Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 8
8 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ 10\ SJÁVARÚTVEGUR í íslenskum sjávarútvegi eykst vinnsluvirði afurðanna ár frá ári Stöðugt gert meira úr minnkandi botnfiskafla Aukið vinnsluvirði er Heildarafli 1985-94 Verðmæti sjávarvöruútflutnings '85 ’86 '87 '88 ’89 ’90 ’91 '92 '93 ’94 '85 '86 '87 ’88 '89 '90 '91 '92 ’93 ’94 lausnarorð íslenzks sjávarútvegs í nánustu framtíð. Sókn á ný mið ogí nýjartegundir fleytir okkur yfír erfíð- leikana vegna bágrar stöðu þorskstofnsins. Hjörtur Gíslason fjallar hér um nánustu fram- tíðina í útveginum. ISLENZKUR sjávarútvegur er afar sveigjanlegur og hefur náð að laga sig að breytingum af ýmsu tagi á undanfömum áratug- um og svo virðist sem þessari aðlög- unarhæfni séu lítil takmörk sett. Á sama tíma og botnfiskafli, einkum þorskafli, dregst stöðugt saman og er nú í sögulegu lágmarki, er sókn- in aukin í aðrar tegundir og vinnslu- virði afurðanna aukið. Á sama tíma og afli helztu nytjategunda dregst saman, eykst hlutfall sjávarútvegs í vömútflutningi landsmanna. Það hlutfall er yfir 80% og sýnir kannski bezt hve mikið vinnsluvirðið hefur verið aukið. Mikil hagræðing hefur átt sér stað og er hlutur sjávarút- vegs af vinnuaflsnotkun lands- manna minnkandi þrátt fyrir vax- andi vægi í útflutningnum. Fyrirsjáanlegt er að botnfiskafli eykst tæpast svo nokkm nemi á næstu ámm eða fram til aldamóta. Mikið liggur við að þorskstofninn nái sér á strik á ný. Kakan sem til skiptanna er stækkar ekki, en vissu- lega er hægt að gera meira úr henni. Kostnaðinum við að sækja fískinn verður að halda í því lág- marki sem forsvaranlegt er. Afli á sjómann hvergi meiri Nú þegar er hluti vinnslunnar kominn út á sjó og vinnsluskipin hafa fest sig í sessi. Óvíst er hvort þeim fjölgi teljandi úr þessu, enda þarf vinnslan í landi á fiskinum að halda. Þar er mikil fjárfesting, sem þarf að standa undir sér. Land- vinnslan hefur einnig meiri mögu- leika til að auka vinnsluvirðið, en vinnsluskipin. Þá er líklegt að þró- unin verði sú, að afurðir vinnslu- skipanna verði í auknum mæli unn- ar frekar í landi fyrir útflutning. Þó hluti íslenzka fískiskipaflot- ans sé orðinn gamall og deila megi um samsetningu hans, er afli á sjó- mann líklega hvergi meiri í heimin- um, nema þar sem veiðarnar byggj- ast á uppsjávarfiski, sem veiðist í gífurlegu magni. Flotinn er afkasta- mikill og meðan fískistofnamir braggast ekki að ráði, er lítilla breytinga að vænta á honum. Þá má þess vænta að sókn út fyrir lögsöguna festi sig endanlega i sessi. Hver sem framvindan í Bar- entshafi verður, er ljóst að frábær árangur í veiðum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg og vaxandi vinnsla karfans í landi, ýtir undir frekari sókn á fjarlæg og ný mið og sókn í nýjar tegundir. Sérvinnslan eykst stöðugt Fjárfestingu og kostnaði við vinnslu verður ennfremur að halda í lágmarki, en lausnarorðið virðist vera aukið vinnsluvirði; sérvinnsla. Sérvinnsla er það kallað í fískvinnsl- unni þegar unnið er í pakkningar, sem seldar eru beint til endanlegra notenda. Til slíkrar framleiðslu telj- ast neytendapakkningar, smá- pakkningar, sem seldar eru beint til neytenda, gjarnan í stórmörkuð- um, og pakkningar fyrir veitinga- hús. Sérvinnslan hefur aukizt hratt hin síðari ár og skiptir hún