Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 B 5 VIÐSKIPTI ast hana þurfti fyrirtækið meðal annars að selja 60% hlut til „óskyldra aðila“ til að uppfylla hlut- leysiskröfur. Jón Már Halldórsson vann við háspennueftirlit hjá Rafmagnseftir- litinu, en vinnur nú hjá Rafhönnun, einum eiganda Skoðunarstofunnar. „Reynslan af breytingunni er góð varðandi faglegu hliðina og kostn- aður hefur ekki hækkað," segir hann. Áður hefur verið minnst á sams konar breytingar í gæðaeftirliti á fiski og næstu skref í þessa átt verða væntanlega að starfsemi Lög- gildingarstofunnar verði skipt upp og eftirlit með vogum og bensíndæl- um verði fært til skoðunarstofa. Þenst „eftirlitsþjóðfélagið" alltafút? í Bandaríkjunum er reiknað með að kostnaður við eftirlitsstarfsemi nemi 4-10% af landsframleiðslu og þar sem víðar hafa menn áhyggjur af að kostnaðurinn aukist stöðugt. Ari Edwald, aðstoðarmaður dóms- málaráðherra, nefnir sem dæmi að talið er að umfang reglusetninga ríkisins hafí aukist um 20% á ári í stjómartíð Margaret Thatcher í Bretlandi á sama tíma og einkavæð- ingin þar stóð sem hæst. Þessi tilhneiging verður til um- ræðu á væntanlegu Viðskiptaþingi Verslunarráðs íslands í febrúar, þar sem „eftirlitsþjóðfélagið" verður brotið, til mergjar. Jónas Friðrik Jónsson, lögfræðingur Verslunar- ráðs, segir að íslendingar séu að mörgu leyti á réttri leið, en ráðið vilji benda á fleiri leiðir en nú séu farnar, eins og til dæmis þá að endurskoðendur taki í auknum mæli við fjármálaeftirliti af opinber- um aðilum. Gunnar Svavarsson, stjórnarfor- maður Aðalskoðunar, vill einnig að þróuninni verði hraðað og allir þættir bifreiðaskoðunar verði einkavæddir. Fyrirtækið geti nú aðeins boðið upp á aðal- og endur- skoðun, en Bifreiðaskoðun íslands hafi ennþá einkaleyfi á þjónustu eins og eigendaskiptaskráningu og sérskoðun á breyttum bílum. Þá telur hann að ökutækjaskrá eigi ekki að vera í höndum samkeppnis- fyrirtækisins, heldur óháðs aðila. Karl Ragnars segir skiljanlegt að gagnrýni heyrist frá nýjum aðil- um, þar sem Bifreiðaskoðun íslands hafi óneitanlega forskot. Gagnrýnin sé ekki alltaf réttmæt - til dæmis hafi allir aðgang að ökutækjaskrá og það myndi litlu breyta ef hún flyttist frá Bifreiðaskoðun - og það megi búast við að hún minnki eftir því sem nýir aðilar hasla sér völl. Breytingar gerist ekki á einni nóttu; ríkið eigi til dæmis ennþá um helnir ing í Bifreiðaskoðun Islands, sem verði væntan'.ega selt síðar. Hlut- imir séu hins vegar á réttri braut: „Við trúum því að frjáls samkeppni sem bitnar ekki á gæðum sé það sem stefna skuli að. Það er farsælt fýrir ríkið að losa sig við þessi verk- efni.“ WILO Miðstöðvardælur Hagstætt verð SINDRI - sterkur í verki BORGARTÚNI31 • SlMI 562 72 22 Vitund hf. flytur í nýtt og stærra húsnæði VITUND hf. hefur flutt aðsetur sitt í nýtt og stærra húsnæði á Laugavegi 47, 3. hæð. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í sýnikennslu- gögnum um stjórnun og fyrir- tækjarekstur og hefur umboð til þess frá framleiðendum slíks efn- is. Þá útvegar fyrirtækið kennsluaðstöðu fyrir námskeið og fundaaðstöðu fyrir vinnu- og verk- efnahópa, segir í fréttatilkynn- ingu. Nýlega fékk Vitund umboð fyrir The Bell Language Schools í Bretlandi sem bjóða upp á enskunámskeið, með vel mennt- uðum og reyndum kennurum. Bæði er um að ræða námskeið fyrir börn og fullorðna ásamt sérstökum námskeiðum í við- skiptaensku, ensku fyrir háskóla- nám og ensku fyrir kennara. Boðið er upp á gistingu í heima- húsum meðan á námskeiðum stendur en þau eru haldin á sumr- in, um jól og um páska. framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. LðrTLHMa Stmi: 690 160 • Fax: 25320 EINN ÞEKKTASTI MARKAÐSMAÐUR HEIMS A ISLANDI 7LÖGMÁL Z_ MARKAÐARINS Þú brýtur þau á eigin ábyrgð! „Arið 1969 settu Al Ries og Jack Trout fyrst fram hugmynd sína um mikilvægi þess að skapa vöru og þjónustu sess í huga neytenda með skipulegu markaðs- og kynningarstarfi. Síðan