Morgunblaðið - 19.01.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 19.01.1995, Síða 2
2 B FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR VIKUNNAR SJÓNVARPIÐ Stöð tvö FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR LAUGARDAGUR 21. JANÚAR MÁNUDAGUR 23. JANÚAR M99 f|C ► Bróðir Cadfael - . 44.113 Líki ofaukið (Brother Cadfael: One Corpse Too Many) Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir metsöluhöfundinn Eliis Peters. Sögu- sviðið er England á miðöldum. Hér kynnumst við munkinum veraldar- vana, Cadfael, sem einnig er slyngur spæjari og upplýsir hvert sakamálið af öðru. LAUGARDAGUR 21. JAIUÚAR VI 91 1 fl ►Æskuórar (The Year l\l. 4 I. III My Voice Broke) Áströlsk verðlaunamynd sem gerist á sjöunda áratugnum og segir frá ungl- ingspilti sem er yfir sig hrifinn af æskuvinkonu sinni en þarf að glíma við erfiðan keppinaut. VI 99 flfl ^Butanga-snældan 1*1. 4J.IIII (The Rutanga Tapes) Bandarísk spennumynd frá 1990. Sendimaður Bandaríkjastjórnar grennslast fyrir um dularfull fjölda- morð í afrísku þorpi og kemst í hann krappan. FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR VI 91 1fl ►'Pabbi (Father) Ástr- Rl. 4 I. IU öisk/frönsk bíómynd frá 1989 um roskinn mann og fjöl- skyldu hans í Ástralíu. Fjölskyldan verður fyrir miklu áfalli þegar gamli maðurinn er sakaður um að hafa ver- ið einn af böðlum nasista. STÖÐ tvö FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR VI 91 QC ►Samsæri (F'oul Play) lll. 4 1.03 Goldie Hawn er hér í hlutverki starfskonu á bókasafni sem dregst inn í stórfurðulega atburðarás, er sýnt hvert banatilræðið á fætur öðru, lendir í bijálæðislegum eltingar- leik og getur engan veginn fengið botn í það sem er að gerast. Kl. 23.35 ► Barnapían (The Sitt- er) Dennis og Ruth Jones eru stödd á hóteli ásamt fimm ára dóttur sinni en ráða barnapíu eina kvöldstund meðan þau sitja samkvæmi í veislusalnum. Lyftuvörðurinn bendir þeim á frænku sína, Nell, en enginn gerir sér grein fyrir að hún er alvar- lega veik á geði. VI 91 ylfl ►Allt á hvolfi (Splitt- m. 4 I.4U ing Heirs) Ærslafull gamanmynd í anda Monty Python- gengisins um Tommy greyið sem fæddist á blómatímanum en forríkir foreldrar hans skildu hann eftir í villtu samkvæmi í Lundúnum. Fátækir Pa- kistanar tóku piltinn í fóstur en þegar hann kemst til vits og ára uppgötvar hann sér til mikillar skelfingar að hann er í raun 15. hertoginn af Bour- nemouth og að bandarískur frændi hans hefur erft allt sem honum ber. Tommy ákveður að taka málin í sínar hendur. Kl. 23.10 ► Hvarfið (The Vanis- hing) Spennumynd um þráhyggju manns sem verður að fá að vita hvað varð um unnustu hans sem hvarf með dularfullum hætti. Það var fagran sumardag að Diane Sha- ver, sem var á ferðalagi með kærasta sínum, Jeff Harriman, gufaði hrein- lega upp á bensínstöð við þjóðveginn. Jeff hafði heitið að yfírgefa hana aldr- ei og getur ekki hætt að hugsa um afdrif hennar þótt árin líði. En sann- leikurinn getur verið sár og sumt er betur gleymt og grafið. Stranglega bönnuð börnum. Kl. 125 ►Manndráp (Homicide) Rann- sóknarlögreglumaður í Chicago er við það að klófesta hættulegan dópsala þegar honum er falið að rannsaka morð á roskinni gyðingakonu. í fyrstu er hann mjög ósáttur við þessa þróun mála en morðrannsóknin leiðir ýmis- legt skuggalegt í ljós sem kennir lög- reglumanninum sitthvað um villi- mennskuna sem stórborgin elur af sér. SUNNUDAGUR 22. JANÚAR VI 9Q 1 n ►Svipmyndir úr klas- l»l* 40. IU anum (Scenes From a Mall) í dag eiga Nick og Deborah Fifer 16 ára brúðkaupsafmæli. Þegar þau eru stödd í verslunarklasa nokkr- um síðdegis, fara þau að játa ýmsar syndir hvort fyrir öðru og þá er fjand- inn laus. VI 9Q Qí ►Hægri hönd Rl. 40.03 McCarthys (Citizen Cohn) Sjónvarpsmynd um lögmanninn Roy Cohn sem var einn helsti ráðgjafi Josephs McCarthy á sjötta áratugnum þegar vammlausir einstaklingar voru ásakaðir um landráð og þjóðhættulega starfsemi. