Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA mgmiH*Mfe 1995 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR BLAÐ c TENNIS / OPNAASTRALSKAMEISTARAMOTIÐ Sampras í undan- úrslit PETE Sampras frá Bandaríkjun- um sigraði landa sinn Jim Couri- er í sannkölluðum maraþonleik í átta manna úrslitum Opna ástr- alska meistaramótsins í tennis og mætir Michael Chang í undan- úrslitum. Leikur Bandarikja- mannanna var jafn og spennandi allan tímann en Sampras leið i II; i vegna veikinda þjálfara síns og á myndinni hughreystir Courier til vinstri sigurvegarann eftir leikinn. ¦ Nánar/C2 Reuter OLYMPIULEIKAR Þrír leikir gegn Aust- urríkismönnum ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur þrjá landsleiki gegn Austurríki hér á landi 27.-29. apríl. „Það getur líka farið svo að við leikum tvo leiki gegn Dönum áður en við tökum þátt í fjög- urra liða mótinu í Danmörku," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, við Morgunblað- ið í gær. Á mótinu, sem verður 24.-26. apríl, leika einnig landslið Danmerkur, Svíþjóðar og Pól- lands, en Pólverjar taka sæti Rússa, sem hættu við að leikat Danmörku — ákváðu að vera í æfingabúðum í Þýskalandi í staðinn. Birgir Sigurðsson sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að hann væri tilbúinn að leika með landsliðinu á ný, ef óskað væri eftir kröftum hans. „Birgir er inni í myndinni eins og aðrir leikmenn. Það kemur í ljós síðar," sagði Þorberg- ur, þegar hann var spurður um hvort hann myndi kalla á Birgi á ný í landsliðshóp sinn. Leikmenn KA á ferðogflugi „ VIÐ eiguni mikið og erfitt prógram framundan — þurfum að leika þrjá leiki á fimm dögum í Reykjavík," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA- liðsins, aðspurður um komandi verkefni. KA leik- ur gegn Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld, gegn IR-ingum í Seljaskóla á föstudaginn og KR-ingum í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Alfreð sagði að hann reiknaði með að KA-Iiðið myndi gista í Reykjavík á milli leikjanna gegn ÍRogKR. KA leikur sinn fjórða leik i Reykjavík á stutt- um tíma 4. febrúar — bikarúrslitaleik gegn Val í Laugardalshöllinni. Gummersbach áhugamannalið? S VO getur farið að hið gamalkunna handknatt- leikslið Gummersbach, frægasta félagslið Evr- ópu, verði gert að áhugamannaliði í sumar. Nú er Ijóst að aðalstyrktaraðili félagsins, sem styrkti það um 39,6 inillj. ísl. kr. á ári, endurnýjar ekki samninginn, sem rennur út í júní og forráðamenn Gummersbach hafa ekki náð að fá fjársterkan styrktaraðila í staðinn. Eins og kunnugt er þá leikur Júlíus Jónasson með Gummersbach. Roland Wohlfarth féll á lyfjaprófi ROLAND Wohlfarth, miðherji hjá Bochum, féll á lyfjaprófi og var úrskurðaður í bann í gær þegar niðurstöður lágu fyrir. Wohlfarth er fyrsti knattspyrnumaðurinn í Þýskalandi sem er kærð- ur fyrir lyfjamisnotkun en áður hafa leikmenn viðurkennt að hafa neytt ólöglegra lyfja. „Þetta er sem köld vatnsgusa í andlitið," sagði Klaus ToppmUlIer, þjálfari. „Þetta er heismkulegt hjá honum og hann hefði átt að ráðfæra sig við lækni." Wohlfarth sagðist ekki hafa vitað hvað hann hefði tekið en það var megrunarlyf með norephedríni sem er á bannlista. Konur verði ekki útilokaðar frá keppni vegna kynférðis Frönsk kvennahreyfing er að undirbúa herferð gegn þjóðum sem útiloka konur frá þátttöku á Ólympluleikum vegna kynferðis. Sérstaklega er augum beint að þjóð- um múslima eins og íran, Saudi Arabíu og Kúveit, sem sendu engar konur á Olympíuleikana í Barcelona og ætla að halda uppteknum hætti í Atlanta á næsta ári að sögn viku- blaðsins European. Krafa hreyfing- arinnar er að umræddum þjóðum verði meinuð þátttaka að óbreyttu og stendur til að beita styrktarað- ila, ríkisstjórnir og ólympíunefndir þrýstingi til að ná settu marki. Annie Sugier er leiðtogi hreyfíng- arinnar og sagði hún við European að þegar hefði fengist stuðningur við málefnið hjá íþróttastjörnum, stjómmálamönnum og fleirum en auk þess væri ætlunin að hóta styrktarfyrirtækjum eins og Coca- Cola að sniðganga vörur þeirra nema þau styddu herferðina. „Ástæða okkar er réttmæt, hugmyndafræðin er augljós, aðferð okkar er einföld," sagði Sugier en auk múslimaþjóða voru meira en 20 aðrar þjóðir án íþróttakvenna á Ólympíuleikunum í Barcelona, þar á meðal Uruguay, Haiti og Gambía. Sugier sagði að útilokun kvenna bryti í bága við ólympíuhugsjónina á sama hátt og aðskilnaðarstefnan útilokaði Suður- Afríku í mörg ár. „Útilokun kvenna er önnur hlið aðskilnaðarstefnu. Mismunun er bönnuð samkvæmt ólympíusáttmálanum og við viljum að fulltrúar IOC virði hann." Alþjóða ólympíunefndin, IOC, hefur lofað að taka málið fyrir á! framkvæmdarnefndarfundi. Ekki er talið að hún beiti sér í málinu en Francois Carrard, framkvæmda- stjóri IOC, sagði að refsiaðgerðir í einni eða annarri mynd ættu ekki upp á borðið hjá nefndinni. ^ KNATTSPYRIMA: HELGISIGURÐSSON SKORAÐIFYRIR STUTTGART / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.