Morgunblaðið - 21.01.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 21.01.1995, Síða 1
JMmrgnnflibifrift MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 BLAÐ{ Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikfélag Akureyrar ---------------------- frumsýnir í kvöld A svörtum fjöðrum - úr Ijóðum Davíðs Stefánssonar. Sverrir Páll Erlendsson hitti höfundinn, Erling Sigurðarson, að máli og spurði hann fyrst — hvort A svörtum fjöðrum væri leikrit. VIÐ þessari spumingu er ekki einfalt svar. Þetta er trúlega ekki leikrit, í hinum almennasta skilningi þess orðs, en þetta er sviðsverk; Ijóð Davíðs sem ég hef tekið saman til flutnings á sviði í leikstjóm og uppfærslu Þráins Karlssonar. Þama koma vissulega fram persónur, en þetta er ekki venjuleg atburða- rás með söguþræði, fléttu og tilheyrandi risi heldiir er þetta til- raun til þess að leiða fram þær persónur sem tala í verkum Davíðs og þau viðhorf sem þær túlka. Davíð orti ákaf- lega mikið í fyrstu per- sónu og fyrir munn ýmissa. Auðvitað er hann sjálfur skáldið á bak við - hann er í ljóð- um sínum þó að þau séu ekki og þurfi ekki endilega að vera tján- ing reynslu hans sjálfs. Það er alltaf erfitt að skilgreina sjálfan sig og verk sin. Héma verð- ur hver að skilja sínum skilningi. Og skilningur er ekki einhlítur. Stundum gerir maður eitthvað sem aðrir skilja á annan veg. Hins vegar held ég að það skipti í sjálfu sér ekki máli hvað ég ætlaði að gera með það efni sem Davíð lagði mér í hendur. Ef áhorfandi nýtur sýn- ingarinnar og hún höfðar til hans á einhvern hátt, ef hann getur túlk- að það sem fram er borið fyrir sjálf- an sig, þá hefur ætlunarverkið tek- ist. Líf er ekki í lokaðri bók Hver er þungamiðja verksins, Ðavíð sjálfur sem persóna eða skáld, eða verk hans? - Það em ljóðin, það er ljóðheimurinn - og þar er Davíð auðvitað sem skáld. Ég gekk út frá því frá upphafi að þetta skyldi ekki verða tilraun til þess að end- urskapa persónu Dav- íðs, ekki nein tilraun til að endursegja sögur úr lífí hans, sem var goðsagnapersóna á meðan hann lifði. Davíð Stefánsson lifír í ljóðum sínum, þótt þrjátíu ár séu frá því. hann féll frá, og getur lifað þar lengi enn. Og þetta er tilraun til að koma ljóðheimi hans, sem er iðandi af lífi, með nýjum hætti til nýrrar kynslóðar í nútímasamfélagi. Veröldin breytist hratt og svo aðgengileg .sem ljóð Davíðs eru þá er víst að þau lifa ekki í Iokuðum bókum. í einhver ár hef ég velt því fyrir mér, vegna þess hve Davíð yrkir mikið í fyrstu persónu, hvort hægt væri að setja saman dagskrá þar sem skáldið talaði beint til viðtak- enda. Þegar hundrað ára afmæli X Erling Sigurðsson sem hitta í hjartað hans tók að nálgast áræddi ég að nefna þetta við Þráin Karlsson þeg- ar við hittumst í afmælisveislu í fyrrahaust. Það leiddi til þess að Viðar Eggertsson hafði samband við mig á vordögum og það varð úr að ég tók að mér að vinna þetta verk. Með Davíð í Þýskalandi Fyrir þremur árum fékk ég orlof frá kennslu og dvaldist suður í Þýskalandi. Þegar hinn daglegi var.ahringur er þannig rofinn gefst manni tími til að láta sér detta eitt- hvað í hug eða hugsa ýmislegt upp á nýtt. Kannski má rekja þessa hugmynd óbeint til þessa orlofs, þótt hún hafi ekki fæðst þar endi- lega. Þess vegna var skemmtilegt að þegar ég var í sumar á sömu slóðum í Þýskalandi í nokkrar vikur þá lagði ég drögin að þessu verki. Þetta átti að vísu að vera sumarfrí með íjölskyldunni, en ég var heldur lítið með henni en á hinn bóginn ansi mikið með Davíð. Það er alltaf gott að vera með honum, ekki síst í útlöndum. Það er svolítið sérkenni- legt að Davíð orti heit ljóð, einkum á Ítalíu, en hann segir líka „Það er mín köllun að kveða í klakans Paradís.“ Ég verð að segja að ég saknaði nú ekki kuldans þarna i 35 stiga sumarhita. Það var ansi heitt, bæði ytra og innra. Með leikhúsfólki Tíminn til verks var ákaflega knappur. Þetta var sem fyrr segir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.