Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 C 3 Jeppar sjaldnast utan vega INNANRÝMI er kaupendum fjölnotabíla efst í huga og jeppakaupendur leggja meiri áherslu á aksturseiginleika jeppans á vegum en utan vega. Þessir þættir vega þyngra en aðrir samkvæmt tveimur bandarískum könn- unum R.L. Polk & Co. Könn- unin leiðir í ljós að fæðing annars bams í fjölskyldu skipti miklu um hugsanleg kaup hennar á fjölnotabíl. Um tveir þriðju hlutar allra jeppa- kaupenda segjast aldrei aka bíl sínum utan vega. Mercedes-Benz jeppi á markað 1997. Mercedes- Benz jeppi 1997 MERCEDES-Benz hyggst setja á markað árið 1997 jeppa sem smíðaður er í nýrri verksmiðju fyrirtækisins í Alabama í Bandaríkjunum. Hér að ofan er mynd sem útsendarar bandaríska bíla- blaðsins Automotive News náðu af frumgerðinni en útlit bflsins verður þó annað því þess er gætt með öllum ráðum að endanleg útkoma komi ekki fyrir sjónir forvitinna blaðamanna áður en fram- leiðsluferlið hefst. Blaðið hefur heimildir fyrir því að bíllinn sæki marga útlitslega þætti til C-línu Mercedes-Benz, t.a.m. grillið og að hann verði með sítengdu aldrifí. Sömu heimildir herma að jeppinn verði með fjögurra strokka, 1,8 lítra vél og V6,2,8 lítra vél. Bílasala jókst um 5,9% í Evrópu BÍLASALA í Evrópu jókst á árinu 1994 um 5,9% en alls seldust 11.914.200 bílar á árinu. Söluaukning í desem- ber varð 10,5% en í þeim mánuði seldust 796.800 bílar. Árið 1993 varð metsamdrátt- ur í bílasölu í Evrópu, 15,5% frá fyrra ári. Sérfræðingar segja að aukin bílasala í fyrra stafi ekki síst af stjórnvalds- aðgerðum í Frakklandi, Spáni og í Danmörku þar sem eigendum gamalla bifreiða var greitt fyrir að láta afskrá þá. Talið er að rekja megi sölu á 250 þúsund nýjum bíl- um til slíkra aðgerða í Frakk- landi. Einna minnst aukning í bílasölu varð á stærsta bíla- markaðnum í Evrópu, þ.e. Þýskalandi, þar sem aukn- ingin var 0,5%, en alls seld- ust þar 3.210.300 bílar. Markaðshlutdeild nýrra jap- anskra bíla í Evrópu féil úr 12,3% í 10,9% vegna verð- hækkana sem einkum eru raktar tii hækkandi gengis á japanska jeninu. ■ 'WMJ sviss á&^\ÍTALlA GRIKKLAND PEKING FRAKKLAND TYRKLAND NEPAL PAKISTAN INDLAND AKSTURSKEPPNIN FRÁ PEKING TIL PARÍSAR ENDURVAKIN EFTIR 90 ÁR 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Mitsub. 11,7 Lada 18,4 Lada 15,3 Mitusb. 16,6 Mitsub. 17 Toyota 22,3 Toyota 18,6 Toyota 21,3 Toyota 21,6 Toyota 25,0 Toyota 11,2 Toyota 10,6 Toyota 13 Toyota 14,8 Toyota 15,8 Mitsub. 17,7 Mitsub. 18,3 Mitsub. 13,1 Nissan 14,5 Nissan 15,3 Mazda 9,5 Subaru 9,6 Mitsub. 11,3 Lada 11,5 Subaru 10,4 Subaru 10,4 Nissan 10,2 Nissan 10,9 Mitsub. 14,4 Volkswa. 11,3 Lada 9,5 Mitsub. 8,3 Mazda 7,9 Subaru 7,8 Lada 10,3 Daihatsu 8,2 Subaru 8,6 Daihatsu 8,6 Hyundai 7,1 Hyundai 9,1 Subaru 9,3 Mazda 6,6 Subaru 9,8 Mazda 6 Mazda 5,3 Lada 7,6 Lada 6,4' Subaru 5,3 Volkswa. 5,5 Mitsub. 7,2 Fyrsta aksturskeppnin yfir Evrasíu þvera og endilanga var haldin árið 1907, ekin var leiðin frá Peking í Kína til Parísar í Frakklandi. Keppnin verður nú haldin aftur árið 1997 til minnast 90 ára afmælisins. Þetta er einungis í annað sinn á öldinni sem stjórnvöld samþykkja að keppnin verði endurtekin. Aðeins áhugamenn í aksturskeppni, á klassískum bílum og íornbílum (bílum smíðuðum fyrir 1968), eiga rétt til þáttöku í keppninni. Keppnisleiöin er 19.300 km, þar af um 95% á bundnu sliflagi. Keppnin árið 1907 var skipulögð