Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 4
í BADMINTON KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN ■ LEICESTER fékk í gær skoska landsliðsmanninn Mike Galloway til liðs við frá Celtic. Hann er annar leikmaðurinn sem kemur lið liðsins Bæn um snjó í Sierra Nevada bar árangur MIKLIR þurrkar hafa verið á suðurhluta Spánar undanfarnar vikur sem hafa leitt til vatns- skömmtunar og snjóleysis í skíða- brekkunum í Sierra Nevada. Par á heimsmeistarakeppnin á skíð- um að fara fram og byija eftir hálfan mánuð en útlitið er ekki bjart og hefur jafnvel komið dl tals að fresta keppninni tíl næsta árs. Til þess mega íbúar í ná- grenninu ekki hugsa því þeir gera ráð fyrir að þéna mikið í tengslum við keppnina og treysta á að hún verði. Til að leggja sitt af mörkum gerðu þeir út sér- stakan leiðangur í fyrradag tíl að biðjast fyrir með þeirri ósk að hann færi að snjóa og að íbú- arnir fengju vatn. Bænin bar árangur — nokkrum klukku- stundum síðar byrjaði að snjóa og var um 30 tíl 40 sentímetra þykkt lag í fjallstoppum, „en aðstæður hafa ekki mikið breyst,“ sagði talsmaður móts- haldara. Keppnin á að hefjast 29. jan- úar og hafa skipuleggjendur sagt að batni aðstæður ekki verði keppt á gervisnjó eða keppninni frestað tíl næsta árs. Aðstæður til skíðakeppni hafa ekki verið verri í Sierra Nevada í nær fjórðung aldar. á tveimur dögum, þar sem Mark Robins var keyptur frá Norwich á eina millj. punda á sunnudaginn. ■ ÞRÍR af bestu knattspyrnu- mönnum heims, Roberto Baggio, Italíu, Romario, Brasilíu og Hristo Stoichkov, Búlgaríu, eru efstir á blaði á lista FIFA yfir knattspyrnu- mann ársins 1994, en yfir 100 landsliðsþjálfarar um heim allan hafa skilað inn atkvæðaseðlum sín- um. Útnefningin fer fram í Lissabon í Portúgal 30. janúar. ■ FIFA, alþjóða knattspymusam- bandið, hefur þrisvar áður séð um kjör leikmann ársins. Lothar Matt- hfius, Þýskalandi, var útnefndur leikmaður ársins 1991, Marco Van Basten, Hollandi (1992) og Baggio (1993). ■ JOE Royle, framkvæmdastjóri Everton er tilbúinn að borga Aston Villa 1,7 millj. pund fyrir varnar- manninn Earl Barrett, fyrrum leik- mann Tottenham og Oldham. ■ HIÐ kunnn félag Portsmouth er til sölu. ■ JURGEN Klinsmann hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Gary Line- ker, sem sér um knattspyrnuþátt í BBC-sjónvarðpsstöðinni. ■ GARY Francis, framkvæmda- stjóri Tottenham, var í gær út- nefndur knattspyrnumaður mánað- arins í London af blaðinu Evening Standart. Tottenham hefur ekki tapað ellefu leikjum í röð undir hans stjórn. ■ GABRIELA Sabatini frá Arg- entínu, sigraði á æfingamóti í tenn- is í Argentínu á sunnudag og þar með hefur hún orðið meistari á tveimur mótum í röð. Hún vann Lindsay Davenport frá Bandaríkj- unum 6-3, 6-4 í úrslitum og sagði þetta góðan undirbúning fyrir Opna ástralska mótið sem hófst S gær. ■ GEORGIA Frontiere, eigandi bandaríska fótboltaliðsins Los Ang- eles Rams, hefur ákveðið að flytja liðið til St. Louis. ■ LA RAMS hefur verið í Los Angeles í 49 ár en Frontiere sagð- ist ekki hafa um neitt að velja. St. Louis hefði boðið nýjan völl og æf- ingasvæði og tryggingu fyrir meira en 20 millj. dollara hagnaði á ári en tapið hjá Rams á síðasta ári var á milli sex og sjö millj. dollarar. Viðskiptahópurinn í St. Louis ætl- ar einnig að borga Anaheim, þar sem heimavöllur Rams er, 30 millj. dollara og greiða tap síðasta árs, en Morgunbiaöið/Einar Faiur hann kaupir 30% í félaginu. Aðmirálilnn David Roblnsson hjá San Antonio Spurs er búinn að troða. __________________________________ Denver náði aðeins flór um hraðaupphlaupum Leikmenn Phoenix Suns skoruðu 15 þriggja stiga körfur þegar þeir lögðu Denver, 129:113 Leikmenn Orlando Magic virðast kunna vel við sig í Orlando og í fyrrinótt batt liðið endi