Morgunblaðið - 26.01.1995, Side 10

Morgunblaðið - 26.01.1995, Side 10
10 B FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI A' Ð UNDANFÖRNU hef ég haft til skoðunar nýjustu útgáfurnar af OS/2 og Windows. Það hefur verið mjög forvitnilegt að skoða þessi tvö stýrikerfi, þ.e. OS/2 Warp og Windows 95. Þó að samanburður sé ekki sanngjarn (þar sem OS/2 Warp hefur þegar verið sett á markað og Windows 95 er önnur forútgáfa) þá stóðst ég að sjálfsögðu ekki freistinguna. í þessari grein og tveimur næstu mun ég ijalla um kynni mín af þessari nýju kynslóð af stýrikerf- um fyrir PC tölvur. í dag skoða ég Windows 95, næst fjalla ég um OS/2 Warp og í þeirri síðustu mun ég freista þess að bera kerfin sam- an. Það er ekki ofsögum sagt að með Windows 95 hafi Microsoft umbylt notendaviðmótinu. Pro- gram Manager og File Manager eru ýmist horfnir eða stórlega breyttir. File Manager hefur að vísu bara skipt um nafn, heitir núna Windows Explorer, en er líka orðinn mun öfiugri. Aðgangur notenda að forritum er mun ein- faldari en áður, þó oft finnist manni skjárinn vera orðinn yfir- fullur af valmyndum. Miklar framfarir Litíð á forútgáfu af Windows 95 Tölvupistill Nýjasta útgáfan af Windows er nær algjör endurhönnun á vinsæl- asta notendaviðmóti um þessar mundir, segir Marínó G. Njálsson eftir að hafa skoðað Windows 95. Eftir að hafa skoðað beta- útgáfuna af Windows 95 get ég ekki annað en hrósað Microsoft fyrir þá gjörbreytingu sem orðin er frá fyrri útgáfu. Ég hafði til afnota 50 MHz 486 tölvu með 16 Mb vinnsluminni. Vissulega er tölvan öflug, en það er ekki langt að bíða þess að sérhver tölvunot- andi hafi slíkan grip á borðinu hjá sér. Kerfið gekk mjög ljúft og er aðgengilegt. Gluggar opnuðust og lokuðust á svipstundu. ----------- Auðvelt er að nálgast upplýsingar um vélbún- að og rekla. Þannig má sjá hvaða tæki notar _____________ hvaða rof (interrupt)" og gistur (register). Sjálfvirk skynjun á neti og notendum er til staðar, þ.e. ef aðrir notendur leyfa slíka sjálfvirka skynjun. Neðst á skjánum (eða þar sem notandinn vill) er valrönd sem hleður utan á sig forritum og möppum eftir því þetta er opnað. Þegar forrit eða mappa er komin á þessa rönd er lítið mál að flakka á milli að vild. Ef ýtt er á Start hnapp neðst í vinstra horni, sprettur upp valmynd . Frá henni er hægt að ræsa upp forrit og komast í DOS-ið. Er þetta ákaf- lega þægilegt fyrirkomulag. Eitt og annað Það er ýmislegt sem kom í ljós þegar var að fikta í hinum ýmsu forritum, sem voru inn á tölvunni. T.d. þegar ég bað um kerfisupplýs- ingar í Word 6.0. Þá tilkynnti for- rifið mér að á vélinni væri MS- DOS 7.0 og Windows 3.95! Býsna áhugavert. Fyrst DOS er nefnt, þá er þetta öflugasta DOS-ið sem komið hefur hingað til. Þegar maður skoðar skráasöfn sést at- hygli verð nýjung. Vinstra megin á skjánum birtast átta stafa nöfn með þriggja stafa endingu, en hægra megin sjást nöfnin í fullri lengd. Windows 95 er 32 bita stýri- -------- kerfi sem getur keyrt Windows 95 £ömlu 16 bita forritin umbyltir við- frá Windows 3-1 eða mótinu DOS. Enn sem komið verður maður að láta sér lynda að keyra forrit gerð fyrir