at dagblaðinu Le Matin. Keppnisreglur voru engar og hvorki var haft eftirlit með keppninni né hún skipulögð náið. Fjórir af fimm bílum sem lóku þátt í keppninni skiluðu sér í mark. Sigurvegari varð Scipione Borghese prins sem fór leiðina á einum 60 dögum. REUTER Markaðshlutdeild mest seldu bifreiðategundanna 1985-1994 Unnið úr skýrslum Bílgreinasatnbands íslands — Hópferða- og vörubifreiðar yfir 7500 kg ekki meðtaldar. FIAT 178 verður framleiddur sem tveggja hurða og fjögurra hurða hlaðbakur en einnig sem stall- bakur og langbakur. Hann kemur á markað á næsta ári. Fiat 178ómarkaói í þriója heiminum FIAT verksmiðjurnar veðja á að markaðir í Asíu, Afríku og Suður- Ameríku, verði mun gjöfulli og stærri en markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum á næstu árum. Fiat hefur i samræmi við þessa framtíðarsýn hafið hönnun á bíl sem fyrirtækið kallar hinn fyrsta sanna heimsbíl og er hann ætlaður til framleiðslu utan Ítalíu. Bíllinn sem gengur undir nafninu 178 er frumhönnun og verður hann smíð- aður og seldur í þróunarlöndunum. Áður hefur Fiat smíðað bíla í þróunarlöndunum á hönnun sem ætluð var þörfum ítala sjálfra og síðar voru þessir bílar lagaðir að aðstæðum í þeim löndum sem upp- haflega stóð til að selja þá. Með hönnun 178 hefur Fiat snúið dæm- inu við. Bíllinn á ekkert sameigin- legt með þeirri línu sem Fiat fram- leiðir í dag og verður hann ekki framleiddur í Evrópu. Meiri umsvif utan Evrópu Bíllinn verður framhjóladrifinn og kemur fyrst á markað 1996 í hláðbaks-, stallbaks og lang- baksútfærsium. Síðar verður hann boðinn sem pallbíll og Iítill sendi- bfll. Hann verður með nokkrum gerðum véla frá 1 lítra til 1,6 lítra, fjögurra strokka. Til að auðvelda samsetningu bílanna verða allar útfærslurnar með sama hjólhafi og framhluti, hurðir og framrúða verða hin sama. Aðeins þakið og afturhlutinn verður mismunandi milli útfærslna. Smíði á 178 fer fram í Brasilíu, Argentínu, Tyrklandi, Mexíkó, Marokkó, Indlandi og Suður-Afr- íku og er ráðgert að framleiða 640 þúsund bíla á ári. Auk þess eru uppi ráðagerðir um að bjóða bílinn fram sem kandidat í áætlun kín- verskra stjórnvalda um kínverskan fjölskyldubíl, ódýran, litinn bíl sem framleiddur verður í 500 þúsund eintökum á ári. Þrátt fyrir langa reynslu af starfsemi utan Ítalíu lét Fiat ekki verulega að sér kveða á heimsvett- vangi fyrr en nýlega. Allt fram til 1992 kom meira en helmingur af árlegri framleiðslu Fiat frá Ítalíu og yfir 80% hennar komu frá Evr- ópu. En veruleg breyting hefur orðið á því síðustu árin sem rekja má til efnahagssamdráttar á Ítalíu og meteftirspurnar í Suður-Amer- íku. Á síðasta ári seldi Fiat tvo þriðju af árlegri framleiðslu sinni, eða 1,6 milljónir bíla, utan Ítalíu, þar af þriðjung, 800 þúsund bíla, utan Evrópu. ■ Fjórði hver bíll Toyota HLUTDEILD Toyota á islenskum bíla- markaði hefur vaxið úr því að vera rúm- lega ellefu af hundraði árið 1985 í það að vera fjórði hver seldur bíll á landinu, en þá eru hópferða- og vörubifreiðar yfír 7.500 kg ekki meðtaldar. Engin önnur bifreiðategund hefur náð yfír 20% mark- aðshlutdeild á síðustu tíu árum en þó komst Lada nálægt því árið 1986 með 18,4%. Litlar breytingar urðu á hlutdeild tegundanna á milli áranna 1993 og 1994 aðrar en þær að markaðshlutdeild Toyota fer úr 21,6% í 25% og Volkswagen hefur sætaskipti við Mitsubishi, var árið 1993 í fímmta sæti yfír mest seldu