Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 37 MINNINGAR LILJA JÖR UNDSDÓTTIR + Lilja Jörunds- dóttir fæddist á Bildudal 17. júlí 1910. Hún lést á Hrafnistu 11. janúar 1995. Foreldrar hennar voru Jör- undur Bjarnason skipstjóri á Bíldu- dal, f. 5. september 1875, d. 30. maí 1951, og eiginkona hans, Steinunn Hall- dóra Guðmunds- dóttir, f. í janúar 1884, d. 20. desem- ber 1963. Systkini Lijju voru Sigurmundur, f. 3. september 1908, skipstjóri á Bíldudal, Bjarni Dufland, f. 1. desember 1912, d. 25. maí 1990, skipstjóri á Bíldudal og síðar starfsmaður Kassagerðar Reykjavíkur, Garðar, f. 9. ágúst 1916, sjómaður og verkamaður _ á Bíldudal, og Ólina, f. 18. júní 1924, húsmóðir í Reykja- vík. Lilja var starfs- maður Pósts og sima á Bíldudal frá árinu 1938 fram til ársins 1962, er hún flutti til Reykjavík- ur. Þar starfaði hún hjá Pósti og síma fram til ársins 1980. Hinn 11. október 1942 giftist Lilja Guðjóni Guð- mundssyni, f. 2. maí 1884, d. 11. desember 1961, stöðvarstjóra Pósts og sima á Bildudal. Þau voru barnlaus, en Guðjón átti dóttur af fyrra hjónabandi. Útför Lilju fer fram frá Ás- kirkju í dag. ÉG VIL með fáeinum orðum minn- ast móðursystur minnar, Lilju Jör- undsdóttur. Meðal ljúfustu minn- inga um Lilju eru minningar frá Bíldudal, en þangað var ég sem barn sendur árlega til að dvelja sumarlangt hjá Lilju og manni hennar Guðjóni Guðmundssyni. Sumardvalirnar á Bíldudal voru ákaflega skemmtilegar. Heimili Guðjóns og Lilju var gamla símstöð- in ogpósthúsið á Bíldudal, semjafn- framt var embættisbústaður stöðv- arstjóra Pósts og síma. Húsakynni voru ævintýraheimur. Pósthúsið með sínum stimplum, póstpokum, lóðum og sérkennilegri innsiglis- lyktinni var heillandi vettvangur og símstöðin, sem á þessum árum var handvirk, hafði að geyma mikið af leiðslum, innstungum og heyrnar- tólum. Pósthúsið var ríki Guðjóns og þar var flest leyfilegt. Símstöðin var hins vegar vígi Lilju, en þar var athafnasömu smáfólki settar fastari skorður. Bíldudalur bauð einnig upp á ýmislegt, sem ekki var auðvelt í Reykjavík. Veiðar voru stundaðar daglega á bryggjukantinum og oft var róið á skekktum um allan fjörð- inn. Guðjón sá ætíð til þess að veið- arfæri væru tiltæk. Lilja og Guðjón hafa eflaust haft einhverjar áhyggj- ur af öllum þeim ævintýraferðum sem famar voru á þessum árum, en ekki minnist ég athugasemda frá þeim hjónum um þessi ævintýr. Guðjón brosti aðeins og hló ef eitt- hvað henti, en Lilja varð alvarleg á svipinn. Eflaust hefur barnleysi þeirra hjóna eitthvað haft að segja með það að mikið var látið eftir smáfólkinu. Guðjón var hvers manns hugljúfi og sárt saknað þeg- ar hann féll frá fyrri hluta vetrar 1961. Við andlát Guðjóns urðu miklar breytingar á högum Lilju. Hún flutti vorið eftir til Reykjavík- ur, en þar bjó hún í mörg ár við Kleppsveg en dvaldi síðustu árin á Hrafnistu. Lilja var ákaflega mörgum mannkostum búin. Hún var alltaf í góðu skapi, en einhvertíma sagði hún mér skapið hefði hún orðið að temja á unga aldri. Hún var mjög vel lesin og ljóð voru henni einkar hugleikin. Hún gaukaði oft að mér vísukornum sem henni fannst við- eigandi. Lilja var félagslynd og hafði gaman að því að-taka í spil. Keppnisandinn kom í ljós ef ekki var spilað af viti og þá gat hún látið í sér heyra. Hún var ung í anda fram til hinstu stundar. Guð blessi minningu Lilju Jör- undsdóttur. Jörundur Svavarsson. Þegar ég kom í fyrsta sinn í jóla- boð hjá tilvonandi tengdaforeldrum mínum hitti ég Lilju Jörundsdóttur í fyrsta sinn, gráhærða, Jágvaxna og glaðværa eldri konu. Ég komst fljótlega að því að þetta var Lilja frænka sem Jörundur, eiginmaður minn, dvaldi iðulega hjá yfir sumar- tímann er hann var barn á Bíldu- dal. Hann hafði þá oft