Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 4
ÍÞRÚntR IHttrgutlftfofrUk KNATTSPYRNA Guðni samdi vid Örebro HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Stjaman vann toppslaginn EKKI fór á milli mála aðtvö bestu lið fyrstu deildar kvenna áttust við í íþróttahúsi Fram í gærkvöldi, þegar Fram og Stjarnan tókust á. Þessi lið tróna á toppi deildarinnar en með 15:16 sigri tókst Stjörn- unni að ná þriggja stiga for- skoti. Hefur nú 27 stig á meðan Fram er með 24 en það gæti dugað til deildarmeistaratitils því þetta var annar leikur lið- anna í vetur og bæði eiga neðri liðin eftir. En liðin mætast eftir rúma viku íbikarúrslitunum. Fyrstu tvö mörkin voru heima- manna en næstu fímm Garðbæinga, sem héldu forystu allan leikinn. Stjömustúlkur voru ■■■■■■ öruggari í öllum Stefán aðgerðum, vörnin Stefánsson góð og fallegum skrífar fléttum brá fyrir. Hjá Fram gerðu aðeins íjórir leik- menn atlögu að markinu fyrir hlé og við það réðu gestimir en eitt mark skildi liðin að í leikhléi, 7:8. Lykihnaður Fram, Guðríður Guðjónsdóttir, meiddist rétt fyrir hlé og gat ekki verið meira með. Ifyrir vikið var sóknarleikur Fram frekar ráðleysislegur en liðinu tókst þó að skora jafn mörg mörk og Stjaman eftir hlé. Framstúlkur fengu mörg færi á að jafna þegar þær vom marki undir og liðin nýttu ekki 8 sóknir í röð. „Við vomm í skottinu á þeim frá byijun. Það munaði um Gurrí eftir hlé en spiluðum ekki vel í sókninni. Við höfum nú tapað tvisvar fyrir þeim í vetur með einu marki en bikarinn tökum við,“ sagði Hanna Katrín Friðriksen sem var best útileikmanna Fram en Kolbrún Jóhannsdóttir markvörður var allra best. Aðrir leikmenn sáust varla. Morgunblaðið/Ámi Sæberg GUÐIMÝ Gunnstelnsdóttir, fyrirlidl Stjörnunnar, létt fátt stööva slg á línunni í toppslagnum gegn Fram. Hér skorar hún eltt af þremur mörkum sínum framhjá Kolbrúnu Jóhannsdóttur markveröl en Hanna Katrín Friöriksen og Arna Stelnsen þurfa að horfa á eftlr henni. Stjaman var með sprækara lið sem spilaði betur saman. Fanney Rúnarsdóttir varði vel, Ragnheið- ur Stephensen var góð í skyttu- hlutverkinu, Herdís Sigurbergs- dóttir opnaði vel fyrir aðra leik- menn og fátt stöðvaði Guðnýju Gunnsteinsdóttur á línunni. „Þetta var mjög taugastrekkjandi leikur og spennan lá í loftinu frá fyrstu mínútu. Nú er bikarinn eftir og eins gott að ofmetnast ekki því þær koma bijálaðar," sagði Guðný. Víkingssigur á IBV Víkingar unnu sanngjaman sigur á Vestmanneyingum í 1. deild kvenna í gærkvöldi, 21:18. Það var öðru fremur góður leikkafli Víkinga um miðjan seinni hálfleik, er Hjördís Guðmundsdóttir lokaði Víkingsmarkinu, ______ sem skóp sigurinn. Víkingsstúlkur skoruðu þá fímm mörk í röð, og náðu fjögurra marka forystu 16:12. Einnig áttu S'r'dn 8 brottrekstrar ÍBV-stúlkna sinn þátt, á móti 2 Víkinga. skrífa°n Utan þessa leikkafla var leikurinn mjög jafn, liðin skiptust yfírleitt á að skora og meðal annars var jafnt á öllum tölum upp í 12. Hjördís og Halla María Helgadóttir vom atkvæðamestar Vík- inga, en Andrea Atladóttir stóð uppúr liði ÍBV. KNATTSPYRNA Lothar Mattháus