Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________VIÐSKIPTI________________________ Eftirlit er smám saman að færast frá ríkinu til atvinnuveganna ISLENSKI meðaljóninn og -gunnan búa í húsnæði sem er samþykkt af bygginga- og brunaeftirliti, fara með bílinn árlega í skoðun og borða hollustuprófað kjöt. Bömin leika sér að dóti sem fengið hefur grænt ljós frá leikfangaeftirliti og ef þau kvefast fá þau hóstamixtúru sam- þykkta af lyijaeftirliti. Beinn kostnaður af alls kyns eftirliti á íslandi, þ.e. gjöld til eft- irlitsaðila, var áætlaður um 1,5-2 milljarðar króna af nefnd sem fjallaði um málið, en Verslunarráð telur að hann sé vart undir 3 milljörðum. Enginn veit hver óbeinn kostnaður þjóðfélagsins er, en hann er talinn geta verið allt að tífalt meiri, sem næmi þá 15-30 milljörðum króna. Til samanburð- ar má nefna að lægri talan er nálægt árlegri veltu Flugleiða. Fáir efast um nauðsyn einhvers konar eftirlits með öryggi og gæðum, en það er augljóslega stórmál fyrir atvinnulífið og sam- félagið að það fari sem best og hagkvæmast fram, þegar litið er á að einstök fyrirtæki borga oft milljónir króna í eftirlitsgjöld, auk tryggingagjalda og annars kostn- aðar. Mestu möguleikarnir á hagræðingu Segja má að eftirlitsgeirinn á íslandi sé nú í hægri en róttækri uppstokkun, sem hefur farið fremur hljótt - kannski ef undan eru skild- ar orðahnippingar í fjölmiðlum á milli forráðamanna Bifreiðaskoðun- ar Islands og Aðalskoðunar þegar hin síðarnefnda opnaði nú í mánuð- inum. „Eftirlitsgeirinn er kannski sú atvinnugrein sem gefur mesta möguleika á hagræðingu í dag,“ segir Karl Ragnars, forstjóri Bif- reiðaskoðunar Islands. Hann telur að einkavæðing fyrirtækisins hafi skilað sér í betri skoðun og fjöl- breyttari þjónustu og að verð muni lækka nú þegar opnað hefur verið fyrir samkeppni í bifreiðaskoðun. Nútímalegasta eftirlit i heimi Eitt skýrasta dæmið um ný við- horf í sambandi við eftirlit kemur úr sjávarútveginum. Fyrir tæpum tveimur árum var Ríkismat sjávar- afurða lagt niður samkvæmt lögum og hið daglega eftirlit í hreinlætis- málum og fleiru slíku var sett í hendur einkarekinna skoðunar- stofa, sem í dag eru sex talsins. Og hvemig telja menn að reynsl- an af þessu nýja fyrirkomulagi hafi verið? „Það er engin spuming, að við höfum unnið þrekvirki á þessum tveimur árum við að innleiða að- ferðir gæðastjómunar, sem var ein- mitt markmiðið með lögunum. Ég get fullyrt að við höfum náð að gera okkar eftirlitskerfi nútíma- legra en nokkur af samkeppnisþjóð- um okkar,“ segir Þórður Friðgeirs- son, forstöðumaður gæðastjórnun- arsviðs Fiskistofu. Kostnaður við gæðaeftirlitið í heild hefur aukist, að sögn Þórðar, þar sem farið er eftir ströngustu kröfum Evrópubandalagsins. Hlut- ur ríkisins og kostnaður skattgreið- enda hefur hins vegar minnkað mikið, þar sem starfsemi gæða- stjómunarsviðs Fiskistofu kostar einungis um fjórðung af því sem Ríkismatið kostaði. Fiskframleið- endur greiða fyrir þjónustu skoðun- arstofanna, en sá kostnaður skilar sér margfalt: í betri vöm og færri göllum. Oflugt gæðaeftirlit, sem hefur verið flutt að stómm hluta frá hinu opinbera inn í fyrirtækin, á stóran þátt í að nú er unnin verð- mætari vara úr minni afla, að sögn Þórðar. Hugarfarsbreyting Þessi breyting á framkvæmd eft- irlits er að stóram hluta til komin vegna inngöngu íslands í Evrópska mannsembættinu hafi af nauðsyn verið skipt upp í aðskilið lögreglu- vald og dómsvald; á sama hátt þurfi að aðskilja framkvæmd eftirlits frá stjórnsýsluþætti þess. Annað sam- bærilegt dæmi um áherslubreytingu sé að nýlega hafi verið horfið frá verðlagseftirliti til samkeppniseftir- lits, þar sem verðmyndun byggist á heiðarlegri samkeppni, en ekki valdboði stjórnvalda. Frumskógur stofnana Það er ekki heiglum hent að kort- leggja eftirlitsgeirann á íslandi. Til dæmis heyrir byggingareftirlit með einum eða öðrum hætti undir fjóra aðila: iðnaðar-, umhverfis- og fé- lagsmálaráðuneyti, auk sveitarfé- laga. Þegar skipuð var nefnd til að gera tillögur um úrbætur í opinbem eftirliti þurfti að skipa í hana full- trúa allra ráðuneyta nema utanrík- isráðuneytisins og Hagstofu ís- lands. I athugasemdum nefndarinn- ar við lagaframvarp um eftirlits- starfsemi hins opinbera era nefnd sem dæmi 26 stofnanir og aðrir aðilar á vegum ríkis og sveitarfé- laga sem annast eftirlit af ein- hveiju tagi; frá Bankaeftirlitinu og