Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 D 7 FERÐALÖG unum og verður byrjað á þeim framkvæmdum á næsta ári. Síðasta daginn minn á Akti Myrina kom þangað hópur ungra kvenskáta sem Helen hafði boðið að dvelja þar við námskeiðastörf og leiki í nokkra daga. Hún sagð- ist hafa verið skáti sjáif og vildi sýna hreyfingunni nokkra ræktarsemi. Akti Myrina er auðvitað fyrst og fremst hótel fyrir gesti sem vilja lifa í lúxus og hafa það gott og dvölin á þessu afbragðs hóteli kostar sitt þó ég væri þar upp á önnur og betri býti. Nokkr- ir gesta sem ég rabbaði við höfðu varla farið út fyrir land hótelsins þá daga sem þeir dvöldu þarna. Það hefði mér þótt leiðigjamt enda er bærinn Myrina vinaleg- ur, laus við ys túrisma en glaður og grískur. Þar eru skemmtilegir fiskréttastaðir og víða að fá for- kunnarfallega minjagripi, eink- um þóttu mér íkonarnir vandað- ir. Og svo var einfáldasta mál í heimi að leigja sér skellinöðru til að komast allra sinna ferða. Afródíta lagði andfýlu á konur Limnos kemur við sögu í grískri goðafræðinni og segir frá því þegar Seifur fleygði syni sín- um Hipestusi í bræðiskasti af Ólympusfjalli og skutlaðist hann alla leið til Limnos. Hann kom harkalega niður og var lamaður upp frá því. Hipestusi var gift Afródíta til að reyna að stöðva léttúð- ugt líferni hennar en hún var við sama hey- garðshomið og hélt óspart framhjá bónda sínum. Siðprúðar Limn- oskonur létu vanþókn- un í Ijós. Fauk þá í Afródítu og lagði hún svo á og mælti að þær skyldu allar upp frá því verða svo andfúlar að eiginmenn þeirra hefðu ekki löngun til að koma nálægt þeim. En konurnar hefndu sín grimmi- lega og drápu ekki aðeins eigin- menn heldur flesta karla sem þær komu höndum yfir. Sjálfsagt era Limnoskonur löngu lausar undan álögum gyðjunnar, alltjent era börn á hverju strái. Þó landslagið sé ekki jafn til- komumikið og á ýmsum grískum eyjum er það hlýlegt og við brott- för tæpri viku síðar var mér ofar- lega í huga að þangað vildi ég koma aftur. Þá væri gaman að leigja sér lítið hús inni í Myrina- þorpi. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir h Akti Myrtna á Limnos hly októbergola tók á móti 21 m®r á. flugvellinum, hreint ■f" loft og stjörnuþakinn him- OC inn. Og von bráðar vænn bílstjóri frá Hótel Akti Myr- O ina til að flytja mig á stað- ^X inn. Það er dijúgur spotti Z frá vellinum, gegnum bæinn ^ Myrina og að hótelinu sem E er í víkurkrika rétt fyrir utan bæinn. mJk Hótelið er í litlum bung- 5“ alóustíl og meðan bílstjórinn hljóp á undan mér með tuðr- bm una mína langar leiðir uns kom að bústaðnum mínum varð ég sannfærð um að næstu daga mundi ég öragglega villast til og frá. En að morgni breytti dagsbirta ásýndinni. Bungalóan mín var stór og rúmgóð, steinflís- ar á gólfinu, fallegar mottur, tví- breitt rúm, borð og stólar, gott snyrtiherbergi. Morguninn eftir byijaði ég á því að fara út veröndina mína sem er þó meira en verönd, eins konar pínulóð er við hvert hús, með gróðri og hálfhlöðnum vegg. Á veröndinni gætti ýmissa fleiri grasa þar var ísskápur og á borð- inu ávaxtakarfa og vínflaska. Mikið þótti mér notalegt að að borða morgunverð þarna og horfa út á bláan sjóinn. Til suð- urs sást til þorpsins Myrina í góðu göngufæri. Fálr útlendingar þekkja Llmnos Limnos er ekki ferðamanna- eyja en Grikkir sækja þangað í leyfum sínum og þangað er flog- ið 2-3 á dag frá Aþenu og tekur um 70 mínútur. Inni í bænum era nokkur gistiheimili og eitt annað glæsihótel er sunnar á eynni. Bungaólóurnar skipta tug- um en þó virðast allir vera út af fyrir sig. Þegar gengið er niður í flæðarmálið labbaði ég hjá grískri kaffistofu, barnaleikvelli og í grenndinni er einnig minja- gripa- og póstkortabúð. Skammt undan er morgunverðarsalurinn og þar er veitingastaður með smáréttum og slíku sem er opinn í hádeginu. Uti á sjónum branuðu menn á sjóskíðum, og ef maður vill komast í ígulkeraveislu getur sex manna hópur slegið sér sam- an og pantað bátsferð með Jann- is kapteini á Evangelistru. Allt er ákaflega vel hirt og sífellt verið að snurfusa. Kvöld- verður er í þremur veitingasölum í aðalbyggingunum. Á því