talað um veru sína þar, en hann lék sér lang- tímum saman á símstöðinni á Bíldu- dal þar sem Lilja og maður hennar, Guðjón Guðmundsson, bjuggu. Ég þakka guði fyrir að fá að kynnast þér, Lilja mín. Þú varst svo einstök, alltaf svo glaðvær og já- kvæð. Það var gaman að ræða við þig um lífið og tilveruna, pólitík eða annað sem var efst á baugi það skiptið. Hvort sem það var barnaaf- mæli eða önnur fjölskylduhátíð, varst þú ávallt tilbúin að taka þátt í því með okkur. Þú varst ekki mikið fyrir að leggja land undir fót hin síðari ár. Þó komst þú með okkur nokkrum úr ættinni austur í Grímsnes, einn yndislegan sumardag. Ég vil geyma minninguna um þig eins og sá dag- ur var. Við lágum í grasinu út í laut. Það var dásamlegt veður, fugl- arnir og flugurnar allt í kring og við ræddum um heima og geima. Elsku Lilja mín, við þökkum þér fyrir þær samverustundir sem við áttum saman. Þær hefðu svo sann- arlega mátt vera fleiri. Guð blessi minningu Lilju. Sif Matthíasdóttir, Hrönn Ólína, Katla og Hildur Jörundsdætur. Frá því að ég man eftir mér hef- ur frænka verið til staðar. Ég kall- aði hana alltaf frænku því í mínum huga var bara ein frænka, eins og ein mamma og einn pabbi. Að sjálf- sögðu átti ég fleiri frænkur en enga sem skipaði sama sess því hún var óaðskiljanlegur hluti af minni fjöl- skyldu. Hún var alltaf á aðfangadag hjá foreldrum mínum og eftir að ég var flutt að heiman tilheyrði það að koma um kvöldið og hitta þau þ*jú. Frænka lifði lífinu lifandi. Henni leiddist aldrei, því hún hafði svo mikið að gera við hekl, spila- mennsku eða lestur. Hún var snill- ingur í höndunum og heklaði ótal dúka, millibekki og jafnvel barna- kjóla. Hún var alltaf í góðu skapi, svo jákvæð og ánægð og alltaf til í allt. Þótt hún væri farin að eldast vílaði hún ekki fyrir sér að koma í hávaðasöm barnaafmæli, hún var bara ánægð að koma og náttúrlega datt engum í hug að halda boð án þess að bjóða frænku. Frænka þakkaði mikið það sem fyrir hana var gert en sjálf gaf hún og gleymdi. Hin seinni ár urðum við góðar vinkonur. Mér fannst hún frábær, alltaf til í að spauga og var virki- lega skemmtilegur félagsskapur. Það var alltaf gaman að koma til hennar, hvort sem það var til að grípa í spil, horfa á sjónvarpið með henni eða bara til að spjalla um allt og ekkert. Hún fylgdist vel með og var inni í öllum hlutum og hafði skoðanir á öllum málum. Okkur fannst mjög gaman að rökræða og gerðum það óspart, sérstaklega um pólitík. Hún kenndi mér marías og stigin voru lögð á minnið því „mað- ur skrifar ekki stigin í marías". Hún reiknaði út stigin en ég átti að muna þau milli umferða því hún sagði að sitt minni væri ekki orðið nógu gott. Ef fyrir kom að ég gleymdi stigunum hló hún dátt og spurði hvor okkar væri komin á níræðisaldur. Næst þegar við spil- uðum marías, var haldið áfram með stigin þar sem frá var horfíð og þá var víst eins gott að muna þau frá því síðast. Mér fannst furðulegt að oft þegar ég hringdi í hana sagði hún ,já, blessuð" þegar hún tók upp símann eins og hún vissi hver væri að hringja. Ég velti því dálítið fyrir mér, hvemig hún færi að því að vita að þetta væri ég. Loks spurði ég hana og þá upþlýsti hún mig um að ég væri eina manneskjan sem hringdi í hana á ókristilegum tíma, svo einfalt var málið. Mér fannst ekkert að þeim tíma vitandi það að frænka vakti yfírleitt frameftir en vaknaði samt klukkan sex. Við höfðum svo mikið að gera saman. Ef við vorum ekki að spjalla eða spila vorum við að fara í gegn- um albúmin hennar og skrifa við hvetja myud tilefnið og fólkið á myndinni en því miður tókst okkur ekki að ljúka þvi verki. Eða þá við vorum að fara yfir stíla. Frænka hefði nefnilega viljað læra meira en hún átti kost á á sínum tím* og fyrir