Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 B 3 Breskir knattspyrnu- menn verðlagðir of hátt KEVIN Keegan, framkvænidastjóri Newcastle, sem seldi Andy Cole til Manchester United fyrir sex millj. pund á dögunum, seg- ir að breskir knattspyrnumenn séu verðlagðir of hátt. „Það er hægt að gera mun betri kaup fyrir utan Bretlandseyjar. Því kynntumst við þegar við keyptum Svisslendinginn Marc Hotti- ger. Þegar við vorum að leita eftir bakverði, var hægt að kaupa leikmenn með litia sem enga reynslu á eina milljón punda, en við keyptum Marc fyrir 525.000 pund.“ Keegan, sem er á höttum eftir miðherja í staðinn fyrir Cole, sagði að Newcastle hafi boð- ið Crystal Palace 4,75 miHj. punda fyrir Chris Armstrong fyrir tveimur vikum. Keegan hefur augastað á sóknarleikmönnum fyrir utan England. Graham fagn- aðisigri Nýliðinn John Hartson skoraði sigurmark Arsenal gegn Coventry, 1:0. Man. Utd. lagði Blackburn ífjörugum leik „ÞAÐ er alltaf ánægulegt að fagna sigri — þessi sigur var löngu orðinn tímabær og kom á réttum tíma,“ sagði George Graham, framkvæmdastjóri Arsenal, eftir að Arsenal hafði lagt Coventry að velli, 0:1, á Highfield Road. Það var nýliðinn John Hartson, sem Arsenal keypti fyrir stuttu á 2,5 millj. punda frá Luton, sem skoraði sigurmark Lundúnarliðsins á 77. mín. og þar með var mjög slæmum kafla Arsenal lokið — liðið hafði leikið sex leiki án sigurs og á einni viku var það slegið út deildarbikarkeppninni og bikarkeppninni. FOLK ■ ÞEIR 22 leikmenn sem hófu leik Man. Utd. og Blackburn á Old Trafford, hafa kostað lið sín 50 millj. punda. á þremur árum — dýrastur var Andy Cole, sem kost- aði United sjö millj. punda. Shearer kostaði Blackburn 3,3 millj. punda og Chris Sutton, félagi hans, kost- aði 5 millj. punda. United borgaði 3,7 millj. punda fyrir Keane. ■ SÁ orðrómur hefur verið uppi á Ítalíu, að Paul Gascoigne hafi haft samband við Kevin Keegan og beðið hann að kaupa sig til Newcastle, þar sem Gascoigne hóf knattspymuferil sinn. „Þetta er tóm þvæla — ég hef aldrei beðið neinn um starf,“ sagði kappínn, sem hef- ur ekki leikið með Lazíó síðan hann fótbrotnaði á æfingu í apríl í fyrra. ■ BEBETO tryggði La Coruna sigur, 1:0, á útivelii gegn Logrones á Spáni. ■ „ÞETTA var lélegur leikur, völlurinn var lélegur, en úrslitin góð,“ sagði Bebeto. ■ MICHAEL Laudrup átti stór- leik með Real Madrid, sem vann Celta, 4:0. Hann lagði upp þrjú marka liðsins. ■ TVEIR leikmenn hjá Real Zaragoza og einn frá Atletico Madrid fengu að sjá rauða spjald- ið, þegar Zaragoza vann 3:1. Það voru Esnaider og Angel Geli og Javier Pirri, ■ ROBERTO Muzzi átti stórleik með Cagliari, sem lagði Juventus að velli, 3:0, á Ítalíu. Hann fiskaði vítasaspyrnu, lagði upp annað markið og skoraði sjálfur það þriðja. ■ DAVID Platt, fyrirliði enska landsliðsins, misnotaði vftaspyrnu fyrir Sampdoria gegn sínu gamla félagi Bari, 1:1. ■ FA USTINO Asprilla var rekinn af leikvelli á síðustu mín. þegar Parma vann Napolí, 2:0. Hann skoraði fyrra mark Parma, eftir aðeins þrjár mín. Leikmenn Arsenal fögnuðu sín- um fyrsta sigri síðan þeir lögðu Ipswich að velli fyrir nær mánuði. Hartson fékk knöttinn 20 m frá marki Coventry og sendi hann framhjá Steve Ogrizovic, mark- verði. Coventry hefur leikið níu deildarleiki án sigurs. Liðið lék án varnarmannanna Steve Pressley og Steve Morgan, sem voru í leikbanni. Skosti landsliðsmaðurinn Duncan Ferguson, sem var rekinn af leik- velli í leik gegn Arsenal í sl. viku, skoraði tvö mörk