bifreiðategund- irnar með 5,5% en fór í þriðja sæti með 11,3%. Markaðshlutdeild allra fímm mest seldu tegundanna árið 1993 jókst 'í fyrra nema Mitsubishi sem féll úr 14,4% í 7,2%. Loftur Ágústsson upplýsingafulltrúi hjá Toyota segir að eins og gefi að skilja séu menn ánægðir með árangurinn á árinu. „Af einstökum flokkum viljum við benda á millistærðarflokkinn, Carina E, Volvo 400 línuna og VW Vento og fleiri, þar sem við vorum efstir í sölu með 162 Carinur á árinu. Ekki má heldur gleyma flokkum eins og Corolla þar sem við vorum með 1.016 selda bíla," segir Loftur. Alls seldust 1.464 fólks- og sendibifreið- ar af Toyota-gerð á síðasta ári en heildar- sala fólks- og sendibifreiða var 5.873 bíl- ar. Nýskráningar á árinu, vörubílar með- taldir, voru 5.970, en voru árið 1993 6.123. Nlikill sam- dráttur í sölu á sportbílum MARKAÐUR fyrir sportbíla er nú i láginni í heiminum og hefur verið allan tíunda áratuginn. Sala á fjölnotabílum og litlum jeppum hefur hins vegar aukist. Því er spáð að á árinu sem er nýliðið hafi ekki selst nema um 77 þús- und sportbílar í samanburði við 133 þúsund bíla 1988. Mest hefur dregið úr sölu á japönskum sport- bílum. Áætlað er að um 5 þúsund Toyota Supra hafi selst árið 1994 en árið 1988 seldust 19.600 slík- ir bílar. Enn meiri samdrætti er spáð í sölu á Mazda RX-7, áætlað er að 2.200 bílar seljist árið 1994 en 27.800 bílar seldust 1988. Algert hrun í sölu nokkurra gerða sport- bíla Algert hrun hefur orðið í sölu nokkurra sportbíla frá því um miðjan áttunda áratuginn. Þá seldust að jafnaði 50 þúsund RX-7. Eini japanski sportbíllinn sem hefur náð söluaukningu er Mitsubishi 3000GT. Samdrátturinn er ekki jafnmik- ill í bandarískum sportbílum. Chevrolet Corvette selst árlega í 20-25 þúsund eintökum og salan á Porsche og Jaguar XJS hefur aukist. Verðþróun helsta ástæðan Verðþróun á sportbílum er helsta ástæðan fyrir söluhruninu. Sportbílar eru hlutfallslega dýrari nú en á áttunda áratugnum. Hátt gengi japanska jensins hefur sitt að segja en einnig sú breyting sem orðið hefur á markaðnum með aukinni tækni og fjölbreyttari framleiðslulínu. Sportbílar eru nú hlaðnir alls kyns tæknibúnaði sem hefur leitt til verðhækkunar. RX-7 boðinn áfram I Bandaríkjunum kostar grunn- gerðin af Mazda RX-7 36.500 bandaríkjadali, rúmar 2,5 milljón- ir ÍSK, en 42.700 bandaríkjadali, tæpar 3 milljónir ÍSK, með auka- búnaði, sem er næstum helmingi hærra meðalverð en á innfluttum fólksbíl, sem er 24.217 dalir. RX-7 var fyrst kynntur árið 1978 í Bandaríkjunum og kostaði þá grunngerðin 7.195 dali en meðal- verð á innfluttum bíl var 6.704 dalir. Þrátt fyrir söluhrun ætlar Mazda ekki að hætta að bjóða RX-7 en viðurkennir að Miata hafí tekið við hlutverki hans. RX-7 sé hins vegar sú ímynd sem talin er best, margir tengi Mazda strax viðRX-7. . ■ Kantaður Acura sportbíll ACURA, lúxusbíladeild Honda í Bandaríkjunum, kynnti nýja gerð sportbíls á bílasýningunni í Detroit fyrr í mánuðinum, bíl sem er enn á hugmynda- ACURA CL-X sportbíll á hugmyndastigi er með byltingarkenndu útliti. stigi en forráðamenn fyrirtækisins segja að verði framleiddur því sem næst í óbreyttri mynd. Bíllinn, CL-X, er nýstárlegur í útliti með hvössum línum að framan og aftan. Þó er talið víst að sérkennileg mótun í hliðum bíls- ins hverfi þegar hann kemst á framleiðslustig síðar á þessu ári, en ráðgert er að hann verði boðinn til sölu á miðju ári 1996. CL-X