Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 C 3 ákveðið á vordögum að gert skyldi og ég átti að skila handriti í október- byijun. Það tókst, að minnsta kosti að nafninu til. Ég hef að vísu ekki áður kynnst sviðsvinnu nema sem áhorfandi og gerði mér grein fyrir því, og við öll, að ýmislegt þyrfti að betrumbæta og slípa eftir því sem hlutir gengju upp á sviði. Ég hafði ekki hugsað út í leiktæknileg atriði og átti það til að skilja persón- ur eftir í reiðileysi á miðju sviði, svo eitthvað sé nefnt. sem hitta í hjartað Fyrstu vikurnar á haustdögum gekk þetta því í gegnum töluverðar breytingar í samvinnu við leikstjóra og eftir því sem þetta gekk upp hjá leikurunum. Það er því ljóst að sem sviðsverk er stofninn Davíðs, ég vel úr og raða saman, en endanleg úr- vinnsla er leikstjórans, Þráins Karlssonar, og leikaranna. Það hef- ur verið ákaflega skemmtileg reynsla að fylgjast með þessu verki mótast, sjá þetta lifna með þeim hætti sem maður vonaðist eftir. Ólgandi líf og tilfinningahiti Þegar þú sérð verkið tilbúið til sýningar, hvaða mynd finnst þér sjálfum hafa tekist að draga þarna upp? , - Ég verð að svara þessu með því sem haft er eftir Davíð og sum- ir eigna Einari Ben. og enn aðrir Gröndal: „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja.“ Nema ég yrki kannski minnst í þessu tilviki. Þetta er um- fram allt ekki ljóðalestur eða ljóða- dagskrá. Það er hins vegar löngun mín að birta þetta ólgandi líf sem í ljóðum Davíðs er, þennan tilfinn- ingahita, andstæður og einlægni, beina skírskotun. Þennan einfald- leika ljóðanna sem gerir það að þau höfða svo beint til svo margra. Éin- faldleikann, sem sumir vildu kalla veikleika hjá skáldinu. Annars er það andstætt kveðskap Davíðs Stefánssonar að skilgreina hann mikið. Það þarf ekki að skil- greina ljóð sem hitta í hjartað. Þeirra njóta menn og ég vona að sú meðferð sem þau fá þarna, klippt sundur og skeytt saman, eigi þátt í að viðhalda lífi þeirra. Nóg að segja ef einhver vill hlusta Oft eru höfundar spurðir á svona tímamótum hvort þeir séu með fleiri verk á takteinum. - Ég ætla nú að koma þessu frá og hætta að ganga með það í hug- anum áður en ég svara spurningum af þessu tagi. Þetta er frumraun hjá mér, enda ber ég annan fyrir mig, skýli mér á bakvið hann. Þetta eru bein orð Davíðs að hér um bil öllu leyti, ég hef afskaplega litlu við bætt, aðallega tengt, skorið og skeytt. Ef þetta gengur upp verður það hins vegar auðvitað hvatning til að prófa eitthvað annað. Það er nóg efni og nóg að segja ef maður gefur sér tíma til að hugsa - og ef einhver vill hlusta. Frumsýnt í kvöld Frumsýning Á svörtum fjöðrum verður í kvöld klukkan 20.30 og tvær sýningar verða á morgun, sunnudag, klukkan 16.00 og 20.30. Leikendur eru Aðalsteinn Bergdal, Bergljót Amalds, Dofri Hermanns- son, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigur- þór Albert Heimisson, Sunna Borg og Þórey Aðalsteinsdóttir. Atli Guð- laugsson er tónlistarstjóri og syngur ásamt Jóhannesi Gíslasyni, Jón- asínu Arnbjörnsdóttur og Þuríði Baldursdóttur. Birgir Karlsson ann- ast hljóðfæraleik. Búninga hefur Ólöf Kristín Sigurðardóttir