Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 18
18 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 l^lFJÁRMÁLAÞJÓIMUSTA MORGUNBLAÐIÐ Verulegír umbrotatímar virðast framundan á fjármagnsmarkaði á næstu árum Einkavæðing og aukin samkeppni Á næstu árum er líklegt að ríkið muni að einhverju leyti losa um eignarhald sitt á fjár- málafyrirtækjum um leið og samkeppni á eftir að harðna verulega. Kristinn Briem kannaði þau viðhorf sem ríkja um framtíðina á fjármagnsmarkaðnum ISLENSKI fjármagnsmarkaður- inn hefur gengið í gegnum mikið umrót á síðasta áratug en telst þó langt í frá vera fullþrosk- aður. Með nýjum leikreglum á þess- um markaði og miklu meira frjáls- ræði má búast við að fjölbreytni haldi áfram aukast samhliða vax- andi samkeppni, ekki síst frá er- lendum íjármálafyrirtækjum. Allar aðstæður hafa gjörbreyst eftir af- nám á hömlum í gjaldeyrisviðskipt- um og fjármagnsmarkaðurinn veitir nú miklu meira aðhald en áður í allri hagstjóm. Fyrirsjáanlegt er að næstu skref á fjármagnsmarkaðnum feli í sér að þar dragi úr afskiptum hins opin- bera. Þegar grannt er skoðað kem- ur í ljós að fjármagnsmarkaðurinn er meira og minna undir stjóm opinberra aðila. Eignarhald ríkisins nær gegnum ríkisbankana til veru- legs hluta greiðslukortafyrirtækj- anna, verðbréfafyrirtækjanna og eignarleigufyrirtækjanna. Raunar er íslandsbanki einnig að hluta í eigu ríkisins gegnum Fiskveiðasjóð. Lengi hefur verið um það rætt að breyta beri ríkisviðskiptabönkunum tveimur í hlutafélög og hefja sölu á hlutabréfunum. Það sjónarmið heyrist nú víða að ekki sé lengur spurning um hvort bankarnir verði einkavæddir heldur hvenær. Sömuleiðis hefur uppstokkun í fjárfestingarlánasjóðakerfinu verið Útlán sem hlutfall af vergri ■200% 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 á dagskrá en sjóðirnir eru að heita má á sama hátt algjörlega í eigu ríkisins. í því sambandi beinist at- hyglin að Iðnlánasjóði og Iðnþróun- arsjóði sem lengi vel stóð til að sameina í einn fjárfestingarbanka. Síðarnefndi sjóðurinn kemst alfarið í eigu íslendinga þann 9. mars nk. og fljótlega þarf því að taka ákvörð- un um hvar honum verði komið fyrír. Rætt hefur verið um að veija eigin fé hans til að stofna nýsköp- unarsjóð en áhugi er einnig fyrir því að veija hluta af eignum hans til að styrkja eiginfjárstöðu Lands- bankans. ( Aukin samkeppni við erlenda banka í bankakerfmu er aukin sam- keppni fyrirsjáanleg, einkum þegar stærri aðilar eiga í hlut. „Ég býst við því að samkeppnin um viðskipti við stærri viðskiptavini eigi eftir að harðna enn,“ segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá íslands- banka. „Hún er þegar orðin mjög mikil og hreinn uppboðsmarkaður hefur myndast um kaup og sölu gjaldeyris. Stórir kaupendur hafa verið að kaupa og selja gjaldeyri með helmingi minni gengismun en áður var þegar Seðlabankinn ákvað álagninguna. Ég held að erlendir aðilar muni blanda sér í þá sam- keppni í einhveijum mæli. Það er a.m.k. ljóst að erlendir aðilar hafa eru komnir inn í skammtímalána- hreyfingar meira en áður var. Er- lendi markaðurinn er að verða allt Nýr heimur opnast í gjaldeyrismálum FJÁRSTÝRING íslandsbanka hefur verið þróuð í öfluga við- skiptastofu með breytingum á skipulagi, húsnæði, fjárfestingum í tölvubúnaði og menntun