Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR SJÓNVARPIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR Wno fJC ? Bróðir Cadfael - . LL.tiú Líki ofaukið (Brother Cadfael: One Corpse Too Many) Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir metsöluhöfundinn Ellis Peters. Sögu- sviðið er England á miðöldum. Hér kynnumst við munkinum veraldar- vana, Cadfael, sem einnig er slyngur spæjari og upplýsir hvert sakamálið af öðru. LAUGARDAGUR 21. JANUAR VI 9| 1 O^Æskuórar (The \\>;ir W\. L\.\v My Voice Broke) Áströlsk verðlaunamynd sem gerist á sjöunda áratugnum og segir frá ungl- ingspiiti sem er yfir sig hrifínn af æskuvinkonu sinni en þarf að glíma við erfiðan keppinaut. VI 00 flfl ? Rutanga-snældart lll. LU.UU (The Rutanga Tapes) Bandarísk spennumynd frá 1990. Sendimaður Bandaríkjastjórnar grennslast fyrir um dularfull fjölda- morð í afrísku þorpi og kemst í hann krappan. FIMMTUDAGUR 26. JANUAR Kl 91 1D ?Pabbi (Father) kslr- III. L I. I U ölsk/frönsk bíómynd frá 1989 um roskinn mann og fjöl- skyldu hans í Ástralíu. Fjölskyldan verður fyrir miklu áfalli þegar gamli maðurinn er sakaður um að hafa ver- ið einn af böðlum nasista. STÖÐ TVÖ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR M91 QC^Samsærí<K)u7P7ay; . L I.UU Goldie Hawn er hér í hlutverki starfskonu á bókasafni sem dregst inn í stórfurðulega atburðarás, er sýnt hvert banatilræðið á fætur öðru, lendir í brjálæðislegum eltingar- leik og getur engan veginn fengið botn í það sem er að gerast. HOQ QtJ ?Barnapi'an (T/je S/íí- . Lv.VV er) Dennis og Ruth Jones eru stödd á hóteli ásamt fimm ára dóttur sinni en ráða barnapíu eina kvöldstund meðan þau sitja samkvæmi í veislusalnum. Lyftuvörðurinn bendir þeim á frænku sína, Nell, en enginn gerir sér grein fyrir að hún er alvar- lega veik á geði. STÖÐ TVÖ LAUG ARDAGUR 21. JANÚAR Ifl 91 ilfl ?A!lt á hvolfi (sPlitt- Al. L I.4U in'g Heirs) Ærslafull gamanmynd í anda Monty Python- gengisins um Tommy greyið sem fæddist á blómatímanum en forríkir foreldrar hans skildu hann eftir í villtu samkvæmi í Lundúnum. Fátækir Pa- kistanar tóku piltinn í fóstur en þegar hann kemst til vits og ára uppgötvar hann sér til mikillar skelfingar að hann er í raun 15. hertoginn af Bour- nemouth og - að bandarískur frændi hans hefur erft allt sem honum ber. Tommy ákveður að taka málin í sínar hendur. MOQ in^Hvarfið (The Vanis- . LÚ.lti hing) Spennumynd um þráhyggju manns sem verður að fá að vita hvað varð um unnustu hans sem hvarf með dularfullum hætti. Það var fagran sumardag að Diane Sha- ver, sem var á ferðalagi með kærasta sínum, Jeff Harriman, gufaði hrein- lega upp á bensínstöð við þjóðveginn. Jeff hafði heitið að yfirgefa hana aldr- ei og getur ekki hætt að hugsa um afdrif hennar þótt árin líði. En sann- leikurinn getur verið sár og sumt er betur gleymf og grafið. Stranglega bönnuð börnum. VI 1 9Í ?'vlanntlráp Hl. V.Lv (Homicíde) Rann- sóknarlögreglumaður í Chicago er við það að klófesta hættulegan dópsala þégar honum er falið að rannsaka morð á roskinni gyðingakonu. í fyrstu er hann mjög ósáttur við þessa þróun mála en morðrannsóknin leiðir ýmis- legt skuggalegt í ljós sem kennir lög- reglumanninum sitthvað um villi- mennskuna sem stórborgin elur af sér. SUNNUDAGUR 22. JANUAR Ifl 9Q 1 fl ?Svipmyndir úr klas- nl. LÚ. IU anum (Scenes From a Mall) I dag eiga Nick og Deborah Fifer 16 ára brúðkaupsafmæli. Þegar þau eru stödd í verslunarklasa nokkr- um síðdegis, fara þau að játa ýmsar syndir hvort fyrir öðru og þá er fjand- inn laus. M ANUDAGUR 23. JANUAR M9Q QR ? Hæ9ri nönd . Lú.