fyrir Everton gegn Crystal Palace — það fyrra eftir aðeins tvær mín. Paul Rideout skor- aði þriðja markið, hans ellefta mark á keppnistímabilinu. Aston Villa vann góðan sigur gegn Forest í Nottingham, 1:2. Síð- an Brian Little tók við Aston Villa í lok nóvember, hefur liðið aðeins tapað einum leik — leikið sjö leiki í röð án þess að tapa. John Fashanu skoraði fyrra mark liðsins á 32. mín., eftir sendingu frá Steve Staunton. Forest jafnaði á 53. mín., þegar Hollendingurinn Bryan Roy fískaði vítaspymu, sem Stan Colly- more skoraði úr — hans þrettánda mark. Gamla kempan Dean Saund- ers tryggði Aston Villa svo sigurinn átján mín. fyrir leikslok. Craig Burley, frændi George Burley, framkvæmdastjóra Ips- wich, tryggði Chelsea jafntefli á Portman Road. Hann kom inná sem varamaður á 84 mín. — og aðeins fjórum mínútum síðar var hann búinn að skora jöfnunarmark Chelsea, 2:2. Eric Cantona tryggði Manchester United sigur, 1:0, á Blackburn — með glæsilegum skalla á 80 mín. eftir sendingu frá Ryan Giggs. Andy Cole lék sinn fyrsta leik með Manchester-liðinu og var nær því að skora eftir aðeins 90 sek., en heppnin var ekki með honum. Eftir það fékk Cole ekki marktækifæri. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Blackburn var ekki ánægður með dómarann Paul Durkin, sem dæmdi ekki mark Tim Sherwood á 89. mín. gilt — hann dæmdi á Alan Shearer, sem sendi knöttinn fyrir markið, fyrir brot á Roy Keane. Leikurinn var skemmtilegur og fengu leikmenn liðanna mörg tæki- færi til að skora, en þeir voru ekki á skotskónum. KIMATTSPYRNA Morgunblaðið/Svéírir Vendipunkturinn GYLFI Orrason, dómari, sýnir hér Slgursteinl Gíslasyni (nr 8) rauða spjaldiA fyrir aö hrækja á gólflA í úrslltalelknum. SkagamaAurinn Bjarki Pétursson og Hllmar Björnsson KR-lngur fylgjast meA. Tvöfalt hjá KR R-INGAR sigruðu bæði í karla og kvennaflokki á íslandsmót- inu í knattspyrnu innanhúss sem lauk í Laugardalshöll á sunnudag- inn. KR vann ÍA i sögulegum úrslita- leik karla 4:2 og var þetta annað árið í röð sem KR verður meistari. KR vann Val 2:1 í úrslitum í kvenna- flokki. Skagamenn byijuðu betur í úr- slitaleiknum gegn KR og komust í 2:0 með mörkum frá Pálma Haralds- syni og Sigurði Jónssyni og allt stefndi í sigur þeirra. Þá kom vendi- punkturinn þegar um fimm mínútur voru eftir; Sigursteini Gíslasyni var vikið af leikvelli það sem eftir lifði af leiknum og KR nýtti sér það. Vesturbæingár gerðu fjögur mörk áður en yfir lauk, Porca þrjú og Tómas Ingi Tómasson eitt. Gylfi Orrason dæmdi leikinn og sagði við Morgujiblaðið að rauða spjaldið hafí verið réttur dómur. „Hann [Sigursteinn] var mjög óhress og vildi fá homspymu en ég dæmdi markspyrnu. Hann lét vanþóknun sína í ljós með því að hrækja á gólf- ið og því var ekkert annað að gera en sýna honum rauða spjaldið," sagði Gylfi. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, sagði: „Það hljóta allir að fara í svona mót með því hugarfari að sigra. Ég viðurkenni að það hjálpaði okkur í úrslitaleiknum að Sigur- steinn lét reka sig útaf. Annars held ég að það sé kominn tími til að breyta þessu í gamla horfið aftur og taka battana inn aftur. Þetta verður aldr- ei nógu skemmtilegt með þessu fyr- irkomulagi," sagði Guðjón. Úrslitaleikurinn í kvennaflokki var spennandi. Ásthildur Helgadóttir kom KR yfir, en Amey Magnúsdótt- ir jafnaði í upphafi síðari hálfleiks. Guðlaug Jónsdóttir tryggði sigur KR-inga með marki undir lokin, 2:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.