Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Bentínu Björgólfsdóttur: OFTAST les ég Morgunblaðið mitt með forvitni og stóískri ró en stundum dett ég inn í lestur á því- líku bulli og þvílíkum fordómum að ég get ekki orða bundist og læt þá í mér heyra hjá því heimilisfólki sem stendur mér næst og ef sak- laus vinur eða ættingi hringir þá fær sá hinn sami smjörþefinn af skoðunum mínum á sí- malínuna. Það sem veldur mér og örugg- lega fleiri hundavinum hugarangri að þessu sinni er þetta enda- lausa tal um bijáluðu hundana í henni Reykjavík. Hér á ég sérstaklega við grein Sveins Olafssonar fyrr- um fulltrúa er birtist í Morgunblaðinu 29. desember sl. undir heit- inu „Hundahald og Al- þingi“. Þessi fordóma- fulla grein gefur svo sannarlega rangar hugmyndir um eðli dýr- anría, en lýsir frekar öfgakenndri hugsun þess sem hana skrifar. Besti vinur mannsins Það sem Sveinn og því miður margir aðrir fordómafullir borg- arbúar vita ekki um hunda er að hundurinn er einn besti og traust- asti vinur mannsins og fer ekki í manngreinarálit. Hundurinn er mikil félagsvera og nýtur þess að vera með fólki og innan um fólk. Eg veit mörg dæmi þess að fólk, og þar með talið fullorðið fólk, hefur valdið miklu ónæði með há- vaða og óreglu í fjölbýlishúsum. Og oftar en ekki fylgja skemmdar- verk á sameiginlegu húsnæði. Hunda- vitleysa Það eru því miður einnig til for- eldrar sem hugsa ekki mikið um börnin sín í þessu þjóðfélagi okkar, þar sem vinnuálagið er óeðlilegt og oftar en ekki eru þau mikið ein heima. Þessum börnum líður ekki vel og það kemur fram í hegðan þeirra á stigaganginum, í hjóla- geymslunni eða annars staðar í samskiptum þeirra við annað fólk eða dýr. Þessi börn þurfa um- hyggju og ástúð, en vegna að- stæðna mótmæla þau á þann hátt sem þau kunna. Þetta gera hundar líka. Ef þeir eru skildir eftir tímunum saman eða eigandi kann engan veginn að fara með hundinn kemur það fram hjá hundinum. Hann gæti farið að gelta, nagað allt sem tönn á festir og skemmt. En þessi félagslegi þáttur, um- hyggjan, er mönnum og hundum sameiginlegur. Ef við fáum hann ekki þá mótmælum við. Ef á hinn bóginn væri lítill loðinn vinur heima við þegar börnin kæmu heim, einhver sem þyrfti að nærast og fá hreyfingu og síðast en ekki síst félagsskap, myndi báðupi líða bet- ur, já, bara nokkuð vel og í staðinn fyrir gelt og gól heyrðist þá kannski hlátur. Við skulum gera ráð fyrir að fólk sýni ábyrgð við ákvarðanatöku um hvort skuli halda hund og þá í fullu samráði við aðra íbúa, ef um er að ræða fjölbýli. Það er öllum hollt að bera virðingu fyrir lífi, í hvaða formi sem það er og umönnun dýra hefur lengi verið talin hafa mikið uppeldislegt gildi. Og að lokum: Þið sem kveinkið ykkur við galsagang og gelt í hund- um og þið væntanlegir félagar í „félagi andstæðinga hundahalds" sem títtnefndur Sveinn Ólafsson hyggst stofna, vil ég segja þetta: Ef þið ætlið að tönnlast áfram á því að það sé ljótt og ómannúðlegt að vera með hunda í borg, hvar er þá samúð ykkar fyrir litlu fugl- unum í búrunum... BENTÍNA BJÖRGÓLFSDÓTTIR, Skeljagranda 7, Reykjavík. Upplýsingar um Intemet- tengingu við Morgunblaðið Vegna fjölda fyrirspurna varðandi Internet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftirfarandi áréttað: Tenging viö helmasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heima- síðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centr- um.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blað- ið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengj- ast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Þessi þjónusta er endur- gjaldslaus til 1. febrúar nk. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið mblcentrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir, auglýsingar og myndir eins og fram kemur á heima- síðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/ Mosaic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einuhg- is þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýs- ingar með Gopher-forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Sauðahaniikjöt, reyktur mapll, haiikjöt, svið, sviðasulta, lifrarpylsa, blöðmör, lndabairpr, brinpkollar, hrútspnnpr, eistnaveQur, slldarréttir, hákarl, harðfiskur, lifrarkæfa, reyktur lax, laxatjufmeti, hreindýra terriue oq; tilheyramli meðlæti. Af „ílambe“ vapinum í veitinp salnnm töfrnm við fram úrval pm sætra rétta m.a. nantalnndir í pipar- rjömasösu, mjölkurkálf í marsala- sósu, lamba- oEpísariSuribarbe- quesósu, hreindýr, vlps oe svartfnil. Áeítirkoma svo eftirréttir eins off nafnið pfur til kynna. Hlaðborðið er sett npp fimmtndaE, fostudag;, lauprdapffsunnudat Verð 1.790 kr.íhádepu off 2.490 kr. a kvöldin. Ó ÐINSV É --------sippi!i'-i---- Borðapantanir I síma 552 5090 ððinsvéa bjóia tiefðbundinn þorramat on niitilalepr sparikrasiniarattilaitiorii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.