Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 28
28 B FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 101 HÖIMNUN MORGUNBLAÐIÐ Bókin er úreltur upplýsingamiðill TiLVUTÆKNIN hefur ger- breytt heiminum og hvern- ig við skynjum hann. Einna mest áhrif hefur tölvan haft á graf- íska hönnun og myndmennt; með tölvuna að vopni hafa hönnuðir kannað nýjar víddir í túlkun og tjáningu, leitað leiða til að tjá nýj- an veruleika á nýjan hátt. Fyrir skemmstu var staddur hér á landi breski hönnuðurinn Malcolm Garr- ett, sem er í fremstu röð þeirra hönnuða sem tekið hafa tölvu- tæknina í sína þjónustu. Malcolm kom hingað til lands á vegum gra- fískrar hönnunardeildar Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, sem hefur fengið ýmsa erlenda hönnuði hingað til kennslu undanfarin ár, en Malcolm Garrett hefur áður komið hingað á vegum skólans, kennt og haldið fyrirlestra. Að þessu sinni kenndi hann leturgerð, en hélt einnig fyrirlestur um hönn- unarferil sinn og margmiðlun, sem hann hefur unnið mikið að undanf- arin misseri. Malcolm Garrett stendur á fer- tugu, en hann vakti fyrst athygi sem hönnuður í pönkbyltingunni bresku í lok áttunda áratugarins. Sú bylting var ekki bara tónlistar- bylting því hún hafði áhrif víðar í bresku lista- og menningarlífi, ekki síst fyrir tilstilli manna eins og Malcolms Garrets, Peters Savilles og Nevilles Brodys, sem eru líklega áhrifamestu hönnuðir Bretlands um þessar mundir. Malcolm Garrett byijaði sem hönnuður fyrir rokksveitina Buzzcocks, en það þótti mikil ný- lunda í þá daga að hann annaðist útlit alls sem frá sveitinni kom; plötuumslög, veggspjöld, tónleik- amiða og hvaðeina. Hann lagði stund á letursmíði við Reading háskóla og síðar grafíska hönnun í Manchester Polytechnic áður en hann sneri sér til Buzzcocks-liða. Tónlist hljómsveitarinnar þótti ný- starleg þó hún byggði á gömlum rokkhefðum, en hönnun Maleoms var mun nýstárlegri. Síðar vann hann meðal annars fyrir poppsveit- ina Duran Duran og Boy George, en hann segist snemma orðið þreyttur á því að vinna fyrir tónlist- armenn og útgáfur og langað að reyna fyrir sér við eitthvað annað. Upp frá því hefur hann meðal ann- Tölvan hefur gerbreytt heimin- um og á enn eftir að breyta honum. Þannig telur breski hönnuðurinn Malcolm Garret að bókin sé að syngja sitt síðasta og innan fárra ára verði flest útgáfa stafræn, en ekki á papp- ír. Garrett var staddur hér á landi fyrir skemmstu og Árni Matthíasson hitti hann að máli. Malcolm Garrett Morgunblaðið/Ámi Sæberg LETUR sem Malcom Garrett hannaði fyrir timarit Nevilles Brod- ys Fuse. í texta með letrinu segir hann það sé hannað sem for- stafir fyrir steinskrift, en upphaflega hafi hann hugsað sér að hafa hvern staf eina samfellda línu, en gert á því undantekningar. ars starfað við margmiðlun og tölvuútgáfu, en hann rekur fyrir- tækið Assorted Images í Bret- landi, sem meðal annars hefur unnið að margmiðlunardisk sem Peter Gabriel gaf út og er nú að vinna að slíkum disk fyrir hljóm- sveitina Duran Duran. Úr poppinu í poppið „Mig langaði til að losna úr tón- listarheiminum og fara að vinna fyrir aðra en plötuútgáfur og hljómsveitir, þó kannski megi segja að ég sé aftur kominn í það farið í margmiðluninni,“ segir Malcolm og kímir, „en það tók mig töluverð- an tíma að fá almenn fyrirtæki til að ráða mig, því einu dæmin um vinnu mína sem ég gat sýnt þeim var plötuumslög. Það má segja að tölvan hafi einnig orðið mér að liði í því, því ég var áberandi í um- ræðu um tölvur á þeim tíma og eftir smá tíma hætti fólk að muna eftir mér sem plötuumslagamann- inum og fór að muna eftir mér sem „tölvusérfræðingnum". Ég hef haft mikinn áhuga á tækni frá því ég var lítill drengur og þannig hafði ég gríðarlegan áhuga á vísindaskáldsögum og las allt sem ég komst yfir þeirrar gerð- ar og sá allar bíómyndir og sjón- varpsþætti. Þegar tölvur komu á almennan markað fékk ég þegar áhuga á þeim, en ég hafði ekki áhuga á þeim sem forritari og þannig hafði ég til að mynda aldr- ei neinn sérstakan áhuga á Sincla- ir-tölvunni. Forritin fyrir hana voru ekki áhugaverð, en hún heillaði mig sem hlutur; sem draumkennt tæki. 1983 komst ég í kynni við breskt fyrirtæki sem hafði sett saman teikniforrit fyrir Apple//e tölvuna og ég fékk lánaða tölvu og greiddi fyrir lánið með því að hanna fyrir fyrirtækið umbúðir utan um forritið. Það kom mér á bragðið í tölvuteiknun, enda sá ég þá að það var vel mögulegt að vinna eingöngu á tölvu. Samhliða þessu leysti stafræn tækni ljós- setningu af hólmi í textavinnslu og við komumst yfir tölvukerfi sem kallaðist Compugraphic og vorum líka með fyrsta fyrirtækinu í Lund- únum sem var með Scitex-kerfi.