Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 1
1 BRAIMPARAR \ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1995 Lausn- irá gátum »3R koma lausnir á gátum úr síðasta blaði: 1. Vatn. 2. Akkeri. 3. Leikarar á leiksviði. Lausn á „hrekkjóttu talnamúsunum": Hrekkjótta músin er sú sem er með töluna 6 á bolnum sínum. Hún fer að standa á höndum og talan 6 breytist í 9! Þannig mynda mýsnar töluna 931, sem er deil- anleg með 7 og útkom- an verður 133. FROÐLEIKS- MOLAR Pönnu- köku- dagurinn Ær IEnglandi var dagur einn í febrúar kallaður „pönnuköku-þriðjudag- ur“. Það var vegna þess að um leið og kirkjuklukkurnar hringdu að morgni átti að heíja pönnuköku- bakstur. Þegar klukkunum var síð- an hringt að kvöldi átti að vera búið að sporðrenna síðustu pönnu- kökunni. Væri nú ekki tilvalið að segja mömmu eða pabba frá þessum sið og síðan getið þið ákveðið hvaða dag á að hafa pönnukökudag. Það þarf kannski ekki alveg að fylgja reglunum eftir með að baka allan daginn og borða allan daginn — eða hvað?!! Þetta er Hrafnhildur! ÞETTA er Hrafnhildur og kölluð „Habbý“, skrifar Hildur 6 ára, Langagerði 80, undir teikninguna sína. Hún er reglu- lega vel gerð, myndin af henni Hrafnhildi, Hildur mín. - Er þetta sjálfsmynd af þér eða teikning af einhverri vin- konu þinni? LÓA og Daníel bregða á leik. VIIMIR VIKUNNAR Lóa og Daníel BESTU vinir í heiminum erum við, Lóa og Daní- el, en við kynntumst fyrst þegar við vorum tveggja ára. Þá áttum við heima í blokk við hliðina á hvort öðru. Núna erum við tíu ára og Daníel er fluttur á Sel- foss. Við sjáumst sjaldnar, en gistum oft hjá hvort öðru. Þegar við erum sam- an, förum við stundum í sund og í krokkett. Við spil- um, förum í fótbolta og margt fleira. Þegar við vorum lítil, vorum við á sömu deildinni á leik- skóla. Þá varð að aðskilja okkur, því að við vildum ekki leika okkur við aðra krakka. En það dugði ekki neitt, því að við erum ennþá heimsins bestu vinir. Kveðja frá Lóu og Daníel. LITA- OG SÖGU S AMKEPPNIN Filippus f roskaprins EINU sinni var lítill froska- prins sem hét Filippus. Hann var ofboðslega skotinn í Flóru froskastelpu. Einn dag- inn þegar þau voru úti að leika sér, hoppaði Filippus óvart of- an á stóra ijómatertu sem lá í grasinu. Þá kom allt í einu stór api ofan úr einu trénu. Hann sagði: „Þú ert búinn að eyðileggja fínu afmælistertuna mína! Þú skalt fá að gjalda fyrir þetta. Ég er galdraapi og ég ætla að leggja álög á vinkonu þína! Hún skal breytast í gíraffa. Þú verður að bjarga henni úr álögunum, annars verður hún alltaf gíraffi!“ Um leið breyttist aumingja Flóra í stóran gíraffa. Filipp- usi brá svo að hann datt aftur ofan á fínu ijómatertuna. Þá varð galdraapinn svo reiður að hann sendi Flóru upp í efsta helli Klettafjalls. Þar sat hún nú föst. En Filippus hafði ráð undir rifi hveiju. Hann heimsótti vin sinn storkinn og bað hann að fljúga með sig upp í fjallið. Þegar þangað kom, kyssti Filippus Flóru gíraffa á einn fótinn, en við það breyttist Flóra aftur í froskastelpu. Svo flaug storkurinn með þau aftur niður og þau lifðu hamingju- söm til æviloka. Þessa sögu, sem var ein af verðlaunasögunum, skrifaði Margrét Ingólfsdóttir 11 ára, Engjavegi 2, Mosfellsbæ. Að teikna og lita BLÝANTURINN fer af stað, teiknar hringi og jöfn strik út frá miðju, eins og á hjóli. En strikin eru notuð til að teikna hálfa, sundurskorna appelsínu. Hér þarf að beita strokleðrinu líka. Góða skemmtun!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.