Morgunblaðið - 26.01.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.01.1995, Qupperneq 6
6 B FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Munu eyðsluskattamir geta aukið sparnaðinn ? SPARNAÐUR virðist ekki lengur vera í tísku eins og sjá má á því, að í sjö stærstu iðnríkjun- um hefur hann minnkað úr 14% af tekjum 1973 í 10% 1994. Það er í sjálfu sér slæmt, segir í forystugrein breska tímaritsins The Economist og enn alvarlegra fyrir þær sakir, að nú er mik- ill skortur á fjármagni í þróunarlöndunum. Hafa margir áhyggjur af þessu og hækkandi vöxtum í kjölfarið og þess vegna eru hagfræðingar og stjómmálamenn víða um lönd famir að skoða nánar hvernig skattakerfið leikur sparifjáreig- endur. Niðurstaðan er alls staðar sú sama, það leikur þá illa. Segja má, að ríkisstjórnir í flestum iðnríkjum níðist á spariíjáreigendum. Tekjur þeirra eru í raun skattlagðar tvisvar, fyrst þegar þeirra er aflað og síðan vextir af sparnaðinum. Sá, sem eyðir sínu fé strax, borgar minni skatt en sá, sem leggur fyrir hluta teknanna. Þar að auki ýta flestar ríkisstjórnir undir lántökur og draga um leið úr spamaði með því að heimila, að vext- ir af húsnæðislánum séu frádráttarbærir til skatts. Minnsti sparnaður eftir stríð I Bandaríkjunum hefur minnkandi sparnaði verið kennt um ýmislegt, sem miður hefur farið í efnahagslífinu, til dæmis litla fjárfestingu og mjög óhagstæðan greiðslujöfnuð. A síðasta ári var sparnaður bandarískra heimila sá minnsti allt frá stríðslokum eða aðeins 4% af ráðstöfunar- tekjum. Á Bandaríkjaþingi hafa menn eðlilega áhyggjur af þessari þróun og repúblikanar, sem nú eru í meirihluta, em með ýmsar hugmyndir um aðgerðir til að auka sparnaðinn. í stefnu- skrá þeirra fyrir kosningarnar í haust, „Samn- ingnum við Bandaríkjamenn", hétu þeir meðal annars að auka möguleika almennings á skatt- fijálsum spamaði og lækka fjármagnsskatta. Margir stjórnmálamenn vilja samt enn róttæk- Hagsmunir sparifjáreig- enda eru víða fyrir borð bornir og afleiðingin er sú, að almennur sparnaður minnkar ár frá ári ari aðgerðir. í iðnríkjunum hafa stjórnvöld yfir- leitt reynt að auka spamað með því að undan- skilja suma liði skattlagningu, til dæmis eftir- laun, og víða gefst fólki kostur á skattfrjálsum sparnaðarreikningum eins og IRAS í Bandaríkj- unum og TjDSSAS í Bretlandi. Margt bendir samt til, að skattaskjól af þessu tagi hafi lítil áhrif á heildarsparnaðinn vegna þess, að það flytji aðeins spariféð frá öðmm og síðri sparnað- arformum. Skattafsláttur í þvi skyni að auka sparnað getur líka verið ríkissjóði mjög dýr, það er að segja ef tekjutapið hans vegna er meira en nemur sparnaðinum, sem hann leiðir til. Þá eykst fjárlagahallinn og heildarsparnaður í land- inu, sem skiptir öllu fyrir efnahagslífið, getur í raun minnkað. Mismunur eyðslu og sparnaðar skattlagður Til er önnur betri leið til að auka sparnað og það er að segja skilið við þennan frumskóg allan og taka upp eyðsluskatt. Fræðimenn hafa lengi rætt um hann í sinn hóp en nú hefur hann eign- ast talsmenn í báðum flokkum á Bandaríkja- þingi. Eyðsluskattur er ekki það sama og virðis- aukaskattur og söluskattur, heldur tekjuskattur, sem er eingöngu lagður á þann hluta teknanna, sem er eytt. Ekki á þann hluta, sem er sparað- ur. Með skattskýrslu fylgdu öll gögn og kvittan- ir þar sem fram kæmu annars vegar laun, fjár- festingartekjur, tekjur af eignasölu og lántökur og hins vegar sparnaðurinn, hlutabréfakaup, greiðslur inn á bankareikninga eða húsakaup. Munurinn á tekjum og nýjum sparnaði yrði skatt- lagður. Gagnrýnendur eyðsluskattsins halda því fram, að hann yrði í raun stiglækkandi, það er að segja, að hann lækkaði eftir því sem ofar drægi í tekjuskalanum. Nokkuð er til í því enda getur velmegandi fólk sparað meira en þeir, sem eru tekjulágir, en á hinn bóginn yrðu þeir, sem lifa góðu lífi á eignum, sem þeir hafa erft, skattlagð- ir meira en nú er. Meira vandamál er að jafna aðstöðumun kynslóðanna. Aldrað fólk, sem lifir á