Morgunblaðið - 19.01.1995, Side 12

Morgunblaðið - 19.01.1995, Side 12
12 B FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ HANKS og hann svaraði: „Það er ekki eins og ég sé orðinn Sir Tom Hanks. Hins vegar verður alltaf lítið merki við nafn mitt sem þýðir að ég er óskarsverðlaunahafi og það er talsvert annað en að vera útnefnd- ur til Óskarsins. Ég held að verðlaunin hafi áhrif í einhvern stuttan tíma og hverfi svo að eilífu nema það verður allt- af merkt við mann. Það sem breytti mér sem leikara var ekki að hafa hlotið þessi verðlaun, það er bara persónulegt andartak sem þú deilir með þremur milljörðum manna, heldur hlutverkið sem veitti mér þau. Ég á ekki skilið allt það hrós sem ég hef fengið fyrir þetta „djarfa hlutverkaval". Mér finnst það alls ekki hafa ver- ið djarft af mér. Ég var heppinn. Þegar maður er leikari langar mann til að fá bestu hlutverkin og vinna fyrir besta fólkið." Elnfeldingurlnn Gump Hlutverk Gumps var allt annars eðlis en eyðnisjúka lögfræðingsins í Fíladelfíu. Myndin er byggð á sögu Winston Groom og segir af einfeldingi í Suðurríkjunum sem upplifir síðustu 40 árin í sögu Bandaríkjanna og kemst í tæri við kappa eins og Elvis, Lennon, John F. Kennedy og Lyndon B. Johnson í gegnum nokk- uð magnaðar tæknibrellur hannaðar af leikstjóranum Robert Zemeckis. Gagnrýnendur hafa keppst um að hrósa Hanks og segja hana bestu mynd leikarans en sjálfur veit hann ekki hvernig best sé að flokka hana. „Ég held svei mér þá ég hafi ekki svarið við því,“ er haft eftir honum. „Ég hef sagt í gríni að hún sé um Charlie Chapl- in í hlutverki Arabíu-Lárensar, sem er rétt að nokkru leyti en þegar eitthvað verður jafn ægivin- sælt og Gump vilja allir eyrna- merkja það og flokka.“ Hann sér Gump ekki sem táknmynd fýrir glatað sakleysi Bandaríkjanna og bendir fólki á martraðarmyndir Freddy Kruegers vilji það sjá eitt- hvað um glatað sakleysi. „Eitt það besta við þessa mynd er að hún segir okkur að enginn tími er betri en nútíminn. Sjöundi áratugurinn var ekki betri en okkar áratugur, áttundi áratugurinn var ömurleg- ur, sá níundi ekkert skárri og nú erum við á þeim tíunda og sjáðu hvar við stöndum." Næsta mynd Hanks er úr geim- ferðasögu Bandaríkjanna, heitir „Apollo 13.“, og segir frá geim- ferð sem aldrei var farin. Leik- stjóri er Ron Howard en myndin gerist árið 1970 og Hanks leikur geimfarann James Lovell. „Þetta er stórmerkileg saga. Geimferðakapphlaupinu var lokið og fólk hafði misst. áhugann. Örlögin gætu hafa hagað því svo til að geimfararnir hefðu Iátist á hinn versta hátt, ekki í sprengingu á skotpallinum heldur fastir uppi í geimnum þar til allt þryti. Annar forvitnilegur þáttur sem myndin fjallar um er munurinn á milli velgengni og mistaka. Sagan ger- ist árið eftir að Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið og var alger andhverfa þess merk- isatburðar. í lífinu þarf alltaf að vera einhver sem sigrar og einhver sem tapar.“ Arnaldur Indriðason Tom Hanks má vel kalla leikara ársins 1994. Hann hreppti Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Fíladelfíu og hlaut jafnvel enn meira lof fyrir túlkunina á einfeldningum Forrest Gump. Hanks yrði fyrsturtil að hreppa Oskarinn tvisvar í röð síðan Spencer Tracy afrekaði það í gamla daga MJUKI LEIKARINN HIN OG ÞESSI samtök og tímarit í Bandaríkjunum hafa að undanförnu verið að velja kvikmyndaleikarann Tom Hanks skemmtikraft ársins 1994. Erfítt er að sjá hver annar á skil- ið að hljóta þann titil. Hanks byrj- aði árið með því að hreppa óskars- verðlaun fyrir eyðnidramað Fíla- delfíu og lauk því með einni mest sóttu mynd allra tíma, Forrest Gump. 45.000 manns sáu þá mynd hér heima og 23.000 sáu Fíla- delfíu svo maðurinn var ekki síður áberandi í bíólífinu hér á nýliðnu ári en hvarvetna annarstaðar. Sagt er að Gump sé vinsælasta mynd sem gerð hefur verið, sem ekki byggir á vísindaskáldskap en óvíst er hvað aðdáendur Á hverf- anda hveli segja við því. Sjálfur hefur Hanks reynt að finna skýr- ingar á vinsældunum og nefnt til góða kynningu, gott handrit, skemmtilegar tæknibrellur og loks segir hann: „Svo er ég í mynd- inni. En hvað veit ég svosem í minn haus.