nokkru tók hún það í sig að læra íslensku. Hún setti mig sem sérlegan einkakennara. Lengi vel gerðist ekkert í málinu en þegar hún hótaði að setja kennarann af vegna slælegrar frammistöðu í starfi, tók ég mig á og fór að setja henni fyrir stíla sem hún átti að skrifa um ákveðin efni og ég síðan að leiðrétta, sem raunar var sjaldn- ast þörf á. Höfðum við báðar mjög gaman af þessu og þegar ég talaði við hana kvöldið áður en hún dó var hún að afsaka það að þessi stíll yrði líklega í lengra lagi, en efnið væri bara svo skemmtilegt! Hún hélt dagbók þar sem hún skráði hitastigið daglega og þegar hún fór í ferðalög, sem hún var raunar hætt fyrir nokkru, festi hún ferða- söguna á blað. Allt var svo lítið mál hjá frænku. Við skelltum okkur eitt sinn niður í bæ til að skoða ráðhúsið í fram- haldi af umræðum um það og fyrst við vorum komnar þangað á annað borð, ákváðum við að skoða Lista- safn íslands í leiðinni. Ég stakk upp á því að við færum á bíó að sjá myndina Karlakórinn Hekla, því mikið er sungið í þeirri mynd og ég vissi að frænku fannst mjög gaman að karlakórasöng. Við fór- um á myndina og ég hef sjaldan heyrt frænku hlæja eins hjartanlega og þá. Eitt sinn vorum við að fara í skírn hjá einu systkinabarni mínu. Við sóttum frænku en þar sem við vorum frekar sein fyrir var ekið nokkuð greitt. Við komum að hraðahindrun sem við tókum ekki eftir fyrr en um seinan og vegna hraða bílsins tókumst við á loft og flugum smá spöl. Þetta fannst frænku frábært og hún talaði oft um flugferðina okkar, en upp í raunverulega flugvél lét hún ekki plata sig. Frænka var fædd og uppalin á Bíldudal og bjó þar lengst af og flutti ekki í bæinn fyrr en eftir lát Guðjóns, manns síns. Hún hafði sterkar taugar til Bíldudals og fylgdist vel með því sem gerðist þar. Fyrir nokkru var haldið ættar- mót niðja afa hennar og ömmu á Bíldudal. Hún treysti sér ekki í ferðalagið en skoðaði með ákefð myndirnar sem ég sýndi henni það- an og benti mér á hin og þessi kennileiti og þá sérstaklega á sín hjartkæru Norðurstandarfjöll. Fráfall hennar var áfall fyrir mig því þó hún væri orðin 84 ára göm- ul og gömul í árum talið var hún ung í anda og ég fann aldrei fyrir því að á milli okkar væru 52 ár. Hún hafði alltaf verið til staðar og mér fannst eins og hún myndi allt- af vera til staðar. Hún fékk að fara eins og hún óskaði sér, í svefni og meðan hún var ennþá andlega hress og fótafær og fyrir það er ég þakk- lát. Ég þakka frænku fyrir sam- fylgdina og vináttu liðinna ára. Ég sakna sárt góðrar vinkonu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Auður. Með þesum orðum langar mig að minnast nöfnu minnar Lilju. Minningarnar streyma fram, meðal annars frá sunnudögum bems- kunnar á Bíldudal. Þá var alltaf jafn mikil tilhlökkun að fara fram á símstöð til frænku og setjast við veisluborð með henni og Guðjóni manni hennar. Alltaf létu þau sem það væri sérstakur fengur og for- réttindi að halda lítilli telpu veizlu. Og svo var ævintýri líkast að vera með frænku allan daginn þar sem hún sat við sauma en ég að lita eða teikna í friði og ró. Og frá mörgu átti hún að segja og margt kenndi hún mér sem gagnlegt var og gott veganesti. Síðar var gott að vinna undir hennar stjórn og Guðjóns á símanum og dýrmætt að eiga frænku að vinkonu á æskuárum, svo lagið sem henni var að hlusta og alltaf virtist áhugi hennar jafn einlægur á öllu sem ég tók mér fyrir hendur og engum var eiginlegra að gleðjast með manni. Raunar man ég hana aldrei öðruvísi en glaða og hlátur hennar var alltaf dillandi og smitandi. Svo var það svo undaregt með frænku, að þegar árin voru tekin að færast yfir mig sjálfa og hún komin á Hrafnistu, þar sem hún undi hag sínum sérlega vel, og margt breytt frá því