar kræs- ingar; myndir af ættingjum og vin- um sem nú eru margir horfnir en áttu áður leið til ömmu og afa; myndir af ömmu þar sem hún er glöð og hefur frá mörgu að segja; en líka daprir dagar þegar amma er veik og líður illa og lítið hægt fyrir hana að gera. Amma hafði gaman af lestri góðra bóka. Hún var fróð um menn og málefni. Hún pijónaði mikið og þá helst sokka og vettlinga og nutu barnbarnabömin þess vel. Þegar ömmu leið vel hafði hún gaman af að ferðast út í sveitir landsins. Henni þótti gaman að hlusta eftir hljóðum náttúrunnar, á fuglasöng, lækjamið og finna ilm jarðarinnar. Æskustöðvarnar voru henni kærastar. Oft brá hún sér með litlum fyrirvara í heimsókn á Bakkann, að Lækjarmótum og í Villingaholt. Þar undi hún sér vel og dvaldi þar oft í góðu yfirlæti hjá frændfólkinu. Þaðan kom hún heim hlaðin orku og sagði helstu tíðindi. Nú þegar- vetur ríkir dreymir okkur um vorið og vorið var líka tíminn hennar ömmu, tími tilhlökk- unar. Með þessu erindi langar mig að lokum að kveðja Ingunni ömmu. Blíða daga, bjartar nætur bugðast á með tærum hyljum eftir laut sem litlir fætur lásu forðum berum iljum. (Ól. Jóh. Sig.) Fyrir allar góðar stundir með ömmu vil ég að lokum þakka. Bless- uð sé minning hennar. Oddný Halla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.