gert og Ingvar Bjömsson stýrir lýsingu. Þrá- inn Karlsson er, auk þess að vera leikstjóri, höfundur leikmyndar. + Tónmálid lýsir skrefum Krists niður til okkar RAGNAR Björnsson orgelleikari leikur Das Orgelbiichlein eftir J.S. Bach á tvennum tón- leikum á næstu dögum. Á morgun, sunnudag- inn 22. janúar, leikur Ragnar á nýja íslenska orgelið í Digranes- kirkju og hefjast þeir tónleikar kiukkan 17. Seinni tónleikamir verða þriðjudaginn 25. janúar í Kristskirkju og hefjast þeir klukkan 20. Nýja íslenska orgelið í Digraneskirkju er Ragnar Björnsson smíðað af Björgvini Tómassyni orgel- smið og segir Ragnar hljóðfærið mjög vel heppnað og að það standist fyllilega samjöfnuð við tilsvarandi orgel erlend. Tónleikamir á sunnu- daginn verða eins konar vígslutón- leikar orgelsins og verður fróðlegt að heyra hvemig það skilar þessum 44 sálmforleikjum Bachs. Tónleik- amir, sem hefjast klukkan 17, eins og áður segir, standa til klukkan 19, með tveimur hléum. Skýringar á for- leikjunum mun organisti kirkjunnar, Smári Ólason, lesa áheyrendum, auk þess sem skýringar verða í efnisskrá. I Kristskirkju verða tónleikamir þriðjudaginn 25. janúar klukkan 20. Frobeniusarorgelið í Kristskirkju þarf vart að kynna. „Það er eitt besta orgel sem ísland á, en orgel er ekki bara orgel, heldur hljóðfæri og rými samanlagt," segir Ragnar. Leifur Þórarinsson, tónskáld, mun kynna orgelforleikina á tónleikunum í Kristskirkju. Das Orgelbuchiein eða Litlu orgel- bókina flutti Ragnar í Dómkirkjunni fyrir tæpum 24 ámm. „Ég man að ég gerði ekki ráð fyrir mörgum áheyrendum á tónleikana þá og varð undrandi þegar kirkjan hálffýlltist af fólki,“ segir Ragnar. „Það hefur oft síðan verið nefnt við mig að end- urtaka þessa efnisskrá og ætla ég að láta verða af því um næstu helgi og spila þá forleikina á tvö ólík org- el, sem gefa forleikjunum hvort sitt yfirbragðið." Ragnar segir Hallgrímskirkjuorg- elið hafa verið upphaflega inn í myndinni til þessa flutnings, „en leig- an á krikjunni reyndist svo há að ég gaf það frá mér. Þessar háu greiðsl- ur sem kirkjan fer fram á fyrir afnot af kirkju og orgeli em vafasamar. ISlenskir orgelleikarar hafa hingað til ekki grætt peninga á tónleik- um sínum hér heima og það hafa sóknamefndir skilið og því hafa þær, flestar, ekki tekið neitt gjald fyrir að lána kirkj- urnar undir slíka tón- leika. í sumum tilfellum hafa þær þó tekið lítils- háttar gjald fyrir hús- SAMSÝNINGU félags- manna í Nýlistasafninu, sem haldin er í tilefni 17 ára af- mælis safnsins, lýkur sunnu- daginn 22. janúar. Nýlista- safnið er til húsa á Vatnsstíg 3b í Reykjavík. í tilefni afmælisins var stofnað til þessarar samsýn- ingar sem prýðir veggi og gólf við Vatnsstíginn. Félög- um hefur fjölgað frá stofnun safnsins. Um þessar mundir eru þeir 115. Safninu var skipt upp í 115 reiti og nöfn Samsýning Nýlistasafnsmanna félagsmanna í stafrófsröð látin ráða niðurröðun verka. Stöku verk eru þó þannig gerð að þau standa á gólfi eða eru á myndbandi og í þeim tilvikum eru þau ekki á sínum stað á veggnum. í 17 ár hefur stefna fé- lagsins, leynt og Ijós, verið að standa við bakið á núlist í landinu, bæði