Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 C 3 ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Orlando - Charlotte 109:98 Boston - San Antonio 92:101 Phoenix - Denver 129:113 Seattle - Cleveland 115:91 Sacrametno - Portland 95:88 Tennis Opna ástralska meistaramótið Sæti viðkomandi á styrkleikalista mótsins fyrir framan nöfn. Einliðaleikur karla, 2. umferð: 7-Michael Stich (Þýskal.) — Alex O’Brien (Bandaríkj.) 6-0 6-3 6-4 1- Pete Sampras (Bandaríkj.) — Jan Kroslak (Slóvakíu) 6-2 6-0 6-1 Lars Jonsson (Sviþj.) — Richard Fromberg (Ástralíu) 7-5 7-6 (7-4) 3-6 6-2 Stefano Peseosolido (Italíu) — Michael Tebbutt (Ástralíu) 6-3 6-4 6-2 9- Jim Courier (Bandaríkj.) — Cristiano Car- atti (Ítalíu) 6-2 6-2 6-1 15-Magnus Larsson (Svíþj.) — Nicolas Pe- reira (Venesúela) 7-6 (7-4) 6-4 6-3 David Wheaton (Bandaríkj.) — Jan Siemer- ink (Hollandi) 6-2 6-2 6;2 13- Andrei Medvedev (Úkraínu) — Lars Rehmann (Þýskal.) 7-5 6-4 6-1 Martin Damm (Tékkl.) — Tommy Ho (Bandaríkj.) 3-6 3-6 7-6 (8-6) 6-3 6-3 Renzo Furían (Ítalíu) — Carl-Uwe Steeb (Þýskal.) 7-5 6-3 6-2 Olivier Delaitre (Frakkl.) — Jan Apell (Svíþj.) 7-6 (7-2) 6-4 6-2 Karel Novacek (Tékkl.) — Radomir Vasek (Tékkl.) 6-3 6-3 6-4 Thomas Enqvist (Svíþj.) — Daniel Nestor (Kanada) 6-4 6-4 7-5 Ándrei Olhovskiy (Rússl.) — Andrea Gaud- enzi (Ítalíu) 6-2 6-3 6-3 Mark Woodforde (Ástralíu) — Brett Steven (Nýja-Sjál.) 1-6 6-3 7-5 6-3 Einliðaleikur kvenna, 1. umferð: 3- Jana Novotna (Tékkl.) — Patricia Hy- Boulais (Kanada) 6-2 3-6 6-0 7- Kimiko Date (Japan) — Elena Lik- hovtseva (Kazakhstan) 6-2 6-2 Radka Bobkova (Tékkl.) — Petra Schwarz- Ritter (Austurríki) 7-5 6-3 Helena Sukova (Tékkl.) — Meredith McGrath (Bandaríkj.) 6-3 6-1 11- Mary Joe Femandez (Bandaríkj.) — Els Callens (Belgíu) 7-5 6-4 Elena Makarova (Rússl.) — Tatiana Ignati- eva (Búlgariu) 6-0 6-1 Audra Keller (Bandaríkj.) — 13-Sabine Hack (Þýskal.) 7-5 1-6 6-0 Linda Harvey-Wild (Bandaríkj.) — Pam Shriver (Bandaríkj.) 6-3 6-0 Naoko Sawamatsu (Japan) — Ai Sugiyama (Japan) 6-3 6-3 joanette Kruger (Suður Afríku) — Mariaan De Swardt (Suður Afríku) 4-6 6-3 6-4 Radka Zrubakova (Slóvakíu) — Nicole Arendt (Bandaríkj.) 6-4 6-1 Lisa Raymond (Bandaríkj.) — Yuka Yoshida (Japan) 6-4 6-2 Sabine Appelmans (Belgíu) — Laura Gol- arsa (ítaliu) 6-2 6-4 Sung-Hee Park (Suður. Kóreu) — Leila Meskhi (Georgíu) 0-6 7-6 (7-4) 6-2 Einliðaleikur kvenna, 2. umferð: 10- Anke Huber (Þýskal.) — Siobhan Drake- Brockman (Ástralíu) 6-1 6-0 12- Brenda Schultz (Hollandi) — Bettina Fulco-Villella (Argentina) 6-1 6-4 2- Conchita Martinez (Spáni) — Veronika Martinek (Þýskal.) 6-1 6-3 Dally Randriantefy (Madagascar) — Patric- ia Tarabini (Argentina) 6-2 6-0 14- Amy Frazier (Bandaríkj.) — Sandra Cacic (Bandaríkj.) 6-3 5-7 6-4 Sandrine Testud (Frakkl.) — Miriam Ore- mans (Hollandi) 6-4 7-6 (7-3) Kristie Boogert (Hollandi) — Manon Bolle- graf (Hollandi) 6-3 6-0 Yayuk Basuki (Indónesíu) — Nicole Bradtke (Ástralíu) 7-5 6- 4 Irina Spirlea (Rúmeniu) — Eugenia Mani- okova (Rússl.) 6-0 6-2 Anna Smashnova (Israel) — Sarah Pitkowski (Frakkl.) 7-5 7-5 Kyoko Nagatsuka (Japan) — Martina Hing- is (Sviss) 6-3 6-4 6-Lindsay Davenport (Bandarikj.) — Wil- trud Probst (Þýskal.) 