Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + ákveðið á vordögum að gert skyldi og ég átti að skila handriti í október- byrjun. Það tókst, að minnsta kosti að nafninu til. Ég hef að vísu ekki áður kynnst sviðsvinnu nema sem áhorfandi og gerði mér grein fyrir því, og við 611; að ýmislegt þyrfti að betrumbæta og slípa eftir því sem hlutir gengju upp á sviði. Ég hafði ekki hugsað út í leiktæknileg atriði og átti það til að skilja persón- ur eftir í reiðileysi á miðju sviði, svo eitthvað sé nefnt. sem hitta í hjartað Fyrstu vikurnar á haustdögum gekk þetta því í gegnum töluverðar breytingar í samvinnu við leikstjóra og eftir því sem þetta gekk upp hjá leikurunum. Það er því ljóst að sem sviðsverk er stofninn Davíðs, ég vel úr og raða saman, en endanleg úr- vinnsla er leikstjórans, Þráins Karlssonar, og leikaranna. Það hef- ur verið ákaflega skemmtileg reynsla að fylgjast með þessu verki mótast, sjá þetta lifna með þeim hætti sem maður vonaðist eftir. Ólgandi líf og tilfinningahiti Þegar þú sérð verkið tilbúið til sýningar, hvaða mynd finnst þér sjálfum hafa tekist að draga þarna upp? ¦ - Ég verð að svara þessu með því sem haft er eftir Davíð og sum- ir eigna Einari Ben. og enn aðrir Gröndal: „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja." Nema ég yrki kannski minnst í þessu tilviki. Þetta er um- fram allt ekki ljóðalestur eða ljóða- dagskrá. Það er hins vegar löngun mín að birta þetta ólgandi líf sem í ljóðum Davíðs er, þennan tilfinn- ingahita, andstæður og einlægni, beina skírskotun. Þennan einfald- leika ljóðanna sem gerir það að þau hðfða svo beint til svo margra. Ein- faldleikann, sem sumir vildu kalla veikleika hjá skáldinu. Annars er það andstætt kveðskap Davíðs Stefánssonar að skilgreina hann mikið. Það þarf ekki að skil- greina ljóð sem hitta í hjartað. Þeirra njóta menn og ég vona að sú meðferð sem þau fá þarna, klippt sundur og skeytt saman, eigi þátt í að viðhalda lífi þeirra. Nóg að segja ef einhver vill hlusta Oft eru höfundar spurðir á svona tímamótum hvort þeir séu með fleiri verk á takteinum. - Ég ætla nú að koma þessu frá og hætta að ganga með það í hug- anum áður en ég svara spurningum af þessu tagi. Þetta er frumraun hjá mér, enda ber ég annan fyrir mig, skýli mér á bakvið hann. Þetta eru bein orð Davíðs að hér um bil öllu leyti, ég hef afskaplega litlu við bætt, aðallega tengt, skorið og skeytt. Ef þetta gengur upp verður það hins vegar auðvitað hvatning til að prófa eitthvað annað. Það er nóg efni og nóg að segja ef maður gefur sér tíma til að hugsa - og ef einhver vill hlusta. Frumsýnt í kvöld Frumsýning Á svörtum fjöðrum verður í kvöld klukkan 20.30 og tvær sýningar verða á morgun, sunnudag, klukkan 16.00 og 20.30. Leikendur eru Aðalsteinn Bergdal, Bergljót Arnalds, Dofri Hermanns- son, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigur- þór Albert Heimisson, Sunna Borg og Þórey Aðalsteinsdóttir. Atli Guð- laugsson er tónlistarstjóri og syngur ásamt Jóhannesi Gíslasyni, Jón- asínu Arnbjörnsdóttur og Þuríði Baldursdóttur. Birgir Karlsson ann- ast hljóðfæraleik. Búninga hefur Ólöf Kristín Sigurðardóttir gert og Ingvar Björnsson stýrir lýsingu. Þrá- inn Karlsson er, auk þess að vera leikstjóri, höfundur leikmyndar. Tónmálið lýsir skrefum Krists niður til okkar RAGNAR Björnsson orgelleikari leikur Das Orgelbiichlein eftir J.S. Bach á tvennum tón- leikum á næstu dögum. Á morgun, sunnudag- inn 22. janúar,- leikur Rag^iar á nýja íslenska orgelið í Digranes- kirkju og hefjast þeir tónleikar klukkan 17. Seinni tónleikarnir verða þriðjudaginn 25. janúar í Kristskirkju og hefjast þeir klukkan 20. Nýja íslenska orgelið í Digraneskirkju er smíðað af Björgvini Tómassyni orgel- smið og segir Ragnar hljóðfærið mjög vel heppnað og að það standist fyllilega samjöfnuð við tilsvarandi orgel erlend. Tónleikarnir á sunnu- daginn