Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.1995, Blaðsíða 4
— IMSmR KNATTSPYRNA Ekki fararsnið á Graham George Graham, jrfírþjálfari ensku Evrópubikarmeistar- anna í knattspymu, Arsenal, á nú aðeins eina von eftir um titil í vetur — að liðið nái að veija Evróputitil sinn. Svo virðist sem hann sé orðinn talsvert valtur í sessi, enda gengi liðsins verið af- leitt undanfarið. Arsenal, sem hefur verið sigur- sælt undanfarin ár, og varð m.a. enskur meistari 1989 og 1991, var talið sigurstranglegast í úr- valsdeildinni fyrir síðasta tímabil og það sem nú stendur yfir en liðið er í 13. sæti og hefur ekki sigrað í sex síðustu leilqum. Arsenal var slegið út úr ensku bikarkeppninni af 1. deildarliði Millwall á miðvikudaginn og úr deildarbikarkeppninni af Liverpo- ol í síðustu viku. Þá hefur Graham verið undir smásjá forráðamanna úrvalsdeildarinnar vegna ásakana þess efnis að hann hafí þegið pen- ingagreiðslur — 280.000 pund, sem er andvirði tæpra 30 milljóna króna — undir borðið í tengslum við kaup Arsenal á danska lands- liðsmanninum John Jensen frá Bröndby fyrir tveimur árum. Graham neitar staðfastlega að hafa hagnast nokkuð á viðskipt- um Arsenal á leikmannamarkaðn- um. En málið er sem sagt í rann- sókn og nefndin sem hefur með hana að gera hyggst kynna niður- stöður sínar eftir hálfan mánuð. Verði úrskurður á þá Iund að Graham hafí óhreint mjöl í poka- hominu er talið líklegt að enska knattspyrnusambandið banni honum að koma nálægt knatt- spyrnu, og forráðamönnum Arsenal þar með nauðugur einn kostur, að láta hann fara. En þrátt fyrir að illa gangi hjá Arsenal um þessar mundir, hefur Graham nánast hlegið að þeim vangaveltum að hann ætti að segja af sér. „Ég að segja af mér?“ spurði hann fréttamenn, eftir tapið gegn Millwall. Sagði þetta væri einungis annar slæmi kaflinn hjá Arsenal á níu ára ferli hans sem þjálfara liðsins, og hann myndi örugglega lifa það af. George Graham Stoichkov marka kóngur 1994 Búlgarinn miðherii Hristo Stoichkov, •miðheiji Barcelona, er sá knattspymumaður sem skoraði flest mörk f alþjóðlegri keppni — með búlgarska landsliðinu og Barcelona 1994, eða alls sautján mörk. Hann skoraði níu mörk með landsliði Búlgaríu og átta mörk með Barcelona. Annar á blaði er Suður-Kóreu- maðurinn Sun-Hong Hwang, sem leikur með Pochul Atoms FC Po- hang, sem skoraði sextán mörk — öll í Ieikjum með landsiiðinu og er hann þannig sá leikmaður sem skoraði flest mörk í landsleik í heim- inum á árinu. Romario, mið- heiji Brasilíu og Barcelona, er þriðji á listanum með fímmtán mörk, en annars má sjá listann yfír mestu marka- skorara heims, hér til hliðar. Þeir skoruðu mest Nöfn, félög/lönd, mörk alls, landsliðsmörk/mörk með fé- lagsliði. Hristo Stoichkov, Barcelona/Búlgaría.....17 ( 9/ 8) Sun-Hong Hwang, FC Pohang/S-Kórea........16 (16/ ) Romario, Barcelona/Brasilía..............15 (10/ 5) Ulf Kirsten, Leverkusen/Þýskaland........13 ( 3/10) Jiirgen Klinsmann, Mónakó/Þýskaland......12 (11/ 1) Bebeto, La Coruna/Brasilía /.............12 ( 8/ 4) Ilie Dumitrescu, Steaua Búkrarest/Rúmenía.11 (11/ ) Tomas Brolin, Parma/Svíþjóð..............10 ( 9/ 1) Henrik Larsson, Feyenoord/Svíþjóð .......10 ( 4/ 6) George Weah, París St. Germain/Ubería..... 