Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 C 5 LAUGARDAGUR 28/1 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson GOÐSÖGNIIM GEROINIIMO VESTRI Geronimo •k'k'k Leikstjóri Walter Hill. Handrit John Milius og Larry Gross. Tón- list Ry Cooder. Kvikmyndatöku- stjóri Lloyd Ahern. Aðalleikend- ur Jason Patrick, Robert Duvall, Gene Hackman, Wes Studi, Mark Damon, Rodney A. Grant, Kevin Tigh, Scott Wilson. Bandarísk. Columbia 1994. Skífan 1995.111 mín. Aldurstakmark 16 ára. ÞAÐ ER fyrst til að taka að það er hrein synd að hafa ekki fengið að sjá þessa mynd á stóru tjaldi og THX hljómburði. Ger- onimo er mikil- fengleg og eink- ar svipmikil mynd, tekin í stórkostlegu landslagi af snilld. Fyrir augum blasir víðáttan mikla, fögur og hrikalega, litirnir tærir og hreinir, mörg atriðin, einkum bar- dagarnir, einkennast af óvenjuleg- um mikilleik. Allt þetta nýtur sín ekki sem skyldi á skjánum. Og ekki má gleyma magnaðri tónlist Ry Cooders, þó menn búi að stereo tækjum og „surround" hljómi, jafn- ast ekkert á við hljómburðinn í vel búnu kvikmyndahúsi. Rétt er að taka fram, til að forðast misskiln- ing, að ekki er við forráðamenn Stjörnubíós (umboðsmenn Columb- ia Pictures) að sakast, að myndin var ekki tekin til sýninga í kvik- myndahúsinu, heldur send beint á myndbandið. Því réðu þeir í Holly- wood. En víkjum aftur að myndinni. Geronimo (Wes Studi) komst á blöð sögunnar sem frábær og eink- ar kænn stríðsmaður og sá leiðtogi frumbyggja Ameríku sem síðast gafst upp fyrir hvíta manninum, fyrir röskri öld. Myndin er sögð af ungum yfirmanni í her Bandaríkj- anna sem fylgist með gangi sögunn- ar og endar með því hann segir af sér eftir að Geronimo er blekktur í helsi. Það er sama hvert litið er, Geron- imo er einstaklega vönduð og mikil- úðleg mynd í öllu útliti. Áhorfand- inn skynjar frelsi víðfeðmisins, þess umhverfis sem var frumbyggjunum svo kært en urðu að gefa eftir til handa hvítskinnuðum yfirgangs- mönnum. Hill, sem um árabil gerði margar af forvitnilegustu og fjöl- breyttustu myndum Hollywood er greinilega kominn aftur í form eftir nokkurra ára lægð. Fjöldaatriðin eru með þeim bestu sem gerð hafa verið í háa herrans tíð. Hinsvegar dettur myndin niður þess á milli, einkum vegna hægláts leiks Jasons Patricks. Þó ber að gæta þess að handritið er vel og skynsamlega skrifað af John Milius og Larry Gross. Cooder er við hliðina á Hill að venju og skapar tónlist hans sterka stemmningu, líkt og endra- nær. Hackman og Duvall eru tráustir að venju og hinn ábúða- mikli Wes Studi (Síðasti Móhíkan- inrí) leikur goðsögnina Geronimo af kröftugri sannfæringu. „SJÁ NÚ HVE ILLAN ENDI..." SPENNUMYND Föðurland (,,Fatherland“) k k Leikstjóri Christopher Men- aul. Handrit Stanley Weiser og Ron Hutchinson, byggt á sögu e. Robert Harris. Aðalleikendur Rutger Hauer, Miranda Richard- son, Peter Vaughan. Bandarísk kapalmynd. HBO 1994. Warner myndir 1995.110 mín. Aldurstak- mark 16 ára. MENN hafa oft leikið sér með þá hugmynd hvað hefði gerst ef Hitler hefði unn- ið stríðið, einn þeirra er Robert Harris, höfundur bókarinnar sem Föðurland er gerð eftir. Hún gerist 1965, Joe Kennedy er forseti Bandaríkjanna og von er á honum í heimsókn til Germaníu, einsog heimsveldi naz- ista nefnist. En blaðamaður (Mir- anda Richardson) og yfirmaður í SS (Rutger Hauer) komast að vel varðveittu leyndarmáli um stríðs- glæpi Þjóðveija í seinna stríði og heimsóknin og sættirnar fara út um þúfur. Forvitnilegt umhverfi og inn- gangur, ódýrar sviðsmyndir, aumur leikur, blaðurkennt handrit eru til skaða og megin sögufléttan er öll- um kunn frá upphafi. Rauði þráður- inn er kjörinn efniviður í fyrsta flokks afþreyingu, en eitthvað hefur farið forgörðum hjá handritshöf- undum, tæpast hefur metsölubókin verið þetta þunn í roðinu. KLÁMFENGINN CALIGULA HÁLFBLÁ Caligula 0 Leikstjóri Tinto Brass. Hand- rit Gore Vidal (ekki getið). Aðal- leikendur Malcolm McDowell, Peter O’Toole, Teresa AnnSavoy, Helen Mirren, John Gielgud. Itölsk. Uniexport 1980. Myndform 1994.132 min. Aldurs- takmark 16 ára. TIL eru þijár út- gáfur af þessari að endemum frægu. subbu- mynd. Sú fyrsta, sem sýnd var á sínum tíma í kvikmyndahús- um, var um 90 mín., sögð afar léleg, sundur- klippt og flokk- ast víst ekki einu sinni undir klám (í hinni hefðbundnu mérkingu