Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 22
22 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ með sama hætti hér á síðasta ára- tug,“ sagði Þorsteinn. „Ef það tekst t.d. að koma lúðu- seiðum af kviðpokastigi með þeim rannsóknum á fóðrun sem eru í gangi, gæti orðið um að ræða nýtt skeið í sögu fiskeldis á ísiandi. Það er erfitt að meta mikilvægi þess til fulls.“ I nokkuð rökréttu framhaldi af spjallinu um fiskeldið kom þróunar- starf íslensks fransks eldhúss upp í hugann. „Það eru nokkur fyrirtæki að sækja í sig veðrið á sviði tilbúinna rétta. Þar er lykillinn að árangri að sameina matreiðslukúnst og þekk- ingu á matvælafræði og það hefur tekist sérstaklega vel hjá íslensk- franska eldhúsinu." * Bjarmi í auga Morgunblaðið//Sverrir RANNSÓKNAHÓPUR í eðlisfræði þéttefnis við Raunvísindastofnun Háskólans ásamt prófessor- unum Þorsteini I. Sigfússyni, til vinstri, og Hafliða P. Gislasyni sem eru fremst á myndinni. ín Friðriksen ræddi við Dr. Þorstein I. Sigfússon, prófessor, um vaxtarsprota í þekkingariðnaði á íslandi. egar spurt er um upphafið á samstarfi Háskóla íslands og íslensks atvinnulífs kem- ur í ljós að mörkin eru ekki mjög skýr. Hins vegar er einn merkur áfangi mönnum ofarlega í huga. Fyrir tæpum tveimur áratugum sömdu þeir Rögnvaldur Ólafsson, eðlisfræðingur, og Þórður Vigfússon, verkfræðingur, skýrslu um það hvemig auka mætti sjálfvirkni í frystihúsum. Skýrslan var upphafið að stofnun Marels hf. Fyrirtækið velti 516 milljónum króna á árinu 1993 og var um að ræða 40% veltu- aukningu frá árinu áður. A síðasta ári er gert ráð fyrir að veltan verði á bilinu 700-750 milljónir sem er 35-45% aukning frá árinu 1993. Homsteinninn í framhaldi af skýrslu Rögnvaldar og Þórðar fengust styrkir til kaupa á örtölvubúnaði. Undir stjóm Rögn- valdar var myndaður hópur þar sem nýútskrifaðir rafmagnsverkfræðing- ar og nemar unnu að smíði fyrstu tölvuvoganna. „Við erum mjög stolt af þessu framtaki, en skynjum jafnframt að fyrirtækið Marel hf. hefur vaxið og dafnað fyrir áhrif annarra mikil- vægra þátta eins og stjórnunar og markaðshyggju," sagði Þorsteinn, sem er stjómarformaður Raunvís- indastofnunar Háskólans. „Rann- sókna- og þróunarþátturinn er og verður homsteinninn í tilvist Marels. Ef slakað er á kröfum í rannsókna- þættinum veslast slík fyrirtæki fljótt upp.“ Fiskar og sjúklingar Blaðamaður bað Þorstein að láta hugann reika og nefna hugmyndir sem hefðu orðið að veruleika, í þessu tilfelli fyrirtækjum, í tengslum við rannsóknastarf innan Háskóla ís- lands. „Upp í hugann kemur m.a. Vaki-Fiskeldiskerfi sem á nú um 90% af heimsmarkaðnum í teljurum og massagreinum í fískeldi og hefur nær alfarið verið í útflutningi," sagði Þorsteinn. Vaki-Fiskeldiskerfi á rætur að rekja til nemandaverkefnis við raf- magnsverkfræðiskor Háskóla ís- lands haustið 1985, en verkefnið snerist um þarfagreiningu á tækja- búnaði fyrir fiskeldi. Niðurstaðan var að þörf væri á búnaði fyrir nákvæma talningu á fiski af öllum stærðum. Velta fyrirtækisins var, rúmlega 60 milljónir á árinu 1993 og á síðasta ári var veltan áætluð um 90 milljónir. „Ég get líka nefnt Flögu hf. sem er lítið fyrirtæki sem nýtir sér sam- starf lækna og verkfræðinga um hugmyndir á sviði örtækni þar sem smækkun er mikilvæg. Flaga á ræt- ur að rekja til rannsóknastofu geð- deildar við Landsspítalann og eru hugmyndir forsvarsmanna þess að skrá líkamsstarfsemi eins og hjarta- og heilavirkni með litlum vasatækj- um. Þannig er hægt að fá mælingar á líkamsstarfsemi sjúklinga í eðlilegu umhverfi þeirra. Frumgerðir þessara tækja eru í prófun og lofa góðu.“ Þorsteinn sagðist hafa mikla trú á að þróttmiklar rannsóknir í lækn- isfræði hér á landi og samvinna við mælitækni- og hugbúnaðarmenn gæti orðið uppspretta góðra hluta. „Ég gæti ímyndað mér að samvinna Flögu hf. og Taugagreiningar hf., sem er nokkru eldra fyrirtæki, gæti skilað áhugaverðum niðurstöðum," sagði hann, en Taugagreining hefur hannað hugbúnað á sviði taugarann- sókna. Fyrirtækið hefur flutt út hug- búnað frá árinu 1992. Landvinningar Annað dæmi úr heilbrigðisgeir- anum sem Þorsteinn nefndi, er Gagnalind hf. sem sérhæfir sig í gerð hugbúnaðar fyrir heilsugæslu- stöðvar. Hjá Gagnalind hefur verið unnið náið með læknum, hjúkrunar- fræðingum og öðru starfsfólki í sam- vinnu við heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið. „Ég veit að keifi þeirra hafa verið kynnt fyrir starfsmönnum heilsugæslustöðva