starfsfólks. Á myndinni er Eggert Ágúst Sverrisson, forstöðumaður fjárstýringar. ÍSLANDSBANKI hefur náð nokkurri forystu í bankakerfinu á sviði framvirka samninga sem fyrst voru heimilaðir gagnvart íslenskri krónu í ársbyijun 1993. Það er fjárstýring bankans sem annast þessa samningagerð og gætir þess um leið að halda áhættu bankans í lágmarki. Fjár- stýring sér raunar um fjármögn- un bankans að undanskildum inn- lánum, þ.e.a.s. innlendar og er- lendar lántökur, ávöxtun lausafj- ár og lausafjárstýringu og síðan gjaldeyrisviðskipti. Þessi deild bankans var stofn- uð í byijun árs 1992 og tók við verkefnum sem áður voru unnin í tveimur aðskildum deildum. Fjárstýring var sett undir sljórn Eggerts Ágústs Sverrissonar, sem íslandsbankamenn fundu á skrifstofu Sambandsins í Lond- on. Hann hafði öðlast góða yfir- sýn yfir erlenda fjármálamark- aði úr sínum störfum fyrir Sam- bandið bæði sem forstöðumaður skrifstofunnar í London og fram- kvæmdastjóri fjárhagsdeildar Sambandsins. Hefur fjárstýring Isiandsbanka í hans tíð verið þróuð í öfluga viðskiptastofu. „Þessi árangur byggist annars- vegar á miklu innra starfi við hugmyndafræði, tæknivæðingu, skipulag, menntun og góðri þekkingu starfsfólks og hins veg- ar á kynningu hjá viðskiptavin- um,“ segir Eggert Ágúst. Megintilgangurinn að veijast vaxta- og gengisáhættu - En hvað skyldi hugtakið „framvirkur samningur" fela í sér? „Framvirkur samningur felur í sér að samið er t.d. um kaup eða sölu gjaldeyris á tilteknum' samningsdegi, en afhending fer hins vegar ekki fram fyrr en á umsömdum afhendingardegi í framtíðinni. Á samningsdegi er Heildarvelta í fram- virkum gjaldmiðla- samningum hjá Is- landsbanka á árinu 1994 var um 35 milljarðar. samið um upphæð, gildisdag og gengi en engar greiðslur fara fram fyrr en við afhendingu gjaldeyrisins í lok samningstíma- bilsins. Auk þessara framvirku gjaldmiðlasamninga er bóðið upp á margvíslega aðra saminga til vaxta- og gengistýringar. Þessir samningar henta við mismunandi aðstæður og eru misjafnlega flóknir. Þeir eiga það þó allir sammerkt að megin tilgangur þeirra er að veija fyr- irtæki fyrir vaxta- og gengisá- hættu með því að skapa mótvægi við þá áhættu sem fyrir er í rekstri fyrirtækjanna. Hvað varðar samninga gagnvart ís- lensku krónunni þá er í einungis mögulegt að gera framvirka gjaldmiðlasamninga og gjaldm- iðlaskiptasamninga hjá Islands- banka.“ Veltan um 35 milljarðar í fyrra - Hvaða samninga hefur ís- landsbanki einkum gert til þessa? „Þeir samningar sem við fyrst og fremst höfum gert eru fram- virkir gjaldmiðlasamningar eða svo kallaðir „currency forward". Við fórum hægt af stað í byijun en eftirspurnin jókst þegar líða tók á árið 1993. Vöxtur þessara viðskipta varð síðan mikill á ár- inu 1994. Heildarvelta í fram- virkum gjaldmiðlasamningum hjá íslandsbanka á árinu 1994 var um 35 milljarðar og þar af voru 13 milljarðar á móti ís- lenskri krónu og 22 milljarðar í samningum þar sem erlendar myntir voru báðar hliðar samn- ings. Auk þess höfum við gert r.okkra vaxta- og gjaldmiðla- skiptasamninga. Það er athyglisvert að við höf- um gert miklu fleiri samninga á móti tveimur erlendum myntum heldur en á móti íslensku krón- unni. