Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 14
14 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ 10\FERÐAÞJÓNUSTA ar | Mörg teikn eru á lofti um öran vöxt í íslenskri ferðaþjónustu á næstu árum Þurfum að halda sjó í markaðssetningu FERÐAÞJÓNUSTA er ótvírætt ein bjartasta vonin í íslensku atvinnulífi um þessar mundir því horfur eru á að straumur erlendra ferðamanna hingað til lands eigi eftir að þyngjast verulega. Því er spáð að fjöldi þeirra eigi eftir að fara yfir 200 þúsund á þessu ári úr 180 þúsund í fyrra. Til samanburðar má nefna að rétt tæplega 100 þúsund erlendir gestir komu hingað árið 1985. Haldi áfram sem horfir verða ferðamenn sem hingað koma á hveiju ári orðnir jafnmargir lands- mönnum fyrir aldamót. Raunar hefur Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, lýst því yfir að gera megi ráð fyrir að íslensk ferðaþjónusta þurfi að búa sig undir að taka á móti rúmlega einni milljón erlendra ferðamanna fram að aldamótum. Það sé von þeirra sem starfi við atvinnugreinina að hún muni þá skila um 20% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þetta samsvarar því að greinin hefði skilað 28 milljörðum króna í tekjur árið 1993 í stað 15 milljarða. Spár í ferðaþjónustu í heiminum gefa vísbendingar um að umsvifin muni tvöfaldast á næstu fimmtán árum. „ísland hefur allar forsendur til þess að fá sinn skerf af þeirri aukningu miðað við þær spár sem fyrir liggja um hvert þetta ferðafólk muni fara,“ segir Magnús. „Rekstrarumhverfið þarf hins vegar að vera þannig að fyrirtækin skili hagnaði og geti endumýjað fjárfest- ingamar. Ef fyrirtækin græða ekki verðum við ekki samkeppnisfærir og gætum setið uppi með 20 ára gamlar íjárfestingar eins og flugvélar, rútur og hótelherbergi." Útlit fyrir verulega iippbyggingu í afþreyingu Með auknum fjölda ferðamanna ásamt meiri dreifingu þeirra yfir árið er þörf á að fjölga möguleikum á afþreyingu. Nokkur fyrirtæki hafa náð mjög athyglisverðum árangri í því að þróa nýja þjónustu fyrir ferða- íslendingar þurfa að vera viðbúnir því að hingað komi um ein milljón ferðamanna fram að aldamótum, eins og Kristinn Briem komst að raun um menn. Þetta á t.d. við um íshesta sem skipuleggja hestaferðir fyrir ferðamenn. Þá hafa fyrirtækin Addís og Jöklaferðir skipulagt ferðir upp á jökla í vélsleðum og jeppum. Þessi fyrirtæki gætu t.d. orðið fyrirmynd annarra í uppbyggingu afþreyingar. „Menn hafa áttað sig á því að það þýðir ekkert að byggja eingöngu hótel heldur þarf að koma til sam- vinna allra þátta, þ.e.a.s. hótela, flutningsaðilans og afþreyingaraðil- ans. Það verður veruleg uppbygging í afþreyingu þar sem samgöngu- og gistiþátturinn er nú þegar fyrir hendi,“ segir Magnús. Bjart útlit í ráðstefnuhaldi Alþjóðlegar ráðstefnur, fundir fyr- irtækja og svonefndar hvataferðir eru dijúg tekjulind fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu enda staldra þátttak- endur jafnan stutt við en eyða hlut- fallslega meiri fjármunum en aðrir í gistingu og aðra þjónustu. Síðasta ár var metár á þessu sviði og bókan- ir fyrir árin 1995-1997 lofa mjög góðu. Virðast mörg teikn á lofti um að ísland eigi góða möguleika á þessu sviði í framtíðinni, ekki síst þar sem þróunin í heiminum hefur verið í þá átt að þátttakendum fer að meðaltali fækkandi á hverri ráð- stefnu. „Samkvæmt nýjustu könnun Union of Intemational Assoiations eru þátttakendur