Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ t Fréttír vikunnar Samið verði um Barentshafið sem fyrst JbMJöÆi iioifiJcjiNiN tra utanríkís-, forsætis- og sjáv- arútvegsráðuneyti áttu í síð- ustu viku funð í Múrmansk í Rússlandi með fulltrúum rússneska utanríkis- og sjáv- arútvegsráðuneytisins. Rætt var um sjávarútvegsmál og ákveðið að stefna sem fyrst að samningum um ágrein- ingsmál varðandi veiðar í Barentshafi. Hafnarstjóm kaupir shppimi ■ HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur hefur sam- þykkt að ganga til samninga við Stálsmiðjuna hf. um kaup á dráttarbrautum fyr- irtækisins. Kaupverðið er um 70 milljónir króna. Hafn- arstjórn leigir síðan Stál- smiðjunni slippinn og sam- kvæmt drðgum að leigu- samningi verða leigutekjur að lágmarki 7% en að há- marki 12% af kaupverðinu, eða á bilinu 4,9-8,4 miHjónir króna á ári. Betri afkoma hjá Borgey hf. ■ HEILDARVELTA Borg- eyjar hf. á Hornafírði jókst milliáranna 1993 og 1994 um 20%. Nokkuð meirí aukning þurfti að verða á magni í vinnslu eða um 70%, því vinnsla hefur farið nokk- uð úr dýrari afurðum í ódýr- ari. Spilar þar inn 1 staða á mðrkuðum fyrir síldaraf- urðir sem standa frekar í lægð hvað verð snertir, en magnið hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár. Hreppur kaupir í Gunnarstindi ■ STteVARHREPPUR hefur keypt 32% hlut Þróun- arsjóðs sjávarútvegsins í Gunnarstindi hf. Tilboð Stöðvarhrepps hljóðaði upp á um 40 miiyónir króna í hlutinn en að nafnvirði er verðmæti hans um 84 millj- ónir króna, að sögn Alberts Geirssonar sveitarsljóra Stöðvarhrepps. Hreppurinn átti fyrir 17,45% í Gunnars- tindi hf. og er eignarhlutur hans nú tæp 50%. shipmate:c © RS 5900 GPS/PLOTTER • 6 tommu skjár • Svart/hvítur skjár • C/Map sjókort • Þrívíddarmynd • Ver2> kr. 1 1 5.000 án/vsk. Fribrik A. Jónsson hf. Fiskislóð 90, sími 552-2111. FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GULLBERG VE eftir breytingarnar I Skipalyftunni í Vestmannaeyjum. Burðargetan aukín um 50% og mikíð endumýjað BREYTINGUM og Nótln komln um borð Breytingum á Gullbergi ^vEiáukí sk“ lokið hjá Skipalyftunni lyftunni í Eyjum á u A v föstudagmn. Breyting- ar hafa staðið yfír í fjóra mánuði og hafa 50 til 60 manns unnið við verkið sem hefur verið uppistaðan í vinnu Skipalyftunnar í vetur. Gullberg var lengt um 8,25 metra, byggt á það bakki og brú var lyft. Þá var sett í það 900 hest- afla vél til rafmagnsframleiðslu fyr- ir hliðarskrúfur og tvær nýjar raf- drifnar hliðarskrúfur, 340 hestöfl hvor. Sogdælukerfi var sett um borð sem hægt er að nota til löndun- ar úr hverri lest fyrir sig auk þess sem hægt er að nota það til að dæla úr nót og sett var ný kraft- blökk og milliblökk í skipið. Þá fór fram 20 ára flokkunarviðgerð sem fól í sér upptöku aðal- og ljósavéla auk þess sem ýmis annar búnaður var yfirfarinn. Kostnaður um 120 milljónlr króna Að sögn Ólafs Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Skipalyftunnar, nam kostnaður við verkið um 120 milljónum króna og sagðist Ólafur ánægður með hvernig til hefði tek- ist. Verkið hefði gengið vel og þeir hefðu náð að skila því nánast á umsömdum tíma. Hann sagði að nú, þegar þessu verki lyki, biði annað stort verkefni þeirra, smíði á nýjum lóðs fyrir Vestmannaeyja- höfn, sem yrði undírstaðan í vinnu hjá þeim næstu mánuðina. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Gullbergi, sagði að hann væri ánægður með breytingarnar. Sér sýndust öll vinnubrögð hafa verið góð, tíma- áætlun hefði að mestu staðist og hann vonaðist til að allt myndi reynast vel þegar farið yrði að reyna á við veiðarnar. Eyjólfur sagði að skipið hefði áður verið 466 brúttótonn að stærð en eftir breyt- inguna væri það 601 brúttótonn. Hann sagðist gera sér vonir um að burðargeta þess yrði nú 930 til 950 tonn en áður bar skipið rúm 600 tonn. Eyjólfur sagði að þeir væru nán- ast klárir að halda til veiða, nótin væri komin um borð og þeir færu af stað til loðnuveiða á næstu dög- um, enda hlyti veiði að fara að bresta á ef veður yrði skaplegt. 300 tonn af rækju fóru í smápakkningar ■ SIGURÐUR Agústsson hf. I Stykkishóbni hóf á síðastA ári framleiðstu á rækju í smápakkningum. Að sögn Rakelar Olsen framkvæmda- sfjóra fyrirtækisins voru framleidd um 300 tonn sem er mun minna magn en vonir stóðu til. „Auðvitað hefðum víð viljað fá fleiri pantanir,“ segír hún en um 30% af rækjuframleiðslunui lenti í smápakkningum í fyrra. Ra- kel segír þó að framleiðslan hafi gengið að óskum en þeg- ar ný vara sé annars vegar taki það alltaf tíma að hasla sér völl á markaðnum. SÁ mun halda áfram á sömu braut en Rakel segir að markmiðið sé að 811 fram- leiðsla fyrirtækisins yfirgefi húsakynni þess í neytenda- pakkningum. „Við munum hamra á söluaðilum og von- andi geta þeir útvegað okkur fleirí samninga á þessu ári.