Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAMDSMANMA ytbnymMtítíb 1995 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR BLAÐ D HANDKNATTLEIKUR Leikir við Austur- ríki og Kúveit ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik ieikur tvo leiki við Austurríkí og einn við Kúveit hér á landi 28. - 30. apríl og verða það síðustu lands- Jeikir liðsins fyrir heimsmeistarakeppnina sem hefst 7. maí. Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, sagði að landsliðið þyrfti að fá tvo leiki tO viðbótar. „Við gerum okkur vonir um að Egyptar komi hingað, en þeír hafa enn ekki svarað okkur. Ef þeir koma ekki erum við að spái í að reyna að fá tvo leiki við Dani fyrir mótið þar 24. - 26. april. .1 úgóslavneska land sliðið kemur ekki. Það var of dýrt að fá það hingað, en það hefði kostað HSÍ um eina og hálfa milljón," sagði þjálfarinn. HANDKNATTLEIKUR Viggó Sigurdsson í herbúð- ir heimsmeistara Rússa Fékkboðfrá landsliðsþjálfaranum Maksimovtil aðfylgjast með lokaundirbúningi fyrir HM VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, verður íherbúðum heimsmeistara Rússa fyrir heimsmeistarakeppnina á ís- landi. Rússar hafa boðið Viggó, honum að kostnaðarlausu, að vera með landslið þeirra íloka- undirbúningi liðsins fyrir HM á íslandi, þegar þeir verða íæf- ingabúðum í Þýskalandi, leika þar landsleiki og leiki gegn þýskum félagsliðum. Það er mikill heiður fyrir mig að fá þetta boð og kynnast vinnu- brögðum þjálfarans Maksimov, sem er fremsti handknattleiksþjálfari heims og þjálfari hins geysilega öfluga liðs Rússa. Ég fæ tækifæri til að fylgjast með því besta og það er ekki ónýtt að fá tækifæri til að fylgjast með lokaundirbúningi Rússa, þegar þeir leyna engu, sagði Viggó, sem heldur til móts við rússneska liðið í Sviss 20. apríl, en Rússar taka þar þátt í fjögurra liða móti ásamt Svisslendingum, Spánverjum og Þjóðverjum. Frá Sviss fer Viggó með liðinu í æfingabúðir í Þýskalandi, þar sem það mun æfa þrisvar á dag. Rússar koma síðan til íslands 2. maí og verða í æfingabúðum hér fram að fyrsta leik sínum. Ástæðan fyrir þessu boði Rússa er sú að Maksimov er mjög ánægður með hvað Dimitri Filippov, leikmaður Stjörnunnar, er í góðri æfingu undir stjórn Viggós. Filippov var marka- hæsti leikmaður liðsins á keppnisferð þess í Þýskalandi á dögunum — skor- aði t.d. ellefu mörk utan af velli í leik gegn Bad Schwartau. í boðsbréfi sem Viggó fékk frá Rússum, segir að Maksimov hafí verið mjög ánægður með hvað Filippov væri í góðri æfingu — að hann væri fyrsti leikmaðurinn sem hefur yfirgefið Rússland til að leika með liðum í Evrópu, sem hafí tekið framförum frá því að hann fór frá Rússlandi. „Fyrir það vill Maksimov þakka þér fyrir og hann bíður spennt- ur eftir að hitta þig," segir í bréfinu til Viggós. „Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir mig til að öðlast meiri reynslu og þekkingu sem þjálfari. Það er ekki hægt að hugsa sér betri skóla, en að fá að fylgjast með vinnubrögð- um Maksimovs," sagði Viggó. Viggó Sigurðsson hefur fengið frábœrt tækifæri tll að bœta vlð þekkingu sína sem þjálfari. Evrópumót heyrnarlausra áíslandi EVRÓPUMEISTARAMÓT heyrnarlausra í handknattleik fer fram hér á landi 10. - 16. apríl. Fimm þjóðir taka þátt í raótinu; ísland, Þýskaland, Sví- þjóð, Danmörk og ítalía. Dregið yar um töfluröð þátttökuþjóða í íþrólt aniiðst öðinni í Laugardal í gær að viðstöddum tveimur fulltrúm frá evrópska hand- knattleikssambandi heyrnar- lausra, EDSO. Islendingar mæta Dönum í fyrsta leik mótsins 10. apríl og verður leikið í Víkinni. Þetta er í sjötta sinn sem Evr- ópumótiðer haldið og í þriðja sinn sem ísland tekur þátt. Is- lenska liðið tók fyrst þátt í mót- inu 1987 og haf naði þá í neðsta sæt i og vann ekki leik í mótinu. Á síðasta Evrópumóti, í Þýska- landi 1991, náði liðið góðum árangri og hafnaði í öðru sæti á eftir Þjóðverjum sem hafa unnið t.vö síðustu mót. Morgiinblaðið/Kristinn í gær var dregið um tðfluröð þátttökuþjóða é EM heyrnar- lausra sem fram fer hér á landi í apríl. Dóttir Trausta Jónsson- ar, markvarðar islenska landsllðslns, fékk það hlutverk að draga. ítalinn Mario Torcollni, sem á sæti i tækninefnd EDSO, fylgdlst með að allt færi eftir settum reglum. KNATTSPYRNA: EKKI FARARSNIÐ A GRAHAM FRA ARSENAL / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.