á átta leikja sigurgöngu Charlotte og vann sinn 18. heimaleik, 109:98, og hefur ekki tapað heima það sem af er vetri. Eins og svo oft áður fór Shaquille O’Neal fyrir Orlando, gerði 35 stig og þar af 16 í síðasta fjórðungi. Anfernee Hardaway gerði 23 stig og Nick Anderson 18 auk tíu frákasta sem hann tók. Orlando hefur nú sigr- að í 30 leikjum en tapað í sjö og er það besti árangur sem lið hefur náð í vetur. Alonzo Mourning gerði 33 stig fyrir Charlotte, tók 12 fráköst og varði sex skot. Larry Johnson gerði 21 stig. Það eru fleiri lið sem gera það gott á heimavelli eins og til dæmis Seattle SuperSonics sem hefur aðeins tapað einum leik heima í vetur. Nú lagði liðið Cleveland 115:91 og gerði Gary Payton 25 stig fyrir heimamenn og Detlef Schrempf gerði 21. Terrell Brandon gerði 20 stig fyrir Cleveland. Charles Barkley og félagar sigurðu Denver 129:113 í Phoenix og var Dan Majerle með 32 stig, Barkley 26 og Danny Manning 24. Leikmenn Suns skoruðu 15 þriggja stiga körfur og er það met hjá liðinu, sem hefur unnið 17 leiki á heimavelli og tapað tveimur. Liðið setti einnig annað met í leiknum, því mótherjamir komust aðeins fjórum sinnum f hraðaupp- hlaup. Portland á þó NBA metið því 1991 náðu leikmenn Phoenix aðeins þremur hraðaupphlaupum í leik gegn Portland. San Antonio sigraði Boston á úti- velli 101:92. Chuck Person gerði 24 stig fyrir Spurs og David Robinson 18 og Dennis Rodman tók 18 frá- köst. Dino Radja gerði 22 stig fyrir Celtics og tók 15 fráköst og Dee Brown gerði 20 stig. Sacramento skoraði 15:0 í fjórða leikhluta gegn Portland og dugði það til 95:88 sigurs. Mitch Richmond gerð 29 stig og Brian Grant 26 stig og tók 16 fráköst. Þetta var sjöundi sigur Kings í tíu leikjum. Clifford Robinson gerði 22 stig fyrir Portland og Clyde Drexler 20. SKIÐI Óvænt hjá TBR Nokkuð óvænt úrslit urðu í einl- iðaleik karla og kvenna á meistaramóti Tennis- og badminton- félag Reykjavíkur um helgina. Guð- mundur Adolfsson sigraði í einliða- leik karla og Vigdís Ásgeirsdóttir í einliðaleik kvenna. Vigdís byrjaði á því að leggja Brynju Pétursdóttur úr ÍA, 11:4 og 11:8, vann síðan Bimu Petersen, TBR, 11:8 og 11:5 þá Margréti Dan Þórisdóttur, TBR, 11:0 og 11:2 og mætti íslandsmeistaranum Elsu Ni- elsen í úrslitum. Vigdís vann 11:2 og 11:6 í úrslitaleiknum. Guðmundur vann Njörð Ludvigs- son fyrst 15:3 og 15:5 og síðan landsliðsþjálfarann Jónas Huang 10:15, 15:9 og 15:5 og var þar með kominn í úrslit. Þar mætti hann Áma Þór Hallgrímssyni, sem vann Brodda Kristjánsson í undanúrslitum 15:7, 13:18, 15:9, og Árni átti ekki möguleika í fyrri lotunni því Guð- mundur vann 15:% en í þeirri síðari var Árni Þór yfír lengst af en Guð- mundur seig framúr undir lokin og vann 17:15. Tvíliðaleikur kvenna kom einnig nokkuð á óvart. Þar léku Elsa Niels- en og Vigdís Ásgeirsdóttir til úrslita við Guðrúnu Júlíusdóttur og Bimu Petersen. Guðrún og Birna unnu fyrstu lotu 15:6 og vom yfir fram í miðja næstu lotu go virtust hafa leikinn í höndum sér. Elsa og Vig- dís sáu að við svo mátti ekki standa, sném vöm í'sókn og sigruðu 18:16 og í oddalotu 15:9. Árni Þór og Broddi unnu Guð- mund og Jónas í tvíliðaleik karla, 15:5, 12:15 og 15:4. Broddi og Elsa unnu Árna Þór og Guðrúnu 15:1 og 15:7 í tvenndarleik. GLIMA Skarphéðinn Orri sigraði öðru sinni SKARPHÉÐINN Orri Bjömsson úr KR sigraði í bikarglímu Reykjavíkur sem fram fór sl. helgi, lagði Ingi- berg Sigurðsson úr Ármanni í úr- slitaglímu. í þriðja sæti varð Jón Birgir V alsson úr KR. Þetta er fimmta sinn sem bikarglíma Reykja- víkur er haldin og í annað sinn sem Skarphéðinn Orri sigrar, en kepp- endur vom tólf talsins að þessu sinni. VIKINGALOTTO: 3 12 16 23 27 42 / 4 30 32 ENGINN VAR MEÐ SEX TOLUR RETTAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.