vakti mikla athygli í Detro- it enda um óvenjulega hönnun að ræða. Acura ætlar CL-X stóra hluti í þessum flokki bíla. Acura hefur hins vegar fram til þessa ekki haft frambærilegan bíl að bjóða. Acura Vig- or, sem hefur verið ódýrasta gerðin í lúx- ussportbílaflokknum, hefur ekki ekki fallið í kramið hjá banda- rískum kaupendum. Framleiðslu hans hefur verið hætt og arftaki hans verður kynntur í apríl nk. undir nýju nafni. CL-X verður líklega með V6 vél sem smíðuð verður í Bandaríkjun- um og nægilega margt verður smíðað í bílinn í Bandaríkjunum til að hann flokkist undir bandarískan bíl. Engu að síður er margt í bílnum upprunnið frá Honda í Japan. Bíll- inn er byggður á grunni Accord en oddhvass framendinn og aftur- endinn gerir CL-X 25 sm lengri en tveggja dyra Accord. Smíðaðir verða 30-40 þúsund bílar á ári í Ohio í Bandaríkjunum en bílarnir verða einvörðungu seldir í Banda- ríkjunum og Kanada. ■ ÁÆTLAÐ er að 2.200 Mazda RX-7 seljist árið 1994 en 27.800 bílar seldust 1988. EINI japanski sportbíllinn sem hefur náð söluaukningu er Mitsubishi 3000GT. JAGUAR hefur líka haldið sínu, einkum með XJS en engar sögur fara af sölu á þessum bíl, XJ220, 549 hestafla sem nær 349 km hraða á klst. Eftirmenntun bílgreinq Námskeid fyrir bensín- afgreiðsluntenn AFGREIÐSLUMONNUM bensínstöðva verður boðið upp á námskeið á vegum Endurmennt- unar bílgreina í næsta mánuði. Að sögn Ásgeirs Þorsteinssonar, sem hefur umsjón með eftir- menntunarnámskeiðunum, eru námskeiðin haldin í samvinnu við ríkisvaldið þar sem það er einnig ætlað atvinnulausum. Markmið námskeiðsins er að gera þátttak- endur hæfari til að þekkja þá hluti sem tengjast bílum, t.a.m. olíur, kælivökva og aðra vökva sem notaðir eru. Námskeiðin verða að líkindum haldin í sam- vinnu við olíufélögin, að sögn Ásgeirs. Námskeiðið verður atvinnu- lausum að kostnaðarlausu en bensínafgreiðslumenn greiða um 5-6 þúsund krónur. „Ég hugsa að atvinnurekendur greiði þessa upphæð í flestum tilfellum fyrir starfsmenn. Enda væri olíufélögunum akkur í því að mennta starfsmenn sína,“ segir Ásgeir. Til hagsbóta fyrir bíleigendur Ásgeir telur að fræðsla á þessu sviði geti orðið til mikilla hagsbóta fyrir bíleigendur. Hann segir að einnig sé á döfinni að halda svipuð námskeið fyrir starfsmenn á smurstöðvum. Ás- geir segir að hvað varðar smur- stöðvamar hafi nokkuð oft kom- ið upp að menn geri mistök og þau komi alltaf upp af og til. Ásgeir segir einkum tvö nám- skeið bera hæst um þessar mundir, þ.e. tækniensku bílsins og notkun fjölsviðsmæla. Tæknienska bílsins er námskeið sem er ætlað að gera þátttak- endur hæfa til að lesa ensku og tii að nota viðgerðarbækur á ensku. Lengd námskeiðsins er 42 klst. „Við ætlum líka að prófa að bjóða upp á stutt námskeið sem eru kannski ekki nema einn dag- ur. Fyrsta slíka námskeiðið er um notkun fjölsviðsmæla, eða svokallaðra AVO-mæla. Stefnt er að því að námskeiði loknu séu þátttakendur fullfærir um beita þessum mælum við bilanagrein- ingu. Einnig eru á döfinni nokkur námskeið í nýjungum í bílamálun. ■ Mikill verömunur Chrysler Cherokee EGILL Vilhjálmsson hf. býður Jeep Cherokee Laredo á 3.550.000 kr. en stærri gerðina, Limited, á 4.450.000 kr. Sveinbjörn Tryggva- son framkvæmdastjóri segir að bíl- arnir séu yfirleitt betur búnir en hjá Jöfri, sem hefur umboð fyrir Cherokee. Þar kosta samsvarandi bílar 4,2 og 5,1 milljónir kr. Krist- þór Gunnarsson