Windows 3.1 eða DOS. Það er í sjálfu sér engin bölvun, þar sem forritin keyra nú mun hraðar en áður. Excel 5.0, Word 6.0 og Access 2.0 keyra öll upp á svipstundu. Samanburður við Windows 3.1 ótrúlegur. Sama á við þegar Quattro Pro fyrir DOS var hlaðið inn og síðan keyrt upp. Öll sú vinnsla gekk hratt og vel fyrir sig án vandkvæða. Líkist Macintosh Það fer lítið á milli mála að Microsoft fer víða til að sækja hugmyndir. Apple getur verið ánægt með það hól sem Microsoft gefur þeim, svo mikið af hugmynd- um er sótt í Kerfi 7. Aðrir hlutir eru fengnir frá OS/2 og auðvitað frá gamla góða Windows 3.1. Ég reikna svo sem með því að Windows 95 hafi líka notið góðs af WindowsNT. Skoðum nánar það sem er líkt með Makkanum. Windows Explor- þessir hlutir að Microsoft hefur gert eitthvað meira en hara að bijótast inn á sama stað og Apple. Mér finnast þessar breytingar vera einhvetjar mestu framfarimar frá eldri útgáfum af Windows. Not- andinn sér loksins skrárnar sínar og hveiju þær tengjast, þ.e. ef maðui' hefur passað sig að vista skrána án endingar. Meira um það hér fyrir neðan. Vandamál er (áður File Manager) er að nokkru fenginn að láni frá Apple. Skráasöfn heita núna --------- möppur og er hægt að skoða innihald þeirra með stórum táknmynd- um, litlum táknmyndum ________ og með ítarlegum upp- lýsingum. Fleira er líkt. Þegar smellt er á táknmyndina „My Computer" birt- ist gluggi með diskum og tenging- um sem settar hafa verið upp. Smelli maður á einhvern af þeim hlutum sem þar eru opnast gluggi með möppum og skrám. Alveg eins og á Makkanum. Svo líkir eru Ég lenti í nokkrum vandamálum þegar ég var að prófa kerfið. Eitt var vanhæfni þess til að skipta á milli opinna forrit, ef hjálpin er opin. Ég var með hjálpina opna og ætlaði að skipta yfir í t.d. Windows Explorer án þess að loka hjálpinni, þar sem ég var að prófa hluti sem þar var talað um. I stað- inn fyrir að Windows Explorer glugginn opnaðist í forgrunni með hjálpina í bakgrunni varð það öfugt. Þrátt fyrir það var Explorer glugginn virkur en hjálparglugg- inn óvirkur. Ég hélt í einfeldni minni að þar sem skráarendingar eru ekki leng- ur notaðar í nöfnum, þá myndað- ist sjálfvirk tenging milli skráar og þess forrits sem hún var búin til í. Meðal forrita á tölvunni sem ég hafði til prófunar var Excel. Forritinu fylgdu sýniskjöl og próf- aði ég að endurnefna eitt þeirra nokkuð fijálslega. Meðan ég hugs- aði ekki um að gefa skjalinu skráa- rendingu var allt í því fína. Málin versnuðu ef ég fór eitthvað að fikta í endingunni. Sala.LLL varð að LLL skjali, án jiess að það væri skýrt nánar. Ég gat keyrt það upp, en var í hvert skipti spurður hvaða forrit eigi að nota. Þetta var einfalt. Næst vistaði ég skjal sem Sala.mmm. Nú vildi ________ Windows 95 endilega Éa lenti í keyra UPP MCI rekil nokkrum vegna þess að þetta er noKKrum frátekin ending fyrir margmiðlunarskj öl. Hafa vandamálum verður í huga að um beta-útgáfu er að ræða. Eftir er að leysa ýmis vandamál og í einhveijum tilfellum verður viðkomandi atriði fellt út. Hvað sem því líður þá bíð ég spenntur eftir endanlegri útgáfu hvort sem hún kemur í ágúst eða