Morgunblaðið - 20.01.1995, Page 1

Morgunblaðið - 20.01.1995, Page 1
HM’95 TENNIS / OPNA ASTRALSKA JílflrgttttMafoífo 1995 FOSTUDAGUR 20. JANUAR BLAD ÍTR gef- ið gólf- efniá Laug- ardals- höll Iþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur, ÍTR, og Harðviðarval hf fyrir hönd Tarkett European Floor- ing Division í Svíþjóð hafa gert samning um að TEFD afhendi ITR án endurgjalds gólfefni sem verður notað í heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Laugardalshöll en að lokinni keppni hefur ÍTR ótak- markaðan rétt á gólfinu sem verður sennilega sett í nýja viðbyggingu Laugardalshallar. ITR mun í sam- vinnu við Framkvæmdanefnd HM 95 sjá um kynningu á gólfefni fyrir íþróttahús frá Tarkett meðan HM stendur yfir. Gunnar Þór Jóhannesson, mark- aðsstjóri Harðviðarvals, sagði að áætlaður kostnaður vegna efnisins o g lagningar þess væri um 4,8 miHj- ónir króna en auk þess þyrftu Svíamir að greiða um tvær milljón- ir í ferða- og uppihaldskostnað starfsmannanna, sem kæmu til að ganga frá verkinu. Gólfið verður lagt í apríl en um er að ræða 6,5 millimetra þykkan dók sem verður settur ofan á gólfið sem er í Höll- inni. Hann verður eingöngu með merkingum sem eiga við handknatt- leik. Gunnar Þór sagði að Svíar legðu mikla áherslu á að framleiða full- komið íþróttagólf og þeir litu á móttöku gjafarinnar sem bestu mögulegu kynningu efnisins næsta áratug. Málið hefði samt komið óvænt upp. Á fundi í fyrra hefðu Svíamir verið að hæla landsliði sínu í handknattleik og svarað athuga- semdum þess efnis að íslenska liðið væri líka ágætt með því að segja að íslendingar hefðu ekki unnið Svía í nokkur ár. „„Við höfum ekki spilað við Svía á almennilegu gólf- efni lengi,“ sagði ég þá og síðan fóru hjólin að snúast. Hins vegar er erfitt að þiggja svona gjöf, en samstarfið við Omar Einarsson hjá ÍTR og HM-nefndina hefur verið mjög gott og við eram ánægðir með samninginn." Eitt íslenskt dómarapar dæmirá HM DÓMARANEFND Alþjóða handknattleikssam- bandsins (IHF) hefur ákveðið hvaða 16 dómara- pör dæma á HM hér á landi í maí. Eitt íslenskt par var valið, þeir Rögnvald Erlingsson og Stef- án Arnaldsson, og fyrsta varapar eru þeir Há- kon Sigurjónsson og Guðjón L. Sigurðsson. Tvö dómarapör koma frá Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi en eitt par frá eftirtöldum löndum: Islandi, Rúmeníu, Frakklandi, Spáni, Sviss, Pól- landi, Danmörku, Ítalíu, Hollandi og Argentínu. Miðað við þau dómarapör sem verið hafa að dæma á stórmótum hingað til vekur athygli að aðeins eitt par kemur frá landi utan Evrópu og ekkert par frá Rússlandi eða fyrrum Sovétríkj- unum. Einnig er það athyglisvert að þýsku dóm- arapörin eru þau pör sem eru í öðru og fjórða sæti á styrkleikalista Þjóðverja, en fróðir menn segja að þetta séu engu að síður bestu pör þýskra. Sameinast í bæn FYRIR leik Vals og Hauka í undanúrslitum bikar- keppninnar í handknattleik að Hlíðarenda í fyrra- kvöld minntist séra Vigfús Þór Árnason, sóknar- prestur í Grafarvogi, þeirra sem létust í snjóflóðinu í Súðavík. Hann bað leikmenn og áhorfendur að minnast þeirra látnu og þeirra sem eiga um sárt að binda með því að sameinast í bæn. Síðan var mínútu þögn og leikmenn beggja liða léku með sorgarbönd. Leikmenn Þórs og Grindavíkur léku með sorgar- bönd á Akureyri í gærkvöldi — þar var einnig mínútu þögn fyrir leikinn. Afmælisterla beið sigurvegarans STEFAN Edberg hélt upp á 29 ára af mælið sitt í Ástralíu í gær. Júlíus Jónasson skoraðf fjögur mörk. Júlíus náði fram hefndum JÚLÍUS Jónasson náði fram hefndum, þegar hann glímdi við Héðinn Gilsson og félaga í Dusseldorf, sem komu í heimsókn til Gum- mersbach í gærkvöldi. Héðinn hafði betur í bikarkeppninni á dögunum, en Júlíus fagnaði sigru, 25:21, í gærkvöldi í úrvalsdeildinni. „Ég er allur að koma til, er þó ekki kominn í nægi- lega góða leikæfingu enn,“ sagði Júlíus, sem skoraði fjögur mörk. „Þetta var baráttuleikur, en við vorum þó alltaf með undirtökin." Júlíus sagði að Héðinn væri að koma til, en væri þó ekki byrjaður að leika á krafti í sóknarleiknum — leikur mest í vörn enn sem komið er. Edberg hélt upp daginn Svíinn Stefan Edberg, sem hélt upp á 29 ára afmælið sitt í gær, fékk sigur í afmælisgjöf á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Hann sigraði Adrian Voinea frá Rúmeníu 6-3 7-6 6-4 í 2. um- ferð mótsins og gat því með góðri samvisku fengið sér væna sneið af afmælistertu sem beið hans eft- ir leikinn. „Þetta var erfiður leikur enda er Voinea góður tennismað- ur. Það var gott að ná að vinna hann í þremur settum,“ sagði Ed- berg sem mætir Hendrik Dreek- mann, 19 ára Þjóðveija, í þriðju umferð. Mjög heitt var í Melbourne í gær og var hitinn um 35 stig er leikur Edbergs og Voinea fór fram. Ed- berg var spurður að því hvers vegna hann notaði ekki derhúfu þegar svo mikill hiti væri frá sól- inni. „Ég get bara ekki notað húfu þegar ég er að spila, svo einfalt er það. Þú getur ekki kennt göml- um hundi að sitja, er það?“ Hinn nýklippti Andre Agassi sigraði Frakkann Jerome Golmard nokkuð örugglega 6-2 6-3 6-1 og er kominn í þriðju umferð keppn- innar. Agassi hefur ekki tapað setti tvær fyrstu umferðirnar og virðist til alls líklegur. Ef hann kemst í undánúrslit mun hann mæta Stefan Edberg, en nú eru 32 keppendur eftir í einliðaleik karla. Úrslit í kvennaflokki voru eftir bókinni. Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni, sem er efst á styrkleika- listanum, vann Tammi Whitlinger Jones frá Bandaríkjunum örugg- lega á aðeins 63 mínútum. HAIMDKNATTLEIKUR: KA-MENIM OG STJORNUSTULKURIBIKARURSLIT / C3 r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.