fæiri en 500 á um 80% af öllum alþjóðaráðstefnum í ERLENDIR FERÐAMENN í 10 ÁR 179.241 200þúsund 150 100 Gert er ráð fyrir allt að 2Ó0 þús. erlendum ferða- mönnum á 0 næsta árí heiminum," segir Ársæll Harðarson, framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrif- stofu íslands. „Við ráðum því við megnið af alþjóðlegum ráðstefnum. Þá hefur ráðstefnutíminn styst um hálfan dag að rheðaltali sl. tíu ár og sú þróun á eftir að halda áfram. Þetta getur aukið veltuhraðann og þarf ekkert að vera verra þó kröfur muni aukast um að við séum snör í snúningum og ör tíðni sé í flugi. Vegna færri þátttakenda og styttri fundartíma hefur það síðan gerst að alþjóðasamtök halda í auknum mæli minni fundi til viðbótar við ráðstefn- ur sem í meira en 90% tilvika eru með færri en 100 þátttakendur. Það er mikill vöxtur í smáfundunum og þar eigum við mikil tækifæri, eins og í hvatningarferðunum og fyrir- tækjafundum." Vantar sérhæfða ráðstefnumiðstöð íslendingar standa hins vegar frammi fyrir þeirri staðreynd að hér er ekki að fínna sérhæfða ráðstefnu- miðstöð. „Ég tel að ef við verðum ekki búin að taka ákvörðum um þetta á næstu tveimur árum gætum við orðið eftirbátar annarra. Boltinn er hjá stjórnvöldum í þessu máli og við þurfum að fá fram hvort þau hafi vilja til að taka þátt í þessu.“ Ársæll leggur einnig þunga áherslu á að Islendingar þurfi að halda sjó í markaðssetningunni. Sömuleiðis þurfi að auka samvinnu og hefja hana fyrr um stærri verk- efni á borð við Heimsmeistaramótið í handknattleik en á það hafi skort í upphafi. Loks þurfi að auka mögu- leika á þjálfun og fræðslu í ferðaþjón- ustu til að tryggja gæði í þjón- ustunni, ekki síst við ráðstefnugesti. „Ef við gerum þetta er ég sannfærð- ur um að við eigum eftir að sjá tals- verðan vöxt í þessari grein.“ En það er á engan hallað þó full- yrt sé að Flugleiðir eigi stærstan þátt í þeirri jákvæðu þróun sem við blasir í íslenskri ferðaþjónustu. Með öflugu markaðsstarfi, gæðaþjónustu og auknu framboði hefur félaginu tekist að stórbæta sína stöðu og er því betur í stakk búið til að mæta fjölgun ferðamanna á næstu árum. Næsta sumar verða t.d 20 ferðir á viku til Kaupmannahafnar og Ham- borgar í stað 18 ferða í fyrra jafn- framt því að framboð verður aukið til Óslóar, Stokkhólms og Amster- dam á árinu. Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða, er í litlum vafa um að fjöldi ferðamanna fari yfir 200 þúsund á þessu ári og allt bendi til þess að ferðamannastraumurinn haldi áfram að aukast hröðum skrefum á næstu árum. „Mér finnst ekkert benda til annars en að aukningin eigi eftir að vera umfram meðaltalsaukningu í Evrópu. Auðvitað gæti skortur á hótel- eða flutningsrými hindrað þessa þróun. Flugleiðir og sjálfsagt fleiri aðilar munum sjá til þess að flutningurinn verði ekki hindrun. Hótelrými getur að hluta til verið hindrun sérstaklega vegna ráð- stefnuhalds á vorin og haustin." Ná þarf betri tökum á sölukerfinu erlendis Innan ferðaþjónustunnar er því haldið fram að íslendingar þurfi að ná betri tökum á sölukerfinu erlend- is sem er að stórum hluta í höndum erlendra aðila. Raunar hafa Flugleið- ir mjög hvatt til þess að Islendingar setji upp ferðaskrifstofur erlendis. í þessu sambandi er bent á að hags- munir erlendu fyrirtækjanna felist oft í því að fleyta ijómann á háanna- tímanum. Sömuleiðis sé hætta á stöðnun á mörkuðunum ef