Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 D 25 iúiVIÐSKIPTI ÓKOSTIR tóbaksreykinga eru aðallega tveir: Reykurinn eyði- leggur heilsu reykingamannsins og fer alvarlega í taugarnar á þeim, sem kæra sig ekkert um óbeinar reykingar. Það væri því mikið unnið við að losna alveg við reykinn og það var einmitt það, sem bandaríska tóbaksfyrir- tækið R.J. Reynolds Tobacco gerði árið 1988 með sígarettu, sem hlaut nafnið Premier. Hún var reyklaus en tilraunir til að markaðssetja hana fóru alger- lega út um þúfur. Þeir hjá Reynolds voru þó ekki á því að gefast upp og hætta, ekki frekar en margur reykinga- maðurinn, og nú hafa þeir boðað nýja, reyklausa sígarettu, sem hlotið hefur nafnið Eclipse. Á hún að koma á markað á næsta ári. Sígarettuframleiðendur hafa lengi látið sig dreyma um sígar- ettu af þessu tagi og möguleika liennar á markaðinum og bara kostnaðurinn við Premier-til- raunina kostaði Reynolds um 24 milljarða ísl. kr. áður en yfir Reynolds boðar aftur reyklausa sígarettu lauk. Nýja sígarettan, Eclipse, er að flestu leyti lík venjulegum sígarettum, er jafnvel með tóbak, en glóðin er bara í kolefni, sem komið er fyrir í trefjaglershylki. Glyseról flytur nikótínið. Þegar kveikt er i logar í kol- efninu með nokkurn veginn sama hita og í tóbakinu í venjulegri sígarettu en loginn kemst ekki í tóbakið sjálft. Þegar reykinga- maðurinn sogar að sér dregst loftið í gegnum kolefnið þar sem það hitnar og síðan í gegnum tóbakið, sem er vætt með glýse- ról. Við hitann gufar það upp og flytur reykingamanninum ni- kótínið, bragðefnin og tjöruna. Eclipse-sígarettan brennur ekki upp eins og þær venjulegu en endist þó í álíka langan tíma. Frá henni kemur engin aska og enginn reykur og hún skilur ekki eftir sig neina Ijörubletti á fingr- um reykingamannsins eða ann- ars staðar. Reynolds segir, að tjaran í Eclipse sé 1-3 mg og nikótínið 0,1-0,2 mg miðað við allt að 20 mg af Ijöru í venjulegum sígar- ettum og 1,7 mg af nikótíni. Vantaði réttu tilfinninguna Raunar eru fyrir á markaðin- um mjög léttar sígarettur, sem hafa ekki meira af tjöru og nikót- íni en Eclipse en hún hefur hins vegar reykleysið framyfir. Það, sem komið hefur fram um Eclipse, átti einnig að flestu leyti við um Premier-sígarettuna en hún mistókst aðallega vegna þess, að reykingafólki fannst vanta allt bragð. Suraum fannst líka útlitið og tilfinningin fyrir henni ekki vera rétt og mörgum líkaði illa, að hún skyldi ekki brenna upp. Iflá Reynolds hefur ekki verið endanlega afráðið að setja Eclipse á markað og margir markaðssérfræðingar eru van- trúaðir. „Reykurinn er óaðskilj- anlegur hluti af reykingum og ef eitthvað er að bragðinu að auki þá er þetta búið spil,“ segja þeir. Það er hins vegar aukinn áróð- ur gegn reykingum, sem gæti rutt Eclipse brautina. Æ meira er um, að reykingar séu bannað- ar á opinberum stöðum og jafn- vel þar sem þær eru leyfðar, eru þær illa liðnar. Að sjálfsögðu mætti aldrei kveikja í reyklausri sígarettu þar sem reykingar eru bannaðar en það gæti verið, að hún yrði betur þoluð annars stað- ar, til dæmis í samkvæmum. Fræðsla Verk- stjórn í iðnaði IÐNTÆKNISTOFNUN fyrirhug- ar að halda 2 verkstjórnarmám- skeið á vorönn 1995; hið fyrra hefst 6. febrúar og seinni hluti þess 27. febrúar - hið síðara hefst 6. mars og seinni hluti þess þann 27. mars. Fram kemur í frétt frá Iðn- tæknistofnun að starf Verk- stjórnarfræðslunnar á var mjög líflegt á liðnu ári. Haldin voru 4 almenn námskeið á árinu. Auk þess voru haldin sémámskeið fyrir Össur hf. og Eimskip og tvö nám- skeið fyrir garðyrkjumeistara, að frumkvæði Garðyrkjuskóla ríkis- ins. Námskeiðunum fyrir Eimskip og Garðyrkjuskólann lýkur á þessu ári. Eftirspurn eftir sémámskeið- um hefur verið að aukast og horf- ur á að þau verði vaxandi þáttur í starfseminni. Námsgögn eru í stöðugri endur- skoðun, en sl. ár var hún venju fremur rækileg, bæði með tilliti til frágangs og innihalds. Fjöldi þátttakenda takmarkast við 15 manns. Nánari upplýsingar fást á Iðntæknistofnun í síma 91-87700. | \ ' / á 1 \ mmímmmÉk Huxxaðu! Hugsaðu þér bara....!! En þaö er alveg sama hve lengi þú hugsar. Niöurstaöan er alltaf sú sama. Með því að margfalda lestrarhraðann vaxa afköst í starfi stórkostlega. Skráðu þig á hraðlestramám- skeið eða pantaðu eitt slíkt fyrir fyrirtækið þitt. Það borgar sig. Símar: 564-2100 og 564-1091 HRA»U2SrrRARSMÓUNN Nú er haust úrið 2024 Ert þú að uppskera eins og til var sáð? 172.082 kr. á mánuði í 10 ár úr lífeyrissjóðnum Einingu sem rekinn er af Kaupþingi hf. Efmiðað er við 20.000 kr. iðgjaldagreiðslu á mánuði í 30 ár og 5% vexti. Hafðu samband við ráðgjafa hjá Kaupþingi í síma 568 9080 LÍFEYRISSJÓÐURINN EINING -framlag þitt til framtíðar KAUPÞING HF Löggi/t verðbréfafyrirtœki í eigu Búnadarbankans og sparisjððanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.