orðið þúsundum tonna hjá stóru keðjun- um SH og ÍS. Slík vinnsla á sér einnig stað í minni mæli hjá mörg- um smáum fyrirtækjum og má þar nefna framleiðslu á ýmsum bolfíski og flatfíski, kavíar, rækju, saltfísk, ígulkerahrogn og fleira. Sem dæmi um ávinninginn af sérvinnslunni miðað við vinnslu í blokk, sem reyndar fer minnkandi hér á landi, má nefna að hráefni til vinnslunnar kostar það sama, vinnulaun við sérvinnsluna eru meíra en tvöfalt meiri, umbúða- kostnaður þrefalt meiri, en afurðin úr sérvinnslunni er meira en 50% verðmeiri og íramlegðin tvöfalt meiri. Framleiðandinn fær meira, atvinna eykst og innlendir umbúða- framleiðendur fá einnig sinn skerf. Minna utan af heilum fiski Útflutningur á ísuðum fiski nam fýrir nokkrum árum tugum þús- unda tonna, gífurlegt magn af þorski fór til Bretlands og milli 20.000 og 30.000 tonn af karfa til Þýzkalands á ári, þegar mest lét. Nú er útflutningur á Bretland nán- ast að engu orðinn og sala á karfa til Þýzkalands dregst saman. Þessi fískur var yfirleitt flakaður ytra og seldur ferskur þar, þrátt fyrir að allt að þtjár vikur væru liðnar frá því fískurinn veiddist og þar til hann var seldur út úr búð sem fersk- ur. Það hlýtur að vera kappsmál fyrir íslenzkan sjávarútveg sem heild svo og þjóðina alla að flytja þessa vinnslu inn í landið. Fiskurinn kæmi ferskari að landi, yrði flakað- ur hér með tilheyrandi atvinnusköp- un og vinnsluvirði og flökin síðan flutt utan fersk eða fryst eftir því, sem hentar hveiju sinni. Samning- urinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur opnað þessa leið með afnámi og lækkun tolla á vel flestum sjáv- arafurðum okkar. Þarf að stuðla að vexti þorskstofnsins Alda Möller, forstöðumaður þró- unarmála hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, segir að ýmsa þætti verði að leggja áherzlu á í sjávarút- veginum í nánustu framtíð. „Það þarf að stuðla með öllum ráðum að vexti og viðgangi þorskstofnsins og mynda samstöðu um leiðir að því marki,“ segir Alda. Hún bendir einnig á að nauðsynlegt sé að kanna til hlítar ástand grálúðu- og karfa- stofna við ísland og skynsamlega nýtingu þeirra og koma verði í veg fyrir að fiski sé hent eða hann illa nýttur um borð eða í landi. „Það þarf að nýta styrkleika markaðsfyrirtækja Islendinga er- lendis og sveigjanleika íslenzks sjávarútvegs til að ná sem beztum árangri í að auka útflutningsverð- mæti þjóðarinnar. í því sambandi er mikilvægt að sækja á ný mið í markaðsmálum, ný svæði og ný lönd, þar sem hagvöxtur er ör og þróunarmöguleikar miklir. Síld þarf helzt að vinna alla til manneldis og alla loðnu, sem veiðist í góðu ástandi, þarf að selja sem manna- mat. Sækja þarf á ný mið í veiðum og vinnslu. íslenzkir útgerðarmenn hafa sýnt mikinn sveigjanleika í veiðum á fjarlægum miðum. Vinnsl- an og ekki síður markaðsstarfíð hefur lagað sig að breyttum að- stæðum. Þessi þróun þarf að halda áfram. Kortleggja þarf betur mið úthafskarfa, djúpkarfa, búra og fleiri tegunda á djúpmiðum. Vinna þarf ötullega að þróunar- starfí í íslenzkri fiskvinnslu. Innan hvers framleiðslufyrirtækis þarf að ræktast sterk þróunar- og markaðs- vitund í samvinnu við markaðsfyrir- tæki íslendinga og viðskiptavini. Þróun undanfarinna ára hefur verið ör og mikilvægt er að hafa kraft og úthald í raunhæf verkefni," seg- ir Alda Möller. Fiskurinn sækir