6-2 6-2 8- Natalia Zvereva (Hvíta Rússl.) — Silvia Farina (Ítalíu) 6-4 6-2 Judith Wiesner (Austurríki) — Shaun Staf- ford (Bandaríkj.) 6-4 6-0 Yone Kamio (Japan) Beate Reinstadler (Austurríki) 4-6 6-4 6-3 4- Mary Pierce (Frakkl.) — Elna Reinach (Suður Afriku) 6-1 6-2. 5- Michael Chang (Bandaríkjunum) — Karim Alami (Marokkó) 6-3 6-4 6-1. íkvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Akranes: ÍA - Keflavík.......20 Borgarnes: Skallagr. - ÍR......20 Akureyri: Þór- Grindavík.....20 Njarðvfk: Njarðvík - KR......20 Strandgata: Haukar - Valur.....20 Stykkish: Snæfell - Tindastóll.20 1. deild kvenna: Smárinn: Breiðablik - KR..19.30 Hlíðarendi: Valur - ÍR.........20 1. deild karla: Smárinn: Breiðablik - ÍH.....21 Handknattleikur Bikarkeppnin: Undanúrslit karla: Seltjamames: Grótta - KA.....20 Undanúrslit kvenna: Ásgarður: Stjarnan - ÍBV.....20 KNATTSPYRNA Arsenal fékk skell á Highbury Kevin Keegan og lærisvarnar hans gerðu góða ferð til Blackburn EVRÓPUMEISTARAR Arasnel eru úr leik í ensku bikarkeppn- inni, eftir að hafa tapað í slagsmálaleik á heimavelli gegn Millw- all, 0:2. Kevin Keegan og lærisveinar hans gerðu góða ferð til Blackburn, Liverpool stóð uppi sem sigurvegari í vítaspyrnu- keppni gegn Birmingham og Þorvaldur Örlygsson og félagar máttu þola tap, 1:3, á heimavelli gegn Bristol City, þar sem Joe Jordan, fyrrum þjálfari Stoke, er stjóri. að var Lee Clark sem var hetja Newcastle — skoraði sigur- markið, 1:2, þegar fimm mín. voru til leiksloka. Svissneski landsliðs- maðurinn Marc Hottiger kom Newcastle á bragðið á 58. mín., með skoti af 20 m færi. Alan Sut- ton jafnaði fyrir heimamenn 17. mín. síðar, með skoti úr þröngu færi. Það var svo fimm mín. fyrir leikslok að Clark skoraði, eftir varnarmistök — sendi knöttinn í markið, út við stöng. Arsenal fékk skella á heimavelli Arsenal, Evrópumeistarar bikar- hafa og sigurvegari í bikarkeppn- inni 1993, fékk heldur betur skell, 0:2, á heimavelli sínum, Highbury. Það kæmi engum á óvart að það væri byrjað að hitna undir stól George Graham, framkvæmda- stjóra félagsins, sem kom til Arse- nal frá Millwall. Varaliðsmaðurinn Mick Beard skoraði fyrra mark Millwall, eftir tíu mín. og annað markið kom á síðustu sek. leiksins — Mark Kennedy, annar varaliðs- maður, sendi knöttinn efst upp í markhomið. Leikurinn var geysi- lega harður og voru sjö leikmenn bókaðir — þar á meðal Ian Wright, miðheiji Arsenal, sem fer enn á ný í leikbann, enda fékk hann sína elleftu bókun á keppnistímabilinu. Coventry skoraði tvö mörk á síð- ustu átta mín. leiksins, til að tryggja sér sigur, 1:2, gegn WBA. Dion Dublin og Peter Ndlovu skor- uðu fyrir Coventry, en Paul Raven mark heimamanna. Tveir leikmenn voru reknir af leikvelli — Darren Bradley og Paul Cook. Þjóðverjar með öll mörkin Þjóðverjar skoruðu öll mörk Manchester City, sem vann Notts County, 5:2. Uwe Rossler skoraði Qögur, en Maurizio Gaudino það fímmta. Vítaspyrnukeppni á Anfield Road Liverpool, sem hefur fimm sinn- um orðið bikarmeistari, gerði jafn- tefli, 1:1, heima gegn Birmingham. Liverpool vann í vítaspyrnukeppni, 2:0, eftir að leikmenn Birmingham höfðu misnotað fjórar vítaspyrnur. Jamie Redknapp skoraði mark Li- verpool á 