Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 D 3 irnar eða býður fram greiðslu á kröfunni. Má elga látlaust helmlll - En hvað má gjaldþrota ein- staklingur eiga eftir gjaldþrota- skipti? Ingveldur segir að í 72. grein gjaldþrotalaga sé gerð grein fyrir þýðingu gjaldþrotaskipta. Hún seg- ir að þrotabúið taki við öllum fjár- hagslegum réttindum skuldara sem hann átti eða naut við uppkvaðn- ingu úrskurðarins. Það þýðir með öðrum orðum að þær eignir sem þrotamaður á við upphaf skipta eru teknar til skipta t.d. fasteignir, hlutabréf, bifreið og þess háttar. Getið er um undantekningar í sama ákvæði sem eru að þrotamað- urinn má halda því sem hann vinn- ur sér inn meðan á skiptum stend- ur, einnig má hann halda arfi, dán- argjöf eða lífsgjöf sem hann fær. En þó að einstaklingur verði gjaldþrota má hann eiga það sem þarf til að reka það sem kallað er látlaust heimili. Það er síðan túlkunaratriði hveiju sinni hvenær heimili kallast látlaust eða of íburðarmikið. Ljóst er þó að undir látlaust heimili falla lausafjármunir sem eru nauðsyn- legir til að geta haldið heimili og húsbúnaður á við ísskáp, rúm, fatn- að, sjónvarp, þvottavél, sófasett og svo framvegis. Gjaldþrotaskipti taka mls langan tfma Gjaldþrotaskipti taka mis langan tíma og þegar þeim er lokið er birt tilkynning í Lögbirtingablaði og þá er gjaldþrota einstaklingurinn kom- inn í sömu stöðu og fyrir úrskurð- inn. Ef um eignalaus bú er að ræða er algengt að skipti taki innan við hálft ár. í Lögbirtingarblaðinu er sagt frá nafni og kennitölu þess sem gjald- þrota er, hvenær búinu var skipt upp og hvað greiddist upp í kröfur í einstökum flokkum og hversu mikið ekki fékkst greitt. Að sögn Ingveldar er algengast að þeir kröfuhafar sem ekki fá greidda kröfu sína við skipti fái þær aldrei greiddar en það kemur þó fyrir að skuldarar reyna að greiða það sem ekki fékkst við skiptin. Ef krafan hefur ekki fengist greidd ber engu að síður gjaldþrota aðilinn ábyrgð á henni áfram. Fyrn- ingu er slitið gagnvart þeim sem er gjaldþrota á þeim degi sem skipt- um er lokið. Þá byijar nýr fyrning- artími ef krafan var viðurkennd en annars á þeim degi sem henni var lýst. Fyrningartíml mlsjafn Ingveldur segir að fymingartími á kröfunum sé misjafn. Samkvæmt gömlu gjaldþrotalögunum bar þrotamaður ábyrgð á þeim hluta skulda sinna sem ekki fengust greiddar við skiptin í tíu ár eftir að skiptum lauk. Nú fymast kröfur á þeim tíma sem á við um hveija kröfu fyrir sig. Það er því að þeim tíma liðnum þegar allar kröfur hafa fyrnst sem þrotamaður getur byijað upp á nýtt, fjárfest í húsi, fyrirtæki eða öðm sem vill. ■ grg Hringar sem opmr eru í báða enda NÝJASTA tíska og tímanna tákn segja talsmenn skart- gripafyrirtækisins Hennell í London um nýjustu framleiðsl- una; trúlofunarhringana. Þeir segja hringana trúlofunar- hringa 21. aldarinnar, ætlaða þeim sem ekki hyggjast endi- lega bindast elskunni sinni um alla framtíð, en vilja þó stað- festa ást sína með einhveijum hætti. Hringarnir em táknrænir, því þeir em opnir í báða enda. Hægt er að fá þá úr gulli eða platínu með misjafnlega stómm demanti á öðmm endanum. Þeir em hannaðir þannig að hægt er að láta grafa tvö pör af upphafsstöfum í þá. Hringur með minnsta de- mantinum kostar £750 eða um 80 þús. ÍKR. Þeir sem em alvar- lega ástfangnir (og sæmilega efnaðir) geta fengið armband í stíl fyrir £2.200 eða um 235 þús. IKR. ■ Gamlar og úreltar kerlingabækur eða haldgóð ráð % gegn kvefi og öðrum hvimleiðum kvillum? Margir fylgja ráóum, sem keqnd eru vid bækur gamalla kerlinga, í baráttunni vió kvef og aðrar pestir. KVEF er hvimleiður kvilli sem hijáir flesta endrum og sinnum. Læknavísind- in hafa ekki enn fundið fljótvirkt lyf gegn kvefí og því hafa margir freist- ast til að grípa til ráða sem oft em kennd við kerlingabæk- ur en þar er hvítlaukurinn hátt skrifaður og þyk- ir flestra meina bót. í Forbruker, tímariti norsku neyt- endasamtakanna, birtust nýlega ýmis gömul húsráð, sem öðlast hafa tiltrú almennings í áranna rás. Ekki vill tímaritið ábyrgjast árangurinn (Daglegt líf ekki heldur) en telur að ekki saki að reyna. Gegn flensu og kvefi er sagt gott að kljúfa hvítlauksrif í tvennt og stinga upp í sity hvora nösina. Breiða síðan handklæði yfír höfuðið, grúfa sig yfir fat af sjóðandi vatni þannig að gufan fari á andlitið og sitja þann- ig í hálftíma. Gagnist þetta ekki, er ráðlagt að skipta fímm hvítlauksrifum í litla bita, láta þá í u.