síðar. Höfundur er tölvunarfræðingur. ■—----------------■ UMBOÐSMUÐUR FVRIR nusTumcNiK teppi R.L. Rose & Co. er rótgróið ijölskylduíyrirtæki í Glasgow á Skotlandi, sem til langs tíma hefur sér- hæft sig í sölu á austurlenskum skrautteppum. Við þjónum stórum hópi viðskiptavina, en jafn- framt því sjáum við um hreinsun og viðhald á þeim teppum, ábreiðum og strengjum sem við seljum. Við höfum áhuga á að komast í kynni við aðila á íslandi, sem hefur áhuga og aðstöðu til að selja þessa einstöku antíkvöru. Til þess þarf hann að ráða yfir húsakynnum þar sem hann getur haft vöruna til sýnis og hún njóti sín sem best. Aðeins einn aðili kemur til greina og mun honum verða séð fyrir varningi á mjög hagstæðu verði til þess að gera honum kleift að bjóða vöruna á sem sanngjörnustu verði. Upplýsingar um hvern ein- staka hlut verða jafnframt veittar. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að skrifa eða senda myndbréf til að fá frekari upplýsingar til: R.L. Rose & Co. YORKHILL QUAY, GLASGOW, SCOTLAND. Fax no. 0044 (141) 334-1499. Sími 0044 (141) 248-3313. I. Guðmundsson fær Fis- her-Price-umboðið I. Guðmundsson & Co. hefur tekiö við umboði fyrir Fisher- Price leikföng en fyrir hafði fyrirtækið umboðið fyrir Barbie, Disney og Hot Wheels leikfangaumboðin. Frá þessu var gengið á fundi með fulltrú- um Mattel Scandinavia A/S í Reykjavík í síðustu viku. Mattel Scandinavia er dóttur- fyrirtæki Mattel Toys Inc. í Bandaríkjunum sem sameinað- ist Fisher-Price á sl. ári. Velta þessa fyrirtækis nam alls um 3 milljörðum dollara eða liðlega 200 milljörðum íslenskra króna. Það er leiðandi í heiminum í hönnun, framleiðslu og sölu barnaleikfanga. Auk áður- nefndra merkja er um að ræða Polly Pocket ásamt leikjum á borð við UNO og Scrabble, seg- ir í frétt. Á myndinni sést sölufólkið frá Mattel Scandinavia sem dvaldi hér í þijá daga I sl. viku. Þetta eru þau Inger Lilleor, Rikke Kiel, Ove Ekfeldt, Claus Madsen, Michael Juncker, Nils Froslev ásamt Hauki Backmann þjá I. Guðmundssyni. Hlutabréf í Daimler og VWlækka í verði Bonn. Reuter. Hlutabréf í þýzkum bílaverksmiðj- um hafa lækkað í verði vegna svart- sýni á horfur í bílaiðnaði. í gær hafði verð hlutabréfa í Daimler- Benz og Volkswagen (VW) ekki verið eins lágt í 12 mánuði. Við opnun í Frankfurt lækkuðu hlutabréf í Daimler um 2.3% í 695.50 mörk og hlutabréf í VW um 2.5% í 394 mörk, en staða þeirra batnaði þegar á daginn leið. Þó var verð hlutabréfa í Daimler 704.80 mörk við lokun og höfðu lækkað um 6.20 mörk síðan á þriðjudag. Hlutabréf í VW höfðu lækkað um 3.50 mörk við lokun í 401.20. Lækkunin hófst á föstudag þegar bandaríska fjárfestingarfyrirtækið Merrill Lynch breytti spá um hagnað hjá Daimler vegna uggs um afkomu dótturfyrirtækjanna Daimler-Benz Aerospace og AEG. Merrill Lynch breytti áætlun um tekjur Daimlers 1995 í 20.20 mörk á hlutabréf úr 33.20 mörkum og áætlun um tekjur 1996 í 39 mörkum úr 47. Daimler-deildin Mercedes-Benz skýrði á mánudag frá stóraukinni sölu í fyrra eftir samdrátt 1993. Spáð er stöðugri sölu í ár með til- komu nýrrar E-gerðar, en um það er deilt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.