framkvæmdastjóri Jöfurs hf. segir þennan verðmun ótrúlegan og leitar fyrirtækið skýr- inga á honum. Þá auglýsti Egill Vilhjálmsson hf. Suzuki Sidekick bíla, sem heita Vitara á Evrópu- markaði, í Morgunblaðinu sl. fimmtudag á 1.810.000 kr. fimm dyra bíllinn, með vökvastýri, beinni innspýtingu og fjögurra strokka vél. Morgunblaðið leitaði eftir upp- lýsingum um það hvort ábyrgðir fylgi bílunum en þær upplýsingar fengust ekki. Sveinbjörn segir að það geri sér allir grein fyrir því að ekki bjóðist sama þjónusta hjá honum og um- boðunum. Hinir gagnrýnni kaupi frekar bílana af umboðunum en borgi þá 6-9 hundruð þúsundum krónum meira. Jónas Þór Steinarsson fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins segir að samkvæmt kaupalögum sé eins árs ábyrgð tekin á nýjum bílum. Hann segir jafnframt að samkvæmt fríverslunarsamningum sem íslendingar hafa gengist undir hljóti allt að opnast, þ.á.m. fyrir bílainnflutning. Staða neytandans veikari „Samkvæmt kaupalögum er allt- af eins árs ábyrgð. Þá ber framleið- andi einnig ábyrgð gagnvart fram- leiðslugalla. Staða neytandans er oft veikari ef hann flytur bílinn inn sjálfur eða í gegnum aðila sem sér um það fyrir hann heldur en ef hann kaupir bílinn af viðurkenndum umboðsaðila," sagði Runólfur Ól- afsson frámkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Runólfur segir að FÍB hafi ekki neina mótaða stefnu gagnvart einkainnflutningi á bílum. „Eg tel reyndar að í þessum viðskiptum sem öðrum eigi að ríkja valfrelsi.“ Hann bendir á að í EES-samningnum sé kveðið á um að ekki séu til nein einkaumboð lengur. Eðlileg álagning Kristþór Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Jöfurs hf. segir að sér þyki verðið sem boðið er á Cherokee hjá Agli Vilhjálmssyni ótrúlega lágt. „Ef bílarnir eru fluttir inn án ábyrgð- ar frá erlenda aðilanum þýðir það að innkaupsverðið er án ábyrgðar- gjalds. Innifalið í okkar verði er ábyrgðargjald. Við höfum ekki fal- ast eftir því að flytja bflana inn án ábyrgðar. Það er mjög alvarlegt mál að kaupa svona dýra bíla án ábyrgð- ar. Það þarf ekki mikið að koma fyrir til þess að þessi verðmunur, þótt stór sé, sýnist mér, komi í bak- ið á mönnum,“ sagði Kristþór. Fluttir voru inn 106 Chrysler Cherokee bílar á síðasta ári, þar af 94 af Jöfri hf. Aðspurður um hvort verðmunurinn gæti verið fólg- inn í of hárri álagningu hjá Jöfri sagði Kristþór: „Hjá okkar er eðlileg álagning miðað við það sem verið hefur og er í öðrum tegundum." Hann segir að Chrysler hafi ver- ið tilkynnt um málið og Jöfur sé að leita skýringa á verðmuninum. „Skýringamar liggja ekki í öðm en innkaupsverðinu. Eg átta mig ekki á því hvemig aðili á íslandi geti flutt bílinn inn á lægra innkaups- verði en við. Þú spyrð mig að því hvort við séum með óeðlilega álagn- ingu á þessum bílum. Þá vil ég spyija tollayfirvöld að -því hvort Egill Vilhjálmsson hf. fái þessa bíla á innkaupsverði sem er mun lægra en okkar,“ sagði Kristþór. ■ TILBOÐ ÓSKAST í Ford ExplorerXLT, 4x4,4ra dyra (hvítur), árgerð ’92 (ekinn 22 þús. mílur), Nissan King Cab SE V6,4x4, ár- gerð ’91, Chevrolet Cavalier RS S/W, árgerð '91, Pontiac Bonneville Le, árgerð '87 og aðrar bifreiðar er verða sýnd- ar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 24. janúar 1995 kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í F.W.D. snjóblásara 4x4 diesel. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.