sala til íslands sé í höndunum á mjög fáum aðilum án þess að eðlileg endumýjun eigi sér stað. í Bretlandi sjást t.d. ákveðin merki um stöðnun í sölu ís- landsferða um þessar mundir. Stöðn- unarmerki sáust í Þýskalandi fyrir fáum árum en eftir að íslendingar fóm að starfa sjálflr á markaðnum t.d. með stofnun Island Tours tók hann við sér og stækkaði verulega. Þá hafa tvær íslenskar ferðaskrif- stofur í Svíþjóð stækkað sænska markaðinn. En í markaðsstarfinu horfa menn einnig til þess að ríkið leggi eitthvað af mörkum enda em erlendir ferða- menn dtjúg tekjulind fyrir ríkissjóð j gegnum ýmiskonar skatta og gjöld. í fyrra lagði samgönguráðuneytið til 40 milljónir í sérstakt 100 milljóna landkynningarátak á móti 50 millj- óna framlagi Flugleiða og 10 milljóna framlagi Framleiðnisjóðs. Árangur- inn virðist ótvíræður því fjölgun ferðamanna í fyrra mátti nær ein- göngu rekja til svæða sem átakið náði til. Núna er ætlunin að leggja til 40 milljónir samtals í svipað átak. Er augljóst að spár um fjölgun ferða- manna munu aðeins ná fram að ganga ef umtalsverðum íjármunum verði varið til slíks markaðsstarfs á næstu árum. FYRIRTÆKIÐ Island Tours í Þýskalandi er líklega eitt skýrasta dæmið um hvemig hugmyndarík- ir athafnamenn í ferðaþjónustu geta náð mjög góðum árangri með því að fara ótroðnar slóðir. Fram til ársins 1986 höfðu íslendingar að mestu leyti látið erlendum fyrirtækjum það eftir að annast sölu íslandsferða. Þeir Ómar Benediktsson, Skúli Þorvaldsson og Böðvar Valgeirs- son voru hins vegar þeirrar skoð- unar að Islendingar ættu góða möguleika í rekstri ferðaheild- sölufyrirtækis í Þýskalandi sem sérhæfði sig í íslandsferðum. Þeir réðust því í að stofna Island Tours í Hamborg. Þetta gekk ekki átaka- laust því mörg fyrirtæki í ís- ienskri ferðaþjónustu brugðust ókvæða við og töldu að Island Tours myndi skaða markaðinn fyrir íslandsferðir í Þýskalandi. Raunar bundust flest fyrirtæki í móttöku erlendra ferðamanna samtökum um tíma um að skipta ekki við Island Tours. En gagnrýnisraddirnar hljóðn- uðu áður en langt um Ieið enda kom snemma i Ijós að hrakspárnar myndu ekki rætast. Þannig hefur Island Tours vaxið og dafnað und- anfarin ár og náð því marki að verða stærsta einstaka ferðaheild- sölufyrirtækið í Evrópu í sölu skipulagðra ferða til Islands. Fyr- irtækið hefur rutt brautina á ýms- um sviðum, boðið upp á dýrar hótelferðir um íslands, áramóta- ferðir og vetrarferðir. Velta hefur margfaldast undanfarin ár og var Stöðugt reynt að finna nýjar glufur um 800 milljónir króna í fyrra. Þá hefur verið hagnaður af rekstrinum. Fyrirtækið færði út kvíarnar árið 1989 og stofnaði þá skrifstofu í Frankfurt og Ziirich. Ári síðar voru opnaðar skrifstofur í Ziirich og Amsterdam. Frá þeim tíma hafa bæst við umboðsmenn í Aust- urriki og Lúxemborg og í ár teyg- ir starfsemin anga sína yfír í flæmska hluta Belgíu. Eru starfs- menn nú orðnir 13 talsins. Island Tours á einnig hlut í nokkrum minni fyrirtækjum í Þýskalandi, Nordland Tours í Hannover, Nordwind Reisen í Memmingen og Lundi Tours í Hamborg. Þeir Ómar, Skúli og Böðvar eiga nú 75% hlutafjárins en Flug- leiðir keyptu 25% hlut árið 1991. „Þegar við stofnuðum Island Tours komu hingað til landsins um 12-13 þúsund þjóðverjar. Á síðasta ári komu aftur á móti 34 þúsund Þjóðverjar hingað. Til- koma okkar olli því að aðrir aðilar í sölu íslandsferða vöknuðu