Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 34
34 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Smárít um flóknar ákvarðanir Ut er komið smáritið Flóknar ákvarðanir sem er áttunda ritið í ritröð Viðskiptafræði- stofnunar Háskóla íslands og Framtíðarsýnar hf. Höfundur rits- ins er Snjólfur Ólafsson dósent við viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla íslands. í frétt frá útgefanda segir m.a. að hraði breytinga í umhverfí fyrirtækja sé mikill og í raun sé margt sem bendi til þess að umfang breyt- inga sé meira en stjórnendur fyrirtækja geri sér almennt grein fyrir. Fyr- irtæki verði því stöðugt að aðlagast breytingum í umhverfinu. Til að verða leiðandi í atvinnugrein þurfi stjómendur að taka margar og oft og tíðum vandasamar ákvarðanir. Akvörð- unartaka sé þannig einn mikilvæg- asti þátturinn i sérhverju breyt- ingaferli. I ritinu er fjallað um þá verk- þætti sem hafa þarf í huga við ákvarðanatöku, sérstaklega hvað varðar flókin viðfangsefni. Annars vegar er minnst á þau grundvallar- atriði sem höfundur telur að skipti sköpum við skilvirka ákvaðana- töku. Meginviðfangsefni ritsins er hins vegar að kynna og skýra það ákvörðunarferli sem verkþættimir mynda. Ákvörðunarferlinu er skipt í fjögur stig, sem ná yfír 12 verk- þætti, allt frá mótun viðfangsefnis til framkvæmdar ákvörðunar. Framtíðarsýn hf. gefur út rit- röðina og er hún unnin í samvinnu við Viðskiptafræðistofnun Há- skóla íslands. Ritstjóri er Runólfur Smári Steinþórsson lektor. Efni ritraðarinnar tengist beint stjóm- un og rekstri fyrirtækja og er hvert rit um aftnarkað efni. Á hveiju ári koma út átta rit og geta áhugasamir gerst áskrifend- ur hjá Framtíðarsýn hf. Ritin fást einnig í öllum helstu bókaverslun- um. FORSETI íslands heimsækir Össur sem tekið hefur upp vottað gæðakerfi. VOTTUÐ gæðakerfí sam- kvæmt ISO 9000 alþjóð- legu stöðlunum um gæða- kerfí eru að verða æ algengari. Fyrirtæki og opinberir aðilar í við- skiptum gera þá kröfu við samn- ingsgerð að virkt gæðakerfí sé fyrir hendi hjá viðsemjendum sín- um. Þetta á við í helstu iðnríkjum og er að verða að staðreynd í ís- lensku viðskiptalífi. Bylgja vott- aðra fyrirtækja hérlendis hefur farið hægt af stað en er vaxandi. Lýsi hf. og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna voru fyrstu fyrirtækin á Islandi til að fá vottun og síðan hafa þijú fyrirtæki bæst í hópinn ár hvert. Það síðasta er stoðtækja- fyrirtækið Össur hf. og fylla vottuð fyrirtæki nú fyrsta tuginn. Líkur benda til að þeim fjöigi örar þetta árið. Athygli vekur hve fjölbreytt að stærð og gerð vottuð fyrirtæki á íslandi eru. Þau stunda margvís- lega starfsemi, em m.a. í matvæla- vinnslu, almennum iðnaði, stóriðju og matvælasölu. Flest stunda þau útflutning að verulegu leyti. Nokk- ur hluti þeirra er samt mestmegn- is á innanlandsmarkaði og sum eru alfarið þar eins og Osta- og smjör- salan sf. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að vottuð gæðakerfi séu einungis fyrir fyrir- tæki í útflutningi. Vottuð fyrirtæki á íslandi eiga það hins vegar sam- eiginlegt er að vera öll á meðal framsæknustu fyrirtækja á sínu sviði og senda vörur sínar á kröfu- harða markaði. Gæðakerfi skv. ISO 9000 ISO 9000, alþjóðlegu staðlamir um gæðakerfi, er safn nokkurra staðla sem innihalda kröfur til gæðakerfa og ýmsar leiðbeiningar um uppbyggingu og gerð kerf- anna. ISO 9000 og ISO 9004 eru leiðbeinandi staðlar en kröfur til gæðakerfa era skilgreindar í ISO 9001, 9002 og 9003. í ISO 9001, sem er þeirra ítarlegastur, eru kröfur til gæðakerfa settar fram í 20 köflum og má t.d. nefna kafla Vottuð gæðakerfí á Islandi Sjónarhorn Vottuð fyrirtæki á íslandi eiga það sameiginlegt er að vera öll á meðal framsækn- ustu fyrirtækja á sínu sviði, segir Einar Ragnar Sig- urðsson, og bendir á að fyrir- tækin sendi vörur sínar á kröfuharða markaði um stýringu ferla, innkaup, þjálf- un, úrbætur og síðast