Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 20
Horfur eru á betri hag- vexti árin 1995 til 2005 en síðustu tíu árin Fjármál á fimmtudegi * A tíu ára afmæli Viðskipta o g atvinnulífs er forvitni- legt að bera breytingar og árangur í efnahagsmálum síðasta áratuginn saman við það sem von er á næstu tíu árin, segir Sigurður b. Stefánsson. Framfarir íslend- inga eru nú komnar undir nýrri tækni og þekkingu sem mun enn breytast ört á næstu árum. ARIÐ 2005 er líklegt að íslendingar geti litið aftur og fagnað a.m.k. 18% tekjuaukningu á mann síð- ‘ ustu tíu árin eða um 1,7% aukn- ingu á mann á ári. Ef þjóðinni fjölgar árlega um 0,8 til 0,9% að jafnaði svarar þessi aukn- ing til um 2,6% hagvaxtar. Þetta er ríflega tvöfalt meiri framleiðsluaukning á mann en náðst hefur árin 1985 til 1995 en þá hafa þjóðartekjur aukist um innan við 8% á mann eða innan við 0,8% á ári að jafnaði. Ef þessi árangur næst árin 1995 til 2005 verður hann í sama dúr og reiknað er með meðal annarra ríkja innan OECD að jafnaði en þar hefur hagvöxtur verið 2,5 til 2,7% að jafn- aði síðustu áratugi. Hagvöxtur næstu tíu árin á allt öðrum forsendum en fram til þessa Hagvöxtur næstu tíu ára mun eiga sér aðrar skýringar en hagvaxtarskeið síðustu fimm áratuganna. Þá var unnt að auka afla- verðmæti úr sjó hvern áratuginn á fætur öðrum auk þess sem vinnsla og sala raforku til stóriðju hófst. Árið 2005 er líklegt að hafinn verði útflutningur á raforku um sæ- streng til ríkja Evrópusambandsins í upp- hafi nýs skeiðs í orkubúskap íslendinga. Sjávarafurðir verða enn öruggasta undir- staða útflutningstekna þjóðarinnar en ör tækniþróun og ný upplýsingakerfi, bæði við veiðar, fullvinnslu og sölu aflans, svo og við stjórpun veiða og nýtingu fískistofna, gerir að verkum að unnt verður að auka afrakst- ur auðlindarinnar í krónum talið án þess að veiða fleiri fiska. Árið 2005 verður ferðaþjón- usta ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðar- innar og er ný tækni síðustu ára og næstu ára enn undirstaða þeirra breytinga. Forsendurnar fyrir tekjuaukningu íslend- inga næstu tíu árin eru tvær. Hin fyrri er framandi og ókunnugleg í fyrstu en verður skjótt hluti af daglegu lífí manna. Þetta er ný tækni og þekking, ekki síst upplýsinga- og fjarskiptatækni, sem orðið hefur til á allra síðustu árum eða verður til á næstu árum en er engu að síður grundvöllur fyrir bættum lífskjörum okkar í framtíðinni. Síð- ari forsendan fyrir aukinni hagsæld þjóðar- innar á næstu árum er mikil aukning á frjáls- ræði í viðskiptum á íslandi og við útlönd sem komið hefur verið á með hægfara umbótum innanlands en stórstígum samningum við útlönd á síðustu árum, ekki síst fríverslunar- samningnum sem kenndur er við GATT og samningnum um aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu. Þótt margt sé óljóst í framtíð- inni getum við bókað að breytingar verða örari næstu tíu árin en þær hafa verið ára- tuginn 1985 til 1995. Frjáls viðskipti á fjár- málamarkaði hafa áhrif á öllum sviðum þjóðarbúsins Árið 1985 mátti heita að öllu fjármála- kerfi landsmanna væri stjórnað af hinu opin- bera. Ákvörðun vaxta var í höndum seðla- bankans (viðskiptabankar fengu fyrst