21. mín., en Ricky Otto jafnaði fyrir Birmingham. Morgunblaðið/Kristinn Stjórnað til sigurs ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari Vals, stjórnaði liði sínu til sig- urs gegn Haukum í gær og tryggði þar með sæti liðsins í úrslitum bikarkeppninnar. Hann hefur sýnt það og sann- að að hann kanna að bregðast við á réttum augnablikum. Hér má sjá nokkur svipbrigði þjálfarans í leiknum gegn Haukum í gær. Reuter Jason Van Blerk, Millwall, og lan Wright, miðherji Arsenai, berj ast um knöttinn á Highbury í gærkvöldi. Ráðist gegn varnarmúr Vals Morgunblaðið/Kristinn VÖRN Valsmanna var sterk í gærkvöldi og áttu Haukarnir í hinu mesta basli með aö komast í gegnum hana. Hér sækfr Þorkell Magnússon Haukamaður að vörn Vals en þeir Frosti Guðlaugsson, Ingi R. Jónsson og Finnur Jóhannesson eru við öllu búnir. Valsmenn skutu Hauka á bólakaf VALSMENN höfðu mikla yfirburði gegn Haukum í leik liðanna í und- anúrslitum bikarkeppninnar að Hlíðarenda í gærkvöldi. Þeir sigr- uðu með átta marka mun, 26:18, eftir að hafa verið yfir í hálfieik 12:6. Valsmenn eru því komnir í úrslit keppninnar og mæta þar ann- að hvort KA eða Gróttu. Það var ljost hvert stefndi í byijun leiks því Valsmenn komust í 6:1 þegar aðeins 10 mínútur voru liðnar af leiknum. Haukar gerðu reyndar fyrsta mark Jánatansson ^k«ins ™ settu skrifar Hlíðarenda strákarmr í fluggírinn og gerðu sex mörk í röð og þaraf íjögur úr hraðaupp- hlaupum. Páll Ólafsson skoraði annað mark Hauka þegar rúmar fjórlán mínút- ur voru liðnar. Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar og höfðu sex marka forskot í hálfleik, 12:6. Það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Valsmenn voru alltaf skrefinu á undan. Léku sterka 5-1 vörn með Inga Rafn Jónsson fyrir fram til að trufla sóknarleik Hauka. Þegar staðan var 17:11 og 15 mínútur eftir tóku Haukar Jón Kristjánsson og Dag Sigurðsson úr umferð en allt kom fyrir ekki því þá losnaði um Júlíus sem rað- aði inn mörkum. Valsmenn léku mjög vel sem heild og voru nánast í allt öðrum styrkleikaflokki en Haukar, sem hafa nú þurft að sætta sig við stór töp í síðustu tveimur leikjum sínum. Sóknarleikur Vals var hug- myndaríkur og menn vel með á nótunum í vörninni. Hlíðarendastrákarnir höfðu leikinn í hendi sér allan tímann. Frosti lék mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik og gerði þá sex mörk. Geir var frábær á línunni, gerði fjögur mörk og fiskaði jafn mörg vítaköst. Júlíus var góður og brást ekki er á reyndi í lokin. Jón Kristj- ánsson var seinn í gang en skilaði sínu vel og eins Dagur sem stjórnaði sóknar- leiknum eins og honum einum er lagið. Það var fátt um fína drætti í leik Hauka. Þeir gerðu sig seka um mörg mistök í sóknarleiknum og það má ekki gegn liði eins og Val sem refsar um leið. Haukaliðið virkaði þreytt og ósann- færandi og verður að taka sig verulega á ef það ætlar sér að komast í úrslita- keppni íslandsmótsins. /mm FOLX ■ VALGARÐ Thoroddsen, horna- maður Vals, lék ekki með félögum sínum gegn Haukum í gær vegna meiðsla. Hann handarbrotnaði fyrir jólin en var búinn að ná sér eftir það. En í síðasta leik gegn KR snéri hann sig á ökkla eftir ellefu mínútna leik. Hann verður væntalega