“ Líklega hittir hann naglann á höfuðið. Gump hefði kannski ekki orðið þetta kvik- myndafyrirbæri án Tom Hanks og framleiðandinn, Steve Tisch, er sannfærður um að Hanks eigi all- an heiðurinn að velgengni myndar- innar. „Ég var í níu ár að kom myndinni á koppinn," er haft eftir honum, „og nú get ég ekki ímynd- að mér neinn annan leikara í hlut- verkinu en Tom. Maðurinn er jafn indæll, heiðarlegur, fagmannlegur og persónulegur og hann lítur út fyrir að vera. Hann er ekki að þykjast. Hann er afar hæfileika- mikill leikari og gull af manni.“ Arftakl James Stewarts Allt er þetta lygi segir Hanks sjálfur en ef ætti að líkja honum við einhveija af gömlu stjömunum í Hollywood kemur James Stewart strax upp í hugann. Hann lék alla tíð þennan venjulega bandaríska almúgamann sem var góðmennsk- an og sérstaklega heiðarleikinn uppmálaður. Hanks er ekki hasar- myndahetja og hefur reyndar að- eins leikið í einni spennumynd en þá var mótleikarinn hundur á stærð við hann sjálfan og myndin á fimm mínútna fresti, en eftir „Big“, þar sem hann lék 12 ára strák sem fullorðnast líkamlega en situr eftir andlega, fóru hjól- in að snúast fyrir alvöru þótt a.m.k. tvenn mistök lægju fram- undan. í „Punchline" lék hann brandarakarl sem skemmti í næt- urklúbbum og í „Burbs“ var hann einn af taugastrekktum úthverf- isbúum sem njósnuðu um nýja nágranna sína. Eftir það kom gamanspennumyndin „Turner and Hooch“ og loks tvenn mistök, sem minni leikarar hefðu varla lifað af. Hann var hræðilega misráðinn í hlutverk Sherman McCoy í „Bonfíre of the Vanities", sem Brian De Palma eyðilagði, og enginn veit ennþá hvað nákvæmlega „Joe Versus the Volcano“ flokkast undir ann- að en helbera Hollywood- þvælu. meira fyndin en spennandi. Hann hefur ekki byggt ferilinn á því að vera í uppreisn gegn samfélaginu eins og t.d. Jack Nicholson eða Marlon Brando. Hann hefur ekki fest sig í hlut- verki gamanleikarans, þótt hann ætti kannski að vera búinn að því fyrir löngu, og ekki orðið að neinu sérstöku kyntákni í gegnum ofur- hetjuleik líkt og Mel Gibson og Kevin Costner. Hann hefur þvert á móti tekist á við mjög ólíkar rullur og ef að er eitthvað sem einkennir hann öðru fremur er það fjölbreytnin í hlutverkavalinu. Hvað það varðar stendur hann nánast einn á báti. Hann hefur leikið homma, fótboltaþjálfara og 12 ára strák í líkama fullorðins manns og unnið samúð áhorfand- ans með einlægni, skynsemi og mannlegum skilningi á hlutverk- um sínum. Áhorfendur eiga auð- velt með að setja sig í spor hans. Hanks er það sem lengi hefur ver- ið kallað mjúki maðurinn í Holly- wood. Tom Hanks eða Thomas J. Hanks er 38 ára, íæddur sumarið 1956 í Kalíforníu. Hann hætti árið 1977 í ríkisháskólanum í Sacra- mento og var í rúman áratug að koma sér áfram í kvikmyndaborg- inni þegar hann fékk stóra vinn- inginn, aðalhlutverkið í gaman- myndinni „Big“ árið 1988. Áður hafði hann verið í vondum mynd- um á borð við „Bachelor Party", „The Man With One Red Shoe“ og „Volunteers“, Hollywoodrusli sem draumaverksmiðjan keyrir út ▲ Enn orðaður við Óskar; Hanks með Óskarinn fyrir Fíladelfíu. -^Besta hlutverk- ið; sem Forrest Gump. ur er leitar réttar síns í Fíladelfíu Jonathan Demmes og vakti ekki síst athygli fyrir að taka þá áhættu að leika homma en slikt hefur ekki orðið til framdráttar í kvik- myndaborginni hingað til. Og loks lék hann Forrest Gump, sem setti hann í toppsætið vestra. Hann fær 12 milljónir dollara fyrir hvert hlutverk þessa dagana. Sjálfur segist hann aðeins hafa leikið í fjórum góðum myndum en neitar að gefa upp hveijar þær eru. Tal- að er um hann fái Oskarinn fyrir Forrest Gump en það hefur reynd- ar aðeins einn leikari í sögunni hreppt styttuna tvisvar í röð; Spencer Tracy. Hanks var spurður að því nýlega í bresku tímariti hvort Óskarinn hefði breytt einhveiju í hans lífi Aftur á kortíð Ósköp venjuleg- ^ ur maður; Tom Hanks. Miklar vinsældir; með lefkstjóranum Zemeckis við tökur á Gump. T En þijár myndir í röð komu Hanks aftur á kortið. í „Sleepless in Seattle" lék hann ekkil sem komst í kynni við unga konu í gegn- um son sinn. Hann hreppti Óskarinn sem eyðnisjúkling-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.