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR VI 9Q 1C ►Engillinn nl. 40.10 Aneel) Dac (Bright Angel) Dag einn hittir George strokusteipu sem er á leiðinni til Wyoming að fá bróður sinn lausan úr fangelsi gegn tryggingu og hann ákveður að aka henni þangað. Ferða- lagið verður viðburðaríkt fyrir ung- mennin og leiðir í ijós ýmis sannleik- skorn um líf þeirra beggja. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR H9Q Ifl ►Á krossgötum . 40. IU (Once in a Lifetime) Mynd sem gerð er eftir samnefndri metsölubók Daniellu Steel. Eftir að rithöfundurinn, Daphne Fields, nær sér eftir alvarlegt bílslys tekur líf hennar nýja stefnu. FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR W99 nC ►Lögregluforinginn • 44.U0 Jack Frost 8 (A To- uch of Frost) Róttækir dýravemdunar- sinnar reyna allt sem þeir geta til að spilla fýrir Denton-veiðunum en nú ber svo við að einn spellvirkjanna er myrtur. Hinn látni er annar tveggja bræðra sem hafa tekið þátt í aðgerðum dýravemdunarsinna spennunnar vegna en ekki endilega vegna þess að þeim sé svo annt um málleysingj- ana. Pilturinn, sem lét lífið, hefur hlot- ið þung höfuðhögg og rannsókn Jacks Frost beinist í fyrstu að skipuleggj- anda veiðanna. Frost er kominn á sporið en málið er margslungið og fyrr en varir eru fleiri fallnir í valinn. VI 9Q Cfl ►Andlit morðingjans 1*1. 40.OU (Perfect Witness) Ungur maður verður vitni að hrotta- legu mafíumorði. Hann sér andlit morðingjans og getur þannig bent á hann. Lögreglan vill að hann leysi frá skjóðunni og beri vitni en mafían vill hann feigan. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIIM Terminal Velocity it'A Ekki beinlínis leiðinleg en afar ómerki- leg formúlumynd sem tvístígur í sama farinu. Ekki ljóst hvert hún stefnir, dandalast á mörkum gamans og al- vöru. Myndbandafþreying. Viðtal við vampíruna -k-k-k Neil Jordan hefur gert býsna góða vampírumynd sem lítur alltaf frábær- lega út og tekur með nýjum hætti á gamalli ófreskju kvikmyndanna. Brad Pitt stelur senunni. Konungur Ijónanna kkk Pottþétt fjölskylduskemmtun frá Disn- ey, prýdd óaðfinnanlegri íslenskri tal- setningu. BÍÓHÖLLIN Ógnarfljótið k k'A Spennumynd í góðu meðallagi með Meryl Streep í aðalhlutverki móður sem berst fyrir lífi fjölskyldunnar. Hún er reyndar það eina óvænta í venju- legri formúluafþreyingu. Leifturhraði kkk'A Æsispennandi frá upphafi til enda, fyndin og ótrúlega vel gerð. Hasar- mynd eins og þær gerast bestar. „Junior“ k'A Linnulausar tilraunir Schwarzenegg- ers til gamanleiks bera hér vonandi endanlegt skipbrot. Mislukkuð eins- brandara mynd og afleitlega leikin. Kraftaverkið á jólum k k Ekta Hollywoodmynd og ekta jóla- mynd með Richard Attenborough í hlutverki jólasveinsins, sem verður að sanna að hann er raunverulega til. Glansmyndarleg og væmin en ágæt- lega leikin. Sérfræðingurinn k'A Afleit dramatík og ástarléikir í andar- slitrunum í flottum umbúðum. Leik- stjórinn, Stallone og Stone hefðu mátt stúdera Síðasta tangó í