orðinn leikfær í næstu viku. ■ ÓLAFUR Stefánsson, sem hefur verið meiddur í allan vetur, er byijaður að æfá með Val en Þorbjörn Jensson þjálfari segir að enn væri nokkrar vikur í að hann geti byijað að spila. „Ætli hann verði ekki klár um miðjan febrúar. Þá eigum við hann til góða í úrslita- keppninni,” sagði Þorbjörn. Sterk vörn var lykillinn að öruggum sigri ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með leik sinna manna gegn Haukum. „Sterk vörn var lykillinn af örugg- um sigri okkar. Við unnum vel saman og uppskeran var eftir því. Við komumst í 6:1 og það var mjög erfitt fyrir Haukana að koma til baka. Það var aðeins spurning um það í hálfleik hjá okkur að halda einbeitingu út leikinn og tapa þessu ekki niður,“ sagði þjálfarinn. orbjörn sagði það oft erfitt fyrir lið að ná upp stemmningu eftir Evrópuleik eins og Haukar léku um síðustu helgi. „Það var greinilegt á leik þeirra að það vantaði eitthvað. Við hleyptum þeim aldrei inn í spilið með góðum varnarleik. Við spiluðum nú 5-1-vörn og hún gekk ágætlega. Við erum þekktari fyrir að spila 6-0- vörn, en það er ágætt að eiga hana inni í úrslitakeppninni," sagði þjálfar- inn. Þorbjörn sagði líklegt að KA yrði mótheijýVals í úrslitaleik bikarkeppn- innar. „Ég held að KA verði mótheiji okkar. Það gæti orðið hörkuleikur. KA-menn eru reynslunni ríkari eftir tapið gegn FH í úrslitum í fyrra og verða því erfiðir, það er að segja ef þeir vinna Gróttu," sagði Þorbjörn og brosti. Byrjuðum af krafti „Við ákváðum að byija af krafti og slá þá útaf laginu og það tókst,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði Vals, sem átti mjög góðan leik. „Við bjugg- umst við að þeir væru þreyttir og brot- hættir eftir Evrópuleikinn við Braga og sú varð raunin. Við lékum góða vörn frá byijun og hraðaupphlaupin komu í kjölfarið. Það má segja að það hafí gert útslagið,” sagði fyrirliðinn. Þarf breytt hugarfar Einar Þorvarðarson, liðstjóri Hauka, var óhress með frammistöðu sinna manna. „Það verður að segjast eins og er að það eru ákveðin vanda- mál í þessu ágæta Haukaliði í dag. Það þarf að breyta hugarfari leik- manna og mér sýnist jólin sitja enn í leikmönnum. Það spilar einnig inní þetta að Páll var frá framyfir áramót vegna meiðsla og Baumruk átti við veikindi að stríða frá jólum og fram yfir áramót. Það munar miklu því þetta eru þeir leikmenn sem hafa bor- ið leik liðsins uppi. Breiddin er ekki eins mikil í ár og hún var í fyrra. Byijunin í þessum leik var ekkert ósvipuð og í Evrópuleiknum í Portúg- al. Við fáum nú á okkur fjögur af sex fyrstu mörkunum úr hraðaupphlaup- um og í Portúgal fengum við átta af tíu fyrstu mörkunum úr hraðaupp- hlaupum. Boltinn rúllar ekki nægilega mikið hjá liðinu og það næst ekki upp réttur taktur. Ég held að Haukaliðið sé nú komið á byijunarreit og það verður að vinna það upp aftur. Við þurfum að laga það sem hægt er og menn verða að þjappa sér saman fyr- ir komandi leiki,“ sagði Einar. KNATTSPYRNA Branco til Flamengo BRASILISKl knattspyrnumaðurinn Branco hefur gengið til liðs við bras- ilíska félagið Flamengo frá Rio de Janeiro, en það er sama félag og Romario fór til á dögunum. Branco hefur leikið með Corinthians frá Sao Paulo