tak- markað frelsi til að ákveða innlánsvexti í ágúst 1984), lánsfé var að verulegu leyti skammtað, gjaldeyrisviðskipti lutu ströngum reglum og skiiyrðum og gengi krónunnar var háð stjómvaldsákvörðun. Hlutabréfa- markaður var ekki til og viðskipti með mark- aðsskuldabréf ekki heldur. Verðmæti skulda- bréfa (spariskírteina, húsbréfa, bankabréfa o.s.frv.) og hlutabréfa á markaði nemur nú um 270 milljörðum króna og nálgast senn tvo þriðju hluta af landsframleiðsiu eins árs. Árið 1985 hafði verðtrygging verið heimil í fimm ár og raunvextir voru nýlega hættir að vera neikvæðir að marki. Þótt víða hafi orðið gríðarlegar framfarir í íslenskum þjóð- arbúskap síðustu tíu árin eru breytingar óvíða meiri en á fjármálamarkaði og áhrifa þeirra gætir í ríkum mæli í lífi allra lands- manna. Segja má að með breytingum í gjald- eyrismálum um síðustu áramót hafi síðustu hindrunum við frjálsum viðskiptum á fjár- málamarkaði verið rutt úr vegi. Um þrír fjórðu hlutar bankaviðskipta, allt íbúðalána- kerfið, allir fjárfestingarlánasjóðir atvinnu- veganna, ásamt hluta af viðskiptum með ríkisverðbréf og tryggingastarfsemi eru þó enn í höndum hins opinbera. Lánakerfið hefur stækkað um 50% af landsframleiðslu á fimm árum Efsta súluritið hér á síðunni sýnir stækk- un lánakerfisins (þ.e. fjármálamarkaðsins í heild) sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) árin 1985 til 1995 auk lauslegrar áætlunar allt til ársins 2005. Árin 1985 til 1988 var lánakerfíð að jafnaði um 130% af landsframleiðsiu en það hefur vaxið um yfir 50% af VLF í 183% af VLF eða um meira en 6% af VLF á ári að jafnaði árin 1989 til 1994. Verulegur hluti aukningarinnar hefur verið á verðbréfamarkaði. Verðmæti mark- aðsverðbréfa var aðeins fá prósent af VLF árið 1985 en er nú, tíu árum síðar, nálægt 63% af VLF (sjá súlurit í annarri röð til hægri). Svo örri stækkun lánakerfis einnar þjóðar og svo mikilli útþenslu markaðsverð- bréfa á svo skömmum tíma fylgja vaxtar- verkir en þá verður að skoða í ljósi fjármála- sögu mun lengra típiabils. Á áttunda áratugnum þegar allir vextir og mestallar lánveitingar voru háð opinber- um ákvörðunum voru raunvextir iðulega neikvæðir um 10, 20 eða jafnvel 30%. Mikið fé streymdi þá úr vösum sparifjáreigenda til þeirra sem nutu lána úr hendi hins opin- bera, einkum þáverandi frumatvinnugreina, sjávarútvegs og landbúnaðar, sem „högnuð- ust“ vel af þessu fyrirkomulagi. Einstakling- um voru einnig skömmtuð bankalán, íbúðal- án og lífeyrislán en í afar smáum stíl. Eign- atilfærsla í skjóli neikvæðra raunvaxta var því frá heimilunum til fyrirtækja í völdum atvinnugreinum. Eftir að verðtryggingu var komið á með lögum eftir'árið 1979 tók að draga úr þessari bakdyrauppsprettu eigin fjár atvinnuveganna. Skömmtun við lánveitingar aflögð fyrir aðeins fáum árum En sjávarútvegur og landbúnaður höfðu lifað af fjárstreymi um bakdyrnar um árabil og gátu ekki greitt vexti af verðtryggðum lánum, hvað þá afborganir. Þá tóku við póli- tískir byggðasjóðir sem lánuðu fé í stórum stíl til fyrirtækja, einkum á landsbyggðinni, sem ekki gátu alltaf veitt tryggingar fyrir lánum eða greitt þau til baka með eðlilegum hætti. Er tók að líða á níunda