Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ 101 HÖNIMUN í tölvuunninni myndlist og þegar er orðin í hönnuninni. „Staða hönnunar og prent- vinnslu í dag er sambærileg við stöðu myndlistar skömmu eftir að myndavélin kom til sögunnar og breytti hlutverki hennar. Áður var helsta hlutverk listamannsins að skrá upplýsingar eða að miðla þeim, list hafði það félagslega hlut- verk að skrá atburði og skila þeim til áhorfenda eða að koma einhveij- um boðskap eða áróðri á framfæri eins og til að mynda í trúarlegri list. Þegar myndavélin kom svo til sögunnar átti myndlistin erfitt uppdráttar um tíma; listamenn stóðu á krossgötum og margur taldi þessa tæknibyltingu hræði- legt vandamál, en frá sjónarhóli nútímans var þetta eitt það besta sem komið gat fyrir því tæknin lagði sitt af mörkum til þess að listbyltingar tuttugustu aldarinnar urðu að veruleika; kúbismi, fútúr- ismi, dadaismi og súrrealismi, en allar þessar stefnur spruttu af þörf myndlistarinnar að finna sér nýtt hlutverk og nýja stefnu. Eftir Duc- hamp var myndlist tuttugustu ald- arinnar endalaust að leita svara við þessum spurningum á fjöl- skrúðugan hátt. Stafræn tækni hefur einnig vakið fjölda spurninga og sumum finnst sér ógnað og allt í uppnámi. Ég bíð aftur á móti eftir því að nýr Duchamp eða nýr Warhol komi fram og svari þessum spumingum þannig að svarið liggi í augum uppi. Ég hef trú á ímynd- unaraflinu og manninum,“ segir Malcolm ákveðinn, en slær svo á léttari strengi: „Ef ég ætlaði að vera mjög róttækur myndi ég telja að svarið gæti legið í gervigreind eða sköpun sem liggur algjörlega utan mannlegrar skynjunar og þannig gæti nýr Duchamp, verið fyrsta hugsunarvélin, eða þess vegna vitsmunavera frá annarri plánetu," segir hann og hlær. Heillandi tvíhyggja Snar þáttur í þróun upplýsinga- miðlunar er Internetið, þar sem á þriðja tug milljóna manna tengist í alþjóðlegu tölvuneti. Malcolm segist snemma hafa hrifist af Int- ernetinu og komið sér upp net- fangi, en Internetið sé aðeins angi af stærri þróun; eftir því sem sam- skipti verða hraðvirkari og örugg- ari, fyrir tilstilli tölvunnar, því ein- faldara og algengara verði að fólk skiptist á upplýsingum og hug- myndum. „Sú gamla tugga að heimurinn fari minnkandi er hárrétt," segir hann íhugull, „það að ég sé hér á íslandi og geti tekið þetta mikinn þátt í íslenskri menningu þann stutta tíma sem ég er hér örvar mig mikið og ég tel að menningar- samskipti fólks um heim allan, ekki síst fyrir atbeina Intemetsins, séu eitt það besta við stafrænu byltinguna. Tvíhyggja hlutanna heillar mig og þá sú staðreynd að því lengra sem við göngum í átt að einsleitri heimsmenningu hafa þjóðir og þjóðarbrot meiri þörf fyr- ir að varðveita þjóðerni og menn- ingu sína.“ Fyrsta alþjóðasamfélagið „Innan sex ára verða 100 milljónir manna á Internetinu, og það besta við það er að öllum er sama hvemig þú ert á litinn, hveiju þú trúir eða hvers kyns þú ert á Intemetinu; þú þarft ekkert vega- bréf eða nafnskírteini í þessu fyrsta alþjóðasamfélagi. Ég kann vel að meta frelsið á Internetinu og skipulagsleysið, ég er í raun stjórnleysingi innst inni,“ segir Malcolm og hlær, „raunsær stjórn- leysingi. Megnið af Intemetinu er leiðinlegt og þar er margt óvið- kunnanlegt, en þannig er lífið líka. Mér fínnst ekki rétt að reyna að stýra því eða ritskoða, því sagan hefur sýnt okkur að það er ekki hægt að stöðva upplýsingastreym- ið og því þá að reyna það?“ Bókín er dauð? 1988 birtist viðtal við Malcolm Garret í tímaritinu Graphis sem vakti mikla athygli, en í því sagði hann að bókin sé að syngja sitt síðasta: „Ég er ákveðið þeirrar skoðunar," segir hann í Graphis- viðtalinu, „að bókin sé þegar orðin úreltur upplýsingamiðill. Hún er mikilsverð sem viðmiðun og sem skrautmunur sem auðgar lífíð, en hlutverki hennar sem samskiptam- iðils er lokið.