Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF Bangsi hefur lengi verið vinsæll félagi ÓSKÖP sætur bangsi var nýlega seldur bangsa-safnara á sex millj- ón krónur, á uppboði hjá Sotheby’s. Var þar á ferð vel með farinn bangsi Margaretar Steiff frá árinu 1903. Margaret þessi Steiff þótti afburða saumakona og var þekkt Þýskalandi um aldamótin fyrir gullfalleg bamaföt sem hún hann- aði og saumaði. Síðar fór hún að gera bangsa og átti drýgstan þátt í því að hið stóra, sterka og ógn- vekjandi dýr, skógarbjöminn, er mjúkur, góður og notalegur í hug- um okkar. Steiff-verksmiðjan er enn starfrækt og þykja þeir bangs- ar þeir fínustu, Rolls Royce leik- fanganna, segja þeir sem vit hafa á. Á liðnum áratugum hafa börn sofið með bangsa sinn í fanginu og þótt árin líði og bangsi trosni, skipar hann veigamikinn sess í hjörtum margra fram á gamals aldur. Dansandi bangsi í tímaritinu Pacific Way var nýlega grein um bangsa og m.a. rifjað upp að Ptolemy II. konungur í Egyptalandi, átti dýragarð fyrir 2.200 ámm, þar sem ísbjörn var meðal íbúa. Á 15. og 16. öld skemmtu Evrópubúar sér margir við bjarndýraveiðar og síðar not- færðu fjölleikahús sér námshæfi- leika bjama. Áhorfendur gerðu þá skýlausu kröfu að sómasamlegt Ijölleikahús hefði skemmtiatriði með björnum, þar sem þeir skaut- uðu, léku listir með bolta, stóðu á „höndum" eða kepptu í boxi. Bangsi hefur forskot í dótabúð Þótt samkeppni ríki um hylli þeirra sem heimsækja dótabúðir, virðist bangsi hafa forskot á tusku- dýr af öðmm tegundum og öll þau ógrynni af leikföngum sem fylla hillurnar. í Bandaríkjunum kostar meðalstór Steiff-bangsi í kringum 50 þús. kr. í greininni kemur fram að víða taka verslanir að sér að panta Steiff-bangsa fyrir við- skiptavini og haft er eftir eiganda leikfangaverslunar á N-Sjálandi að hann hafi nýlega pantað rúm- lega 100 þús. kr. bangsa fyrir vel stæðan viðskiptavin. Tuskubangsar þekktust á síð- ustu öld, en urðu ekki verulega algengir fyrr en á 20. öld. í ensku- mælandi löndum er hann kallaður Teddy bear og er skemmtileg saga bak við nafngiftina. Er hún rakin stuttlega og sagt er frá ástæðu þess að Teddy bear var nefndur í höfuðið á Theodore Roosevelt Bandarikjaforseta frá 1901 til 1909. STÓR bangsi stendur vörð fyrir framan stærstu leikfanga- verslun í Christchurch á Nýja-Sjálandi. þegar líða fór á 6. áratuginn var farið að nota gler og plast í augu bangsanna. Forseti i bjarndýraveiði Roosevelt hafði frá barnæsku áhuga bjamdýraveiðum og einkum þótti honum fjörug tilhugsun að komast í návígi við grábjörn, stór- an mannskæðan björn sem lifir í vesturríkjunum. Haft var eftir hon- um að yfirvegaður veiðimaður og vel vopnum búinn ætti að geta fangað grábjörn. Sagan hermir að í nóvember 1902 hafi forsetinn tekið sér frí frá skyldustörfum til að komast í veiðiferð til Mississippi. Lánið var ekki með honum og stærsta dýrið sem hann fann var íkorni. Einum af fylgdarmönnum forseta þótti ófært að hann kæmi úr bjarndýra- veiði með aðeins eina bráð, sem þar að auki væri íkorni, svo hann varð sér úti um lifandi skógarbjörn í nágrenninu. Björninn var um 120 kg að þyngd og hafði gengið í gildru veiðimanna. Samkvæmt sögunni afhenti maðurinn forseta sínum bjöminn með þeim orðum að hann gæti skotið hann og hag rætt sannleikanum um veiðiafrek þegar hann kæmi aftur til Was- hington. Stóðst hégómlega áskorun Theodore Roosvejt var stað- fastari en svo að hann félli fyrir hégómlegri hugmynd fylgdar- mannsins. 