Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 D 11 iúlVERSLUIM irtækja í póstverslun. Þar væru stór alþjóðleg fyrirtæki auk lítilla fyrirtækja sem væru með sérlista yfir hinar ýmsu vörur. Þörfín fyrir þetta verslunarform væri skiljanleg þar sem það væri mjög þægilegt að afgreiða hlutina með því að sitja yfir bæklingi í ákveðinn tíma. „Eftir því sem tækninni fleygir fram hefur verslun í gegnum sjón- vörp og tölvur orðið algengari. Fyrra formið er orðið mjög algengt í Bandaríkjunum þar sem áhersla er lögð á að gera verslun að skemmtun. Ókosturinn við sjón- varpsmarkaði er að þar er aðeins boðið upp á ákveðna hluti hveiju sinni. Kaupandi gengur ekki að því sem hann vantar líkt og þegar hann fer í verslun. Þessi ókostur er ekki til staðar í tölvunum. Þar er hægt að stökkva frá einni „deild“ til annarrar innan „verslunar", auk þess sem verslun í gegnum tölvur er ekki bundin ákveðnum tíma eins og sjónvarps- markaðir. Ókosturinn við tölvu- verslun er hins vegar sá að tæknin er hreinlega ekki komin nógu langt. Það eru t.d. ekki enn komnar nógu góðar myndir, en tækninni fleygir mjög hratt fram og þess er ekki langt að bíða að það verði hægt að sjá vöruna á skjánum,“ sagði Stefán. Viðbót við flóruna Eins og drepið hefur verið á hér að framan þykir það galli á tölvu- verslun að þar vanti hin persónu- legu samskipti sem einkennt hafa verslun frá upphafi, allt frá gamla markaðsforminu. Á móti má segja að þessi persónulegu samskipti hafi látið undan síga í stórverslunum samtímans og álitamál hvort þau séu nokkuð annað en orðin tóm. Það er næsta víst að tölvuversl- un mun ekki ná að uppfylla allar þarfir fólks. Þrátt fyrir að tækn- inni fleygi ört fram eru alltaf ein- hveijir sem vilja skoða vöruna í návígi áður en kaup eru ákveðin. Þetta er reyndar nokkuð bundið við vörutegundina, en líklegast er óhætt að telja, í byijun a.m.k., að tölvurnar verði viðbót við þá flóru sem fyrir er í verslun, frekar en að þær velti hinum hefðbundnari verslunarformum úr sessi. inn til okkar eftir tuttugu mín- útur.“ Starfsmenn Margmiðlunar sýndu blaðamanni hvernig farið er í verslunarferð á Internetinu. M.a. var „litið við“ í deild í verslanamiðstöð í Bandaríkjun- um þar sem seldir eru stutterma- bolir. Bolirnir litu vel út af myndunum sem komu á skjáinn að dæma. Að sögn Stefáns eru hins vegar enn nokkrir mánuðir í að tæknin bjóði upp á að kaup- andi setji mynd af sjálfum sér á skjáinn og máti þannig mismun- andi fatnað. Mismunandi leiðir Aðspurður að hvaða leyti verslun með hugbúnaðinum Val- ið og verslað skæri sig frá ann- arri verslun á Internetinu sagði Stefán að með Valið og verslað hefðu þeir reynt að nýta sér það bestaúr netinu. „Kostir okkar kerfis eru að það er einfaldara í notkun. Not- andinn er ekki beinlínutengdur allan tímann, heldur fer mesta vinnan fram á hans eigin tölvu. Það þarf bara að nota mótaldið til þess að senda pöntunina. Þannig er hægt að nota sömu gögnin aftur og aftur, t.d. skoða hvað var í „innkaupakörfunni“ síðast. Þessi möguleiki er ekki fyrir hendi þegar verslað er beint á Internetinu, enda hentar netið betur þegar um er að ræða ein- staka viðskipti. Þar pantar kaup- andinn oftast eina vöru í einu i stað þess að safna vöru í „inn- kaupakörfu." Hér er um að ræða tvær mismunandi leiðir sem báð- ar eru góðar,“ sagði Stefán að lokum. VELTA I VERSLUNARGREINUM* I 10 AR Heildverslun 1985-93 Smásöluverslun 1985-93 120 milljarðar kr. 100 Án dreifingar og smásölu á áfengi og tóbaki og 80 — bensíni og olíum '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 • Veltan er miðuð við söluskattsskýrslur 1885-89 en virðisaukaskattsskýrslur blönduðum atvinnurekstri telja yfirleitt fram i einni atvinnugrein þannig að frá 1990. Athuga þarf i sambandi við virðisaukaskattsveltuna að fyrirtæki i heildarvelta i hverri atvinnugrein þarf ekki að segja til um stærð greinarinnar. Ferðamanna- verslun EINN af vaxtabroddunum í verslun hér á landi er verslun við ferðamenn, en hún hefur farið vaxandi undanfar- in ár. í Verslunartíðindum frá októ- ber 1994 kemur fram að áætlaðar tekjur af ferðamannaverslun hafi ver- ið um 2 milljarðar króna á síðsta ári á meðan heildartekjur af erlendum ferðamönnum hafi verið hóflega tald- ar um 16 milljarðar. Hlutur verslunar- innar er því um 12,5%. Hagstofa Evr- ópusambandsins hefur áætlað að hlut- ur ferðamannaverslunar í heildar- tekjuöflun ferðaþjónustu sé um 24%. Þarna er óplægður akur og ljóst að verslunarmenn eru i hópi þeirra sem eiga hvað mestra hagsmuna að gæta í tengslum við ferðaþjónustu. ACO • ACO • ACO • ACO • ACO • ACO ACO • ACO • ACO ■ ACO • ACO • ACO • ACO LEO COMPACL Tolvur Diskar SPseagate Hugbúnaður OKI Prentarar Isiaj&dsKJa Primera QMS “ F^xtæki “ Skjair NOV E L L Netbunaður Skannar MICROTGK Aco býður einstakt úrval vörumerkja á tölvu- og tæknisviði: • HraSvirkar og traustar tölvur frá Compaq og Leo Harða diska frá Seagate á einstöku veröi Oflugan hugbúnað fyrir Windows og DOS » Prentara sem þekktir eru fyrir endingu og gæði Ricoh faxtæki fyrir heimili jafnt sem stórfyrirtæki og stofnanir * AOC hágæSa litaskjái í þremur stærSum NetbúnaS í hæsta gæðaflokki fyrir allar tengingar • Microtec gæðaskanna fyrir stór og smá verkefni Allt heimsþekkt vörumerki fyrir gæSi og endingu. SlMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 Elsta tölvufyrirtæki á Islandí v/t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.