Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 D 5 Þekktasta dæmið um útflutning á sérhæfðri vöru er án efa fyrir- tækið Marel hf., sem hefur selt tölvuvogir, flokkunarkerfi og ann- an búnað til fiskvinnslu um allan heim. Það virðist rökrétt að ís- lendingar geti náð fótfestu í sölu á búnaði tengdum sjávarútvegi, en það er þó engin regla sem seg- ir að við getum ekki farið inn á svið sem eru ekki eins „sér- íslensk“. Eggjabakkavélar til Afríku Silfurtún í Garðabæ er fyrirtæki sem hefur náð góðum árangri í sölu á vélum sem framleiða eggja- bakka og fleiri umbúðir úr endur- unnum pappír. Fyrirtækið fram- leiddi fyrir smáan innanlands- markað og hafði þannig kannski nokkra sérstöðu miðað við stór- tækari framleiðendur. Silfurtún framleiðir allt frá handvirkum vél- um, sem seldar hafa verið til Afr- íku, til alsjálfvirkra véla. Markaðssetning er stundum nefnd sem Akkilesarhæll íslensks iðnaðar - og kannski fleiri at- vinnugreina líka - en Silfurtúns- menn hafa tekið þau mál föstum tökum. „Það sem við höfum gert er að kynna þessa vöru vel og kanna hvort áhugi er fyrir henni,“ segir Skúli Sigurðsson, fjármála- stjóri Silfurtúns. „Við framleiðum ekkert fyrr en við erum búnir að selja.“ Stærstu stökkin í íslenskum iðn- aði á næsta áratug kunna að verða á sviði stóriðju, þar sem umfram- orkan í landinu verður nýtt til framleiðslu á áli, sinki eða öðrum málmum. En framtíðin felst ekki síður í litlum sigrum, hvort sem þeir kunna að verða í sölu á vél- pijónuðum lopapeysum hjá Foldu hf. á Akureyri, framleiðslu á nef- úða fyrir lyf sem nú er aðeins hægt að taka í sprautuformi hjá Lyfjaþróun hf. eða markaðssetn- ingu á límtrésvélum hjá málmsmiði í uppsveitum Arnessýslu. að kynna hann væntanlegum kaupendum og fær til þess styrk frá Iðnlánasjóði. Þarf að velja úr hugmyndum Bjarni er fæddur og uppalinn steinsnar frá Flúðum, í Stóru- Mástungu í Gnúpveijahreppi. Hann er lærður vélvirki og starfaði meðal annars í vélsmiðj- um og við Hrauneyjarfossvirkj- un þar til árið 1984, þegar hon- um var falin uppsetning límtrés- verksmiðjunnar á Flúðum. Þar vann hann í fimm ár og breytti og bætti vélakostinn eftir þörf- um. Honum fannst það sjálfsagt mál þar til útlendingar sem koma að heimsækja verksmiðj- una veittu vélakostinum athygli og sögðu honum að hann væri að gera nýja hluti. Meðal annars vegna þessarrar hvatningar setti Bjarni SBH á fót í árslok 1989 með það fyrir augum að smíða og þróa frekar vélar fyrir límtrésiðnaðinn. Hugsanlega verður einhvern- tíma ráðist í markaðssetningu erlendis á fleiri smíðagripum Bjarna, eins og rotmassatækinu fyrir sveppabændur eða timbur- matara sem hann seldi Húsa- smiðjunni í Reykjavík og tekur timbur úr stöflum, sagar það og setur í nýjan stafla. „Bjarni er í þeirri skemmtilegu aðstöðu að þurfa að halda aftur af sér, að þurfa að velja úr hugmyndum," segir Þórður Valdimarsson hjá Iðnlánasjóði. Þá að Bjarni lumi þannig á ýmsu í pokahorninu hyggst hann einbeita sér að markaðs- setningu raufarfræsarans og skyldra véla á næstunni áður en hann fer að huga að öðrum möguleikum. „Það er enginn galdur við þetta, bara vinna," segir Bjarni. „Ég hef lagt alít undir í að framleiða límtréiðn- aðarvélar. Ég ætla að selja þær og það mun takast." n Kaupþing hf. óskar Viðskiptablaði \ir4 Morgunblaðsins til hamingju með 10 ára | JBMk, ** afmælið og þakkar gott samstarf á liðnum árum KAUPÞING HF. Fjátfedhi í jpamaði! Hæsta ávöxtun á síðasta ári var í Búnaðarbankanum! Hæsta ávöxtun húsnæðissparnaðarreikninga á síðastliðnu ári kom í hiut BUSTOLPA, húsnæðisreiknings Búnaðarbankans, 6,47% sem jafngildir5,15% raunávöxtun. • STJORNUBOK Búnaðarbankans var með hæstu ávöxtun sérkjarareikninga, miðað við sambærilegan binditíma, 6,18% sem jafngildir 4,86% raunávöxtun. • INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR í Búnaðarbankanum voru í lang- flestum tilvikum með hæstu ávöxtun óbundinna gjatdeyrisreikninga. (Sbr. Mbl. 12.01.1995) Sgariáskrift Búnaðarbankans - snjöll leið sem gefur ýmsa möguleika! Spariáskrift er einföld og árangursrík leið til að eignast sparifé. Hægt er að velja um mismunandi ávöxtunarleiðir. Þjónusturáðgjafar bankans veita upplýsingar og ráðleggja hvemig best er að ávaxta spariféð. Þú lætur bankann einfaldlega um að millifæra, þér að kostnaðarlausu, ékveðna fjárhæð reglulega af bankareikningi þínum yfir á t.d. Metbók, Stjörnubók eða Verðbréfareikning. 10.000 kr. á mánuði 110 ár 1.63« Wikt. Forsandur: Vextir 4,76%. Reglulegur mánaðarlagur spamaður. Vextir lagðir víð hðfuðstól 30. júnl og 31. desember ár hvert. Fast verðlag. Það er ekki eftir neinu að bíða! Hafðu samband við þjónusturáðgjafa í Búnaðarbankanum og fáðu upplýsingar um hvemig þú getur byrjað að spara strax í dag. Þú getur byrjað smátt og bætt við síðar ef þér sýnist svo. Reglulegur mánaðarlegur sparnaður veitir rétt til lántöku. Nýir og breyttir sparireikningar Stjörnubækur - 12 eða 30 mánaða sparireikningar Stjörnubækur eru fyrirþá sem vilja verðtryggingu og hámarksávöxtun á sparifé sitt. Innstæða Stjörnubóka er verðtryggð. I upphafi er hver innborgun bundin í 12 eða 30 mánuði. Eftir það er hún laus til úttektar í einn mánuð í senn á sex mánaða fresti. Stjömubækurnar eru kjömar fyrir reglulegan sparnað en þá er hægt að taka alla innstæðuna út í einu iagi að loknum 12 eða 30 mánaða samningstíma. Gullbók Metbók - stighækkandi ávöxtun Gullbókin er fyrirþá sem vilja hafa greiðan aðgang að sparifé sínu hvenær sem er. - háir vextir frá fyrsta degi Metbókin er sniðin fyrir þá sem vilja hafa innstæðu sína óbundna en njóta samt hárra vaxta. BÚNAÐARBANKINN -Traustur banki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.