Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 B 7 VIÐSKIPTI Hagnaður Chryslers eykstí3,71 milljarð dollara Detroit. Reuter. CHRYSLER-bílaverksmiðjumar hafa skýrt frá hagnaði upp á 3.71 milljarð dollara 1994, hinum mesta í 69 ára sögu fyrirtækisins, sem er þriðji umsvifamesti bifreiða- framleiðandi Bandaríkjanna. Áður hafði hagnaður Chrysler orðið mestur 1984 þegar hann nam 2.4 milljörum Bandaríkjadala. Árið 1993 var fyrirtækið rekið með 2.55 milljarða dollara tapi. Fyrirtækið setti 23 mismunandi sölumet 1994. Árangurinn er þakk- aður góðri sölu á flutningabifreið- um, jeppum og fjölnota bflum og nokkrum nýjum, vinsælum fólksbíl- um, nýjum Neon smábíl og Chrysl- er Cirrus. Bílarnir taka við af Plymouth Sundance, Dodge Shadow og Chrysler LeBaron, sem eru ekki eins vinsælir. Þeir eru ekki seldir með sérstökum greiðslukjörum og tekjur Chryslers verða þeim mun meiri við það. Aukinn hagnaður hefur gert Chrysler kleift að fjármagna lífeyr- issjóð sinn í fyrsta skipti síðan 1957 ogtvöfalda ársfjórðungslegar greiðslur arðs af hlutabréfum í 40 cent á bréf. ♦. sími 687111 London. Reuter. BREZKA fyrirtækið Cadbury Schweppes hefur staðfest að það eigi í viðræðum um kaup á banda- ríska fyrirtækinu Dr Pepper/Se- ven-Up og getur þar með orðið stærsta gosdrykkjafyrirtæki heims sem framleiðir aðra gos- drykki en cola-drykki. Cadbury segir líklegt að gefin verði út hlutabréf að verðmæti 500 milljónir punda samkvæmt sam- komulagi, sem sérfræðingar telja að trúlega muni hljóða upp á einn milljarð punda, um kaup á 74.7% af hlutabréfum í Pepper, sem Cad- bury á ekki nú þegar. Ef samningar takast verða þetta mestu umsvif Cadburys síð- an fyrirtækið sameinaðist Schweppes fyrir aldarfjórðungi. Á höttum eftir Seven-Up Þar með mun einnig ljúka 10 ára tilraunum til þess að hreppa Dr Pepper í því skyni að auka sölu á hinum volduga Bandaríkjamark- aði. Fara í þriðja sæti Samkomulag við Pepper mundi gera brezka fyrirtækið að þriðja helzta gosdrykkjaframleiðanda Bandaríkjanna. Hlutdeild þess mundi aukast í 16% úr 5% á 49 milljarða dollara markaði, þar sem mætt er tæplega helmingi eftir- spurnar eftir gosdrykkjum í heim- inum. Cadbury yrði þó langt á eftir Coca-Cola, sem hefur 41.1% hlut- deild á markaðnum, og PepsiCo, sem hefur 32.2%. Álnotkun mestíÞyzka- landi Dlisseldorf. Reuter. GRÓSKA í byggingariðnaði Þýzka- lands síðan það sameinaðist mun halda áfram að örva álnotkun 1995 og 1996 samkvæmt yfirlýsingu frá evrópska álsambandinu, EAA. Notkun áls í byggingariðnaði í Evrópu jókst í fyrra um 10% í 1.1 milljón tonna. Mikið líf var í byggingarstarf- semi í Austur-Þýzkalandi. Auknar framkvæmdir þar vógu á móti því að nokkuð dró úr byggingarfram- kvæmdum annars staðar, bæði á vegum hins opinbera og fyrirtækja. Af 1.1 milljón tonna af áli, sem notuð voru, var notkunin í Þýzka- landi 210,000 tonn, á Ítalíu 270,000 tonn og á Spáni 112,000 tonn. Um einn fimmti 20 milljarða marka sölu á ári í Þýzkalandi fór til byggingariðnaðar. Um 86% eftirspurnarinnar stafaði af fram- kvæmdum við opinberar byggingar eða byggingar fyrirtækja, en 14% af byggingu íbúðahúsa. ------».■». ♦-— Swissair vill kaupa Sabena Briissel. Reuter. SWISSAIR vill kaupa 49-49.9% hlut í belgíska flugfélaginu Sabena með það fyrir augum að eignast meirihluta í því síðar að sögn belg- íska samgönguráðuneytisins í gær. :undir og ráðstefnur löfum sali em henta >tefnur. t- vf Nýttu þér forskot okkar í > áiþjóðaviðskiptum . Frumkvæði okkar í alþjóðaviðskiptum, þekking, reynsla og traustir samstarfsaðilar getur orðið fyrirtæki þínu verðmætur stuðningur og skipt sköpum í samkeppni. • Framvirk gjaldeyrisviðskipti í meira en 15 ár. Framvirkir samningar og skiptasamningar bæði milli tveggja erlendra mynta og með íslensku krónuna. • Kröfukaup sem flýta greiðslum til útflytjenda. Landsbankinn er aðili að Factors Chain International (FCI), einn íslenskra fjármálastofnana. Þjónusta aðildarfélaga FCI dregur verulega úr hættu á vanskilum útflutningskrafna. • Ábyrgðir og innheimtur í öruggum höndum reynds starfsfólks. • Alþjóðleg greiðslumiðlun á hraðan og öruggan hátt um allan heim. • Erlend lán á bestu fáanlegum kjörum. • Fagleg ráðgjöf í milliríkjaviðskiptum og gengismálum. Engin önnur íslensk fjármálastofnun getur miðlað af jafn langri, víðtækri og farsælli reynslu. Alþjóðasvið, sími 560 6150 Við hlið þér í alþjóðaviðskiptum Landsbanki Jfl íslands AA; Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.