Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 36
36 D FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ 101 VIÐSKIPTI Tilgnngiir og þróun Orkusáttmála Evrópu Olíumarkaðurinn íslendingar undirrítuðu nýveríð Orkusátt- mála Evrópu en með honum eru ríki vestan- verðrar Evrópu að tryggja sér aðgang að orkulindum fyrrum Sovétríkja gegn því að fjárfesta og flytja verkþekkingu til þessa svæðis. Guðmundur W. Vilhjálmsson fjall- ar hér nánar um þennan markað sem víða eru miklar vonir bundnar við. ÞEGAR aðgengi skapaðist að orkustöðvum fyrrum Sovétríkjanna varð ljós hin gífurlega mengun sem þar var. Miklar vonir voru bundnar við orkusáttmála Evrópu ( European Energy Charter), er hann var samþykktur af 35 þjóðum í árslok 1991.Var honum ætlað að koma á fjárfest- ingum í fyrrum Sovétríkjum og greiða þeim aðgang að markaðs- kerfi vestrænna þjóða þeim og öðrum til blessunar. Aðalforsendur sáttmálans voru annars vegar áhugi Vestur Evrópu á að tryggja sér aðgang að orkulindum í fyrrum Sovétríkjum og jafnframt þeim markaði, sem þar væri fyrir hendi fyrir nýja tækni og íjárfestingar í olíuiðnaði og hins vegar þörf þeirra ríkja fyrir nýja tækni, nú- tímaskipulag og í heild sinni nýtt umhverfi, lagalega og stjómunar- lega, sem gerði þessum þjóðum kleyft að starfa í takt við háþróað- an olíuiðnað annars staðar. Áhugi Vestur Evrópu stafaði líka af því að þegar aðgengi skap- aðist að orkustöðvum á hinum víð- áttumiklu sléttum þessarra ríkja, sem áður voru lokuð, varð ljós hin gífurlega mengun, sem þar hafði orðið fyrir kæruleysi eða vankunn- áttu og vitað er að mengun á sér engin landamæri. Aðgerða var þörf strax og svo virtist sem hver að- gerð varðandi mengun og úrbætur í framleiðslu yrði til mikilla bóta. Forsætisráðherra Hollands, Ru- ud Lubbers, lagði á fundi Evrópu- sambandsins í Dublin í júni 1990 fram tillögur um orkumálasátt- mála Evrópu. Tilgangur með þess- um sáttmála kom fram í fjórum punktum: 1. Að skapa aðildarríkjum að- gang innbyrðis að orkulindum og orkukerfum hverra annarra ájafn- réttisgrundvelli. 2. Að tryggja samkeppni og aðgang aðildarþjóða til þátttöku í útboðum á mannvirkjum í orkuiðn- aði hverri hjá annarri. 3. Að tryggja öryggi Qárfest- inga meðal aðildarþjóða á þann hátt að arð megi flytja til heima- ríkis og að koma í veg fyrir bóta- laust eignamám. 4. Koma á upplýsingarskiptum um orkumál og samvinnu um orkunýtingu og nýjungar í orku- málum. Sáttmálinn áréttar þó þá grund- vallarreglu,að ríki hafi full og óskoruð yfirráð yfir auðlindum sín- um, en við nýtingu þeirra beri að gæta umhverfissjónarmiða og að ætíð verði sjálfbær þróun höfð að leiðarljósi. Óháðari OPEC Vestur Evrópa ætlaði sér með orkusáttmála þessum að öðlast forgang að gífurlegum orkubirgð- um í fyrrum Sovétríkjum og verða þannig óháðari OPEC ríkjunum. En fljótlega kom í ljós að fleiri vildu sitja að þessu olíubirgðum. Bandarísk olíufélög höfðu misst eignarhald á olíubirgðum í Mið- austurlöndum. Olíuframleiðslan minnkaði ört í Bandaríkjunum og innflutningur þangað jókst að sama skapi. Bandaríkin vildu líka gera sig óháðari OPEC og þeim fannst ekki eðlilegt að Evrópa sæti ein að olíunámum í Rúss- landi, Kasakstan og víðar handan tjaldsins sem féll. Þau ákváðu því að verða aðilar að sáttmálanum og Japan fylgdi í kjölfarið. ísland gerðist stofnaðili að sáttmálanum. Var þar m.a. haft í huga, að það gæti greitt fyrir aðgang að mörk- uðum á orkusviðinu með tilliti til borana og jarðhitaráðgjafar. í framhaldi af