Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ 4 i i > > > ) í ► > > > > I I flestum helztu fískistofnum verald- ar. Fiskeldi hefur hins vegar aukizt hratt undanfarin ár og vegur að nokkru upp á móti þessum sam- drætti. Fiskur er víðast hvar mun dýrari en kjöt og á því í harðri sam- keppni við ódýrari matvöru. Holl- usta fisksins bætir stöðu fiskselj- enda nokkuð. Auknar kröfur um hreinlæti og framleiðsluskráningu í fiskvinnslu færa fiskvinnsluna upp á sama gæðasvið og kjötvinnslan hefur verið á í mörg ár. Mikill mis- brestur hefur víða verið á hreinlæti við fiskvinnslu og hefur það einnig dregið úr eftirsókn fólks eftir fiski. Þá eru víða komnar mjög harðar kröfur um innihaldslýsingu fiskaf- urða eins og í kjöti. Allt þetta bæt- ir stöðu fiskvinnslunnar gagnvart kjötinu. Fiskur selst bæði á háu verði og lágu. Óýrt hráefni, svo sem alaska- ufsi og lýsingur, til dæmis frá Kína, þar sem vinnulaun eru óveruleg, er notaður í ýmsa fiskrétti eins og fiskifingur, kökur og mótaða bita af ýmsu tagi. Þessar afurðir seljast á mjög lágu verði og eru gjarnan unnar í afar afkastamiklum verk- smiðjum. Við slíka framleiðslu er okkur íslendingum ómögulegt að keppa með tiltölulega há vinnulaun og dýran fisk upp úr sjó. Fram- leiðsla okkar hlýtur að miðast við markaði, sem borga betur. Þar má nefna markaði fyrir fersk flök í Bandaríkjunum og Evrópu, neyt- endapakkningar fyrir verzlanir og heimsendingarþjónustu, sem ryður sér ört til rúms í Evrópu, sérskorin og samvalin flakastykki fýrir veit- ingahús af dýrara taginu og svo framvegis. Miklir mög’uleikar Auk hinnar hefðbundnu botnfisk- vinnslu kemur einnig margt til greina. Hægt er að bæta fiskimjöls- framleiðsluna verulega með gufu- þurrkun og mögulegt er að fram- leiða mjöl úr úrgangi við rækju- vinnslu fyrir verulegar upphæðir. Vinnsla á loðnu og loðnuhrognum til manneldis mun áfram skila miklu. Sjókæling um borð í fiski- skipum gerir vinnslu kleift að auka verðmæti verulega. Ýmsar nýjar tegundir sjávardýra má nefna eins og ígulker, krækling, kúfskel og svo framvegis. Það er kostnaðarsamt að ná markmiðum af þessu tagi. Því er líklegt að vinnslan færist á færri hendur og stærri, þó hinir smáu muni einnig halda velli í einfaldri sérhæfðri vinnslu, einkum ferskum flökum. Tæki til myndgreiningar, haft markaðssetningu vörunnar á sinni könnu. Ágúst segir að þátttaka hans sé mjög mikils virði en Eyþór hefur umtals- verða reynslu af sölu kavíar- framleiðslu. Bakkavör hf. var stofnað árið 1986 og er fyrirtækið með 22 starfsmenn á sínum snærum. Velta þess var um 90 milljónir króna árið 1993,200 milljónir í fyrra og gerir Ágúst ráð fyrir að hún verði um 400 milljónir á þessu ári. Bakkavör hefur því vaxið fiskur um hrygg á skömm- um tíma en fyrirtækið hefur Iagt höfuðáherslu á vöruþróun síðustu árin og er búist við að 65% af allri sölu þess á árinu 1995 verði fullunnar afurðir. „Vöruþróun undanfarinna ára skilaði sér vel inn í framleiðslu fyrirtækisins í fyrra og mun sú þróun halda áfram á þessu ári,“ segir Ágúst en veltuaukningin stafar jafnframt af velheppn- aðri uppbyggingu gæðakerfis Bakkavarar og mikillar áherslu á markaðsstarf. Þá er Bakkavör fyrsta fyrir- tækið sem var vottað af Vottun hf. samkvæmt alþjóðlega gæða- staðlinum ISO 9002. Ágúst segir að vottun á gæðakerfi fyrir- tækisins hafi mikla þýðingu fyr- ir söhistarf þess erlendis þar sem ISO 9002 sé í mörgum til- fellum orðin forsenda viðskipta á mörgum markaðssvæðum. /JSJAVARUTVEGUR niðurskurðar á flökum og önnur sjálfvirkni er dýr. Því er líklegt að vaktavinna í fiskvinnslunni aukist. Þá verða færri hendur við vinnsl- una hverju sinni, en með vöktunum ætti starfsfólki ekki að fækka mik- ið. Ávinningurinn