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að stærstu við- skiptavinir bankans í framvirk- um viðskiptum eru fyrirtæki í sjávarútvegi. Þar er gengis- áhætta gagnvart íslensku krón- unni jafnvel léttvægari miðað við þær gengisbreytingar sem geta orðið innbyrðis milli erlendra mynta. Þessi fyrirtæki eru með stærsta hluta tekna sinna í er- lendri mynt og einnig stóran hluta lána og ýmissa aðfanga eins og t.d. olíu. Þau verða að vera vel á verði gagnvart þróun erlendra gjaldmiðla þar sem verulegt ójafnvægi í gjaldmiðlum milli tekna og skuldbindinga get- ur valdið verulegum áföllum. Af og til hafa sést fréttir frá aðalfundum fyrirtækja þar sem ástæður taps eru tilgreindar fyrst og fremst sem óviðráðan- legar sveiflur í gengi erlendra gjaldmiðla. Þessu tapi hefðu fyr- irtæki getað varist með fram- virkum viðskiptum. Þessir samn- ingar henta öllum fyrirtækjum sem eru í utanríkisviðskiptum og búa við gengisáhættu. Fyrirtæki í útflutningi sem stendur t.d. frammi fyrir lækkun sænsku krónunnar eða ítölsku lírunnar þarf að veija stöðu sína með því að selja gjaldeyri framvirkt. Á sama hátt þarf fyrirtæki í inn- flutningi frá Japan að kaupa gjaldeyri framvirkt ef það á von á hækkun jensins." Verðlagningin byggist á vöxtum - Hvernig er verðlagningu þessarar þjónustu háttað? „Verðlagning allra þessarra samninga byggist á vöxtum. Hún hefur ekkert með væntingar um gengisþróun að gera. Hvað varð- ar framvirka gjaldmiðlasamn- inga þá byggist verðlagning þeirra eingöngu á gengi viðkom- andi gjaldmiðla og vaxtamismun við fjármögnun og ávöxtun þeirra á samningsdegi. Þar sem framvirk viðskipti í íslenskum krónum eru enn sem komið er nokkuð takmörkuð þá hefur ekk- ert framvirkt markaðsgengi myndast. Það hefur í för með sér að það þarf að reikna út fram- virkt gengi fyrir hvern einstakan samning. Hins vegar eru við- skipti í framvirkum samningum á alþjóðagjaldeyrismörkuðum það mikiJ að myndast hefur framvirkt markaðsgengi í al- gengustu gjaldmiðlum á sama hátt og stundargengi eða svo kallað „spot“ gengi. Það er í sjálfu sér ekkert sem mælir gegn því að fyrirtæki geri slíka samninga sjálf með því að kaupa gjaldeyrir fyrirfram vegna einhverra skuldbindinga sem þau þurfa að inna af hendi. Hins vegar eru nokkrar ástæður fyrir þvi að markaður með þessa samninga hefur myndast. I fyrsta lagi þá eru samningar við banka yfirleitt ódýrari þar sem bankar geta fjármagnað slíka samninga á lægri vöxtum en fyr- irtækin og hafa auk þess betri möguleika til ávöxtunar. í öðru lagi þá hafa samningar við banka engin íþyngjandi áhrif á greiðslustöðu fyrirtækjanna, þar sem engar greiðslur fara fram fyrr en við lok samnings. í þriðja lagi þá er hægt að „loka“ samn- ingi við banka á einfaldan hátt með því að gera mótsamning. Það gæti hins vegar reynst snúið að ná peningum úr ávöxtun og borga niður lán fyrir gjalddaga." Meta þarf gengisáhættu í upphafi - Hvernig er yfirleitt staðið að gerð framvirkra samninga hjá fyrirtækjum í viðskiptum við bankann? „Við mælum yfirleitt með því að fyrirtækibyrji á því að meta gengisáhættuna, kanni vandlega hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að draga úr áhættunni t.d. með skilmálabreytingu lána, annarri samsetningu skamm- tímaskulda og að því búnu er hægt að meta hvaða framvirkir samningar henta fyrirækinu best. Við mat á gengisáhættu er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.