á Talið er að verðlag á sjávarafurð- um í heiminum fari hækkandi á næstunni. Þar vísa markaðsskýr- endur til samdráttar í veiðum á „Hærra verð fyrir betri vöru“ BAKKAVÖR hf. hefur í félagi við Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, Landsamband smá- bátaeigenda og E. Ólafsson hf. unnið og hafið útflutning á nýrri tegimd grásleppuhrognaka- víars. Að sögn Agústs Guð- mundssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins er verðmæti vör- unnar, sem hlotið hefur nafnið Cavka, tvöfalt miðað við hefð- bundinn grásleppuhrognaka- víar. Bakkavör sérhæfir sig í vinnslu og útflutningi á hrogn- um en tilgangur þessa sam- starfsverkefnis er að búa til af- urð sem tekur hefðbundnum grásleppuhrognakavíar fram hvað varðar bragð og áferð en styrjukavíar hefur verið hafður til hliðsjónar áþróunarferlinu. Varan er þegar komin á markað í Bretlandi og Belgíu en helstu kaupendur eru hótel og veit- ingahús. Þá er jafnframt unnið að markaðsetningu hennar í Frakklandi og Bandaríkjunum. Ágúst segir að munurinn á Cavka og hefðbundnum grá- sleppuhrognakavíar sé sá að hann sé unninn beint úr ferskum hrognum meðan á grásleppu- vertíð stendur. „Hann er ekki GRÁSLEPPUHROGNAKAVÍ ARINN Cavka kominn á borðið. saltaður fyrst í tunn- ur og síðan unnin seinna á árinu heldur er hann frystur og heldur því ferskleika sínum.“ Ágúst segir að Cavkásé því ekki sambærilegur við hefðbundinn grá- sleppuhrognakavíar enda sé ekki ætlunin að fara út í samkeppni við þá vöru. Cavka er þvert á móti hugsaður sem viðbót. „Við stefnum á annan markhóp; fólk sem hefur meiri kaup- getu og er reiðubúið að borga hærra verð fyrir betri vöru.“ Framleiðslu- aukning í ár Hugmyndin að þessari nýju afurð kviknaði í herbúðum Landsam- bands smábátaeigenda á sínum tíma og hóf það síðan samstarf við Rannsóknastofnun fiskiðn- Nýr og verð- mætari kavíar frá Bakkavör árangur vöru- þróunar Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÁGÚST Guðmundsson fram- kvæmdasljóri Bakkavarar hf. segir að fyrirtækið og samstarfsaðilar þess hafi sett sér það markmið að fram- leiða afurð sem tekur hefð- bundnum grásleppuhrogna- kavíar fram. aðarins um þróun vörunnar árið 1991. Því næst var dr. Wulf Sternin, sérfræðingur á sviði kavíarframleiðslu, sem Ágúst segir að njóti mikillar virðingar víða um lönd, fenginn til skrafs og ráðagerða en Sternin þessi tók meðal annars þátt í ráð- stefnu um kavíar sem efnt var til hér á landi fyrir nokkrum árum. Þar með var málið komið á góðan rekspöl og hefur mikil þróunarvinna verið unnin síðan. Vöruþróunarsjóður Landsam- bands smábátaeigenda hefur að miklu leyti staðið straum af kostnaði við verkefnið en auk þess hafa RF og Bakkavör látið fé af hendi rakna. Bakkavör kom inn í verkefnið í mars 1993 og framleiddi eitt tonn af Cavka sumarið 1993 í prufuskyni og sex tonn í fyrra. Ágúst segir að enn sé óljóst hver framleiðslan verði í ár en hann gerir sér vonir um tölu- verða aukningu. Þróun vörunn- ar er nú lokið en vinnsluþróunin er enn í fullum gangi. Meðal nýjunga má nefna að nýr tækja- búnaður hefur verið tekinn í notkun auk þess sem nýjar að- ferðir hafa haft ný vinnubrögð í för með sér. Vöruþróunin skilar sér vel Fjórði aðilinn í samstarfinu er Eyþór Ólafsson lyá E. Ólafs- son hf. en hann hefur alfarið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.