15 árum áður hafði Roosvelt stofnað Boone- og Croc- kett-klúbbinn sem hafði það mark- mið að stuðla að og efla heiðar- leika í öllum íþróttum, en klúbbur- inn var nefndur eftir djarfhugun- um Daniel Boone og Davy Crock- ett. í ljósi þess fannst forsetanum ekki við hæfi að skjóta hinn fang- aða björn og sneri heim til forseta- hallar með hræ af einum íkorna. Clifford K. Berryman pólítískur grínmyndateiknari hjá Washington Post, frétti af þessum atburði og teiknaði skrípamynd af Roosevelt, þar sem hann mundaði rifíl og miðaði í átt að litlum krúttlegum bjamarhúni. Teikningin vakti mikla athygli og eftir þetta teikn- aði Berryman álltaf bjarnárhún við hlið Theodores Roosvelt. Aðrir teiknarar tóku hugmyndina upp í myndum sínum og vora ófáir bjamarhúnar teiknaðir við hlið Bandaríkjaforseta á næstunni. Um svipað leyti fékk rússneskur innflytjandi í New Jersey þá hug- dettu að framleiða leikfanga- bangsa, sem líktist húninum í teikningum Washington Post. Leikfangabangsarnir voru settir á markað undir nafninu Teddy bear. Bangsa-æði grípur um sig Rússinn efnaðist vel, enda seld- ust bangsar í tonnatali í Bandaríkj- unum og utan þeirra. Bretar voru einna hrifnastir og er getum leitt að því að þeim hafí þótt sniðugt að eiga „Teddy,“ sem var gælu- nafn Bretakonungs, Eðvarðs kon- ungs VII. Ekki leið á iöngu þar til Steiff-verksmiðjan í Þýskalandi fór fram úr öllum öðrum bangsa- framleiðendum. Á árunum 1903- 1908 jókst framleiðsla fyrirtækis- ins úr 12 þúsund böngsum í tæpa milljón. Fyrstu bangsarnir, þeir sem framleiddir voru fram að heims- styrjöldinni fyrri, voru raunveru- legir í útliti. Þeir vora miklir yfír axlir og með langa útlimi. Á þeim tíma voru bangsar gerðir úr mo- hair-gami, sem unnið er úr ang- órageitaull, og fylltir með sagi. Nef og munnur voru saumuð í og viðartölur vora oftast notaðar fyrir augu. Uröu hrædd viö óhljóöin Steiff-bangsar vora þeir fyrstu sem höfðu hreyfanlega útlimi og gáfu frá sér hljóð þegar ýtt var á kvið þeirra. Hljóðið var drunga- legt, líktist mest bauli og hræddi viðkvæm börn. Voru því gerðir bangsar sem gáfu frá sér blíðlegri hljóð. Bangsar hafa verið söguper- sónur í ljölda bóka, en einna þekkt- ust er líklega sagan um Padding- ton eftir Michael Bond. Paddington ferðast um heiminn með tösku og klæddur frakka, en sagan segir að höfundurinn hafí fengið hug- myndina frá bangsa sem hann keypti í jólagjöf handa konunni sinni í Selfridges í London árið 1956. Skömmu fyrir 1950 var farið að gera bangsa úr gerviefnum og fylla þá með vattefni. Smám sam- an urðu þeir flatneskjulegri í fram- an og umfangsminni um axlir og þegar líða fór á 6. áratuginn viku augu úr viðartölum fyrir gler- eða plastaugum. Á eldri gerðum bangsa höfðu augu verið fest með vír, en það þótti ekki lengur ör- uggt, svo farið var að festa þau með öryggisfestingum. Nef og þófar voru framleiddir úr gúmmíi eða plasti og á tímabili áttu bangs- ar með opinn munn, tungu og tenn- ur, vinsældum að fagna. 