sáttmálanum var gert ráð fyrir að gerðir yrðu tveir samningar til útfyllingar. Fljótlega kom í ljós að allir voru ekki sam- mála um hvað standa skildi í samningunum. Svo virtist sem Rússar og fleiri ríki þar austur frá hefðu ekki gert sér grein fyrir anda sáttmálans svo sem því at- riði, að gert var ráð fyrir að ekki mætti meina aðgang að olíu og gasleiðslum, þ.e. að kerfin skyldu vera öllum opin á jafnréttis-grund- velli ( Common Carrier ). Rússar hafa beitt fyrrum sambandsrríki sín ströngum skilyrðum varðandi aðgang að leiðslum gegnum Rúss- land, en afnot þeirra er þeim nauð- synleg til að koma olíu sinni á markað erlendis. Bretar voru einn- ig mjög hikandi við að fallast á þetta atriði. Breytingar frá fyrstu hugmyndum í meðförum hefur nokkuð verið sveigt frá upprunalegum hug- myndum sáttmálans, en 17. des- ember sl. undirrituðu 46 þjóðir fyrri samninginn í Lissabon. Sig- hvatur Björgvinsson, iðnaðarrráð- herra, undirritaði samninginn fyrir Islands hönd en Alþingi þarf að staðfesta hann. Ekki er einkavæð- ing nú skilyrði vegna andstöðu Norðmanna og Rússa. Sum ríki hafa talið að ekki sé nægilega tryggt að flytja megi hagnað til heimastöðva fyrirtækja í væntan- legum samningum og eru Banda- ríkjamenn þar á meðal enda undir- rituðu Bandaríkin ekki samning- inn og eru menn nú ekki eins bjart- sýnir á að takast muni að skapa grundvöll, sem fjárfestingar í fyrr- um Sovétríkjum myndu byggjast á. Bandaríkin telja jafnframt að Evrópusambandið njóti forréttinda skv. samningnum. Það vefst jafn- framt fyrir stjóm Bandaríkjanna að hún telur sig ekki geta skuld- bundið hin einstöku ríki Bandaríkj- anna. Rússar undirrituðu hinsveg- ar í Lissabon. Jafnframt lýsti orku- málaráðherra Rússlands yfir, að Rússa myndu þurfa 35 miljarða dollara til koma olíuvinnslumálum sínum í gott horf. Frestur gefst til 16. júni á næsta ári til að undir- rita þennan samning. Rússland. Þolinmæði stóru olíufélaganna gagnvart Rússlandi fer nú að þverra. Viðbrögð rússneskra stjómvalda skapa mikla óvissu. Heimildir em veittar og síðan aft- urkallaðar. Svör eru mjög óljós um skattlagningu af starfsemi ol- íufélaga í Rússlandi og raunar líka í öðmm þessarra nýju lýðvelda. Nokkur hinna stóm olíufélaga hafa hætt við áform sín í þessum lýðveldum og huga frekar á fjár- festingar í Kína og öðrum Asíu- ríkjum. í dag leita olíuauðug ríki ákaft til olíurisana með óskir um fjárfestingar gagnstætt því, sem áður var. ítök mafíunnar Til stóð að fella niður kvóta og leyfisveitingar á olíuútflutningi frá Rússlandi frá síðustu áramótum, en þá átti allur útflutningur að verða fijáls gegn greiðslu útflutn- ings-skatta eins og gert hafði ver- ið samkomulag um við alþjóðlegar fjármálastofnanir. En nú, er komið var að þessu, kom hik á viss öfl innan stjórnkerfis Rússlands. Ástæðan fyrir þessu er sú, að nú er óttast, að er ákvörðunarvaldi yfirvalda sleppir, muni útflutning- urinn lenda í höndum rússnesku mafíunnar. Rússneska mafían hefur mikinn hluta dreifingar á bensíni á sínu valdi. Við fall kommúnismans féll einnig réttar- og réttargæslukerfið án þess áð nýtt kæmi i staðinn. Hvorki almenningur né lögreglan var viðbúin þessu. Mafían kom í kjölfarið og styrkist stöðugt með ofbeldi og morðhótunum jafnt gegn innlendum aðilum sem erlendum. Breskur starfsmaður erlends ol- íufélags var keyrður niður á götu í Pétursborg og beið bana og blaða- maður var myrtur í Litháen vegna rannsókna sinna á tengslum maf- íunnar við olíuiðnað Rússlands. Neste, finnska