Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 4
4 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ /IlÐNAÐUR Vaxtarbroddar iðnaðar eru í sérhæfðri framleiðslu sem byggir á tækni og hugviti Lag til markaðs- sóknar með lágu raungengi Efnahagsumhverfíð er íslenskum iðnaði hag- stætt um þessar mund- ir. Hugi Ólafsson segir að bjartasta framtíðin bíði þeirra sem sérhæfi sig og sýni natni við markaðssetningu. IÐNAÐUR á íslandi býr að mörgu leyti við erfið skilyrði og á á brattann að sækja í samkeppni við erlend iðnfyrirtæki sem njóta stærðarmunar og ná- lægðar við helstu markaði. Það kemur því varla á óvart að vaxtar- broddamir í þessarri grein eru einna helst í sérhæfðri framleiðslu, þar sem hugvit og tækni er stór þáttur í framleiðslunni. Aðstæður fyrir iðnaðinn eru að mörgu leyti betri nú en oft áður þar sem raun- gengi krónunnar er tiltölulega lágt og samkeppnisstaðan því góð, bæði innanlands og utan. Það er tölfræðilega marktækt samband milli raungengis og iðn- aðarframleiðslu og því er brýnt að halda raungengi í skefjum í fram- tíðinni, að sögn Þorsteins M. Jóns- sonar, hagfræðings hjá Samtökum iðnaðarins. Miðað við fyrstu 8 mánuði ársins 1994 hefur veltu- aukning í iðnaði verið um 8% og aukning á útflutningi nær 37% - eða um 30% ef stóriðja er undan- skilin. „Þróunin að undanfömu hefur sýnt að iðnaðurinn hefur nýtt sér sóknarfærin sem hann hefur feng- ið,“ sagði Þorsteinn. „Ef raungengi verður haldið í skefjum má búast við frekari markaðssókn, en ef við leyfum því að ijúka upp aftur með SILFURTÚN í Garðabæ býr til vélar sem breyta úrgangs pappír í eggjabakka og hefur náð að selja vélarnar erlendis. uppsveiflu í þjóðarbúskapnum má búast við að árangurinn fari fyrir lítið.“ Að finna réttu hilluna Lágt raungengi og stöðugleiki í efnahagslífi em þó ekki næg ein og sér. ísland getur tæpast keppt við láglaunalönd í Asíu í fjölda- framleiðslu á ódýrum iðnvarningi, svo dæmi sé tekið. „Vaxtarbroddurinn í íslenskum iðnaði er í tækniþekkingu og hug- viti okkar,“ segir Björgvin Njáll Ingólfsson, verkfræðingur hjá Iðn- tæknistofnun, sem hefur meðal annars stýrt verkefninu Snjall- ræði, sem aðstoðar íslenska hug- vitsmenn að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. „Okkar möguleikar eru mestir þar sem okkur tekst að finna hillu þar sem aðrir eru ekki.“ Snjallræði hamrað í stál BJARNI Harðarson segist að- spurður ekki vera uppfinninga- maður, en það getur varla talist oflof að segja að hann sé hagur og hugmyndaríkur smiður. I fyrirtækinu Flúðasveppum er risastór „hakkavél" sem Bjarni smíðaði, sem blandar saman hálmi, heyi og hænsnaskít í rotmassa sem sveppirnir vaxa í. Og þegar sveppirnir eru sprottnir eru þeir tíndir í vagna með stillanlegri hæð, sem Bjarni hannaði. Handarverk hans eru samt enn meira áberandi í Límtrés- verksmiðjunni á Flúðum, þar sem hann starfaði lengi. Lím- trésbitunum er þar rennt í gegn um eins konar flæðilínu sem Bjarni setti upp og heflar bitana og sker. Bjarni hefur líka búið til tölvustýrða bútsög og raufar- fræsara, sem sker raufar í end- ana á límtrésbitunum þannig að hægt er að koma þar fyrir stál- plötu og tengja við aðra bita með aðstoð líms. Þessi síðastnefnda smíð hefur vakið nokkra athygli, enda býð- ur hún upp á öðruvísi samskeyt- ingu límtrésbita, sem hentar til dæmis miklu betur í smærri hús en hin hefðbundna boltun. Nú er stór hluti húsa sem Límtrés- verksmiðjan setur saman gerður með þessarri nýju aðferð, ef til vill helmingur framleiðslunnar. „Árið hefði verið dapurt hjá okkur ef við hefðum ekki haft þetta tæki,“ segir Reynir Guð- mundsson, skrifstofustjóri Lím- trés, þar sem frumgerð fræsar- ans er í notkun. Reynir segir að verkefnastaðan hafi aldrei verið betri en um