“ Hann hlær að minn- ingunni um lætin sem þessi yfírlýs- ing hans vakti og rifjar upp að í kjölfarið hafi margir litið á hann sem hálfgerðan hryðjuverkamann sem vildi bókina og prentmiðla al- mennt feiga. „Mér fannst þetta augljóst; þetta myndi gerast og það væri ekki undir mér komið eða nokkrum öðrum. Enginn gæti komið í veg fyrir þessa þróun sem var lögu hafin þegar þetta viðtal birtist, og því tilgangslaust að reyna að streitast á móti, enda er tölvutæknin betri miðill að mörgu leyti. Margir hafa misskilið mig og mistúlkað, en mér fínnst að hönnuðir til að mynda verði að velta fyrir sér þessari einföidu staðreynd að tölvubyltingin hefur þegar átt sér stað og heimurinn mun brejdast fyrir atbeina hennar hvort sem við viljum eða ekki. Ég held mikið upp á bækur og á alltaf í vandræðum með mig í bókabúð, ég eyði allt of miklu í bækur, þann- ig að þessi skoðun mín byggist ekki á andúð á bókum.“ Tölvutæknin hefur ekki síst gert þeim sem óvanir eru að skrifa og óöruggir kleift að vinna texta á einfaldari hátt og þannig opnað heim sem áður var einungis skipað- ur menntafólki og Malcolm segir að tölvan hafi gjörbreytt möguleik- um hans til að koma frá sér texta. „Ég hef alltaf átt erfítt með að skrifa skipulega; ég veð ævinlega úr einu í annað, líkt og í þessu viðtali,“ segir hann sposkur, „en tölvan hefur gert mér kleift að vinna og skrifa skipulegan texta og þannig má segja að ómannleg tækni hafi gert mér kleift að tjá mannlegar hugsanir á skipulegan og skýran hátt. Þannig á tölvan ekki eftir að drepa tungumálið, hún á einfaldlega eftir að gera okkur betur kleift að tjá okkur." Til hvers er bókin? „Tölvan spyr okkur í dag til hvers bókin sé, á líkan hátt og myndavélin spurði um tilgang list- arinnar á sínum tíma og þróun myndlistarinnar í kjölfarið ætti að fylla okkur bjartsýni. Ritstörf og bókmenntir eiga eftir að verða eins veigamikil eða veigameiri í fram- tíðinni en þau eru þegar fyrir til- stilli tölvunnar. Nú erum við á vegamótum og margmiðlun snýst mikið um það að endurvinna prent- að mál, sem hefur lítinn tilgang í sjálfu sér, en margt hentar einfald- lega betur á tölvudisk en prentuðu máli og þannig dettur engum í hug að fletta upp í fímmtán binda út- gáfu The Oxford English Diction- ary sem þegar hefur aðagang að henni á geisladisk. Á næstu árum kemur æ meira út sem einfaldlega er ekki hægt að prenta; sem ekki skilar nema broti af þeim upplýs- ingum sem það skilar á tölvuskjá sé það prentað á pappír. Tölvan á ekki síst eftir að gera almenningi kleift að tjá sig og margir sem annars hefðu ekkert skrifað eða samið eiga nú kost á því að koma hugsun sinni á framfæri. Vitanlega á lélegt efni eftir að aukast eftir því sem meira kemur út, en það á líka eftir að koma meira gott út.“ Stafrænir þjófar Stafræn tækni gerir ekki aðeins auðvelt að miðla upplýsingum; í eðli hennar liggur að fyrir vikið er auðveldara að afrita hugmyndir og stela þeim ef svo ber undir. Malcolm segist reyndar ekki hafa miklar áhyggjur af því hvort ein- hver sé að stela frá honum hug- myndum eða ekki. „Mér er sama þó menn steli hugmyndum mínum; mér fínnst það forvitnilegt að ein- hver vilji stæla það sem ég er að gera, sérstaklega ef þeir nota hug- myndir mínar til að skapa eitthvað nýtt. Ég skil aftur á móti af ekki hveiju menn ættu að hafa fyrir því að stela frá öðrum. Tæknin sem gerir það kleift og auðvelt að stela frá fólki gerir það líka kleift og auðvelt að semja sjálfur og þvi held ég að menn geri of mikið úr hugmyndaþjófnaði. Ámóti kemur svo að þeir sem eru á annað borð það góðir að menn sækjast eftir því að stela frá þeim eiga ekki í vadræðum með að vera skrefínu framar en þjófarnir." FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 B 29 EGLA bréfabindi KJOLFESTA ÍGÓÐU SKIPULAGI Við sendum þér bækling óskir þú þess með myndum af fjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. *giiSí W*icLeústf vELJIJM lS Múlalundur Vinnustofa SÍBS Sfmar: 628450 688420 688459 Fax 28819 & innkaupi'm i magni, Verið velkomin. Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 BRYNJAR HÖNNUN /1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.