ríkisolíufélagið, hef- ur hætt starfsemi sinni og fjárfest- ingum í fyrrum Sovétríkjunum þar sem ekki var hægt að tryggja ör- yggi starfsmanna. Aðgerðir Rússa í Tsjesjníju og sú grimmd. sem þar er beitt hafa vakið kröftug mótmæli á Vestur- löndum og valdið áhyggjum um stöðugleika í stjóm Rússlands. Óttast menn nú að fjárfestingar, sem gerðar yrðu í dag gætu verið glataðar á morgun með tilkomu nýrra stjórnarherra. Heima fyrir hafa aðgerðir rússneska hersins í Tsjesjníju verið ákaft gagnrýndar og ekki bætti úr skák hve illa var af stað farið, er vanmáttur rúss- neska hersins opinberaðist. Ýmsir styðja þó aðgerðirnar og telja, að Jeltsin hafi ekki átt ann- arra úrkosta völ, þar sem fleiri ríki hefðu annars sagt sig úr lög- um við Rússland. Vitnað er til þess að um fleiri múslimaþjóðir er að ræða innan Rússlands og meðal fyrrum Sovétríkja og að íran og jafnvel Tyrkland sækjast nú mjög eftir áhrifum þar með loforðum um efnahagsaðstoð, sem Rússland getur ekki veitt. Á Vest- urlöndum er sigur rússneska hers- ins af mörgum talinn nauðsynleg- ur til að hindra það að múslimar í Rússlandi sameinist öðrum mú- slimum og auki á þá ógn, sem stórveldi múslima gæti orðið. Aðr- ir benda á að innan Rússlands sé eingöngu um múslima að nafninu til að ræða, að ráðandi kynslóð, alin upp undir ráðstjóm, sé ger- sneidd öllum trúarlegum tengsl- um. Miklar olíulindir eru í sumum þessarra múslimaríkja. Kvótakerfið úr gildi Á gamlársdag nam svo Viktor Tsjernomyrdin, forsætisráðherra Rússlands, úr gildi kvótakerfíð, sem gilt hafði um útflutning olíu frá Rússlandi, eftir miklar deilur innan stjórnar Rússlands, enda hafði Alþjóðabankinn hótað að afturkalla lán upp á 60p miljónir dollara að öðrum kosti. Ákvörðun- in tekur gildi við birtingu, en lekið hefur út að jafnframt hafi útflutn- ingsskattar verið lækkaðir úr 30 ecu ( um 5 dollara ) á tonn í 22 ecu á tonn. Milliliðakerfi verður enn við líði, en milliliðum fækkað. Talið var að rússneskir fram- leiðendur yrðu skyldaðir til að selja innlendum hreinsunarstöðvum 65 % af hráolíuframleiðslu sinni, en af því mun ekki verða. Má því búast við auknum útflutningi, jafnvel svo að áhrif gæti haft á heimsmarkaðsverð, ef betra skipu- lag kemst á framleiðslu og flutn- inga, enda er verð á innlendum markaði töluvert lægra. Áhætta er tekin með niðurfellingu kvóta, þar sem það gæti leitt til þess að skortur verði á olíu í Rússlandi eða stórhækkunar á verðum og gæti það orðið banabiti Jeltsin. Stutt er síðan hitunarolía var allt að því ókeypis í Sovétríkjun- um. Stjómvöld hafa þó ekki sleppt tökum á dreifingar-kerfinu, jarð- leiðslum, og hafa því enn nokkur tök á að stýra því hvert hráolían fer. Spuming er, hvort það sam- rýmist orkusáttmálanum, sem Rússar hafa undirritað. En með þessu tryggja Rússa sér jafnframt hagnað af olíu annarra fyrrum Sovétríkja, sem þurfa að nota þessar flutningaleiðir. Ýmislegt bendir til þess að síðustu aðgerðir Rússa nægi ekki til að eyða tor- tryggni vestrænna ríkja og olíufyr- irtækja. Höfundur er forstöðumaður eldsneytisdeildar Flugleiða Viðskiptafræðingur/ markaðsfræðingur Fyrirtæki á sviði tölvuráðgjafar óskar eftir að ráða viðskipta-/markaðsfræðing til starfa sem fyrst. Starfið felst í markaðssetningu á nýju sölu- og markaðskerfi, svo og aðstoð við ráðgjöf á því sviði. Reynsla er ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavörðustlg la - 101 fíeykjavlk - Sími 621355 Bláb allra landsmanna! -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.