orðs- ins). Önnur útgáfa, sem m.a. var sýnd í nokkrum Evrópulöndum og hefur velkst hér eitthvað á ólögleg- um myndböndum, er 156 mín. Sögð ótýnd klámmynd. Þessi útgáfa reynir að fara bil beggja og er hvorki fugl né fiskur. Ef einhver er á annað borð þannig innstilltur að hann hafi áhuga fyrir því að sjá tvo af bestu leikurum Breta á þess- ari öld, Sir John Gielgud og Peter O’Toole, á botninum, gefst tækifær- ið hér. Verði þeim að góðu. Þetta er ótrúlega döpur mynd, óneitan- lega siðspillt og úrkynjuð að hætti keisarans og hans tíma. Upphaflega handritið skrifaði enginn annar en rithöfundurinn og Rómaraðdándinn Gore Vidal, en sjálfsagt hefur fram- leiðandanum, Penthouse, útgefand- anum Guccione, ekki þótt það nógu krassandi, svo skáldið hvítþvoði sig af verknaðinum. Skyldi nokkurn undra? Þessi ómerkilega klobbasýn- ing kostaði heilar 15 millj. dala, og það fyrir 15 árum! BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Sæbjörn Valdimarsson Vofan í vélinni („ The Ghost in the Machine") kk NÚTÍMALEG hryllingsmynd þar sem aftur- genginn fjölda- morðingi heldur áfram sinni geðslegu iðju í gegnum tölvu- tæknina. Það þarf semsagt að afdjöfla heilt tölvunet áður en yfir lýkur. Vakti athygli manns fyr- ir nokkuð frumleg efnistök og efni. Leikstjórinn, Rachel Talalay, er ör- ugglega ekki búin að segja sitt síð- asta orð í kvikmyndaborginni. Breski leikarinn Peter Cook Spaugsamur til síðasta dags „EIN leiðin til þess að sigrast á kerf- inu er að hlæja að því,“ á breski gam- anleikarinn Peter Cook eitt sinn að hafa sagt. Hafði Cook þessa speki sjálfur að leiðarljósi í 40 ár, allt þar til að hann dó um miðjan mánuðinn, 57 ára að aldri. Peter Cook ólst upp í strandbænum Torquay og þegar í Cambridge há- skóla var komið gekk hann til liðs við leikfélag skólans, „Footlights". Segir John Cleese liðsmaður „Monty Pyt- hon“ að hann hafí tekið öllum fram hvað fýndni og frumlegheit snerti. Árið 1959 setti Cook saman leiksýn- ingu, „Beyond the Fringe", ásamt Jonathan Miller, Alan Bennett og Dudley Moore og sýndi við stormandi lukku á Edinborgarhátíðinni. Eftir það lá leiðin til London og loks til Broad- way þar sem sýningin fékk „Tony“ verðlaunin árið 1962. Cook og Moore héldu samstarfinu áfram og þóttu ótrúlega fyndið tví- eyki, (Cook 1,83 á hæð og Moore 1,58). Farsælt samstarf Árið 1967 léku þeir á móti Raquel Welch í kvik- myndinni Bedazzled sem naut mikilla vinsælda hjá vandfýsnum kvikmynda- hússgestum og einnig hlaut leikritið Good Evening, sem þeir skrifðu í sameiningu, mikla aðsókn á Broadway 1973-4. Samstarf þeirra var með miklum ágætum og þegar Moore fór til Holly- wood að leika í 10 og Arthur sagði Cook: „Ég býst ekki við að ég eigi eftir að ná lengra." Hann reyndist sannspár. Cook lék í nokkrum meðalgóðum myndum milli 1970-80 en fékk sig svo fullsaddan af framhaldsþáttun- um The Two of Us sem CBS sjónvarpsstöðin bandaríska framleiddi að hann gekk út í miðju kafi. Þríkvæntur Ekki var hann lánsamari í ástum. Cook var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Wendy Snowden og áttu þau dætumar Lucy, 30, og Daisy, 28. Önnur kona hans var leikkonan Judy Huxtable en Cook kvæntist í þriðja sinn árið 1989 Lin nokkurri Chong. Hinn 3. janúar var hann síðan lagður inn á spítala í London. Við það tæki- færi sagði hann við blaðamenn: „Ég ,er eitthvað slappur og ætla í allsheijar skoðun.“ Nokkmm dögum síðar var hann allur vegna opins magasárs. Peter Cook missti þó aldrei móðinn eða glataði kimnigáfunni. Undir það síðasta á hann að hafa sagt: „Ég býst við að ég sjái eftir einhveiju. Ég man bara ekki hvað það er.“ Þeir kumpánar í London árið 1989. „Þjóð- félagið rúmar líka kvikindislegt fólk og dónalegt," sagði Cook við það tækifæri. Cook og Moore í kvikmyndinni Baskerville-hundinum að lesa bókina Samviskubit án kynlífs, eða „Guilt Without Sex“. UTVARP RAS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: María Ágústsdóttir flytur. Snemma á laugardags- morgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veðurfregnir. 8.07 Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 9.03 Þingmál. Umsjón: Atli Rún- ar Halldórsson og Valgerður Jóhannsdóttir. 9.25 Með morgunkaffinu - Létt lög á laugardagsmorgni. 10.03 Mannréttindakafli stjórnar- skrárinnar. Erindi frá almenn- um borgarafundi 1. desember sl. um endurskoðun mannrétt- indakafla stjórnarskrárinnar. Fyrri hluti. 