verða eins konar vígslutón- leikar orgelsins og verður fróðlegt að heyra hvernig það skilar þessum 44 sálmforleikjum Bachs. Tónleik- arnir, sem hefjast klukkan 17, eins og áður segir, standa til klukkan 19, með tveimur hléum. Skýringar á for- leikjunum mun organisti kirkjunnar, Smári Ólason, lesa áheyrendum, auk þess sem skýringar verða í efnisskrá. í Kristskirkju verða tónleikarnir þriðjudaginn 25. janúar klukkan 20. Frobeniusarorgelið í Kristskirkju þarf vart að kynna. „Það er eitt besta orgel sem ísland á, en orgel er ekki bara orgel, heldur hljóðfæri og rými samanlagt," segir Ragnar. Leifur Þórarinsson, tónskáld, mun kynna orgelforleikina á tónleikunum í Kristskirkju. Das Orgelbiichlein eða Litlu orgel- bókina flutti Ragnar í Dómkirkjunni fyrir tæpum 24 árum. „Ég man að ég gerði ekki ráð fyrir mörgum áheyrendum á tónleikana þá og varð undrandi þegar kirkjan hálffylltist af fólki," segir Ragnar. „Það hefur oft síðan verið nefnt við mig að end- urtaka þessa efnisskrá og ætla ég að láta verða af því um næstu helgi og spila þá forleikina á tvö ólík org- el, sem gefa forleikjunum hvort sitt yfírbragðið." Ragnar segir Hallgrímskirkjuorg- elið hafa verið upphaflega inn í myndinni til þessa flutnings, „en leig- Ragnar Björnsson an á krikjunni reyndist svo há að ég gaf það frá mér. Þessar háu greiðsl- ur sem kirkjan fer fram á fyrir afnot af kirkju og orgeli eru vafasamar. ÍSlenskir orgelleikarar hafa hingað til ekki grætt peninga á tónleik- um sínum hér heima og það hafa sóknarnefndir skilið og því hafa þær, flestar, ekki tekið neitt gjald fyrir að lána kirkj- urnar undir slíka tón- leika. í sumum tilfellum hafa þær þó tekið lítils- háttar gjald fyrir hús- vörslu og þrif. Þessi háa leiga þýðir að hvorki erlendir né íslenskir organistar, aðrir en þeir sem sérstaklega eru boðnir af kirkjunni, geta leyft sér að halda sjálfstæða tónleika á orgel kirkjunn- ar. - Var það ekki öll þjóðin sem sló saman í orgaelkaupin? Þau rök að orgelið hafí verið svo dýrt að þess vegna þurfí að taka þetta háa leigu- gjald standast illa. Hvers vegna ætti að vera auðveldara fyrir átta þúsund manna söfnuð að kaupa 20 radda orgel fyrir rúmar 20 milljónir - kaup- verð er gjarnan rúmlega milljón fyr- ir rödd - en okkur öll hin að kaupa 72ja radda orgel fyrir 80 milljónir? . Ég held að farsælast væri fyrir okkur öll að þetta leigugjald mætti falla í annan farveg." Fyrir allmörgum árum lék Ragnar Litlu orgelbókina fyrir færeyska út- varpið á fjögur færeysk-smíðuð orgel og skipti þá forleikjunum niður á þessi fjögur orgel, þannig að hvert orgel fékk sitt tímabil kirkjuársins. „Færeyska útvarpið gerði hljóðupp- tökur á þessu fyrirbæri og mér skilst að þessar upptökur hafi nýst vel," segir Ragnar. En hvað getur hann sagt um verkið? „Sálmaforleikir Litlu orgélbókar- innar eru hlaðnir táknmáli þar sem tónmálið lýsir skrefum Krists niður til okkar mannanna, ferðum engl- anna milli himins og jarðar, krossin- um og þjáningum Krists á krossinum og svo framvegs. Ef þetta er ekki prógrammúsík í hæsta gæðaflokki, þá veit ég ekki hvar annars staðar hún verður fundin." SAMSÝNINGUfélags- manna í Nýlistasafninu, sem haldin er í tilefni 17 ára af- mælis safnsins, lýkur sunnu- daginn 22. janúar. Nýlista- safnið er tíl húsa á Vatnsstíg 3b í Reykjavík. í tilefni afmælisins var stofnað til þessarar samsýn- ingar sem prýðir veggi og gólf við Vatnsstíginn. Félög- um hefur fjölgað frá stofnun safnsins. Um þessar mundir eru þeir 115. Safninu var skipt upp í 115 reiti og nöfn Samsi Nýlistasaí félagsmanna í stafróf sröð látin ráða niðurröðun verka. Stöku verk eru þó þannig gerð að þau standa á gólfi eða eru á myndbandi og í þeim tílvikum eru þau ekki Rússneskt háð á spottprís TONLIST Sígildir diskar DMITRI SJOSTAKOVITSJ Dmitri Sjostakovitsj: Sinfóníur nr. 1-15. Tékkóslóvakíska útvarpss- infóníuhljómsveil;in í Bratislövu u. slj. Ladislaus Slovak. Upptök- ur: DDD, útvarpstónleikahöllinni í Bratislövttnóv. 