úú McCarthys (Citizen Cohn) Sjónvarpsmynd um lögmanninn Roy Cohn sem var einn helsti ráðgjafi Josephs McCarthy á sjötta áratugnum þegar vammlausir einstaklingar voru ásakaðir um landráð og þjóðhættulega starfsemi. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR VI 9Q 1C ?Eng..... ni. Lú. Id Aneel) llinn (Bright Angel) Dag einn hittir George strokustelpu sem er á leiðinni til Wyoming að fá bróður sinn lausan úr fangelsi gegn tryggingu og hann ákveður að aka henni þangað. Ferða- lagið verður viðburðaríkt fyrir ung- mennin og leiðir í ljós ýmis sannleik- skom um líf þeirra beggja. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR M9Q 1fl^A krossgötum . Lv.lv (Once in a Lifetime) Mynd sem gerð er eftir samnefndri metsölubók Daniellu Steel. Eftir að rithöfundurinn, Daphne Fields, nær sér eftir alvarlegt bílslys tekur líf hennar nýja stefnu. FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR VI 00 flE ?Lögregluforinginn nl. LL.Mú Jack Frost 8 (A To- uch ofFrost) Róttækir dýraverndunar- sinnar reyna allt sem þeir geta til að spilla fyrir Denton-veiðunum en nú ber svo við að einn spellvirkjanna er myrtur. Hinn látni er annar tveggja bræðra sem hafa tekið þátt í aðgerðum dýraverndunarsinna spennunnar vegna en ekki endilega vegna þess að þeim sé svo annt um málleysingj- ana. Pilturinn, sem lét lífið, hefur hlot- ið þung höfuðhögg og rannsókn Jacks Frost beinist í fyrstu að skipuleggj- anda veiðanna. Frost er kominn á sporið en málið er margslungið og fyrr en varir eru fleiri fallnir í valinn. VI OQ Cfl ?Andlit morðingjans Al. Lv.VV (Perfect Witness) Ungur maður verður vitni að hrotta- legu mafíumorði. Hann sér andlit morðingjans og getur þannig bent á hann. Lögreglan vill að hann leysi frá skjóðunni og beri vitni en mafían vill hann feigan. BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BIÓBORGIN Terminal Velocity kV% Ekki beinlínis ieiðinleg en afar ómerki- leg formúlumynd sem tvístígur í sama farinu. Ekki ljóst hvert hún stefnir, dandalast á mörkum gamans og al- vöru. Myndbandafþreying. Viötal við vampíruna kkk Neil Jordan hefur gert býsna góða vampírumynd sem lítur alltaf frábær- lega út og tekur með nýjum hætti á gamalli ófreskju kvikmyndanna. Brad Pitt stelur senunni. Konungur Ijónanna kkk Pottþétt fjölskylduskemmtun frá Disn- ey, prýdd óaðfinnanlegri íslenskri tal- setningu. BIÓHÖLLIN Ógnarfljótið kkVz Spennumynd í góðu meðallagi með Meryl Streep í aðalhlutverki móður sem berst fyrir lífi fjölskyldunnar. Hún er reyndar það eina óvænta í venju- legri formúluafþreyingu. Leifturhraði kkkVz Æsispennandi frá upphafí til enda, fyndin og ótrúlega vel gerð. Hasar- mynd eins og þær gerast bestar. „Junior" kV* Linnulausar tilraunir Schwarzenegg- ers til gamanleiks bera hér vonandi endanlegt skipbrot. Mislukkuð eins- brandara mynd og afleitlega leikin. Kraftaverkið á jólum k k Ekta Hollywoodmynd og ekta jóla- mynd með Richard Attenborough í hlutverki jólasveinsins, sem verður að sanna að hann er raunverulega til. Glansmyndarleg og væmin en ágæt- lega leikin. Sérfræðingurinn kVi Afleit dramatík og ástarleikir í andar- slitrunum í flottum umbúðum. Leik- stjórinn, Stallone og Stone hefðu mátt stúdera Síðasta tangó í París fyrir tökurnar. Örfá góð átakaatriði bjarga myndinni frá núllinu. HÁSKÓLABÍÓ Priscilla