10.45 Veðurfregnir. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Hringiðan. Menningarmál á líðandi stund. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir. 16.05 Islenskt mál Umsjón: Jón Aðalsteinn Jónsson. (Endurflutt nk. miðvikudagskvöld kl. 21.50). 16.15 íslensk sönglög Baldvin Kr. Baldvinsson syngur, Juliet Faulkner leikur á píanó og Szymon Kuran á fiðlu. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Ný tónlistarhljóðrit Rfkisút- varpsins Meðal efnis: Felix Mendelssohn: Konsertþáttur fyrir klarinett og bassetthorn. Sigurður I. Snorrason og Kjart- an Óskarsson leika með Sinfón- íuhljómsveit tslands undir stjórn Karstens Andersens. Umsjón: Dr. Guðmundur Emilsson. 17.10 Króníka. Þáttur úr sögu mannkyns. Umsjón: Þorgeir Kjartansson og Þórunn Hjartar- dóttir. (Endurfluttur á miðviku- dagskvöld kl. 21.00). 18.00 Tónlist. Badinerie úr svitu í h-moll og Air úr svítu í D-dúr eftir Jóhann Sebastian Bach. Divertimento í C-dúr og Seren- aða eftir Jósef Haydn. Dans hinna blessuðu sálna úr óper- unni Orfeifi og Evridýku, eftir Christoph Willibald Gluck. Largó úr óperunni Xerxesi eftir Georg Friedrich Hándel. Kanon og Gfga eftir Jóhann Pachelbel. Menúett eftir Luici Boccherini. Wolfgang Schulz leikur á flautu með Franz Liszt kammersveit- inni; Janos Rolla stjórnar. 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.35 Óperukvöld Útvarpsins. Werther eftir Jules Massenet. Með helstu hlutverk fara: Plácido Domingo, Franz Grundheber, Kurt Moll, Elena Obraztsova og Arleen Auger. Útvarpshljóm- sveitin i Köln leikur; Riccardo Kl. 17.00 Me6 grélt í vöngum. Umsjón: Gestur iinor Jónasson. Chailly stjórnar. Umsjón: Ing- veldur G. Ólafsdóttir. Orð kvöldsins flutt að óperu lokinni: Haukur Ingi Jónasson flytur. 22.35 íslenskar smásögur: Stef VI úr bókinni. „Af manna völdum“ eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Höfundur les. (Áður á dagskrá f gærmorgun). 23.15 Dustað af dansskónum. 0.10 RúRek.-djass Frá tónleikum á RúRek djasshátfð 1994: Kvartett Archie Shepps leikur. Umsjón: Vernharður Linnet. (Áður á dagskrá í gær). 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Rús 2 kl. 9.03. laugardagslif. Um sjón: Hrofnhildur Halldórsdóttir. Fréttir ó RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Endurtekið barnaefni Rásar 1. 9.03 Laugardagslff. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lfsa Páls. 16.05 Heimsendir. Margrét Kristín Blöndal og Sigurjón Kjartansson. 17.00 Með grátt í vöngum. Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt- ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu BBC. Umsjón: Andrea Jónsdóttir. 22.10 Nætur- vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. NÆTURÚTVARPIÐ 1.30 Veðurfregniy. Næturvakt rás- ar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Næturlög. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturlög halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með hljómlistarmönnum. 6.00 Fréttir, veður færð og flug- samgöngur. 6.03 Ég man þá tfð. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. ADALSTÖÐIN 90,9/ 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 Jenný Jóhannsdótir. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Ljómandi laug- ardagur. Halldór Backman og Sig- urður Hlöðversson. 16.00 íslenski listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugar- dagskvöld á Bylgjunni. Umsjón: Halldór Backman. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Nætur- vaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ISAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Siminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 10.00 Ellert Grétarsson. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Helgar- tónar. 23.00 Næturvaktin. 3.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Helga Sigrún. 11.00 Sport- pakkinn. Hafþór Sveinjónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Sigvaldi Kaldalóns og Haraldur Daði. 16.00 Axel Axelsson. 19.00 FM957 kynndir upp fyrir kvöldið. 23.00 Á lífinu. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Ragnar Blöndal. 14.00 X- Dómtnóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.03.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.