Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk I LEAD an EXCITIN6 LIFE.. Ég lifi æsispenn- andi lífi__ BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Ómerkilegur sjónvarpsþáttur Frá Sigurði Halldórssyni: ÉG GET ekki orða bundist eftir að hafa horft á þáttinn Dagsljós í fyrri viku þar sem íjallað var um tilvísana- kerfi í heilbrigðisþjónustunni. í fyrsta lagi var þátturinn óeðlilega einhliða þar sem ekki var rætt við neinn full- trúa heimilislækna og „vegfarendur", sem af hreinni tilviljun (!) voru allir á leið að eða frá læknastofum úti í bæ og spurðir voru um álit sitt á þessu kerfi, svöruðu allir á sama veg. Tóku þeir þar undir kór sérfræðinga undanfama daga í fjölmiðlum — sem sé að þetta ylli einungis óþægindum, kostnaðarauka og tvíverknaði þar sem fólk þyrfti þá fyrst að fara til heimilislæknis til að sækja sér tilvís- un. Að minnsta kosti sérfræðingamir vita auðvitað betur, enda mar- grannsakað að nútíma heimilislæknar leysa að jafnaði úr vanda 85-95% sjúklinga sem til þeirra leita og allur sá hópur þarf þá ekki að leita til annarra sérfræðinga sem sparar bæði tíma, peninga og fyrirhöfn. Um hitt em líka fjölmörg dæmi að fólk hafí ýmist verið sent á milli eða leitað sjálft til fjölda sérfræðinga án þess að nokk- ur þeirra hafí haft þá yfírsýn sem þurfti til að geta tekið á raunveruleg- um heilsufarsvanda viðkomandi þrátt fyrir ótal rannsóknir og gífurlegan tilkostnað fyrir einstaklinginn og tryggingakerfíð. í öðra lagi og aðalástæða þess að ég sting niður penna er sá ómerkilegi hræðsluáróður sem fram kom, sér- staklega í máli Auðólfs Gunnarsson- ar, um að það væri beinlínis lífshættu- legt fyrir almenning að hafa ekki beinan aðgang að sérfræðingum. Þar er annars vegar um að ræða rökleysu þar sem einstök tilvik sem hann vitn- ar til um sjúklinga sem famaðist illa í danska heilbrigðiskerfínu segja ná- kvæmlega ekkert um ágæti tilvísana- kerfís í heild. Ég þekki líka ýmis til- vik þar sem íslenskum sjúklingum hefur famast illa þrátt fyrir greiðan og mikinn aðgang að sérfræðingum, þar á meðal kvensjúkdómalæknum, en það segir auðvitað ekki heldur neitt um ágæti tilvísanakerfís. Hins vegar er með þessum málfutningi beinlínis gefíð í skyn að heilbrigðis- þjónusta á landsbyggðinni, þar sem fólk leitar langoftast fyrst til heimilis- læknis, sé annars flokks ef ekki bein- línis hættuleg. Mér vitanlega hefur þó ekki enn verið sýnt fram á að al- mennt heilsufar, sem hlýtur að vera endanlegur mælikvarði á gæði heil- brigðisþjónustu, sé betra á höfuðborg- arsvæðinu en úti á landi. Ekki hygg ég að málflutningur af þessu tagi verði andstæðingum tilvís- anakerfis til framdráttar til iengdar, enda sjaldgæft að „baráttan um brauðið" sé klædd í svo fátæklegan faglegan búning. SIGURÐUR HALLDÓRSSON heilsugæslulæknir. Bréf til stjórnarskrár- nefndar Alþingis MORG UNBLAÐINU hefur borist til birtingar eftirfarandi bréf, sem Guðni Á. Haraldsson hrl. hefur sent stjórnarskrárnefnd Alþingis: í tilefni af auglýsingu yðar í dag- blöðum þar sem að óskað er eftir athugasemdum við framvarp til stjórnskipunarlaga þá óska ég hér með eftir að koma að eftirfarandi ábendingu um breytingu á framvarp- inu. Þó að meginatriði framvarpsins snúi að mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar þá er í því að finna ákvæði sem fjalla um aðra þætti eins og skatta og valdsvið sveitarfélaga. í Ijósi þessa vil ég nota þetta tæki- færi og leggja á það áherslu að tek- ið verði á því vafamáli sem er eignar- réttur yfir auðlind okkar íslendinga, fiskistofnunum. Ástæðan er einföld. Þó að slíkt ákvæði sé að fínna í 1. gr. laganna um stjómun fískveiða þá veit í raun enginn í dag hvað slíkt þýðir því samhliða ákvæðinu hafa stjómvöld leyft mönnum að selja og kaupa veiðiheimildir og skattayfírvöld gert mönnum að eignfæra slíkar keyptar heimildir. Og nú síðast liggur fyrir Alþingi tillaga um breytingu á lögum um samningsveð þess efnis að heim- ilt verði að veðsetja veiðiheimildir. Nefnt ákvæði er því í raun haldlít- ið og virðist eitt og sér ekki geta komið í veg fyrir að menn sölsi und- ir sig þennan rétt. Það sem að mínu mati þarf að taka af skarið með er, að þama sé um að ræða afnotarétt i formi tímabundinna veiðiheimilda en ekki beinan eignarrétt. Hér er um eitt mikilvægasta hags- munamál þjóðarinnar að ræða og brýnt að Álþingi sem löggjafi taki af skarið en láti ekki aðilum í sjávar- útvegi og framkvæmdavaldi að móta þann rétt sem aðilar í framtfðinni þurfa að byggja á. Slík framþróun er óþolandi og á ekki að líðast að menn geti þannig hægt og sígandi eignast helstu verðmæti þjóðarinnar sem að hún á allt sitt undir. Einsog staðan er í dag virðist sem löggjafínn og framkvæmdavaldið ætli að sætta sig við það að fámenn- ur hópur útgerðarmanna og fisk- vinnslufyrirtækja eignist hægt og sígandi þessa auðlind okkar og þurfi ekki að láta hana af hendi nema fullt verð komi fyrir. Því mælist ég til þess við stjórn- arskrámefnd og hið háa Alþingi að frumvarpi að stjómskipunarlögum verði breytt þannig að ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar á fiskistofn- unum verði sett í stjórnarskrána. . Deila má um hversu ítarlegt slíkt ákvæði eigi að vera og læt ég því Alþingi og alþingismönnum það eftir að orða það þannig, að tryggt sé að réttur vor sé ekki fyrir borð borinn. GUÐNIÁ. HARALDSSON, hrl. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.