þessi áramót, þrátt fyrir lægð í byggingariðn- aðinum. Sigraði í Snjallræði Raufarfræsarinn var eitt fjög- urra verkefna sem endanlega var valið úr yfir 200 umsóknum áiið 1992 í samkeppninni Snjall- ræði, sem Iðnaðarráðuneytið, Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóður og Iðntæknistofnun stóðu fyrir. Bjarni er sá sem lengst er kom- inn í Snjallræðisverkefninu, en hann var styrktur til að þróa og smíða tækið samkvæmt ákveðn- um skilyrðum, meðal annars að hann fullnægði stöðlum Evrópu- sambandsins og væri tilbúinn í framleiðslu og útfiutning. Nýi raufarfræsarinn stendur nú fullbúinn á skemmugólfinu i Stálsmíði Bjarna Harðarsonar (SBH). Tækið er rúmlega tveggja metra hár opinn kassi með lóðréttu sagarblaði í miðj- unni sem knúið er af rafmagns- mótor. Að auki er loft- og raf- knúinn búnaður sem sér um að skorða bitann af og draga hann að blaðinu. Fræsarinn sagar nákvæmar 12 mm raufar þannig að stálplöturnar smellpassa í þær. Eldtraust og ásjálegt Raufarfræsarinn er lítið ann- að en sérhæfð sög, en Bjarni og aðstandendur Snjallræðis segja að hann sé einstæður búnaður í heiminum. Sölumöguleikar fræsarans felast í því hve hann hentar vel í framleiðslu á hinum svokölluðu stífu hornum í sam- skeytingu. Límtré er notað ekki síst við byggingu á stórum skemmum með mikla spennivídd, eins og til dæmis íþróttahús. Hægt er að sveigja burðarbita í boga meðan límið á milli tijálistanna er blautt og það form helst síðan þegar límið storknar. Á sam- skeyti bitanna eru yfirleitt not- aðar boltaðar stálplötur, sem eru oft fyrirferðamiklar og óá- sjálegar og bjóða upp á bruna- hættu. Það kann að hljóma fár- ánlega að segja að stál sé eldfim- ara en tré, en staðreyndin er sú að límtréð brennur mjög hægt en stálið dignar í miklum hita þannig að samskeyti geta brost- ið og loftbitar hrunið. í stífu hornunum er stálplatan falin inni í trénu og afleiðingin er samskeyti sem gefa sig síður í eldsvoða, eru níðsterk og henta í fjölbreyttari gerðir húsa og bygginga. Límtré hf. hefur tekið þátt í norrænu verkefni í þróun þessarra stífu horna og það virð- ist líklegt að þau bjóði upp á aukna möguleika á notkun lím- trés í hinum stóra heimi, eins og þau hafa þegar gert hér á íslandi. Drög að landvinningum Það kann því að vera að það sé að verða til nýr og vaxandi markaður erlendis fyrir raufar- fræsarann. Næsta skref er aug- ljóslega að koma vélinni á þenn- an markað. Bjarni segir - í gamni en kannski ekki alveg án alvöru - að hann ætli ekki að nota „íslensku aðferðina" við markaðssetningu, sem sé sú að búa til vöru og setjast síðan og bíða eftir að einhver komi og kaupi hana. Það er ekki víst að fjallið komi til Múhameðs, jafn- vel þó hann lumi á raufarfræs- ara á verkstæðisgólfinu. Bjarni hefur kynnt tækið á Norðurlöndum og finnskir aðil- ar hafa sýnt því áhuga. Breska iðntæknistofnunin Trada hefur áhuga á að setja búnaðinn upp til reynslu í límtrésverksmiðju þar í landi. Bjarni rennir hins vegar einkum hýru auga til Þýskalands þessa dagana og hefur sett upp stórt kort af land- inu á kaffistofu SBH þar sem merktir eru inn á með rauðu 12 framleiðendur vélbúnaðar fyrir límtrésiðnaðinn; staðir sem Bjarni vonast til að sigra í mark- aðssókn sinni. Nú í maí ætlar Bjarni á LIGNA-sýninguna í Hanover, sem er að hans sögn geysilega yfirgripsmikil sýning á timbur- iðnaðarvélum. Hann hefur undirbúið för sína meðal annars með því að semja og dreifa kynningarbæklingum á ensku og þýsku og Iátið gera mynd- band með ensku tali þar sem raufarfræsarinn og aðrar smíð- ar Bjarna eru kynntar. Hann ætlar svo að hafa fræsarann með í farteskinu á LIGNA til 4 4 í C 4 í i 4 4 4 4 4 4 I 4 4 4 i < i < !< < < < i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.