Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG wS PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1995 BLAÐ EFIVII Viðt.il 3 Geir Oddsson nemi í f iskifræði Afl.ibröíjð 4 Aflayfirlit og stadsetning fiskiskipanna Groinitr 7 Þorvaldur Garð- arsson skipstjóri SILDIN UNNIN í EYIUM Morganblaðið/Sig'urgeir Líkur eru á breytingum á kvóta Færeyinga við Island Færeyingar tóku um þriðjung lúðunnar við landið í fyrra LIKLEGT er að einhverjar breyt- ingar verði í ár á veiðiheimildum Færeyinga hér við land. Undanfarin ár hafa þeir haft heimildir til að veiða 6.000 tonn af bol- fiski innan íslenzku lögsögunnar. Þar af hefur verið 700 tonna hámark á þorsk- afla og 400 tonna hámark á lúðuafla. Lúðustofninn er talinn frekar slakur um þessar mundir og svipaða sögu er af segja af keilunni, en báðar þessar tegund- ir veiða Færeyingar hér á línu í nokkrum mæli. LÍÚ hefur deilt mikið á þessar veiðiheimildir og leggur nú til að Færeyingar fái ekki veiða hér við land á þessu ári. Fyrsti samráðsfundurinn milli íslands og Færeyinga varðandi heimildir þessa árs verður í Reykjavík í upphafi febrúarmánaðar. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um hve mikið Færeyingar fái að veiða hér við land á þessu ári," segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, f samtali við Verið. „Við munum eiga samráðsfund með fær- eyska sjávarútvegsráðherranum, Ivan Johannesen, í byrjun febrúar og í kjöl- far þess verða teknar ákvarðanir um veiðiheimildir þeirra hér við land. Takmarka veröur velöi á lúAunnl Því er hins vegar ekki að leyna að aðstæður hafa verið að breytast að því leyti að þessir stofnar, sem þeir hafa sótt helzt í, eru sumir hverjir veikari en þeir voru áður. Þetta á meðal ann- ars við um lúðuna og lönguna. Við þurfum því að gera ráðstafanir tíl að takmarka veiðar úr þessum stofnum. Þessar veiðiheimildir hafa lengi verið gagnrýndar af íslenzkum sjómönnum, sem segja að veiðar Færeyinga tak- marki möguleika þeirra til þess að nýta þessa stofna, þegar þeir hafa þurft að minnka veiðar í þorski. Lúðuk- vóti Færeyinga er nú takmarkaður við 400 tonn, sem er þriðjungur af heild- arlúðuveiði innan landhelginnar og því er það gífurlega hátt hlutfall af lúðu- veiðinni sem fellur í hlut Færeyinga," segir Þorsteinn. Hann segir að þarna hafi orðið breytingar, sem taka verði með í reikn- inginn þegar endanlegar ákvarðanir verði teknar, hjá því verði ekki kom- izt. Hann vill þó ekki á þessu stigi segja hvort heimildir verði minnkaðar eða þeim breytt. Helmildir til velða á síld og makrfl skila litlu Undanfarin ár hafa Færeyingar boðið á veiðiheimildir á móti innan lögsögu sinnar. Þar er um að ræða 2.000 tonn af síld og 1.000 makr'íl, en þær heimildir hafa litlu sem engu skilað íslenzkri útgerð og sjómönnum. Færeyingar eru nú uggandi um fram- vindu þessa mál, því bág staða þar, gerir þá enn háðari kvótanum við ís- land en nokkru sinni áður. Þeir hafa lítið að láta á móti, en Johan Mortens- en, framkvæmdastjóri Marr Fisher, segir í samtali við færeyska blaðið Dimmalætting, að Færeyingar verði að leita aukinnar samvinnu við íslend- inga. Meðal annars leggur hann til að fiskafurðir þeirra verði seldar gegn um íslenzku fisksölufyrirtækin í Banda- ríkjunum. Fréttir Minni útgjöld vegna olíunnar • KRISTJÁN Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍU fagnar því að farið sé að örla á samkeppni milli olíu- félaga í viðskiptum við út- veginn en sem kunnugt er hafa nokkrar hræringar átt sér stað á olíumarkaðnum síðasta kastið og verð verið lækkað. Áætla má að lækk- unin minnki útgjöld fiski- skipaflotans vegna olíunotk- unar um 300 miUjónir króna á ári. Lækkunin á lítra nem- ur 1,20 til 1,30 krónuán virðisaukaskatts./2 Betri afkoma Hampiðjunnar • AFKOMA Hampiðjunnar hf. batnaði á síðasta ári. Veltan var 1.005 miujónir króna sem er 165 milljóna króna aukning frá árinu áður en sala var töluvert yfir áætlun á árinu. Gunnar Svavarsson forstjóri fyrir- tækisins hefur því ekki verið jafn ánægður með gang mála um nokkurt skeið. „Eftir samdrátt síðustu ára er farið að ganga betur og við munum njóta þess í betri afkomu," segir Gunnar./5 Mikið tjón á Margréti EA • TJÓNIÐ á Margréti EA sem fékk á sig brotsjó út af Dýrafirði í síðustu viku nem- ur að líkindum tugum millj- óna króna, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar iijá Samherja á Akureyri sem gerir togar- ann út. Hann segir að siglin- gatæki séu flest ónýt enda hafi brúin fyllst af sjó sem braut sér einnig leið niður í vistarverur skipverja. Þá eigi fleiri skemmdir vafalít- ið eftir að koma f Ijós./7 Fyrirbyggjandi aðgerðir • GUÐMUNDUR Ingason framkvæmdastjóri G. Inga- son hf. sem flytur út sjávar- afurðir hefur í hyggju að koma á fót samskiptaneti með upplýsingum um inn- lenda og erlenda aðila sem skaðað hafa íslenska sölu- menn sjávarafurða. „Það má líta á þetta sem fyrir- byggjandi aðgerðir enda óþarfi að menn séu alltaf að lenda í sama pyttinum. Meðan enginn tekur á þessu halda skúrkarnir áfram," segir Guðmundur./8 Markaðir Þorskstofninn að engu orðinn • ÞORSKSTOFNINN við Kanada er nú í sögulegu lágmarki og veiðibann á flestum miðum við Atlants- hafsströnd landsins við Ný- fundnaland og Labrador. Þorskveiðar á Mikla banka hafa verið bannaðar síðan 1993 en lengst af hafa þar verið einhver gjöfulustu þorskmið veraldar. Ýmsar ástæður eru taldar fyrir hruni stofnins, meðal ann- ars mikil kólnun sjávar, en talið er að koma hefði máll í veg fyrir hrunið, hefði fyrr verið gripið til þess ráðs að takmarka veiðina fyrr en gert var. Þorskkvóti á Atlantshafs- miðum Kanada 1988-94 567 þús. tonn 514 456 35 <§ '89 '90 '91 '92 '93 '94 | Flatfiskurinn í lágmarki líka Flatf iskkvóti á Atlants- hafsmiðum Kanada 1988-94 90 '91 '92 '93 '94 J • SVIPAÐAsöguerað stgja af flatfiskstofnum við Kanada, en úr þeim hafa lengst af verið veidd í kringum 100.000 tonn ár- lega. Veiðin var takmörkuð nokkuð árið 1993, enþað reyndist ekki nóg og í fyrra var kvótinn kominn niður í 19.000 tonn. Á þessu ári verður kvótinn lítill sem enginn og U"óst er að langt verður í að þessir stofnar gefi af sér viðlíka afla og undanfarin ár./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.