1964 kom á markað fyrsti bangsinn sem aug- lýst var að mætti þvo, en síðan hafa óteljandi gerðir bangsa streymt á markaðinn. Þeir nýtísku- legustu tala og hafa meira að segja þokkalegan orðaforða. Margir ganga, skríða eða hoppa, og spræna jafnvel á sig, sé ýtt á rétt- an hnapp. Þótt gamlir bangsar standist ekki öryggiskröfur og séu í ósam- ræmi við evrópska staðla, era þeir vinsælir safngripir. Þeir eru líka margir sem fá glampa í augun er þeir handfjatla gamla bangsann sinn, þótt stirðbusalegur sé og full- ur af sagi. Kannski líka eineygður og aðra löppina vantar. ■ Brynja Tomer Gjaldþrota einstaklingur má eiga látlaust heimili Á síðasta ári voru gjaldþrotin 767 hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Það er töluverð aukning frá árinu áður en þá voru gjaldþrotin 531. Að sögn Ingveldar Einarsdóttur fulltrúa hjá Héraðsdómi Reykjavíkur geta menn krafist þess að bú þeirra verði tekin til gjald- þrotaskipta ef þeir geta ekki staðið í skilum við lánardrottna sína þegar kröfur falla í gjalddaga og ekki er sennilegt að greiðsluörðugleik- arnir líði hjá innan skamms. Þessar upplýsingar er að finna í 65. grein svokallaðra gjaldþrotalaga. Þoð er túlkunarotriði hverju sinni hvenær heimili kallnst lótlaust en Ijóst er að undir lótlaust heimili falla lausof jór- munir sem eru nauðsyn- legir til að geta haldið heimili og húsbúnaöur á við ísskóp, rúm, fatnað, sjónvarp, þvottavél, sófa- sett o.s.frv. Ingveldur segir að aigengasti grundvöllur gjaldþrotaskipta sé að kyrrsetning, löggeymsla eða íjárnám hafí verið gert án árangurs hjá skuldara að einhveiju leyti eða öllu síðustu 3 mánuði fyrir frest- dag. Frestdagur er sá dagur sem héraðsdómi berst beiðni um heimild til greiðslustöðvunar, eða til að leita nauðasamnings eða krafa um gjald- þrotaskipti. Lánadrottinn getur ekki krafist gjaldþrotaskipta ef krafan er nægi- lega tryggð með veði eða öðram sambærilegum réttindum í eignum skuldarans eða þriðja manns. Þá er ekki hægt að kreijast gjaldþrota- skipta ef þriðji aðili ábyrgist skuld- EITUREFNI í umhverfinu eru talin valda skemmdum á æxlunarfærum karlfóstra Mengun í umhverfi virðist draga úr frjósemi karla SÁ MÖGULEIKI að mengun í umhverfinu kunni að valda minnk- andi fijósemi manna hefur valdið uppnámi meðal vísindamanna. Fyrir tveimur árum vöktu danskir vísindamenn fyrst athygli á hætt- unni, í grein sem byggði á þeim rannsóknum sem gerðar hafa ver- ið á sæði síðastliðin fimmtíu ár. Nokkurra efasemda gætir, því í nóvemberútgáfu breska lækna- tímaritsins viðurkenna þeir að upplýsingar sem safnað hefur ver- ið síðan árið 1970 gætu allt eins bent til að gæðum sæðis hafí hrak- að lítillega, þau staðið í stað eða jafnvel aukist. Dönsku vísindamennimir leggja samt eindregið áherslu á þá „var- færnislegu, almennu niðurstöðu sína að á öllu tímabilinu 1940- 1990 hafi óvefengjanlega orðið rýrnun á gæðum sæðis.“ Minnkandi gæði sæðls Vísindamennirnir segja að þijár nýlegar skýrslur staðfesti minnk- andi gæði sæðis, þar á meða! á tveimur mikilvægum eiginleikum sæðisfruma sem hafa mikil áhrif á frjósemi. Höfundar telja þessar upplýsingar ógnvænlegar, sér- staklega með tilliti til þess hve fijósemi mannanna er lítil í saman- burði við önnur spendýr. Talið er að helmingur sæðis í mönnum sé vanskapaður en ekki nema 5% hjá sumum öðrum dýrategundum. Ekki verður heldur deilt um að tíðni krabbameins í eistum karla hefur aukist síðasta áratuginn. Hvatt er til að rannsóknir verði efldar á þeim eiturefnum í um- hverfinu sem talin eru valda skemmdum á æxlunarfærum karl- fóstra. Einnig leikur grunur á að DDT-skordýraeitur og díoxín, jafnvel í mjög litlu magni, valdi sama skaða, þótt ekki hafi tekist að sanna eitt eða neitt í þeim efn- um. Þessi kemísku efni, sem finnast í vissum hreinsiefnum og plasti, virðast hafa komist inn í fæðukeðjuna með menguðu lofti, jarðvegi og vatni. n --

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.