þ.b. 1 lítra af appels- ínusafa og drekka. Taka síðan inn C-vítamíntöflu og fá sér tvöfaldan koníakssjúss. Ef ráðið dugar ekki til er bent á að koníakið dugi a.m.k. til að hindra svefnleysi. í gömlum kerlingabókum er hvít- laukurinn lofaður hástöfum. Fullyrt er að hann sótthreinsi bæði munn og maga og hreinsi blóðið. Til að koma í veg fyrir kvef er talið þjóðráð að borða eitt hvítlauksrif á dag og enn betra að tyggja það vel og rækilega þar til allur safí er úr því. Bent er á að nota megi hvítlaukinn í ýmis konar salöt eða sem brauðálegg. Þeir áræðn- ustu geti pressað tvö til þijú hvítlauksrif og soðið safann með mjólk og hun- angi. Til enn betri árangurs í baráttunni gegn flensu og kvefi er eindregið mælt með eftirfarandi drykk: Vítamínsprengja 1 appelsína 'Asítróna 'Amulinn engifer 1 msk. sóberjaolía 2 hvítlauksrif mjólk, krydduð með eins miklum pipar og hver og einn treystir sér til. Best er að drekka litla sopa í einu. Bragðið er ekki ljúffengt, en máltækið segir líka að með illu skuli illt út reka. A eftir er best að leggj- ast til hvílu og láta sig svitna dug- lega. Hellnæmar stofuplöntur Enn má nefna gamalt ráð, sem hægt er að fylgja án mikilla harm- kvæla því sagt er að sítrónu- eða rósablágresi inni í stofu gefi góða raun, því sé við plöntunum blakað gefí þær frá sér angan, sem vinni gegn kvefpestum. Flskbúðingur Einstaka „kerlingabók" gefur all- sérkennilegt og raunar fjarstæðu- J- V V ws ■V . ‘t árangur. Fiskbúðingur- inn þykir einnig gagnast vel gegn stífum hnakka og bakverkjum. Kamfórudropar f verstu tllfellum Kamfórudropar þykja dæmigert kerlingabók- arráð. Ekki einungis gegn kvefi, heldur alls- konar pestum og krank- leika. Sé sykurmoli vættur í 20 slíkum drop- um og borðaður, eiga menn að verða sprell- frískir á augabragði og vel í stakk búnir til að bægja hvers kyns pest- um frá. sttir í snjónum kennt ráð gegn kvefi. Kvefuð- '■ SiiÉllM*' um er ráðlagt að gufusjóða ósaltaðan, heimatilbúinn fískbúðing á pönnu og pakka síðan í viskustykki. Þannig útbúinn á að leggja búðinginn aftur á pönnuna og núa nefinu í viskustykkið þar til búðingurinn kólnar. Bent er á að hægt sé að hita búðinginn upp aftur og aftur, beri fyrsta tilraun ekki Berfs Séu menn kvefaðir, en hraustir að öðru leyti og flfldjarfir til orðs og æðis, ættu þeir ekki að víla fyrir sér eitt „svellkalt" kerlingaráð, sem felst í að hinn kvefaði gengur dijúga stund ber- fættur á köldu kjallaragólfi. Betri árangur er þó talinn nást með því að ganga rösklega en berfættur úti í snjónum. Nauðsynlegt er að þurrka fæturna mjög vel eftir göngutúrinn, fara í lopasokka og síðan beint upp í rúm. ■ Pressið safann úr appelsínunni og hálfri sítrónu. Hrærið saman og blandið hinum hráefnunum saman við. Hvftlaukur um hálslnn Þegar róttækustu aðdáendur kerl- ingabókanna kvefast, skera þeir hvítlauk í skífur eða hringi, troða í langan ullarsokk, sem þeir siðan vefja um hálsinn á sér og leggjast þannig útbúnir til hvílu. Ekki hugn- ast öllum þessi aðferð, en þeir geta þá saxað niður hvítlauk á disk, og látið hann standa á náttborðinu yfir nótt. Ókræsilegur drykkur Pipar og mjólk eru einnig sögð fyrirbyggja kvef... en vel að merkja, aðeins sé það innbyrt satn- an. Uppskriftin er einföld: Soðin ACIDOPHILUS FYRIR MELTINGUNA Er meltingin i ólagi? Margt getur truflað eðlilega starfsemi meltingarfæranna, t.d. langvarandi óheppilegt mataræði. Algengast er þó að neysla fúkkalyfja setji meltinguna úr jafnvægi vegna þess að lyfin eyða þvi miður ekki einungis sjúkdómsvaldandi sýkluin, heldur rústa þau jafnframt nauðsynlegum gerlagróðri meltingarfæranna. Til að koma starfsemi þeirra aftur í eðlilegt horf eru notaðir ACIDOPHII.US gerlar. ACIDOPHILUS töflur, þægilegar í inntöku, koma jafnvægi á meltinguna. Guli miðinn tryggir gæðin. Éh Fœst í heilsubúðum, lyfjabúðum og heilsubillum matvöruverslana. eilsuhúsið Kringlan sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.