með því að safna henni og reka aðstöðu RAGNHEIÐUR Ragnarsdótt- ir. „Bleikt & blátt“ 1995. til sýningarhalds. Nú hefur félagsskapurinn efnt til einnar samsýningar „og þar með er hin ósýnilega uppi- staða orðin sýnileg" að þeirra sögn. Margir lista- menn eiga verk á sýning- unni. Ragnheiður Ragnarsdótt- ir, Níels Hafstein og Pétur Örn Firðriksson aðstoðuðu við undirbúning sýningar- innar og Áslaug Thorlacius og Eygló Harðardóttir eru umsjónarmenn sýningarinn- ar 17 „ár“. vörslu og þrif. Þessi háa leiga þýðir að hvorki erlendir né íslenskir organistar, aðrir en þeir sem sérstaklega eru boðnir af kirkjunni, geta leyft sér að halda sjálfstæða tónleika á orgel kirkjunn- ar. - Var það ekki öll þjóðin sem sló saman í orgaelkaupin? Þau rök að orgelið hafi verið svo dýrt að þess vegna þurfí að taka þetta háa leigu- gjald standast illa. Hvers vegna ætti að vera auðveldara fyrir átta þúsund manna söfnuð að kaupa 20 radda orgel fyrir rúmar 20 milljónir - kaup- verð er gjaman rúmlega milljón fyr- ir rödd - en okkur öll hin að kaupa 72j_a radda orgel fyrir 80 milljónir? . Ég held að farsælast væri fyrir okkur öll að þetta leigugjald mætti falla í annan farveg." Fyrir allmörgum árum lék Ragnar Litlu orgelbókina fyrir færeyska út- varpið á fjögur færeysk-smíðuð orgel og skipti þá forleikjunum niður á þessi fjögur orgel, þannig að hvert orgel fékk sitt tímabil kirkjuársins. „Færeyska útvarpið gerði hljóðupp- tökur á þessu fyrirbæri og mér skilst að þessar upptökur hafi nýst vel,“ segir Ragnar. En hvað getur hann sagt um verkið? „Sálmaforleikir Litlu orgélbókar- innar eru hlaðnir táknmáli þar sem tónmálið lýsir skrefum Krists niður til okkar mannanna, ferðum engl- anna milli himins og jarðar, krossin- um og þjáningum Krists á krossinum og svo framvegs. Ef þetta er ekki prógrammúsík í hæsta gæðaflokki, þá veit ég ekki hvar annars staðar hún verður fundin." SÓLVEIG Eggertsdóttir. NlELS Hafstein. „Mikilvægi þess að vera á réttri hillu“ 1995. Blandað efni. Rússneskt háð á spottprís TONLIST Sígildir diskar DMITRI S JOSTAKOVITS J Dmitri Sjostakovitsj: Sinfóníur nr. 1-15. Tékkóslóvakíska útvarpss- infóníuhljómsveitin í Bratislövu u. stj. Ladislaus Slovak. Upptök- ur: DDD, útvarpstónleikahöllinni í Bratislövu nóv. 1986 — marz 1991. Naxos 8.550623 - 8.550633. Lengd (11 diskar) alls 11.40:32. Verð (2 box) alls 6.480 kr. DMITRI Sjostakovitsj (1906- 1975) var afgreiddur í vestri sem dyggur fullt.rúi sovétmenningar og kommúnistaflokksins allt fram á 9. áratug. En hann hefur nú ekki aðeins fengið uppreisn æru, heldur mun hann metinn af flestum sem merk- asta sinfóníuskáld Rússa á 20. öld. Það er einkum viðtalsbókin „Testim- ony“ eftir Solomon Volkov sem valdið hefur þessum straumhvörfum og smám saman sannfært Vestur- landabúa um, að tónskáldið hafi, þvert á móti opinberu fasi, verið and- spyrnumaður á laun, og að jafnvel yfirlýstir hollustuóðar hans til bolsé- vismans hafí verið gegnsýrðir duldu háði og biturleika gagnvart kúgun kerfisins almennt og Jósepi Stalín sérstaklega. Bókin og ummæli kunn- ingja tónskáldsins, einkum eftir hrun Sovétríkjanna, hafa afhjúpað, að Sjostakovitsj