að því að hætta eða draga verulega úr útflutningi á heilum fiski verður einnig mikill fyrir fiskverkafólk. Möguleikarnir virðast miklir, en • leiðin að markmiðinu gæti verið lengri en flestir kjósa. Aukin vinnsla í landi á sjófrystum afurðum Hvemig sér Guðbrandur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri nýsköpun- arsviðs íslenzkra sjávarafurða, framtíðina fyrir sér? „Mín framtíðarsýn í landvinnsl- unni er að myndgreiningatækni eigi eftir að aukast vemlega á næstu árum. Hluti þeirrar vinnu, sem í dag felst í því að fylgjast með flök- um til að meta hvort frekar þurfi að snyrta þau, færist yfir í mynd- greiningartæki með tölvusjón, eips og nú er að gerast í rækjunni. Eg tel að þessari tækni verði í auknum mæli beitt í flökum og annarri al- mennri vinnslu. í bolfiskvinnslu í landi tel ég að bitaniðurskurður muni stöðugt aukast. Niðurskurð- urinn verði í vaxandi mæli á þrengra þyngdarbili en verið hefur og önnur mörk, svo sem lögun og þykkt, verði fjölbreyttari. Þá kemur til góða tækni eins og niðurskurðar- vélin frá Marel, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á markaðnum á viðráðanlegu verði. Þá sé ég fram á sívaxandi sér- vinnslu, eins smásölupakkningar FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 D 9 eða hveija þá áframhaldandi vinnslu afurða, sem hentug þykir á íslandi. Þá eiga afurðir fýrir veit- ingahúsa- og stofnanamarkaðinn eftir að fara í smærri og sérhæfð- ari pakkningar. Til dæmis er líklegt að rækjan fari i poka sem svara til eins skammts á veitingahúsum eða mötuneytum. Vinnsla á þorski, ýsu og ufsa úti á sjó á eftir að verða sérhæfðari í stærri skipunum, sem ráða við nið- urskurð og verðmeiri pakkningar. Að öðru leyti verður lögð áherzla á það næstu árin að auka nýtingu í landi á afurðum frystiskipanna til að auka vinnsluvirði þeirra umfram það sém mögulegt er úti á sjó. Þá er líklegt að útflutningur á heiium fiski leggist að mestu af, en útflutn- ingur á ferskum flökum aukist," segir Guðbrandur Sigurðsson. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! ALHLBA TOLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIR WIND0WS VIÐSKIPTAKERFI Frá kr. 22.410 KERFISÞRÓUN HF. Ðm FÁKAFENI 11 - SÍMI 568-8055 Heíiir þú lent í árekstri vi5 tryggingarfélági5 þitt? Bónustrygging Skandia tryggir þig fyrir slíkum árekstrum. I Með því að hafa einhveijar þijár af eftirtöldum tryggingaitegundum í gildi hjá Skandia ert þú komin(n) með Bónustryggingu: ÁbyrgOartrygglng ökutækja • Kaskótrygglng ökutœkja Húseigendatrygging • Heimllistrygging Kostir Bónustryggingar eru augljósir: V' Þú fellur ekki um bónusflokk við fyrsta tjón í ábyrgðar- eða kaskótryggingu! V' Bónus vegna ábyrgðar- og kaskótryggðra ökutækja lækkar aðeins um einn bónusflokk við annað tjón! V^ Þú átt rétt á alhliða tjónaþjónustu utan venjulegs afgreiðslutíma, þar sem séð er um útköll á viðeigandi þjónustuaðilum. V' Ef tjón er metið meira en 30% af kaupverði kaskótryggðrar bifreiðar, innan við 9 mánuðir eru liðnir frá nýskráningu og aksturinn er innan við 10.000 km, er bifreiðin borguð áborðið á verði nýrrar af sömu tegund! V' Bílaleigubíll í allt að 5 daga (500 km akstur) verði kaskótryggð bifreið óökufær vegna bótaskylds tjóns. Sérkjör Bónushafa - tvm góöar trygglngar 6 sérkjörum: Ferðasjúkra- og farangurstrygging fyrir alla fjölskylduna allt árið, aðeins kr. 1.599. Óhappatrygging vegna tjóna á lausafé sem tilheyrir fjölskyldunni, aðeins kr. 4.999. Hvaö gerlr trygglngarfólaglö þltt fyrlr þlg? BÓNUS-réttindi Skandla tryggja þér melrl rótt, melrl þægindl og minnl útgjöld! Skandia lifandi samkeppni á tryggingamarkaöi. :? «o 2 A- >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.