til lífs- ins, markaðurinn hefur því stækk- að og flestir geta vel við unað,“ segir Ómar Benediktsson, stjórn- arformaður. Hjá Island Tours er stöðugt verið að reyna finna nýjar glufur í mark- aðnum og mjög fjöl- breytt úrval ferða er kynnt í bæklingi fyrir- tækisins. Þar er boðið upp á ferðir við allra hæfi, bæði hótelhring- ferðir, gönguferðir, tjaldferðir, bilaleigu- bíla, hestaferðir o.s.frv. Fyrirtækið varð fyrst til að gefa út vetrarbækling yfir ferðir til íslands og hefur lagt þunga áherslu á að lengja ferðamannatímann. Stærstu hóparnir sem hingað hafa komið frá Evrópu undanfarin tvö ár til að dvelja yfir áramótin og fylgjast með flugeldasýningu landsmanna voru á vegum fyrirtækisins. Stöðugt er verið að velta fyrir sér nýjum möguleikum. „Eg tel að það sé sérstaklega góður möguleiki á að lengja ferðamannastrauminn i mars og apríl. Þá er oft mjög fal- legt veður hér á landi, snjór yfir öllu landinu og dagurinn orðinn sæmilega langur,“ segir Ómar. Nýjasta verkefni Island Tours er að leigja sumarhús af Islendingum og bjóða þau til útleigu til erlendra ferða- manna. Þetta segir Ómar að geri sumar- bústaðaeigendum kleift að breyta eign sinni í arðbæra fjár- festingu. En hvernig skyldu horfurnar vera næsta sumar? Er útlit fyrir áframhaldandi aukn- ingu? „Já, ég hef trú á því að það verði aukning enda setjum við okkur alltaf markmið um aukningu á hveiju ári. Á fyrstu árunum jukum við stöðugt okkar markaðshlutdeild en núna höldum við henni eða aukum hana örlítið. Samkeppnin er hins vegar hörð í Evrópu og sölukerfin hafa verið að breytast. Ferðaskrifstofur eru alltaf að færast á færri og færri hendur í keðjum. Við leggjum áherslu að vera númer eitt í sölu Islandsferða því ferðaskrifstofum- ar veþ'a alltaf eitt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ákveðnum svæðum.“ Hátt verðlag hér á landi er oft- Ómar Benediktsson ast nefnt sem einn meginókostur íslands sem ferðamannalands en margir Þjóðverjar og Svisslend- ingar líta öðruvísi á málið. „Þeir eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir ferðirnar ef þeir sjá fram að fá mikið fyrir sína peninga," segir Ómar. „Hins vegar þola þeir það alls ekki ef reynt er að okra á þeim. Aðrar þjóðir horfa meira í peningana en ekki endilega á það hvað þeir fá út úr ferðunum." Allt frá fyrstu tíð hefur verið lögð þung áhersla á að vanda injög upplýsingagjöf til viðskipta- vina Island Tours og ekki er reynt að brejða yfir ókosti þess að ferð- ast til íslands. „Við bendum fólki t.d. á að taka með sér lopapeysur og regngalla afþví að ekki sé allt- af gott veður á Islandi. Heiðarleg sölumennska er í fyrirrúmi hjá okkur og við reynum að sinna við- skiptavinunum vel. Það held ég að sé ein meginástæðan fyrir vel- gengni fyrirtækisins." Ómar segir ákafiega erfítt að spá fyrir umjiróunina í fjölda ferða- manna. Ymsir þættir eins og t.d. gengisþróun og ófriðarástand á ein- stökum svæðum geti skipt miklu. „Miðað við þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað og þá starfsemi sem er í gangi þá er ég ekki í nokkr- um vafa um að það á eftir að verða áframhaldandi aukning á íjölda ferðamanna. Ég minnist þess að þegar ég fór fyrst til Þýskalands spáði ég því að fjöldi ferðamanna um aldamótin yrði orðinn jafnmik- ill og íbúafjöldi íslands. Ætli ég haldi mig ekki við þá spá.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.