bjó við stöðuga lífshættu nærri síðustu 20 valdaár Kremlar- bóndans; vinir Dmitris allt í kring „hurfu“ hver á fætur öðrum, og sjálf- ur varð hann hvað eftir annað að þola sundurlimandi gagnrýni frá æðri stöðum fyrir burgeisahátt, andbylt- ingarhyggju og „formalisma". Að Sjostakovitsj skuli við þessar aðstæð- ur hafa teflt oftar en einu sinni á tæpasta vað og tætt flokk, vald og Stalín niður í tónrænu háði, er eftir því ótrúlegra (dæmi: „Sigurhljóm- kviðan“ frá 1945, er ætlazt var til að vegsemaði „stríðsafrek“ Stalíns, en reyndist aftur á móti svo opin- skátt írónísk, að taka varð hana strax úr umferð; Sjostakovitsj samdi ekki sinfóníu eftir það fyrr en að einræðis- herranum látnum, 1953). Ásamt strengjakvartettunum (einnig 15 að tölu) eru sinfóníurnar fimmtán meginstoðirnar í sköpun- arverki Sjostakovitsjs. Þær spanna nær hálfrar aldar feril, allt frá hinni undravert þroskuðu frumsmíð hins 19 ára gamla unglings, nr. 1 frá 1926, til hinnar dularfullu 15. sinfón- íu frá 1971. Fyrsta meistaraverkið er óefað nr. 4 (1935), en hún féll til skamms tíma í skuggann fyrir nr. 5 (1937), enda höfundurinn þá nýfallinn í ónáð vegna þess hve Stalín mislík- aði óperan Katerina Ismailova; var þá nr. 4 dregin til baka í hasti og III SHOSTAKOVICH .SynipV.unU’v (CoiYipIetc) V<4.2 N<* í.X.'Á 1n, U Tíw Viarof I . 1.‘ ' llabi Y hi" vn4 M ( SHOSTAKOVICH | S>TOphoni« (CompUtc) VoJ.l Nos. 1,2 A "TSr Ur*( <J M»j", + 7 ' J2 “Tl>t Vwof (Vir wxl 1< Czo.'kosNlov.iJ. KadSo Nymphony Orvlnvlra ((IralWi.'i.) LadKUv Stovitl. heyrðist ekki meir næsta aldarfjórð- ung. Nr. 5 bar svo undirtitilinn „Við- brögð sovétlistamanns við réttmætri gagnrýni“ (!) og bjargaði Sjostako- vitsj fyrir horn næstu árin, enda gætti hann þess að verkið félli í kram- ið hjá valdhöfum með hæfilegum skammti af sósíalískri bjartsýni. Sú sinfónía sem aflaði Sjostako- vitsj mestrar heimsfrægðar var þó nr. 7 (1941), „Leningrad-hljómkvið- an“, samin að hluta meðan á umsátri Þjóðveija um borgina við Nevu stóð. Þetta verk varð Bartók tilefni til að senda hinum rússneska kollega sínum kveðju með tilvitnun til „Maxiin“- stefsins (er sjálft er tilvitnun Sjos- takovitsjs til Lehárs) í Konsertinum fyrir hljómsveit (II). Ef fis-léttasta verkið í hinu annars að mestu leyti alvörugefna safni er 9. sinfónían, þá er einna mestur óhugnaður fólginn í hinni bitru, per- sónulegu útfararkveðju til Stalíns, nr. 10 (1953), og harmrænasta viðfangs- efnið birtist óefað í 13. sinfóníunni, Babi Jar, við samnefnt ljóð Évtúsén- kós um fjöldamorð Þjóðverja á gyð- ingum í Kiev í seinni heimsstyijöld, eitt magnaðasta meistaraverkið af mörgum í langri ópusaröð. Nr. 14 er m.a. sérkennileg fyrir að vera samin fyrir kammersveit og 2 einsöngvara — og fyrir að vera sú eina sem ekki stendur í tiltekinni tóntegund. Hún er tileinkuð Benjamin Britten. Þannig mætti lengi telja. Sinfón- íurnar 15 eru ekki allar jafn merkileg- ar — e.t.v. er einna sízt þeirra nr. 2 („Oktobr“, 1927); svo virðist einnig hafa verið skoðun höfundar. En margar þeirra leyna á sér og vinna á með aukinni hlustun, enda oft djúpt á gráu gamni, svörtum biturleika og sárum harmi. Það