sem áður var, þá var eins og frænka breyttist lítt og ekki. Alltaf var jafn stutt í brosið og sama hlýjan í því og áður og sömu umhyggjunni og ástúðinni að mæta hjá henni. Og einnig var það ævin- týri líkast að sjá hvemig börnin mín löðuðust að henni og fengu að njóta sömu dýrmætu vináttunn- ar og kærleikans og ég og við eldri frændsystkinin höfðum notið heima á Bíldudal. Fyrir það vil ég þakka og allt sem hún reyndist þeim og allt sem hún veitti mér. Guð blessi minningu hennar. Li\ja Garðarsdóttir. Elskuleg frænka, Lilja Jörunds- dóttir, verður í dag borin til grafar. Ég átti því láni að fagna að hafa fengið að kynnast henhi sem barn og þau kynni urðu að vináttu sem _ . dýpkaði eftir því sem árin liðu. Lilja var ákaflega skemmtileg, bjartsýn og jákvæð. Hún hafði ein- stakt lag á að létta manni lund. Ég heillaðist af því hversu ung í anda hún var, lífsglöð og fylgdist vel með því sem efst var á baugi. Hún hafði yndi af bóklestri og var hafsjór fróð- leiks um ólíkustu efni. Það var unun að hlýða á frásagnir hennar af löngu liðnum tíma, þeirri veröld sem var á Bíldudal, fæðingarþorpi okkar beggja. Við fluttum í nágrenni við frænku á unglingsárum mínum og þá var hægt um vik að skjótast til hennar og alltaf var mér tekið fagnandi, boðið til stofu og upp á malt að drekka. Svo var spurt glettnislega: „Jæja hvað segirðu mér nú?“. Þessi skemmtilega móttökuathöfn gerði það að verkum að mér fannst ég hafa hinar merkilegustu fréttir að færa. Síðan var spjallað og mikið hlegið. Einhveiju sinni barst talið að leikfimi. Hún brá sér þá út á gólf og sýndi mér fímlega æfingamar sem hún var vön að gera. Eitthvað vom aðfarir mínar klaufalegar við að reyna að leika þetta eftir og end- uðum við báðar skellihlæjandi á gólf- inu. Árin liðu. Ég eignaðist eigin ijöl- skyldu. Hugur hennar og umhyggja fylgdu okkur Bimi og syni okkar áfram. Þegar frænka fluttist upp á Hrafn- istu breyttust ytri heimilishagir hennar nokkuð en hjartarýmið var hið sama og áður. Það var gott að heimsækja hana, fínna hlýjuna og umhyggjuna umvefja sig. Deila með henni yndislegum stundum. Tíminn, þetta undarlega, stóra hugtak, hefur verið mér hugstæður undanfarið. Liðinn timi. Stundimar mörgu sem aldrei koma aftur. Tíminn ókomni,'*-' óræði. í djúpum söknuði og sorg þakka ég tímann sem ég fékk að njóta með frænku og allar minningarnar björtu um yndislega konu, mikinn vin. Sá tími var blessun. Hinn ókomni einnig, því minningamar lifa áfram í huga og hjarta. Guð blessi minningu hennar. Harpa Arnadóttir. t HJALTI GfSLASON skipstjóri, Selvogsgrunni 3, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 14. þessa mánaðar. Jarðarförin ferfram frá Áskirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 15.00. Aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDURGUÐNASON, síðast til heimilis i Hraunbúðum, Vestmannaeyjum andaðist á heimili sonar síns og tengdadóttur aðfaranótt 18. janúar. Kolbrún Guðmundsdóttir Samúel Guðmundson, Valey Guðmundsdóttir, Svavar Valdimarsson, Guðmundur Guðmundsson, Ólína Steinþórsdóttir, Halldór Guðmundsson, Inga Þorsteinsdóttir, Ingi Vigfús Guðmundsson, Unnur Guðmundsdóttir, Guðjón Gfslason, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANLAUG SIGURÐARDÓTTIR, áðurtil heimilis á Kársnesbraut 21, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð aðfaranótt 18. janúar. Sigurður Pétursson, Sigurjón Már Pétursson, Inga Hrönn Pétursdóttir, Marfa Pétursdóttir, Elínborg Pétursdóttir, Guðný Zíta Pétursdóttir, Pétur Pétursson, Hannes Pétursson, Ólafía K. Kristófersdóttir, Birna Sverrisdóttir, Árni Erlendsson, Sævar Hlöðversson, Hjátmar Hlöðversson, Jónas Kristmundsson, Jónina G. Halldórsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.