9(1/8) ■Klinsmann og Dumitrescu leika nú með Tottenham. Hristo Stoichkov hefur skorað flest mörk. Hér á myndinnl fagnar hann marki sínu gegn Þýskalandi í HM, sem hann skoraöi belnt úr aukaspyrnu. FOLX ■ STEFKA Kostadinova, heims- methafí í hástökki kvenna, eignaðist son í Sófíu í gær. Kostadinova, sem er 29 ára og gift þjálfara sínum, Nikolay Petrov, setti heimsmetið, 2,09 metra, á heimsmeistaramótinu í Róm 1987. Karel Novacek frá Tékklandl sigraði Michael Stich í 3. um- ferð ð Opna ástralska meist- aramétinu í tennls í g»r. Hér fagnar Novacek sigrinum. ■ STEVE Nicol, sem hefur leikið með Liverpool í 13 ár, fékk í gær fq'álsa sölu til Notts County sem leikur í 1. deild. Fyrrum stjóri Ever- ton, Howard Kendall, er fram- kvæmdastjóri Notts County og verður Nicol aðstoðarmaður hans jafnframt því að leika með liðinu. ■ NICOL sagði það erfitt að yfir- gefa Liverpool. „Ég hef átt frábær ár hjá Liverpool, en þetta tekur allt enda. Ég hlakka til að starfa með Howard Kendall og vonandi get ég hjálpað til að liðið komist úr fallhættu,“ sagði Nicol, sem leikur líklega fyrsta leik sinn með Notts County gegn Sunderland í dag. ■ HAUKAR leika síðari leik sinn gegn ABC Braga frá Portúgal í íþróttahúsinu Strandgötu annað kvöld kl. 20. Þrátt fyrir stórsigur Braga í fyrri leik liðanna er mikill áhugi fyrir síðari leiknum á meðal Portúgala og verða tvær útvarps- stöðvar með beina lýsingu frá leikn- um. 2. DEILD KARLA ÞÓR- ÍBV..................23:20 Fj. leikja U J T Mörk Stig BREIÐABL. 13 9 1 3 357: 314 19 GRÓTTA 11 8 0 3 293: 238 16 FYLKIR 12 8 0 4 312: 267 16 ÞÓR 11 7 1 3 289: 247 15 FRAM 10 6 2 2 252: 201 14 ÍBV 12 6 1 5 325: 267 13 FJÖLNIR 11 3 1 7 219: 263 7 KEFLAVIK 12 1 0 11 253: 349 2 Bl 12 1 0 11 233: 387 2 Penev áfram með landslið Búlgaríu DIMITAR Penev verður áfram landsliðsþjálfari Búlgaríu, en undir hans stjórn hefur búlgarska lands- liðið náð frábær- um árangri — náði fjórða sæti í HM í Bandarikjunum og stefnir nú á þátt- töku í EM í Eng- landi 1996. Búlg- arska knatt- spyrnusambandið hefur óskað eftir því við Penev, að hann hætti þjálfun CSKA, sem hann hefur stjórnað í vetur. Sem leik- maður vann Penev átta meistaratitla með. Þess má geta að Búlgaría hafði aldrei unnið leik i HM, fyrr en undir stjórn Penev. Trapattoni íhugar aðfara aftur heim Italski þjálfarinn Giovanni Trapat- toni, sem verið hefur við stjórn- völinn hjá þýska stórveldinu Bayern Múnchen í vetur, segist vera að velta því fyrir sér að fara frá félag- inu í vor. Þetta kom fram í viðtali við hann í ítalska íþróttadagblaðinu Gazzetta dello Sport í fyrradag. Trapattoni, sem er einn sigursæl- asti þjálfari allra tíma, stýrði Ju- ventus 1975 til 1986 og síðan Inter Milan til 1991, áður en hann snéri aftur til Juventus. Hann tók við Bayern í haust, og er það í fyrsta skipti sem hann þjálfar utan heima- landsins. Hann segir Qölskyldubönd og erfíðleika með að læra þýsku aðalástæður þess að hann færi heim aftur, ef hann tæki þá ákvörðun. Trapatoni er orðinn 55 ára, og sagði í viðtalinu: „Trúið mér, ef ég væri fímm árum yngri myndi ég ekki fara. Ég myndi jafnvel dvelja hér í tíu ár, eins og ég gerði hjá Juventus. Trapattoni kvaðst hafa rætt framtíð sína við Franz Beckenbau- er, Karlheinz Rummenigge og Uli Hoeness, þtjá af forkólfum Bayem, á miðvikudag, en engin niðurstaða hefði fengist. Þeir myndu hittast á ný innan fárra vikna, en Gazzetta kveðst sannfært um að hann fari. Glovanni Trapattonl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.