áratuginn voru þessar styrkveitingar orðnar ríkinu of dýrar til að unnt væri að standa undir þeim til frambúðar. Áætlað hefur verið að um „styrkjakerfi" áttunda og níunda áratuganna hafí runnið þrír til fimm milljarðar króna árlega að meðaltali. í stjórnartíð ríkisstjórnar Davíðs Oddsson- ar hefur tekist að uppræta þetta fyrirkomu- lag við fjármögnun fyrirtækja að mestu leyti. Á níunda áratugnum var losað nokkuð um höft í fjármálaviðskiptum. Vegna þess að vextir réðust að mestu á markaði í fijálsum viðskiptum frá árinu 1987 lagðist skömmtun við lánveitingar smám saman af; það var ekki lengur „lán“ að fá Ián og á síðustu árum hefur fólki og fyrirtækjum lærst að taka ekki meiri lán en hagkvæmt þykir. Heimilin jafnstór lántakandi og öll fyrirtæki samtals Auknu frelsi við lántökur og háum raun- vöxtum hefur fylgt mikil aukning lánsfjár á markaði eða útþensla lánakerfisins eins og áður var lýst. Fullu frelsi í lánaviðskiptum hefur fylgt að sumir hafa ekki kunnað fótum sínum forráð og tekið meira fé að láni en unnt var að standa undir. Lánastofnanir hafa tapað allmiklu fé á síðustu árum eða svipaðri fjárhæð árlega og áður rann um bakdyrastyrkjakerfið. Þetta tap er í senn að rekja til ónákvæmni lánveitenda við mat á greiðslugetu lántakenda og áratuga þörf margra fyrirtækja fyrir lánsfé sem ekki þurfti að greiða aftur. Þessi fyrirtæki er mörg hver horfin en önnur hafa náð að aðlag- ast breyttum tímum. Hlutfallsleg skipting lánakerfisins eftir lántakendum árin 1985 til 1995 sést á súlu- ritinu í annarri röð til vinstri. Þar kemur glögglega í ljós að hlutur fyrirtækja hefur verið að minnka allan áratuginn eða úr 62% í 38% af heildarlánsfé. Hið opinbera og heim- ilin (einstaklingar) hafa sótt í sig veðrið í staðinn. Hlutur heimilanna hefur vaxið úr 25% af heildarlánsfé árið 1985 (en til þess tíma hafði lánsfé til einstaklinga verið háð skömmtun) í 38% árið 1994. Heimilin eru því jafnstór lántakandi nú og öll fyrirtæki landsmanna samtals. Erlendar skuldir þjóðarinnar minnka í fyrsta sinn í fjöldamörg ár Aðlögun fyrirtækjanna að nýjum aðstæð- um á fjármálamarkaði á árunum 1987 til 1994 hefur oft verið kostnaðarsöm og erfið og framleiðni hefur aukist hægar þessi árin fyrir vikið. Ástæða er til að ætla að árin 1993 og 1994 hafi verið vendipunktur í þess- ari baráttu til aðlögunar og framundan sé eðlilegra ástand með 1-2% framleiðniaukn- ingu á ári að jafnaði. Árið 1994 minnkuðu erlendar skuldir þjóðarinnar í krónum talið í fyrsta sinn í fjöldamörg ár. Svo virðist sem stærð lánakerfisins sem hlutfall af lands- framleiðslu hafi náð jafnvægi í bili, m.a. vegna þess að landsframleiðsla er nú tekin að aukast á nýjan leik, ef *til vill um 1% árið 1993, 2% árið 1994 og 1,5-2% árið 1995. Þannig hefur afnám hafta á frjáls við- skipti, ekki aðeins á íjármálamarkaði heldur einnig á fjölmörgum öðrum sviðum í þjóðar- búskapnum, styrkt stoðir atvinnulífsins og orðið grundvöllur aukinnar hagsældar í framtíðinni. Áhrifanna af nýlegum samning- um um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og fríverslunarsamningnum GATT er þó ekki tekið að gæta enn nema í litlum mæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.