kkk , Undarleg og öðruvísi, áströlsk mynd sem kemur áhorfendum í gott skap. Það er ekki heiglum hent að ver kyn- eða klæðisskiptingur uppi á óræfum Ástralíu! Ógnarfljótið kkVi Spennumynd í góðu meðallagi með Meryl Streep í aðalhlutverki móður sem berst fyrir lífi fjölskyldunnar. Hún er reyndar það eina óvænta í venju- legri formúluafþreyingu. Þrír litir: Rauður kkkVi Þríleik pólska leikstjórans Kieslowskis lýkur með bestu myndinni þar sem leikstjórinn fléttar saman örlögum persónanna á snilldarlegan hátt. Glæstlr tfmar kkk Sólargeisli í skammdeginu. Lostafull og elskuleg spænsk óskarsverðlauna- mynd um ungan'mann og fjórar syst- ur' þegar frjálslyndið ríkti í stuttan tíma. Lassf kk Átakalítil, falleg barnamynd um vin- áttu manna og dýra. Forrest Gump kkkVi Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfeldning sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þrjá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum bregður fyrir sönnum kvikmyndaleg- um töfrum. Næturvörðurinn kkk Verulega góður danskur tryllir sem gerist í líkhúsi. Ekta spenna og óhugn- aður í bland við danskan húmor gerir myndina að hinni bestu skemmtun. LAUGARÁSBÍÓ Skógarlíf kkV2 Mógli bjargar málunum í áferðarfal- legri kvikmynd hins sígilda ævintýris Kiplings um frumskógardrenginn ramma. Góð barna- og fjölskyldu- mynd. Góður gæi kVi Bragðdauf mistök. Vannýttur leik- stjóri og leikarar í gamanmynd um ófarir Breta í Afríku. Gríman kkVi Skemmtileg og fjörug mynd í hasar- blaðastíl um mannleysu sem verður ofurmenni þegar hann fínnur dular- fulla grímu. Jim Carrey fer með titil- hlutverkið og er ekkert að spara sig. REGNBOGINN Stjörnuhliðið kkVi Ágætis afþreying sem byggist á því að guðirnir hafi í raun verið geimfar- ar. Fyllir upp í sáran skort á útgeims- myndum og ér því kannski bitastæð- ari en ella. Bakkabræður í Paradís kVi Þrír bræður ræna banka úti á lands- byggðinni og sjá svo eftir öllu saman. Jólagamanmynd í ódýrari kantinum með riokkrum góðum sprettum en heildarmyndin er veik. Undirleikarinn kk Hádramatísk frönsk mynd um ástir og afbrýði, húsbændur og hjú á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Flatn- eskjuleg og átakalítil og snertir mann ekki þrátt fyrir allt. Reyfari kkkV2 Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um líf og örlög bófa í Los Angel- es. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverkum og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíð- arinnar. Lilli er týndur k k Brandaramynd um þrjá þjófa og raun- irnar sem þeir lenda í þegar þeir ræna níu mánaða milljónaerfingja. Virkar eins og leikin teiknimynd. SAGABÍÓ Viðtal vlð vampíruna (sjá Bíó- borglna) Konungur Ijónanna (sjá Bíóborg- ina) STJÖRNUBÍÓ Aðeins þú •• Rómantísk gamanmynd um stúlku sem eltir draumaprinsinn til ítalíu. Lítt merkileg mynd sem byggir á gömlum lummum ástarmyndanna. Karatestelpan k Löngu útþynnt uppskrift fær örlitla andlitslyftingu með tilkomu stelpu í strákshlutverkið. Allt annað afar kunnuglegt. „Threesome" kkVi Rómantísk gamanmynd úr ameríska háskólalífinu þar sem tveir strákar og ein stelpa mynda skondinn þríhyrning. Margt skemmtilegt og klúrt en mynd- in ristir grunnt. Bíódagar kkV% Friðriki Þór tekst frábærlega að end- urskapa horfinn tíma sjöunda áratug- arins í sveit og borg en myndin líður fyrir stefnuleysi í síðasta hlutanum. Góður leikur, sérstaklega þeirra í sveitinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.