“ Sigurður Ágústsson hf. hef- pakkningum um nokkurt skeið en fyrirtækið sérhæfír sig í leiðslu. 70% af hörpudiskfram- leiðslunni fór í smápakkningar á síðasta ári sem er mikil aukning frá árinu áður. Að sögn Rakelar hefur megnið af rækjunni verið markaðsett í Danmörku en einnig hafa breskir aðilar og franskir fest kaup á fram- leíðslu fyrirtækisins. Hörpu- diskur í smápakkningum hef- ur hins vegar eingöngu verið framleiddur inn á Frakkland. Um hvað hugsa hvalimir? ■ Mikið er um það rætt hvort hvalir séu gáfaðar skepnur, Prósfessor Jon Lien hefur rannsakað þetta nokkuð og dregur hann í efa að hvalir séu gáfaðri en aðrar skepnur. Hann segir menn einblina um of á heilastærð hvala. Hann bendir á að íslandssléttbakur- inn, tíl dæmis, sé með fjög- urra kflóa heila en þúsund kfló af eistum. „Ef haim er að hugsa, þá vitum við vel hvað það er,“ segir Lien i frétt 1 blaðinu High North News. LIU fagnar samkeppni olíufélaga í viðskiptum við sjávarútveginn KRISTJÁN Ragnarsson framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegs- manna fagnar því að farið sé að örla á samkeppni milli olíufélaga í viðskiptum við útveginn en sem kunnugt er hafa nokkrar hræringar átt sér stað á olíumarkaðnum síðasta kastið. Verðlækkun Olíufélagsins hf. hefur hleypt af stað verðstríði en félagið lækkaði meðal annars verð á flotaolíu og svartolíu um 8% í síðustu viku með því að lækka álagningu. Áætla má að lækkunin minnki út- gjöld fiskiskipaflotans vegna olíunotkunar um 300 milljónir króna á ári. Lækkunin á lítra nemur 1,20 til 1,30 krónu án virðisaukaskatts. Lækkar olíuútgjöld fiskiskipaflotans um 300 milljónir ári „Olíufélögin eru hvert um sig með sín viðskiptasambönd og við höfum gagnrýnt þau vegna þess að okkur hefur ekki fundist nein breytileg verð hafa komið fram miðað við mismunandi innkaup. Þetta hefur verið einhliða ákvörðun til þessa. Við sjáum að vísu ekki hversu mikið er rétt í því að þeir hafi verið að lækka álagningu en þeir gera sér sennilega grein fyrir því núna að það verður samkeppni um sölu á þessari vöru í framtíð- inni.“ Irvlng Oll hreyfðl vlð mállnu Að sögn Kristjáns hefur það komið skýrt fram í máli aðstand- enda Irving Oil að brýnt sé að hirða um að selja mikilvægústu atvinnu- greininni sínar þarfir í olíuvörum. Þetta telur hann að hreyft hafi við málinu auk þess sem fyrirtæki í sjávarútvegi hafi jafnframt lagt sitt af mörkum með því að bjóða út olíuviðskipti og fá þannig fram lægri verð. „Forstjóri Olíufélagsins hefur sagt að þessi útboð séu ástæðulaus miðað við það að hann geti búið til eitt sanngjarnt verð fyrir alla. Við vonum bara að fram- hald verði á því og erum ekki að hvetja til fjórða dreifingarkerfisins; heldur fyrst og fremst þess að það verði virk samkeppni á milli þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli. Eg er hins vegar nokkuð hissa á því að það leiði aftur til sama verðs hjá öllum.“ Verðlækkunin kemur nœr ekkert við Eimsklp Hjörleifur Jakobsson hjá Eimskip segir að nýafstaðin verðlækkun á olíu hér á landi þýði fjarska lítið fyrir félagið enda kaupi það nær alla olíu erlendis. Eimskip er með tíu kaupskip í rekstri; einungis tvö þeirra eru í strandsiglingum við Island og flytur félagið inn alla olíu á þau upp á eigin spýtur. Eina olían sem Eimskip kaupir hér á landi er gasolía á ljósavélar skipanna en aðalvélar kaupskipa félagsins brenna svartolíu. Að sögn Hjörleifs er hvorki um mikið magn né háar upphæðir að ræða. Með 200 tonn af búrfíski ■ FÆREYSKI togarinn Boðasteinur gerði mjög góð- an Búratúr nýlega. Hann fékk alls 200 tonn í túrnum og var fiskuriun handflakaö- ur til útflutnings Í Fugiafirði ogáÞvereyri. Það er færeyska biaðið FF-blaðið, sem er blað verka- manna og sjómanna, sem greinir frá þessu. Ekki kem- ur fram hvar þessi afli hefur fengizt en væntanlega hefur það verið djúpt suður af ís- landi. Færeyingar hafa verið að kanna búraslóðiua undanfar- in ár, en lítið hefur fundizt í leiðöngrum fiskifræðinga, einkum í fyrra. Þessi mikla veiði Boðasteins kemur því nokkuð á óvart. Ekki heldur kemur fram í blaðinu hvor önnur skip hafa verið á búra- veiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.