undanfarin ár. Hann lék sem vinstri bakvörður í brasilíska landsl- iðinu sl. sumar og varð þjóðhetja í Brasilíu er hann gerði mark úr auka- spyrnu af 30 metra færi í undanúr- slitaleik HM gegn Hollendingum. Framstúlkurekki ívandræðum með KR-stúlkur Guðríður í miklum ham FRAMSTÚLKUR tryggðu sér rétt til að leika til úrslita í bikar- keppni kvenna í gærkvöldi er þær rúlluðu yfir KR-inga 27:19 eftir að hafa verið 16:9 yfir í leikhléi. Fram leikurtil úrslita við Stjörnuna eða ÍBV en leik liðanna var frestað í gær og fer fram í kvöld komist Eyjastúlkur til lands. Það varð strax ijóst hvert stefndi því Fram komst í 4:0 og náði síðan átta marka forystu í fyrri hálfleik. Mestu munaði um stórleik Guðríðar Guðjóns- dóttur þjálfara og leikmanns Fram, en hún fór hreinlega á kostum og skor- aði tíu mörk í fyrri hálfleik og lék samt ekki síðustu þijár mínúturnar. Skúli Unrtar Sveinsson skrifar Þetta var orðið eins og í glímunni í gamla daga. Þá var það: „Stigið - Sigtryggur vann“, en núna var það: „Guðríður - og mark“. KR-stúlkur voru líka óheppnar því þær fengu ágætis færi en skutu ótrúlega oft í stangirnar, jafnvel stöngin, stöngin út, og svo þurftu þær líka að koma knettinum fram- hjá Kolbrúnu í markinu og það reyndist þeim erfitt. Framstúlkur léku allar ágætlega, en yfirburðir þeirra voru það miklir að ekki reyndi verulega á getu liðs- ins. Guðríður var óstöðvandi, Berg- lind sýndi góða takta á línunni og Hafdís lék vel bæði í sókn og vörn og Hanna Katrín átti ágætan leik. Markverðir Fram, Kolbrún og Hugrún léku ágætlega. KR er með ungt og lítt reynt lið, en stúlkurnar eru efnilegar. Boltinn Ámi Sæberg Komin í gegn KRISTÍN Hjaltersted er hér sioppinn framhjð Ágústu Björnsdóttur en markvöðru KR varði frá Kristínu LYFJAMAL Roger Black vill birta allar niðurstöður Flestir Bretar ekki á lyfjjum Breski hlauparinn Roger Black, Evrópumeistari í 400 metra hlaupi 1986 og 1990, sagði í fyrra- dag að lyfjamisnotkun væri sem ský yfir breskum fijálsíþróttum. Hins vegar væru' ílestir Bretar í fijálsum ekki á lyfjum og full ástæða væri til að birta allar niðurstöður úr lyfja- prófum, en ekki aðeins þegar um lyfjamisnotkun væri að ræða. „Við getum ekki látið sem ekkert vandamál sé á ferðinni,” sagði hann og bætti við að ekki væri hægt að saka almenning því grunsemdirnar hefðu sennilega aldrei verið meiri. Hins vegar ætti almenningur rétt á því að sjá allar niðurstöður úr lyfja- prófum. „Það er eðlilegt að fólk vilji sjá að Roger Black fór í lyfjapróf og að Linford Christie fór í lyfja- próf. Ég fór í fimm próf á síðasta ári og fékk aldrei að vita niðurstöð- urnar en í hvert sinn sem maður fer í próf hefur maður áhyggjur. Þess vegna á að birta niðurstöðurnar en ég held að flestir Bretar í frjálsum séu ekki á lyljum. Ég trúi því í raun og veru.