er eftirtektarvert, hversu miklum áhrifum Sjostakovitsj nær með æ einfaldari stílbrigðum, og virðist hann þar hafa gert dyggð úr nauðsyn, enda hefði hann ugglaust gerzt mun framúrstefnulegri, hefðu samfélagsaðstæður ekki strekkt á tjóðrinu. Hljómplötuútgáfan Naxos hefur gert það sama fyrir sígilda plötueign og Henry Ford gerði fyrir útbreiðslu sjálfrennireiðarinnar með formúlunni lítið verð, mikil gæði. Og heildarút- gáfan á sinfóníum Sjostakovitsjs er síður en svo meðal lökustu tilboða frá litla óháða þýzka plötumerkinu, er varð að stórveldi á 8 árum. Undirrit- aður hefur að vísu stundum heyrt miðlungsgóðan flutning á Naxos- diski, en í umræddu 11 diska safni er spilamennskan vel fyrir ofan með- allag. Samanburður á 9. og 15. sinf- óníu með Konunglegu Fílharmóníu- hljómsveitinni undir stjórn Ashkenaz- ys (Decca 430 227-2) kom t.d. all- hagstætt út fyrir Bratislövusin- fóníuna og Slovák; þó að hröðu tempóin væru ívið hraðari hjá Bret- unum, var snerpan meiri hjá Slóv- ökunum, og Naxos-upptökurnar bæði færari og nálægari. Jafnvel óháð verðsamanburði er Naxos-settið mjög frambærilegt, og þegar sést, að yfir 11 klst. úrvalstónlist í úrvalsflutningi fæst fyrir innan við 7.000 kr. þá er úrskurðurinn í mínum huga ótvíræð- ur: Kostakaup. Ríkarður Ö. Pálsson. Píanótónleikar ÞETTA er eins konar frum- kvöðlastarf, það er engin 300 ára hefð fyrir því hvað maður á að spila. Tíminn á eftir að kveða upp sinn dóm en verkin verða náttúrlega að heyrast til að það sé hægt. Þau liggja reyndar ekki alltaf á lausu, ég hafði talsvert fyrir því að fínna nótur að nokkrum þeirra. Kannski spilar þar inní að tónskáldin eru konur. Ég hef svo oft haldið tón- leika eingöngu með verkum eftir karla og ákvað í sumar að gera alveg öfugt.“ Valgerður Andrés- dóttir píanóleikari leikur verk sjö kvenna á tónleikum í Norræna hús- inu í dag. Þeir hefjast klukkan 16 og standa í um klukkustund. Valgerður valdi saman verkin fyrir tónleika á kvennaþinginu Nor- disk Forum í Finnlandi síðasta sum- ar. Þá var henni boðið að spila þau í Danmörku og Svíþjóð nú I febrúar og upp úr því ákvað hún að koma líka til íslands. Valgerður býr í Kaupmannahöfn, segist hafa ílenst á leiðinni heim frá Berlín. Hún var þar í framhaldsnámi við Listahá- skólann og útskrifaðist 1992. Síðan hefur hún unnið fyrir sér með kennslu og tekið þau tónleikaverk- efni sem boðist hafa. Hún segist standa á eigin fótum og það taki tíma að gera sig gildandi. I Dan- mörku hafi samtök tónlistarmanna ekki umboðsþjónustu eins og til dæmis í Svíþjóð. Hver sjái um sig líkt og hér. Á efnisskrá tónleikanna í dag eru verk eftir Gudrunu Lund, Áse Hedstrom, Jacquelin Fontyn, Jór- unni Viðar, Kerstin Jeppsen, Karól- ínu Eiríksdóttur og Sofiu Gubaidul- ina. Hún er rússnesk og er að sögn Valgerðar að verða vel þekkt víða um heiminn. Annars eru tónskáldin norræn, utan Fontyn, sem er belg- ísk. Verkin eftir útlendu höfund- Óperur og ballettar Á næstu mánuðum verður unnið við að koma balletttónlistinni við ljóðabálk Steins Steinars, Tíminn og vatnið eftir Atla Heimi Steinsson, á geisladisk. Verk þetta var frumflutt á Listahátíð í júní síðast liðnum af Kammersveit Reykjavíkur, kór og einsöngvurum undir stjórn Paul Zukofsky. Ymislegt fleira er í deiglunni hjá Atla Heimi Sveinssyni. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Atla Heimi um það helsta. Tíminn og vatnið er tæplega þriggja tíma verk. Frumflutn- ingur þess á Listahátíð gekk vel. Menntamála- ráðuneytið og einkaað- ilar ákváðu að styrkja útgáfu verksins á geisladisk og nú er unnið að klippingu verksins, en hljóðritun fór fram i Langholts- kirkju að frumflutn- ingi loknum. Við vor- um í fjóra sólarhringa að hljóðrita verkið og til eru 32 klukkustund- ir af tónlist í 1200 bútum, sem þarf að klippa saman,“ sagði Atli Heimir þegar hann var inntur eftir nánari upplýsingum. „Ekki hefur verið frá gengið hver verið útgefandi en ef allt gengur vel ættu tveir geisla- diskar með þessari tónlist að geta komið út í haust.“ Tónlistin við Tímann og vatnið var flutt á tónleikum á Listahátíð en verkið hefur ekki verið sett upp á sviði með dönsurum. „Nú er _að sjá hvort listahátið 1996 og ís- lenski dansflokkurinn hafa áhuga á að gera það þegar tónlistin liggur fyrir á geisladisk,“ sagði Atli Heim- ir ennfremur. Atli Heimir hefur mörg járn í eldinum um þessar mundir. „Eitt af því sem fyrir liggur er að semja stóran píanókonsert. fyrir tónlistarhátið í Stokkhólmi. Verkið á að vera tilbúið í haust og það verður frum- flutt vorið 1996. Einleikari er mjög efnilegur sænskur píanóleikari, Love Der- vinger að nafni. Hann hefur m.a. leikið tón- list á geisladisk með Áshildi Haraldsdóttur fluturleikara,“ sagði Atli Heimir. „Þá má nefna sellókonsert fyrir Erling Blöndal Bengtson, sem lengi hefur staðið til að semja. Ég hef skrifað fyrir hann áður einleiks- verkið Úr ríki þagnarinnar, sem hann hefur leikið víða. Einnig er ég tilbúinn með nýja óperu, Síðasta ástin, sem væntalega verður frum- flutt erlendis á þessu ári. Ég skal ekki segja hvernig fólki finnst músikin en mér likar titillinn vel, þetta er hinn dæmigerði óperutitill. Sagan er undurfagurt ævintýri eft- ir hina miklu frönsku skáldkonu Marguerite Yourcenar. Hún er ný- Atli Heimir Sveinsson lega dáin. Þetta ævintýri hennar er til á íslensku í bókinni Austur- lensk ævintýri, í snilldarþýðingu Thors Vilhjálmssonar. Ævintýrið fjallar um mann sem er að und- irbúa sig undir að deyja, þá kemur kona til hans sem hefur alltaf elsk- að hann. Sem sagt, ástin kom til hans. Önnur ópera í burðarliðnum Loks er ég langt kominn með aðra óperu, sem ég skrifa á norsku, sem heitir Hartervig. Ég lýk þvx verki væntanlega á næstu mánuð- um. Óperutextinn er tilbúinn, en höfundur hans er Paal-Helge Haugen. Hann er afburða ljóð- skáld, læknir og sálfræðingur. Hartervig var einskonar norskur Kjarval, menn vissu ekki hvort hann væri snillingur eða geðbilað- ur, fúskari eða brautryðjandi. Nú eru menn hins vegar á því að Hert- ervig hafí verið merkur brautryðj- andi. Haugen hefur kynnt sér sögu Hartervig mjög vel, m.a. kynnti hann sér gamlar sjúkraskýrslur hans, en Hartervig var um tíma á geðsjúkrahúsi. Ymis smærri verkefni eru einnig framundan" sagði Atli Heimir einn- ig. „En þau geta verið eins tíma- frek og stærri verkin.