París fyrir tökurnar. Örfá góð átakaatriði bjarga myndinni frá núllinu. HÁSKÓLABÍÓ Priscilla kkk Undarleg og öðruvísi, áströlsk mynd sem kemur áhorfendum í gott skap. Það er ekki heiglum hent að ver kyn- eða klæðisskiptingur uppi á öræfum Ástralíu! Ógnarfljótið kk'A Spennumynd í góðu meðallagi með Meryl Streep í aðalhlutverki moður sem berst fyrir lífi fjölskyldunnar. Hún er reyndar það eina óvænta í venju- legri formúluafþreyingu. Þrír litir: Rauður kkk'A Þríleik pólska leikstjórans Kieslowskis lýkur með bestu myndinni þar sem leikstjórinn fléttar saman örlögum persónanna á snilldarlegan hátt. Glæstir tímar kkk Sólargeisli í skammdeginu. Lostafull og elskuleg spænsk óskarsverðlauna- mynd um ungan mann og fjórar syst- ur þegar frjálslyndið ríkti í stuttan tíma. Lassí kk Átakalítil, falleg barnamynd um vin- áttu manna og dýra. Forrest Gump kkk'A Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfeldning sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum bregður fyrir sönnum kvikmyndaleg- um töfrum. Næturvörðurinn kkk Verulega góður danskur tryllir sem gerist í líkhúsi. Ekta spenna og óhugn- aður í bland við danskan húmor gerir myndina að hinni bestu skemmtun. LAUGARÁSBÍÓ Skógarlíf k k'A Mógli bjargar málunum í áferðarfal- legri kvikmynd hins sígilda ævintýris Kiplings um frumskógardrenginn ramma. Góð bama- og fjölskyldu- mynd. Góður gæi k'A Bragðdauf mistök. Vannýttur leik- stjóri og leikarar í gamanmynd um ófarir Breta í Afríku. Gríman k k'A Skemmtileg og fjörug mynd í hasar- blaðastíl um mannleysu sem verður ofurmenni þegar hann finnur dular- fulla grímu. Jim Carrey fer með titil- hlutverkið og er ekkert að spara sig. REGNBOGINN Stjörnuhliðið kk'A Ágætis afþreying sem byggist á því að guðirnir hafi í raun verið geimfar- ar. Fyllir upp í sáran skort á útgeims- myndum og ér því kannski bitastæð- ari en ella. Bakkabræður í Paradís k'A Þrír bræður ræna banka úti á lands- byggðinni og sjá svo eftir öllu saman. Jólagamanmynd í ódýrari kantinum með nokkrum góðum sprettum en heildarmyndin er veik. Undirleikarinn kk Hádramatísk frönsk mynd um ástir og afbrýði, húsbændur og hjú á tímum síðari heimsstyijaldarinnar. Flatn- eskjuleg og átakalítil og snertir mann ekki þrátt fyrir allt. Reyfari kkk'A Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um líf og örlög bófa í Los Angel- es. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverkum og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíð- arinnar. Lilli er týndur k k Brandaramynd um þijá þjófa og raun- irnar sem þeir lenda í þegar þeir ræna níu mánaða milljónaerfmgja. Virkar eins og leikin teiknimynd. SAGABÍÓ I/Iðtal vlð vampíruna (sjá Bíó- borglna) Konungur Ijónanna (sjá Bíóborg- ina) STJÖRNUBÍÓ Aðeins þú ★★ Rómantísk gamanmynd um stúlku sem eltir draumaprinsinn til Ítalíu. Lítt merkileg mynd sem byggir á gömlum lummum ástarmyndanna. Karatestelpan k Löngu útþynnt uppskrift fær örlitla andlitslyftingu með tilkomu stelpu í strákshlutverkið. Allt annað afar kunnuglegt. „Threesome“ kk'A Rómantísk gamanmynd úr ameríska háskólalífinu þar sem tveir strákar og ein stelpa mynda skondinn þríhyrning. Margt skemmtilegt og klúrt en mynd- in ristir grunnt. Bíódagar kk'A Friðriki Þór tekst frábærlega að end- urskapa horfinn tíma sjöunda áratug- arins í sveit og borg en myndin líður fyrir stefnuleysi í síðasta hlutanum. Góður leikur, sérstaklega þeirra í sveitinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.