Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 30
Glæpaalda í Lödu-bænum Togliatti við Volgu í Suður-Rússlandi Togliatti. Reuter. GAMLAR Lödur við höfnina — á Ieið heim aftur. ÞÓTT Berlínarmúrinn sé hruninn, kalda stríðinu lokið og Gorbatsjov horf- inn af sjónarsviðinu er haldið áfram að framleiða Lödubíla í Rússlandi. Síðan bílaverksmiðjan Avto- VAZ tók til starfa 1967 hafa um 15 milljón Lödur verið framleidd- ar og framleiðslunni er haldið áfram í bænum Togliatti við Volgufljót. VlNNINGSFORMÚLAN Hraði, KRAFTUR OG ÖRYGGI Konica Ijósriíunarvélar eru hraðvirkar, kraftmiklar og óreiðanlegar. Þœr kosta líka minna en þig grunar. Og við leggjum metnað okkar í fyrsta tlokks þjónustu. Hraði, kraftur og öryggi. Þannig hefur Konica vinninginn. Grensásvegi 12, sími 5889494, fax 5889492 2.160 starfa við öryggisgæzlu í VAZ-verk- smiðjunni Líf 700.000 íbúa þessa bæjar í Suður-Rússlandi tengist verk- smiðjunni óijúfandi böndum. Þriðj- ungur þeirra starfar fyrir AvtoVAZ, sem leggur kapp á að gera Lödubíla sína nýtízkulegri. Allir tengjast bílaverksmiðjunni VAZ, sem er skammstöfun og táknar Volgu-bílaverksmiðjan, er ekki það eina sem sameinar íbúa Togliatti. Stofnanir og félög í bænum, allt frá sjúkrahúsi hans til ísknattleiksliðsins, tengjast verksmiðjunni á einhvern hátt. Önnur hver bygging, allt frá varahlutaverzlunum til hótela, virðist einhvern veginn tengd VAZ, einkum í yngsta hluta bæjar-, ins— bílaverksmiðjuhverfmu. Á árunum 1960-1970 flykktust þúsundir Rússa til nýja bæjarins í von um að fá örugga atvinnu og eignast íbúð í einhveiju af fjöl- mörgum fjölbýlishúsum sem þar risu. Á þeim árum var tiltölulega friðsælt í Togliatti, sem heitir í höfuðið á ítalska kommúnistaleið- toganum Palmiro Togliatti, að sögn blaðafulltrúa VAZ. Orðinn glæpabær VAZ hefur ekki sloppið við mikla glæpaöldu, sem hefur riðið yfir Rússland síðan kommúnistum var steypt af stóli. Framleiðslu- stjórinn var skotinn til bana þegar hann var á leið til vinnu. Hann hafði reynt að koma í veg fyrir að hringur glæpamanna sendi stolna varahluti frá VAZ að sögn starfsmanna. Vladímír Kadanníkov forstjóri segir að menn úr samtökum glæpamanna umhverfis bæinn hafi komizt inn í verksmiðjuna sjálfa með lygum, mútum og hót- unum. Hann segir að margir segi ekki frá árásum af ótta við hefndir. „Við vitum um sex árásir sem hafa verið gerðar," sagði hann, nog mannfall varð í einni þeirra. Eg er viss um að fleiri hafi verið gerðar." Svartamarkaðsbrask í VAZ vinna 2.160 manns við öryggisgæzlu til þess að koma í veg fyrir að varahlutir séu seldir á svörtum markaði, en erfitt er að tryggja fullkomið öryggi. „Við urðum að koma á fót sér- stakri varðsveit," sagði Kadann- ikov, „og fyrr á þessu ári stofnuð- um við öryggisgæzlulið. Við verð- um að greiða laun og kaupa tækni- búnað, vopn og fleira. Kostnaður- inn er mikill.“ Viðleitni verksmiðjunnar virðist unnin fýrir gíg. Einangruðu, snæviþöktu svæði rétt hjá Togl- iatti hefur verið breytt í sölutorg til þess að selja varahluti í Lödur og verðið er rúmlega helmingi lægra en í Moskvu. Varahlutunum er áreiðanlega stolið beint úr VAZ. Illa þokkaðir “bíznezmenn" selja kúplingu í Lödu á jafnvirði 30 dollara, sem er einn fjórði af mánaðarlaunum rússnesks verkamanns. „Ég hef leitað að kúplingu í öllum varahlutaverzlunum í bæn- um,“ sagði kaupandinn, Valerí. „Ég er viss um að henni hefur verið stolið, en hún virðist ný og ég fæ enga annars staðar.“ Erlend tengsl Togliattibær hefur verið nátengd- ur umheiminum frá gamalli tíð, meðal annars vegna þess að bílar þaðan eru seldir til 80 landa. VAZ sendir bíla sína meðfram Volga, yfir Barentshaf til Hull á Englandi eða borga í öðrum löndum. Á áratugnum 1960-1970 leyfði Leoníd Brezhnev sovétleiðtogi út- lendingum að fara þangað þegar samið hafði verið við Fiat-verk- smiðjurnar á Ítalíu um smíði bíls að sovézkum hætti. Hann var kall- aður „Zhiguli“ í Rússlandi en Lada erlendis — Zhiguli þótti hljóma eins og „Gigolo“ í eyrum útlend- inga. VAZ þarf erlenda aðstoð til þess að endurbæta bíla sína og nokkur vestræn fyrirtæki hafa sent fulltrúa til Togliatti til þess að tryggja viðskipti. Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! nashuatei ★ Mest seldu Ijósritunarvélar á íslandi! ★ Faxtæki ★ Fjölritar ★ Kjölbinditæki Vönduð þjónusta og traustar vélar tryggja vinninginn ! Verib velkomin í vinningsliðið! Umboð: Hljómver, Akureyri Póllinn, Isafirði Geisli, Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.