“ Fijálsíþróttasamband Bretlands gerði þriggja ára auglýsingasamn- ing við Mazda í Bretlandi og fær 500.Q00 pund (um 53 millj. kr.) frá fyrirtækinu asamningstímanum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði að lyfjamisnotkun í fijálsum hefði verið skoðuð, en samningurinn sýndi að hún hefði ekki haft áhrif. gekk þokkalega í sókninni þó svo hún virkaði hálf þunglamaleg á stundum. Valdís Fjölnisdóttir lék vel og er gaman að fylgjast með henni því hún hefur mikið og gott auga fyrir spili og er með mikla boltatækni. Selma Grétarsdóttir lék ágætlega á línunni og í vörninni. Það var óþarfi hjá KR að tapa með svona miklum mun því KR-ingar fengu mörg dauðafæri sem leik- menn nýttu ekki. ÚRSLIT Handknattleikur Bikarkeppni karla Valur-Haukar 26:18 Hlíðarendi, bikarkeppni karla - undanúrslit, miðvikudaginn 18. janúar 1995. Gangur leiksins: 0:1, 6:1, 8:3, 9:6, 12:6, 14:7, 15:9, 17:10, 18:12, 19:15, 23:15, 24:17, 26:17, 26:18. Mörk Vals: Júlíus Gunnarsson 7, Frosti Guðlaugsson 7, Jón Kristjánsson 5/3, Geir Sveinsson 4, Sveinn Sigfinnsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Ingi R. Jónsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 16/1 (þaraf 5 til mótherja). Utan vallar: 8 mín. Mörk Hauka: Petr Baumruk 4, Siguijón Sigurðsson 4/4, Gústaf Bjarnason 3, Páll Ólafsson 2, Þorkell Mágnússon 2, Aron Kristjánsson 1, Sveinberg Gíslason 1, Vikt- or Pálsson 1. Varin skot: Bjami Frostason 7 (þaraf 1 til mótheija). Þorlákur Kjartansson 3/1. Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Lárus Lárusson og Jóhannes Felixson. Margir dómar orkuðu tvímælis, sérstaklega brottrekstramir. Áhorfendur: Um 500. Bikarkeppni kvenna Fram - KR......................27:19 Framhús, undanúrslit í bikarkeppni kvenna, miðvikudaginn 18. desember 1994. Gangur leiksins: 4:0, 6:1, 11:3,15:6, 15:8, 16:9, 17:9, 19:10, 22:12, 24:16, 27:17, 27:19. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 11/1, Zelkja Tosic 5/4, Hanna Katrín Friðriksen 4, Hafdfs Guðjónsdóttir 2, Berglind Ómars- dóttir 2, Þórunn Garðarsdóttir 1, Steinunn Tomasdóttir 1, Arna Steinsen 1. Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 9 (þaraf 2 til mótheija), Hugrún Þorsteinsdóttir 8 (þaraf 4 til mótheija). Utan vallar: 4 minútur. Mörk KR: Brynja Steinsen 6/4, Nellý Páls- dóttir 3, Valdís Fjölnisdóttir 3, Agústa Björnsdóttir 3/1, Selma Grétarsdóttir 2, Sigríður Pálsdóttir 1, Helga Omisdóttir 1. Varin skot: Vigdís Flnnsdóttir 6 (þaraf 2 til mótheija), Ragnheiður Hauksdóttir 1 (fór til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Egill már og Öm Markússynir. Dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 80. Knattspyrna England 3. umferð í bikarkeppninni: Bristol Rovers - Luton..........0:1 Liverpool - Birmingham..........1:1 ■Liverpool vann f vítaspyrnukeppni 2:0. Stoke - Bristol City............1:3 Arsenal - Millwall..............0:2 Blackburn - Newcastle...........1:2 Manchester City - Notts County..5:2 Tranmere - Bury.................3:0 West Bromwich - Coventry........1:2 Vináttulandsleikir La Coruna, Spáni: Spánn - Uruguay..................2:2 Juan Pizzi (1.), Donato Gama (81.) — Dani- el Fonseca (18.), Pablo Bengoechea (34.). 22.000. Utrecht, Hoilandi: Holland - Frakkland................0:1 - Patrice Loko (45.). 12.400. Skotland Hearts - Hibs......................2:0 James Bett skoraði fyrra markið með skalla. FELAGSLIF Adalfundur Blikaklúbbsins Aðalfundur Blikaklúbbsins, stuðnings- mannaklúbbs knattspymudeildar Breiða- bliks, verður á morgun, föstudag, kl. 20.30 í Smáranum í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.