1986 — marz 1991. Naxos 8.550623 - 8.550633. Lengd (11 diskar) alls 11.40:32. Verð (2 box) alls 6.480 kr. DMITRI Sjostakovitsj (1906- 1975) var afgreiddur í vestri sem dyggur fulltrúi sovétmenningar og kommúnistaflokksins allt fram á 9. áratug. En hann hefur nú ekki aðeins fengið uppreisn æru, heldur mun hann metinn af flestum sem merk- asta sinfóníuskáld Rússa á 20. öld. Það er einkum viðtalsbókin „Testim- ony" eftir Solomon Volkov sem valdið hefur þessum straumhvörfum og smám saman sannfært Vestur- landabúa um, að tónskáldið hafí, þvert á •móti opinberu fasi, verið and- spyrnumaður á laun, og að jafnvel yfirlýstir hollustuóðar hans til bolsé- vismans hafí verið gegnsýrðir duldu háði og biturleika gagnvart kúgun kerfisins almennt og Jósepi Stalín sérstaklega. Bókin og ummæli kunn- ingja tónskáldsins, einkum eftir hrun Sovétríkjanna, hafa afhjúpað, að Sjostakovitsj bjó við stöðuga lífshættu nærri síðustu 20 valdaár Kremlar- bóndans; vinir Dmitris allt í kring „hurfu" hver á fætur öðrum, og sjálf- ur varð hann hvað eftir annað að þola sundurlimandi gagnrýni frá æðri stöðum fyrir burgeisahátt, andbylt- ingarhyggju og „formalisma". Að Sjostakovitsj skuli við þessar aðstæð- ur hafa teflt oftar en einu sinni á tæpasta vað og tætt flokk, vald og Stalín niður í tónrænu háði, er eftir því ótrúlegra (dæmi: „Sigurhljóm- kviðan" frá 1945, er ætlazt var til að vegsemaði „stríðsafrek" Stalíns, en reyndist aftur á móti svo opin- skátt írónísk, að taka varð hana strax úr umferð; Sjostakovitsj samdi ekki sinfóníu eftir það fyrr en að einræðis- herranum látnum, 1953). Ásamt strengjakvartettunum (einnig 15 að tölu) eru sinfóníurnar fimmtán meginstoðirnar í sköpun- arverki Sjostakovitsjs. Þær spanna nær hálfrar aldar feril, allt frá hinni undravert þroskuðu frumsmíð hins 19 ára gamla unglings, nr. 1 frá 1926, til hinnar dularfullu 15. sinfón- íu frá 1971. Fyrsta meistaraverkið er óefað nr. 4 (1935), en hún féll til skamms tíma í skuggann fyrir nr. 5 (1937), enda höfundurinn þá nýfallinn í ónáð vegna þess hve Stalín mislík- aði óperan Katerina Ismailova; var þá nr. 4 dregin til baka í hasti og ffi SHOSTAKOVICH fívitij)V,i'iiii"v(Ot>iyiplil.) Vi4.í l.t •IUiil ^ a<" iititi W SHOSTAKOVICH Sjmphonítr* (C«nipi«e) VoLl heyrðist ekki meir næsta aldarfjórð- ung. Nr. 5 bar svo undirtitilinn „Við- brögð sovétlistamanns við réttmætri gagnrýni" (!) og bjargaði Sjostako- vitsj fyrir horn næstu árin, enda gætti hann þess að verkið félli í kram- ið hjá valdhöfum með hæfilegum skammti af sósíalískri bjartsýni. Sú sinfónía sem aflaði Sjostako- vitsj mestrar heimsfrægðar var þó nr. 7 (1941), „Leningrad-hljómkvið- an", samin að hluta meðan á umsátri Þjóðverja um borgina við Nevu stóð. Þetta verk varð Bartók tilefni til að senda hinum rússneska kollega sínum kveðju með tilvitnun til „Maxim"- stefsins (er sjálft er tilvitnun Sjos- takovitsjs til Lehárs) í Konsertinum fyrir hljómsveit (II). Ef fis-léttasta verkið í hinu annars I að mestu leyti alvörugefna safni er 9. sinfónían, þá er einna mestur óhugnaður fólginn í hinni bitru, per- sónulegu útfararkveðju til Stalíns, nr. 10 (1953), og harmrænasta viðfangs- efnið birtist óefað í 13. sinfóníunni, Babi Jar, við samnefnt ljóð Évtúsén- kós um fjöldamorð Þjóðverja á gyð- ingum í Kiev í seinni heimsstyrjöld, eitt magnaðasta meistaraverkið af mörgum í langri ópusaröð. Nr. 14 er m.a. sérkennileg fyrir að vera samin fyrir kammersveit og 2 einsöngvara — og fyrir að vera sú eina sem ekki stendur í tiltekinni tóntegund. Hún er tileinkuð Benjamin Britten. Þannig mætti lengi telja. Sinfón- íurnar 15 eru ekki allar jafn merkileg- ar — e.t.v. er einna sízt þeirra nr. 2 („Oktobr", 1927); svo virðist einnig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.