“ Meðfædd leti „Ég hafði áhuga á tölvuteiknun, mynd- og textavinnslu á tölvu og vegna meðfæddrar leti óskaði ég þess helst að þessi tæki gætu talað hvert við annað. Mér fannst alltaf kjánalegt að ég þyrfti að teikna mynd á tölvu, prenta hana síðan út og vinna myndina við teikning- una, þá vinna inn á þá mynd letur úr enn annarri tölvu og síðan þurfti að mynda þetta allt saman svo hægt væri að prenta það. Macint- osh-tölvan breytti þessu öllu og þó hún hafi verið frumstæð til að byija með og oft hafi þurft að taka viljann fyrir verkið þá sá ég strax að framtíðin væri þessi. Ég teiknaði allar myndir og vann sjálfur í tíu ár, því ég treysti eng- um til að gera þær eins og ég vildi og var satt best að segja orðinn dauðleiður á því. Þegar Macintosh- tölvan kom til sögunnar fannst mér aftur gaman að teikna. Það væri gaman að geta sagt að ég hafi verið framsýnn og spáð fyrir um framtíðina, en einhvern veginn fannst mér notagildið svo augljóst í hönnun og teikningu.“ Tölvan hafði frelsandi áhrif Malcolm segir að fólk hafi tekið tölvunni misjafnlega á sínum tíma og þó nú sjái allir kostina við að hanna og teikna á tölvur hafi ýmsir streist á móti og fundið henni allt til foráttu; talið tölvuna eiga eftir að skerða sköpunargetu manna og sneyða alla vinnu ímynd- unarafli. „Mér fannst það alltaf kjánalegt að fólk hefði áhyggjur af því að tölvan stæði í veginum fyrir sköp- uninni. Ekki hefur neinn áhyggjur af myndavélinni, sem er á milli þín og viðfangsins. Það eina sem kem- á mögnuðu innkaupsverði. > ur í veg fyrir að þú getir unnið hugmynd er andlegt ástand þitt. Tölvan hafði frelsandi áhrif á mig og það sem ég var að gera; hún jók við það sem ég gat gert og veitti mér möguleika á að bæta við mig þekkingu og tækni. Mér finnst ekki rétt þegar fólk segir að tölvan sé bara verkfæri; háþró- aður blýantur eða ritvél — tölvan er hugsunarvél og þó hugsun henn- ar sé takmörkuð þá bætir hún sí- fellt við sig og ég kann vel að vinna með tölvu sem kennir mér eitthvað nýtt á hveijum degi.“ í dag vinna nánast allir hönnuð- ir meira og minna á tölvur, marg- ir einungis, og síðan er vinnan prentuð. Malcolm dregur ekki dul á þá skoðun sína að þetta ferli eigi eftir að breytast svo um mun- ar eftir því sem fram líður og lok- aniðurstaðan hljóti að vera að menn vinni á tölvu hugmyndir; auglýsingar, texta eða myndlist, sem síðan sé einungis birt á tölvu. Tíu ára ferli „Það hefur tekið tölvuna tíu ár að komast í þann sess sem hún er í í dag í grafískri hönnun og ég held að það eigi eftir að taka önn- ur tíu ár áður en fólk yfirgefur prentmiðlana og þá ekki vegna þess að fólk sé að gefa prentverk- ið upp á bátinn heldur vegna þess að fólk sem ekki hefur alist upp við prentmiðla eigi eftir að skapa eitthvað nýtt. Mér finnst vitanlega erfttt að segja skilið við línulega hugsun, prentverkið og pappírinn, enda ólst ég upp við það. Börn í dag alast aftur á móti upp við myndbandstækni og stafræna tækni og þar af leiðandi sjá þau hugmyndir allt öðruvísi fyrir sér og fyrir vikið á næstu kynslóð hönnuða eftir að finnast óeðlilegt og framandi að vinna á pappír og fyrir prent.“ Malcolm var meðal brautryðj- enda í tölvuhönnun og telst enn meðal fremstu manna í þeirri deild, en hann segir það hið besta mál að vera þetta snemma á ferðinni; áður en ný kynslóð sem alin er upp við tölvur og myndbönd tekur við. „Ég vil frekar gera fullt af vitleys- um og ná tökum á tækninni á meðan enginn skilur hvað ég er að gera,“ segir Malcolm og hlær við, „en að vera að hanna bækur og plötuumslög endalaust, því þar finnst mér ég hafa litlu við að bæta.“ Tölvumyndlist Þó tölvan hafi rutt sér til rúms í grafískri hönnun og prentvinnslu á hún enn eftir að hljóta náð fyrir augum þorra myndlistarmanna, en æ fleiri nýta sér nánast ótæmandi möguleika tölvunnar til Iistsköpun- ar. Malcolm segist og telja að önn- ur eins bylting eigi eftir að verða aðeinstillanúarioka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.