svæði er líka sundlaug þó ekki sæist þar hræða, gestir sátu í stólum í sandinum og sleiktu sólskinið. í matsölunum þremur era mis- munandi matseðlar en vegna þess hve seint ársins ég var á ferð og hótelið er lokað frá því síðla í október og fram til maí var búið að loka tveimur. Ekki kom það að sök því úr nógu var að velja í þeim sal sem opinn var og suma daga er einnig hlaðborð með gómsætum grískum réttum. FRÁ Myrinaþorpi. Funda- og ráöstefnuhöll á teiknlborðlnu Helen Dalacouras rekur Akti Myrina af miklum skörangsskap. Hún sagði mér að hún hefði kom- ið til Limnos á hveiju sumri með krakkana sína og verið á þessu hóteli og líkað það afar vel. Mað- urinn hennar var á kafi í pólitík og gaf sér ekki tíma til að vera þar langdvölum. Hún sagði að hún og bömin hefðu tekið ást- fóstri við staðinn og hún ákvað að festa kaup á honum þegar það bauðst fyrir nokkrum árum. Hún hefur látið gera alls kyns endur- bætur og viðhald og ætlar að byggja ráðstefnu og fundahöll og fleiri bungalóur uppi á klett- Morgunblaðið/JK í ígulkeraveislu Jannisar kapteins á Evalgelistra. HVERNIG VAR FLUGIÐ New York til Mexico og víðar með Aero Mexicana MEXÍKÓSKA flugfélagið Aero Mexico er vel búið nýjum vélum og aðbúnaður farþega um borð ágæt- ur. Fyrir nokkra ferðaðist ég með flugfélaginu milli New York og Mexíkóborgar og einnig innanlands í Mexíkó, frá Ixtapa á austurströnd- inni til höfuðborgarinnar. Frá New Ycrk var flogið með DC-10 breiðþotu félagsins. í þot- unni era níu sæti í hverri röð, tvö við hvora hlið og fimm sæti í miðri vél. Mjög rúmt var um farþega, því bil milli sætaraða var gott, auk þess sem varla var nema fjórðungur sæta upptekinn. Flugfreyjur áttu því nokkuð náðuga daga og brugð- ust fljótt og vel við einstaka beiðni farþeganna. Eftir rúmlega klukkustundar flug var boðið upp á morgunverð, eggjaköku með papriku og lauk. Með henni voru steikt kartöflustrá, rúnnstykki og smjör. Niðursoðnir kokkteilávextir vora eins konar eft- irréttur, ásamt litlu en ágætu vínar- brauði. Kaffí var nokkuð bragð- gott, eins og maturinn í heild. Hins vegar fannst enginn tannstöngull- inn og flugfreyjan gat ekki bætt úr því. Þetta reyndist for- smekkur að því sem koma skyldi í Mexíkó; þar virðast fæstir hafa heyrt á tann- stöngla minnst og eru veitingamenn ekki undanskildir. Þá saknaði ég þess að fá enga blauta handþurrku og sem fyrr gat flugfreyjan ekki bætt þar úr. Drykkir um borð voru ókeypis, en ég gekk í mexíkóska gildra þeg- ar ég bað um Kahlúa-líkjör. Flug- freyjan elskulega hellti vænum slurk af drykknum yfir klaka og áður en ég fékk rönd við reist hafði hún fyllt glasið með mjólk. Eg hafði reynt þetta áfenga kókómalt áður, svo ég sá ekki ástæðu til að kvarta, en hins vegar þótti mér forvitnilegt að flugfreyjunni þótti þetta sjálf- sögð afgreiðsla. Enn fyrirfundust ekki tannstönglar Á flugleiðinni Mexíkóborg-New York tíu dögum síðar var DC-10 vélin hálffull. Þá var hægt að velja um crépes með skinku og osti eða eggjaköku. Þar sem ég hafði snætt eggjaköku á útleið ákvað ég að reyna hina frönsku pönnuköku, en heldur var hún bragðlaus. Fersk hunangsmelóna bætti þó úr skák og ágætur brauðsnúður með kaff- inu. Þrátt fyrir tíu daga tann- stönglaleysi í Mexíkó áræddi ég að spyija flugfreyjuna um einn slíkan, en án árangurs. Loks skal geta þess að í milli- landafluginu sýnir Aero Mexico nýjar, bandarískar kvikmyndir og heyrnartólum, til að hlusta á text- ann við myndina og tónlist, er dreift ókeypis. Mlnnl þæglndl í innanlandsfluglnu í innanlandsfluginu notar Aero Mexico nýjar DC-9 vélar, en í þeim era 3 sæti sitt hvorum megin við gangveg. Fjörutíu mínútna flugið frá Ixtapa til Mexíkóborgar var tíð- indalítið og veitingalaust að mestu, en þó hröðuðu flugfreyjur sér með einn umgang af drykkjum til far- þeganna. Eins og við er að búast á styttri flugleiðum og í minni vél voru þægindin miklu minni en í millilandafluginu. Bæði væra sæti óþægilegri, en mestu munaði þó að bilið milli þeirra var allt of lítið. Ragnhildur Sverrisdóttir ^ aeromexico _ La línoa a«t»o mó* purrfoal del mundo. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.