eignum, sem það hefur greitt fulla skatta af, fengi nú viðbótarskatt eftir því sem það gengi á eigurnar. Vaxtafrádráttur verði afnuminn Það eru millibilsvandamál af þessu tagi, sem skýra tregðu ríkisstjórna til að taka upp eyðslu- skatt, en þær geta samt ýtt undir aukinn sparn- að með ýmsum hætti. Einfaldast væri að afnema skattfrádrátt, sem hvetur til og auðveldar lántök- ur. Það kemur nefnilega ekki á óvart, að í lönd- um þar sem frádráttur vegna lánsfjárkostnaðar er mestur, er sparnaðurinn einnig minnstur og hvergi er frádrátturinn meiri en í Bandaríkjun- um. Hann getur numið allt að einni milljón doll- ara. Útkoman er sú, að 75% skattahagræðisins af þessum sökum renna til 20% auðugustu fjöl- skyldnanna. í Bretlandi hefur vaxtafrádrátturinn verið skertur nokkuð á síðustu árum en í Banda- ríkjunum hefur enginn stjórnmálamaður þorað að hrófla við honum fyrr en nú. Afnám vaxtafrádráttarins í Bandaríkjunum myndi færa ríkissjóði 50 milljarða dollara. Slík aðgerð, sem gerði hvorttveggja að lækka fjár- lagahallann og auka almennan sparnað, hlýtur að eiga. stuðning skilinn. Sjónvarp Aukinn hagnaður NBC ífyrra New York. Reuter. ÚR þættinum Bráðavaktin eða (ER). Alcan bannað að stækka orkuver Vancouver. Reuter. YFIRVÖLD í Bresku Kólumb- íu í Kanada ákváðu nú í vik- unni að banna mikla stækkun vatnsorkuvers í eigu banda- ríska álfyrirtækisins Alcan Aluminium. Var byggingar- kostnaðurinn áætlaður 63 milljarðar ísl. kr. en Mike Harcourt, forsætisráðherra Bresku Kólumbíu, sagði verið mundu valda skaða á fisk- stofnum í norðurhluta ríkisins. Harcourt hefur beðið Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada, að nema úr gildi leyfi fyrir framkvæmdunum, sem Alcan fékk 1987, og hótar ella að setja sérstök lögtil að fylgja banninu eftir. Um er að ræða stækkun orkuvers, sem Alcan rekur skammt frá bænum Ki- timat en þar er næststærsta álver í eigu fyrirtækisins. Hóf- ust framkvæmdir við hana árið 1988 en þær voru stöðv- aðar 1990 vegna deilnanna, sem um hana risu. Þá nam kostnaður Alcans við stækk- unina um 24 milljörðum kr. Viðbótarorkan til sölu Það vakti ekki fyrir Alcan að nota viðbótarorkuna til að auka álframleiðsluna, að minnsta kosti ekki fyrst í stað, heldur átti að selja orkuna þar til aðstæður á álmarkaðinum gæfu tilefni til aukinnar fram- leiðslu. Ekki er efast um, að Alcan eigi rétt á bótum verði það neytt til að hætta við stækkun orkuversins en Harcourt, forsætisráðherra Bresku Kólumbíu, segir, að það sé mál alríkisins. NBC-sjónvarpið jók hagnað sinn um tugi prósenta í fyrra og hagnað- ur þess mun einnig aukast á þessu ári samkvæmt góðum heimildum, enda hefur efni á við Frasier, Sein- feld og E.R. slegið í gegn. Móðurfyrirtækið General Electric gerði ekki grein fyrir af- komu NBC þegar það skýrði frá hagnaði í síðustu viku, en kunnug- ir segja að tekjur NBC í fyrra hafi verið um 500 milljónir dollara fyrir skatta. í heild sinni minnkuðu tekjur GE á síðasta ársfjórðungi um 48% í 768 milljónir dollara. GE sagði aðeins að NBC væri eitt dótturfyrirtækja, sem hefði aukið tekjur sínar um meira en 10% 1994. Samkvæmt einni heimild jukust rekstrartekjur NBC í fyrra um rúmlega 30% GE hefur átt í viðræðum um samruna NBC og Turner Broadc- asting System, en upp úr þeim slitn- aði fyrr í mánuðinum vegna deilu um hver eigi að ráða yfir samein- uðu fyrirtæki. Auglýsingatekjur alla stóru stöðvanna hafa aukizt og NBC hef- ur gengið vel að auka vinsældir sín- ar meðal ungra áhorfenda, sem auglýsendur vilja helzt ná til. NBC-sjónvarpsnetið, stöðvar í eigu þess í New York og víðar og CNBC-kapalsjónvarp þess sýndu öll betri afkomu samkvæmt heimildun- um. CNBC er í mestum uppgangi vegna fjölgunar áskrifenda og auk- innar auglýsingasölu. Hagnaður varð ekki af gervi- hnattasjónvarpi og öðrum alþjóð- legum umsvifum og verður líklega ekki í nokkur ár. Verðgildi fjárfestinga NBC er- lendis, þar á meðal Superchannel í Evrópu, hefur aukizt verulega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.