Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir KIA Sportage er laglegur bíll - hefðbundinn jeppi að .eiginleikum en fremur með útlit fólksbíls. Kia Sportage í hnotskurn Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, fjölinnsprautun, 128 hest- öfl. Fimm manna. Tengjanlegt aldrif, hátt og lágt - eindrif að aftan. Tregðuiæsing á aftur- drifi. Vökvastýri - veltistýri. Hæðar- og mjóhryggs- stilling á ökumannssæti. Rafdrifnar rúðuvindur. Samlæsingar. Rafstilling hliðarspegla. Dagljósabúnaður. Lengd: 4,25 m. Breidd: I, 73 m. Hæð: 1,65 m. Hjólahaf: 2,65 m. Veghæð: 21 om. Þyngd: 1.420 kg. Þvermál beygjuhrings: II, 2 m. Hjólbarðar: P205 75R15. Rými bensíntanks: 60 I. Staðgreiðsluverð kr.: 2.170.000. Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Kia sportjeppi frá Kóreu lofar góðu BÍLAR frá Suður-Kóreu hafa síð- ustu árin verið að fikra sig út á markaði í Evrópulöndum, Ameríku og víða í Asíu og eru kóreskir framleiðendur þar oft í samvinnu við gamalgróna framleiðendur. Fyrir nærri tveimur árum komu Hyundai bílar og nú hefur Kia haldið innreið sína undir merkjum fyrirtækisins Kia bílar á Islandi sem er í eigu Heklu hf. Kia fyrir- tækið var stofnað fyrir hálfri öld og var fyrst kóreskra bílaframleið- enda til að koma sér upp sölu- kerfi um allan heim. Sportage jeppinn kom fyrst fram fyrir rúmu ári en þetta er jeppi með hefð- bundnum aldrifsbúnaði, háu og lágu drifi, fjögurra hurða, fimm manna, með 128 hestafla vél og kostar innan við 2,2 milljónir króna. Hann er nokkuð laglegur í útliti, lúmskt rúmgóður og allvel búinn þægindum. Við kynnum okkur Kia Sportage jeppann í dag en hann verður til sýnis hjá um- boðinu nú um helgina. Kia Sportage er ekki beint jeppalegur í útliti, telst meðal smájeppa, er stuttur en með löngu hjólhafí og hann er ávalur og bogadreginn nánast hvar sem á hann er litið. Vélarhúsið hallar nokkuð fram, aðalluktir eru nokk- uð stórar, stuðari samlitur og framhomin ávöl. Hliðamar em bungumyndaðar með lista neðst, rúður nokkuð stórar nema aftasta hliðarrúðan og afturendinn svolítið kubbslegur. Bíllinn er byggður á sjálfstæðri grind og eru fram- og afturhjól höfð eins framar- og aft- arlega og unnt er til að ná löngu hjólhafí og þar með góðum akst- urseiginleikum en einnig gefur það kost á góðu fríhomi eða yfir 36 gráður. Góður f rágangur að innan Að innan er Kia ágætlega úr garði gerður. Mælaborðshillan rís í háum boga framan við stýrið en er síðan fremur lág framan við farþegasætið og þar er handfang og klukka fyrir miðju. Mæiar eru með hefðbundinni uppröðun og á sérbretti fyrir miðju em miðstöðv- arstillingar og rými fyrir útvarp. Gfrstöng er há og vel staðsett, ÞESSI nýi jeppi frá Kóreu blandar sér í harða samkeppni á jeppamarkaði hérlendis. SÆTIN, sérstaklega framsætin, veita góðan hliðarstuðning og allur frágangur hið innra virkar traustvekjandi. rofar fyrir ljós og þurrkur í stýri en aðrir rofar í sjálfu mælaborð- inu. Sætin em sérlega góð, veita góðan stuðning, sérstaklega til hliðanna og allir sitja fremur hátt og hafa gott útsýni. Ökumaður er líka fljótur að ná áttum og ná góðri stjóm á bílnum enda em stjómtæki öll vel staðsett og