“ Núna, þann 5. janúar s.l. var flautukonsert Atla Heimis fluttur á Sinfóníutón- leikum, en Atli Heimir fékk einmitt Norðurlandaverðlaun á sínum tíma fyrir þann konsert. „Það var mjög gaman að hlusta á þetta gamla verk, það sem var framandi og nýstárlegt fyrir tuttugu árum er núna fullkomlega eðlilegt," sagði Atli Heimir. „Hljómsveitin spilaði þetta eins og klassik og fiautuleik- arinn, Kolbeinn Bjarnason, lagði í þetta alveg nýjan og persónulegan skilning. Það er mér mikið gleði- efni að hann ætlar að leika þetta verk í Svíþjóð og Finnlandi á næst- unni,“ sagði Atli Heimir að lokum. Valgerðar Andrésdóttur í Norræna húsinu í dag Tilraunir Morgunblaðið/Sverrir VALGERÐUR á æfingu í Norræna húsinu í vikunni. anna hafa ekki heyrst hér áður á tónleikum eftir því sem Valgerður veit best. Öll er tónlistin frá síðari hluta þessarar aldar, elsta verkið frá 1962 og það nýjasta frá 1989. Það er danskt og heitir Fimm díalógar. Höfundurinn Gudrun Lund er fædd 1930. Hún lýsir í hveijum þætti verksins ákveðinni skapgerð og var að sögn Valgerðar ánægð með flutning hennar. „Það lá beinast við að spila fyrir hana,“ segir Valgerð- ur aðspurð um samráð við tónskáld- in. „Óneitanlega er erfítt að spila fyrir höfundinn, en gaman að vita að maður skilji músíkina líkt og hún var hugsuð. Annars hef ég mótað þetta sjálf. Flytjandi nýrrar tónlistar er eig- inlega að gera sömu tilraunir og tónskáldið, hann hefur ekki eins og í verki eftir Beethoven fyrirfram gefnar reglur um túlkunina. Ekki nema að vissu marki og raunar gefa sumir höfundar algjört fijáls- ræði um flutninginn. Aðrir lýsa ákveðnum vilja í athugasemdum við nóturnar, belgíska tónskáldið veitir þannig innsýn í vissa stemmningu. Þetta finnur maður þegar farið er að vinna með verkið.“ Annað verkið á efnisskránni heit- ir Chain eða Keðja og höfundurinn er Áse Hedstram frá Noregi. Hún er fædd 1950. Valgerður segir bar- áttu í verkinu og óvíst sé undir lok- in hvort úrslitatilraun takist til að losna úr einhveijum viðjum. Næst kemur Ballaða eftir Jacqu- eline Fontyn, mikið stemmningar- verk að sögn Valgerðar. Fontyn er þar ekkert að hlífa flytjandanum. Hún er fædd 1930. Eftir hlé kemur að Hugleiðingum um fimm gamlar stemmur eftir Jórunni Viðar. Þar er tilbrigðaform, keðjusöngur og dans með breytileg- um takti. Jórunn er fædd 1918. Draumur eftir Kerstin Jeppsen frá Svíþjóð er eins konar saknaðar- ljóð. Einn hljómur geng-ur gegnum verkið allt, ásækir þann sem dreym- ir og leysist upp að lokum. Jeppsen er 46 ára gömul. Rhapsody eftir Karólínu Eiríks- dóttur býr yfir áberandi andstæð- um; hamagangi og hreyfingu á móti algerri kyrrð. Karólína er fædd 1951. Sofía Gubaidulina er tuttugu árum eldri. Hún þykir höfða meira til hjartans en heilans með tónlist- inni og hefur sjálf yfír sér sérstaka ró eða útgeislun þess sem er sáttur við tilveruna. „Ég hitti hana í Danmörku og fann að hún er mjög sérstök kona,“ segir Valgerður. „Verkin hennar eru mörg afar áhrifarík og oft gætir trúarlegra eða mystískra þátta í þeim. Það gildir einmitt um Chaconne, síðasta verkið á tónleik- unum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.