Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMAIMNA I HANDKNATTLEIKUR varði 28 skot fHtargttiilfatoifc ■ Jöfn loka»flng/D3 Guðríður með slitin liðbönd KVENNALIÐ Fram varð fyrir áfalli í gær þegar lykilmaður liðsins, Guðríður Guðjónsdóttir, sleit lið- bönd í vinstri hendi í leik gegn Stjömunni. Ekki var hægt að at- huga hve slæm meiðslin eru því höndin bólgnaði upp. Guðríður gæti orðið frá í nokkrar vikur en annan laugardag mætast liðin á ný í bikar- úrslitunum. 1995 m FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR BLAÐ Bjarni Frostason, landsliðsmark- vörður úr Haukum, var í miklu stuði í liði sínu gegn KR í leik lið- anna í 1. deild karla í Hafnarfirði í gærkvöldi. Haukar sigruðu 31:15 og geta þakkað Bjama stórsigurinn öðmm fremur því hann varði 28 skot, 14 í hvoram hálfleik, og þar af tvö vítaköst. Hann sagðist aldrei áður hafa varið svona mörg skot í einum leik; „alla vega ekki skjal- fest.“ „Ég fann mig vel í markinu enda var vörnin mjög góð fyrir framan mig. Ég hugsaði um að halda mér vel vakandi í markinu því KR-ingar era ekki með mikla skotmenn. Við voru með leikinn í höndum okkar eftir hlé og því kom smá kæraleysi í leik okkar á tímabili í seinni hálf- leik. Nú stefnum við að því að tryggja okkur sæti í úrslitakeppn- inni,“ sagði Bjarni. Bannað að kíkja! VALUR og KA, sem mætast í bikarúrslitum 4. febrúar, gerðu jafntefli 18:18 í 1. deildinni í handknattleik í sögulegum leik í gærkvöldi. Valsmenn gerðu að- eins fjögur mörk í síðari hálfleik gegn gríðarlega sterkri vörn KA og að baki henni var Sigmar Þröstur Óskarsson í markinu. Á myndinni hér að ofan er Alfreð Gislason, leikmaður og þjálfari KA, kominn í gegnum vörn Vals en Frosti Guðlaugsson bregð'ur á það ráð að grípa fyrir augun á honum og Júlíus Gunnarsson reynir að hjálpa félaga sínum. Eric Cantona missti stjórn á skapi sínu í gær- kvöldi og réðst á áhorfanda eftir að hafa verið vikið af velli í leik Manchester United gegn Crystal Palace í London. Áhorfandinn sagði eitt- hvað sem Frakkanum var ekki að skapi og áður en nokkur vissi af stökk fyrirliði franska landsliðs- ins að áhorfandanum og sparkaði í hann að hætti kungfu-manna. Nokkur högg féliu áður en lög- regla og vailarstarfslið náðu að draga miðherja ensku meistaranna í burtu en danski landsliðs- markvörðurinn Peter Schmeichel leiddi samherja sinn í burtu. Cantona fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að sparka í varnarmanninn Richard Shaw á 48. mín- útu. Hann var ósáttur við dóminn og giósur fyrr- nefnds áhorfanda fylltu mælinn. En framkoma Frakkans, sem var kjörinn leikmaður ársins af leikmönnum í fyrra — fyrstur erlendra leikmanna — getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framtíð hans sem knattspymumanns og ekki bætir úr skák að hann hefur fimm sinnum verið rekinn af velli sem leikmaður Manchester United. Lögreglan yfirheyrði vitni á staðnum og f yfirlýs- ingu hennar seint í gærkvöldi kom fram að áhorf- andi hefði kært árás leikmanns United. Haft var eftir lögreglufulltrúa að tugir vitna hefðu gefið sig fram og yrði tekin af þeim skýrsla á næstu dögum. Kllnsmann rotaðist Jiirgen Klinsmann, þýski landsliðsmaðurinn hjá Tottenham, rotaðist og missti meðvitund um stund eftir samstuð við Mark Bosnich, mark- vörð Aston Villa á 20 .mín .á Villa Park í gær. HANDKNATTLEIKUR GOG bauð Jóhanni Inga þjátfarastarf lan Lund, formaður danska liðsins GOG frá Óðinsvéum, sem sló FH út úr Evrópukeppni bikarmeistara í gærkvöldi, hafði samband við Jóhann Inga Gunnarsson, fyrrum þjálfara Hauka, KR, Essen, Kiel og landsliðsins, nú í vikunni og bauð honum að taka við þjálfun GOG fyrir næsta keppnistímabil. Þjálfari félagsins undanfarin ár, Bent Nygaard, fyrrum þjálfari Fram, er að hætta. „Það er greinilegt að forráðamenn Gunnarsson sagði Jóhann Ingi. Jóhann Inai GOG vilja fá nýtt blóð í herbúðir sínar — og það fá Islandi," sagði Jóhann Ingi, sem hafnaði boði danska liðsins. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá tilboð frá einu besta félagsliði Dana, en ég varð að hafna því — það er erfitt að fara að rífa fjölskylduna upp, þegar við höfum komið okkur fyrir eftir dvöl í Þýskalandi. Þá er ekki auðvelt fyrir mig að fara að hlaupa frá fyrirtækinu, “ KNATTSPYRNA Cantona réðstá áhorfanda Bjarni HANDBOLTI: STJARIMAN SIGRAÐIFRAM ÍTOPPSLAG KVENNADEILDARINNAR / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.