Branamálastofnun ríkisins til Um- ferðarráðs og yfírdýralæknis. Væntanlega verður ekki eitt látið yfír alla ganga í endurskipulagn- ingu á þessu kerfí, en meginlínurn- ar í tillögum nefndarinnar - sem ríkisstjórnin hefur samþykkt - era skýrar: að reynt verði eftir megni að draga úr beinu eftirliti opinberra aðila og það flutt til sjálfstæðra og óháðra aðila, eða jafnvel inn í fyrir- tækin sjálf. „Þessi breyting næst ekki í gegn með stjómvaldsákvörðun eingöngu. Hún er aftur á móti möguleg vegna víðtækra viðhorfsbreytinga hjá þeim sem eftirlitið hefur beinst að. I þessu felst stóraukin gæðavitund fyrirtækja og neytenda,“ segir Sveinn Þorgrímsson. Þetta sjáist meðal annars í því að fyrirtæki taka nú I vaxandi mæli upp vottuð gæða- kerfí, sem skapi gagnkvæman trún- að á milli framleiðenda og neyt- enda. Við það ætti valdboðið ytra eftirlit að geta stórminnkað eða jafnvel horfíð. Opnað fyrir samkeppni Breytingarnar á eftirlitskerfínu eru þegar hafnar. Segja má að fyrsta skrefíð hafí verið tekið þegar Bifreiðaeftirliti ríkisins var breytt í hlutafélag, Bifreiðaskoðun íslands hf., árið 1989. Upphaflegt markmið með breytingunni var fyrst og fremst að hagræða í rekstri fyrir- tækisins og auka gæði skoðana, en með svokallaðri faggildingu Bif- reiðaskoðunar í fyrra var opnað fyrir næsta skref, þ.e. samkeppni. Með faggildingu er átt við setn- ingu strangra reglna um fram- kvæmd skoðana og hæfni þeirra sem skoða. Þeir sem standast allar kröfur teljast faggiltir, en með fag- gildingu Bifreiðaskoðunar íslands og Aðalskoðunar eiga bæði fyrir- tækin að skoða sömu hluti í öllum bflum eftir nákvæmri forskrift og evrópskum stöðlum. Samkeppni þeirra á því ekki að byggjast upp á mismunandi gæðum (nema kannski kaffísins á meðan menn bíða eftir bílnum sínum), heldur fyrst og fremst verði. Samkeppnin hefur einnig valdið því að menn bjóða upp á fjölbreytt- ari þjónustu; þannig segir Karl Ragnars að hennar vegna hafi Bif- reiðaskoðun íslands farið að bjóða svonefnda ástandsskoðun við sölu bifreiða, sem gefí kaupanda kost á hlutlausu mati á bílnum svo hann kaupi ekki köttinn í sekknum. Rafmagn og vogir Sama þróunin og í bifreiðaeftir- liti er að verða í rafmagnseftirliti. Starfsemi Rafmagnseftirlits ríkis- ins hefur verið flutt að hluta til sjálf- stæðra stofa og nú í mánuðinum mun sú fyrsta, Skoðunarstofan hf., öðlast faggildingu. Til þess að öðl- ar króna. Nú eru að verða róttækar breytingar á eftirlitskerfínu, sem ganga ekki átakalaust, eins og deilur um framkvæmd bifreiða- skoðunar sýna. Hugi Ólafsson skoðaði skoðanageirann og komst að því að eftirlit er í vaxandi mæli framkvæmt af einkareknum skoðunarstofum - eða af framleiðendum sjálfum. SKOÐUNARMAÐUR við störf hjá Bifreiðaskoðun íslands hf. Nú er öll eftirlitsstarfsemi á íslandi í endurskoðun, en hún er í vaxandi mæli að flytjast frá ríkisstofnunum til einkaaðila. efnahagssvæðið (EES), sem olli því að ísland varð að laga eftirlitskerf- ið að kröfum Evrópusambandsins. Undir niðri era þó dýpri ástæður, sem eru róttækar breytingar á markaðinum og hugmyndum manna um hlutverk ríkisins. „Hefðbundið opinbert eftirlit á rætur sínar að rekja til kreppu- og eftirstríðsáranna, þegar talið var nauðsynlegt að hefta sumar athafn- ir einstaklinga og fyrirtækja vegna hagsmuna heildarinnar: ræða má um félagslega hagsmuni annars vegar, til dæmis vegna öryggis, eins og brana- og vinnueftirlit, og hins vegar efnahagslega hagsmuni, eins og höft á verðlag og gjaldeyrisvið- skipti," segir Sveinn Þorgrímsson, deildarstjóri hjá iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu, en hann átti sæti í nefnd sem samdi frumvarp um breytingar á opinbera eftirliti. Vandamálið við hefðbundið eftir- lit af þessu tagi er að kröfur þess byggja á ytri stjórnvaldsreglum, sem eru oft ósveigjanlegar og stífar og geta komið í veg fyrir þróun í viðkomandi atvinnugrein. Kostnað- ur er borgaður af föstum og lög- boðnum tekjustofnum, sem valdi því að lítill hvati sé til að bæta sig. Þá er það ekki síður vandamál, að sögn Sveins, að eftirlitsstofnunin sé oft í þeirri aðstöðu að gera allt í senn: setja reglur og framfylgja þeim, túlka niðurstöður og dæma í álitamálum, ákveða viðurlög og annast fullnustu þeirra. Sýslu- Milljarðagrein í endurskoðun Fréttaskýring Kostnaður við allskyns eftirlit á íslandi kann að vera 15-30 milljarð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.