eru liðin 25 ár og mikil þróun hefur átt sór stað í markaðsmálum. Þrátt fyrir það hafa kenningar þeirra um hinn huglæga þátt markaðsstarfsins verið lífseigar enda hafa þeir félagar verið iðnir við að þróa og útfæra hugmyndir sínar í fjölmörgum vinsælum bókum. pað er fengur að komu Jack Trout til íslands og ég hvet alla markaðsmenn til að hlusta á hann tala um „22 lögmál markaðarins." Bogi Þór Siguroddsson rekstrarhagfræðingur, form. ÍMARK. „Kenningar Jack Trout í markaðsmál- um eru bæði djarfar og frumlegar. Fyrirlestrar hans eru þeir fróðlegustu og líflegustu sem ég hef séð. Saman- þjappað innihald þeirra ætti að höfða til allra, ekki síst þeirra sem stjórna íslandi hf. Fyrirlestur um efni nýjustu bókar hans ætti að verða jafnvel enn betri og hagnýtari en sá sem hann hélt hérlendis fyrir 5 árum.“ Friðþjófur Ó. Johnson forstjóri Ó. Johnson & Kaaber hf. „Hugmyndir og reynsla Jack Trout i markaðsmálum eru raunhæfar og spennandi. Koma hans til íslands er einstakt tækifæri fyrir fólk sem vinnur að auglýsinga- og markaðsmálum til að kynnast nýrri vídd í þeim efnum.“ Hallur A. Baldursson framkvæmdastjóri augl.st. YDDU hf., formaður SÍA , Sambands íslenskra auglýsingastofa. NÁMSTEFNA MEÐ JACK TROUT FIMMTUDAGINN 23. FEBRÚAR 1995 Á SCANDIC HÓTEL LOFTLEIÐUM, KL. 9-15. JACK TROUT er ásamt félaga sínum, Al Ries, höfundur byltingakenndra kenninga um markaðssetningu þar sem þeir vega harkalega að ýmsum áratugagömlum kenn- ingum markaðsfræðinnar. Bækurnar (Positioning, Marketing Warfare & Bottom-up Marketing) þar sem kenningar þeirra eru útlistaðar, eru metsölubækur og taldar í hópi áhrifaríkustu bóka um markaðsmál sem komið hafa út. Á námstefnunni sem haldin er á vegum Stjórnunarfélags íslands í samstarfi við ÍMARK - íslenska markaðsklúbbinn, mun Jack Trout fjalla um þau áhersluatriði sem fram koma í nýjustu bók hans og félaga hans um þau 22 lögmál markaðarins sem skilja á milli sigurs eða skipbrots í nútíma viðskiptalífi. Hann mun kryfja ýmsar auglýsinga- og markaðsherferðir sem skilað hafa miklum árangri sem og þær sem runnið hafa út í sandinn. Hann kynnir hvers vegna sum fyrirtæki hafa orðið markaðsráðandi með því að stinga keppinautana af og kynnir nokkrar góðar hugmyndir sem náðu aldrei að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra auk þess að útskýra og leggja fram hugmyndir að lausnum sem leyst hefðu vandann. Hér gefst því einstakt tækifæri til að kynnast þeim hugmyndum sem nú hrista upp í markaðsstefnu flestra leiðandi fyrirtækja í heiminum. Jack Trout er líflegur og hrífandi fyrirlesari sem beitir nýjustu tækni við framsetningu hugmynda sinna. Umsagnir margra þeirra sem sóttu námstefnu Jack Trout fyrir fimm árum, voru á þá leið að hér væri um að ræða frambærilegasta og skemmtilegasta fyrirlesara sem þeir hefðu nokkurn tíma hlýtt á. Ráðlegt er að skrá sig tímanlega því síðast komust færri að en vildu. Tekið er á móti skráningum á námstefnuna hjá Stjórnunar- félagi íslands í síma 562 1066, meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjald er kr. 24.900 (Almennt verð). Félagsverð SFÍ er kr. 21.165 (15% afsláttur). Innifalið í þátttökugjaldi er mappa með námstefnugögnum og ítarefni auk hádegisverðar. Ef þrír starfsmenn sama fyrirtækis skrá sig, fær fjórði þátttakandinn að fljóta með FRÍTT. Bækur Jack Trout og félaga hans Al Ries, verða til sýnis og sölu á námstefnunnj á vegum Bókaklúbbs Atvinnulífsins. SKRÁNING 562 1066 Stjórnunarfélag íslands í samstarfi við SÉRTILBOÐ TIL ÞÁTTTAKENDA UTAN AF LANDI: 30% afsláttur af flugfargjöldum vegna námstefnunnar. Til/frá R.vík: Akureyri Egilsstaðir Hornafjörður Húsavík ísafjörður Sauðárkrókur Vestmannaeyjar verð m/afsl. & sk.: 9.230 11.330 10.730 10.430 8.530 8.330 6.130 AÐ AUKl ERINNIFALIÐ: Ein gistinótt á Scandic Hótel Loftleiðum, morgunverðarhlaðborð og frír aðgangur að gufubaði og sundlaug hótelsins. FLUGLEIÐIR INNANLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.