þægi- leg viðskiptis. Innréttingin ber öll með sér að vera ágætlega vönduð að frá- gangi, sætin em vel bólstmð og klæðning og litaval vel heppnað. Má segja að allt sé fremur bjart yfirlitum og notalegt við að um- gangast Kia Sportage. Vélin er tveggja lítra, fjögurra strokka með fjölnisprautun og hún er 128 hestöfl. Hún er vel snörp og gefur gott viðbragð og ágæta vinnslu og hröðun ef vel er spilað á gírskiptinguna en bíllinn vegur 1.420 kg. Ekki lágu fyrir tölur um eyðslu. Sportage er með hefð- bundinn aldrifsbúnað, ekið er að jafnaði í' afturdrifí en hægt að smella í aldrifíð með því að tengja framdrifíð með einu handtaki á ferð en bíllinn er-búinn sjálfvirkum driflokum og milligírkassa. Tregð- ulæsing er á afturdrifi. Sæmilega lipurt er að skipta bílnum milli drifa. Góðar hreyfingar Fjöðrun er sjálfstæð með gorm- um og spyrnum á framhjólum en heill ás með gormum er að aftan. Þótt fjöðrunin sé kannski ekki mjúk og þýð eins og í stórum fólks- bílum fer hún samt vel með öku- mann sem farþega. Bfllinn hefur miklu fremur hreyfingar stórra bíla en stuttra og á langt hjólahaf- ið sinn þátt í því. I þéttbýlinu er Kia Sportage sérlega lipur og þægilegur í akstri. Vökvastýrið er ágætlega létt, Framsætin Rúmgóður Viðbragð Vantar útvarp fímm gíra handskiptingin liðug, útsýni gott eins og áður er nefnt og auðvelt að meðhöndla bílinn í hvers kyns þrengslum. Viðbragð úr kyrrstöðu er ágætt og bíllinn sæmilega röskur hvenær sem eftir því er kallað. Aðstæður leyfðu ekki mikla prófun á þjóðvegi en nóg til að reyna ágæta vinnslu á þjóðvega- hraða. Fimmti gírinn er aðeins notaður við langvarandi akstur á hámarkshraða en um leið og veg- urinn liggur á fótinn þarf að skipta niður í fjórða og jafnvel þriðja ef vel á að halda á spöðunum hvað ferðahraðann varðar. Eins og fyrr segir er fjöðrun þokkaleg og er bíllinn vel rásfastur og öruggur á möl, ekki síst þegar ekið er í al- drifi. í hálkunni er hann hins veg- ar heldur laus og lítils megnugur ef aðeins er notast við afturdrifíð. Hann verður heldur stirðari í al- drifínu, ekki síst til krappra snún- inga en á móti kemur að auðvelt er að skipta úr aldrifí í eindrif til dæmis við snúninga á bílastæðum eða bílahúsum. Vantar útvarpið Verðið á Kia Sportage er 2.170 þúsund krónur. Er bíllinn þar með í ágætri stöðu í keppni sinni á smájeppamarkaðnum. í þessu verði er nokkuð ríkulegur staðal- búnaður, rafdrifnar rúðuvindur, samlæsingar, rafstýrðar hliðar- speglastillingar og hæðastilling á ökumannssæti svo nokkuð sé nefnt. Umboðið býður einnig við- bótarpakka, þ.e. gangbretti, grind að framan, nokkurra cm upp- hækkun, stærri hjólbarða og gerir þessi pakki bílinn allan verklegri og sterklegri tilsýndar en hann er þó ekkert nauðsynlegur fyrir venjulegan notanda. Hins vegar hefði vel mátt hugsa sér útvarp í þessari upptalningu en í hörðu verðstríði þarf að velja og hafna mjög nákvæmlega og hefur það ekki hlotið náð að þessu sinni. En Kia Sportage hefur alla burði til að hasla sér völl sem nýr jeppaval- kostur á bílamarkaði hérlendis sem lipur, viljugur og furðu rúm- góður alhliða fjölskyldubíll. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.