er- lendis þar sem þau hafa fengið góðar við- tökur,“ sagði Þor- steinn. Erlendir sam- starfsaðilar eru nú að vinna með Gagnalind að landvinningum utan íslands. RKS Skynjaratækni er fyrirtæki á Sauðár- króki sem hefur sér- hæft sig í gerð gas- skynjara fyrir frysti- iðnaðinn. Framleiðsl- una má að hluta til rekja til tilrauna hjá Raunvísindastofnun Háskóla íslands. „RKS Skynjaratæki kynnti kerfin sín á kælitækjasýningunni í Nurnberg sl. haust og þau fengu mjög góðar viðtökur þar,“ sagði Þor- steinn. „Mér er t.d. kunnugt um að Sabroe kælitæknifyrirtækið hyggst setja íslensku skynjarana inn í sín kerfi, en þegar hafa verið sett upp svona kerfi í þremur Evrópulöndum." Nú er unnið að því að fullgera aðra kynslóð skynjarakerfa hjá RKS sem uppfylla nýjustu kröfur um sjálf- virkni og kvörðun og eru taldir munu verða einstakir á heimsmarkaðnum. Þá tengist RKS áhugaverðum rann- sóknum Rannsóknastofnunar físk- iðnaðarins og Háskóla íslands á gæðamælum fyrir fisk. Matur Þorsteinn nefndi Fiskeldi Eyja- fjarðar sem dæmi um fyrirtæki sem hann hefði mikið álit á. Þar er sam- vinna við Háskólann á Akureyri og Háskóla íslands þáttur í verkefnum. „Mér þykir þetta fyrirtæki vera til fyrirmyndar hvað varðar þátt rann- sókna í þróun fiskeldis. Það hefði betur verið haldið á fiskeldismálum Eftir að Þorsteinn hafði rakið fyr- ir blaðamanni nokkrar hugmyndir sem höfðu orðið að veruleika í kjöl- far rannsókna- og þróunarvinnu var hann beðinn um að nefna dæmi um hugmyndir sem gætu orðið að veru- leika þegar fram líða stundir. „Þú átt við fyrirtæki sem enn eru nánast bjarmi í auga,“ sagði Þor- steinn. „Þar tel ég t.d. að megi nýta nokkurra áratuga þekkingu í málm- vinnslu hér á landi. íslenska jám- blendifélagið hefur t.d. selt nokkur sérhæfð tæki til umhverfismælinga o.þ.h. í stálverksmiðjum undir nafn- inu Bresi hf.“ Þorsteinn sagði ennfremur að há- tæknibúnaður fyrir stál- og álver gæti verið upplagður vettvangur þar sem fyrir væri á landinu þekking á framleiðslunni og fjöldinn allur af hæfum einstaklingum til þess að vinna að verkefnum. „Háskóli ís- lands og Altech hf. verða með fjögur erindi á alþjóðaráðstefnu í Bandaríkj- unum i næsta mánuði. Þar verður m.a. fjallað um tvö verkefni sem tengjast vöruþróun nýrrar tækni á sviði álvinnslu." Sem dæmi um hugmyndir sem enn væru aðeins bjarmi í auga nefndi Þorsteinn stýrikerfi fyrir flugumferð, hitaveitur o.fl., sem þróað hefur ver- ið í Háskóla íslands og víðar og biði þess eins að verða að alvöra við- skiptatækifæram. Afskriftir „Auðvitað höfum við séð verkefni fara öðravísi en vonast var til í upp- hafi,“ sagði Þorsteinn þegar hann var spurður um verk- efni sem ekki hefðu tekist sem skyldi. „Við þróunarstarf þarf hug- rekki að vera til staðar og oft þurfa menn að vera tilbúnir til þess að afskrifa verkefni." „Sem dæmi um verkefni sem ekki hafa tekist að öllu leyti, get ég nefnt þér Fjöinema hf.,“ sagði Þorsteinn, en þar er um að ræða fyrirtæki á sviði mæli- tækni í geislavirkni. „Það verður að bæta því hér við að það hafa komið í ljós nýir kostir sem nú er verið að skoða. Þá skilst mér að upprunalegar hug- myndir um Softis hf. víki nú að nokkra fyrir nýjum hugmyndum um möguleika sem hafa komið í ljós á meðan þróun hefur staðið yfír.“ Aðspurður um framtíðarhorfur sagði Þorsteinn að ríkisstjóm íslands hefði gert mjöggóða hluti með nýjum lögum um Rannsóknaráð íslands. „Mér sýnist það mál fara vel af stað þar sem verið er að ráðgera aukn- ingu framlags til rannsóknasjóðs." „Þróun vöru er þroskaferill sem er ekkert mikið auðveldari en upp- eldi einstaklings," sagði Þorsteinn ennfremur. „Ég er einna helst kvíðinn vegna skorts á áhættufé á hinu mikilvæga stigi verkefna þegar framrannsókn er lokið og vöruþróun og markaðs- rannsókn undirbúin. Ég vonast eftir því að ríkisstjómin skoði þann mögu- leika við hugsanlega sameiningu Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Fiskveiðasjóðs að þar verði sett á stofn öflug deild með áhættufjár- magni til þess að brúa þetta bil í þróunarsögu hverrar vöru.“ Þróttmiklar rannsóknir í læknisfræði hér á landi og samvinna við mælitækni- og hugbúnað- armenn geta orðið uppspretta góðra hluta. Hjá Raimvísindastofnun Háskóla íslands er unn- ið mikilvægt rann- sóknastarf fyrir íslenskt atvinnulíf. Hanna Katr- HASKOLINN * Samstarf HI og íslensks atvinnulífs hefur skilað athyglisverðum árangri Fjárfest í þekkingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.