en ekld síst ábyrgð stjórnenda fyrirtækisins. Þegar gæðakerfí er byggt upp era starfshættir fyrirtækisins skipulagðir með það að markmiði að fækka mistökum, þannig að hlutimir séu gerðir rétt í upphafi og ekki þurfi að endurvinna þá. Starfshættir era skjalfestir og sett- ir fram á skipulegan hátt í gæða- handbók. Það leiðir m.a. til þess að auðveldara er að halda uppi jöfnum framleiðslugæðum, þannig að ekki verði munur á því hvort varan er framleidd fyrir hádegi á ---- Einar Ragnar Sigurðsson þriðjudegi eða eftir hádegi á föstu- degi. Vottunin sjálf felst í því að utan- aðkomandi aðili fer yfír gæðahand- bók fyrirtækisins og metur hvort gæðakerfíð uppfylli kröfur viðkom- andi staðal. Jafnframt tekur hann út hvort unnið sé eftir skjalfestu verklagi í fyrirtækinu. Vottunin er því ekki raunveraleg staðfesting á gæðum framleiðsluvaranna heldur staðfesting á því að unnið er eftir fyrirfram ákveðnu kerfí. Vegna þessa hefur stundum komið upp sá misskilningur að ekkert sé á vottuninni að græða fyrir við- skiptavininn. Ef framleiðslukerfið miðist við að framleiða slæma vöra sé hægt að fá vottun á það, ef varan er allaf jafn slæm (,jöfn gæði“ gæti einhver sagt). Málið er hins vegar ekki svo einfalt. í vottuðu gæðakerfí er innbyggt ferli sem tekur á kvörtunum og öðram athugasemdum viðskipta- vina og tryggir að bætt sé úr umkvörtunarefnum. Ekki aðeins þannig að vandamál viðkomandi viðskiptavinar séu leyst heldur líka að hrandið sé af stað skipulegum úrbótum til að koma í veg fyrir endurtekningu. Fyrirtæki með vottunarhæft gæðakerfi sem hefur það að markmiði að framleiða lé- lega vöru þarf því að setja fram gæðastefnu sem endurspeglar lé- lega vöra og það verður jafnframt að fínna viðskiptavini sem vilja slíka vöra. Gæðakerfi era því ör- ugg gæðatrygging fyrir viðskipta- vini vottaðra fyrirtækja því hlut- verk gæðakerfa er að tryggja að viðskiptavinirnir fái vöra sem er í samræmi við þeirra kröfur. í þessu sambandi má nefna að þau gæða- kerfi sem höfundur hefur komið að hafa verið byggð upp af miklum metnaði með það að leiðarljósi að gera ætíð betur en áður. Sama má öragglega segja um önnur hér- lend fyrirtæki sem hafa byggt upp hjá sér vottuð gæðakerfi. Uppbygging gæðakerfa Þekking á gæðakerfum hefur vaxið stórlega hérlendis á undan- fömum áram og er uppbyggingar- tíminn sífellt að styttast. Heppileg- ast er að eiginleg uppbygging taki eitt til tvö ár. Ef uppbyggingar- tíminn er kominn mikið niður fyrir eitt ár er hætt við að menn hafi flýtt sér of mikið og ekki náð að koma breyttu verklagi á jafn óðum. Ef uppbyggingin er farin að taka meira en tvö ár hefur ekki verið unnið nógu skipulega eða af næg- um áhuga og þá er líklegt að elstu kerfíshlutarnir séu orðnir úreltir vegna breytinga í fyrirtækinu. Ymsar leiðir hafa verið famar í uppbygginu gæðakerfa. Oft er ráð- inn sérstakur starfsmaður sem sinnir uppbyggingunni og aðrir hafa treyst meira á utanaðkomandi ráðgjöf. í upphafí er mikilvægt að afla sér nauðsynlegrar þekkingar og skipuleggja verkefnið þannig að það vinnist á öraggan hátt. Nauðsynlegt er að skapa svigrúm innan fyrirtækisins til að starfs- menn hafí tíma til að taka þátt í uppbyggingu kerfísins og tileinka sé nýjar aðferðir. Gæðakerfið er safn þekkingar á því hvemig fyrir- tækið starfar. Það fylgir því geypi- legur lærdómur fyrir starfsmenn og stjómendur að taka virkan þátt í uppbyggingu kerfísins. Hvert fyr- irtæki þarf að velja rétt jafnvægi utanaðkomandi þekkingar og eigin vinnuframlags. Hvaða leið sem er valin við uppbyggingu gæðakerfis er hins vegar Ijóst að gæðakerfi er ekki eitthvað sem fyrirtæki geta keypt sér. Hvert fyrirtæki verður að fá sitt eigið kerfí. Höfundur starfar sem rekstrarr&ðgjafi /yá R&ðgarði hf. VIÐSKIPTAHUGBUNAÐUR SVEIGJANLEIKINN ER FORSENDA ÁRANGURS STRENGUR hf. - í stöðugri sókn Stórhöfða 15, Reykjavík, sími91 -875000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.