Ferill Matt- haus á enda? LOTHAR Matthaus, fyrirliði Bayem Múnchen og þýska lands- liðsins, meiddist illa í æfíngaleik með félagsliði sínu í gærkvöldi. Hásin slitnaði í fæti fyrirliðans, og ferill hans er að öllum líkind- um á enda, skv. heimildum Morg- unblaðsins frá Þýskalandi I gær- kvöldi. Mattháus, sem verður 34 ára í mars, fer í aðgerð í dag vegna meiðslanna. TENNIS / OPNA ASTRALSKA Andre Agassi hefúrekki enn tapað setti á mótinu ANDRE Agassi sigraði Rúss- ann Yevgengy Kafelnikov ör- ugglega í 8-manna úrslitum á Opna ástralska meistaramót- inu í tennis í gær. Hann hefur enn ekki tapað sétti á mótinu og í gær vann hann 6-2,7-5 og 6-0 og stóð leikurinn yfir í aðeins 83 mfnútur. Hann mæt- ir landa sínum Aaron Krick- stein í undanúrslitum á morg- un, en íhinum undanúrslita- leiknum leika Pete Sampras og Michael Chang. Agassi eygir nú möguleika á að komast í gegnum keppnina án þess að tapa setti, en þarf að leika tvo leiki í viðbót tii þess, í undanúrslitum og úrslitum. Engum tennismanni hefur tekist að komast í gegnum ástralska meistaramótið án þess að tapa setti síðan Ken Rosewall gerði það fyrir 24 árum. Bjöm Borg er sá síðasti sem vann stórmót „Slemmu-mót“ án þess að tapa setti. Það var á Opna franska meistaramótinu 1980, eða fyrir 15 ámm. Kafelnikov, sem átti aldrei mögu- Ieika gegn Agassi, sagði eftir leik- inn að Agassi væri í frábærri æf- ingu. Hann sagði að skotin sem hann tekur neðarlega með yfírsnún- ingi séu hreint ótrúleg og erfítt að svara þeim. „Ég held að Sampras sé sá eini sem getur hugsanlega unnið hann. Það ér ótrúlegt hvemig hann hefur afgreitt andstæðinga sína í tveimur síðustu leikjum og ég held að þeir leikir gefi honum aukið sjálfstraust til að geta unnið mótið," sagði Kefelnikov. „Ég er í mjög góðri æfíngu núna og fínn mig vel og ég er ánægður með höggin. Þetta hefur gengið ótrúlega vel hjá mér,“ sagði Agassi. Hann hældi Sampras fyrir að hafa staðið sig svo vel gegn Jim Courier undir því mikla álagi sem á honum hvíldi meðan á leiknum stóð. Aaron Krickstein frá Bandaríkj- unum sigraði Hollendinginn Jacco Eltigh í fjórum settum, 7-6, 6-4, 5-7 og 6-4. Þar með er það ljóst að Bandaríkjamaður verður sigur- vegari mótsins því keppendur frá öðmm þjóðum em úr leik. Þetta er í fyrsta sinn í 16 ár sem einungis Bandaríkjamenn leika í undanúrslit- um mótsins, en þá voru það þeir Yitas Gemlaitis, Roscoe Tanner, John McEnroe og Jimmy Connors. Marianne Werdel Witmeyer frá Bandaríkjunum, sem ætlaði að hætta að leika tennis fyrir sex áram, kom sjálfri sér og öðrum á óvart með því að vinna Angelicu Gaval- donu frá Mexíkó á aðeins 55 mínút- um 6-1 og 6-2 í 8-manna úrslitum í gær. Hún er því komin í undanúr- slit og mætir Arantxu Sanchez Vic- ario, sem er í efsta sæti heimslist- ans, en Vicario sigraði Sawamatsu frá Japan 6-1 og 6-3. Framhaldið veltur áTottenham Guðni Bergsson samdi við sænska félagið Örebro í fyrradag og leikur með því næsta tímabil ef Tottenham er tilbúið að leigja hann og nær samkomulagi við Örebro. Guðni er í London til að tala máli sínu hjá Spurs og von- ast til að fá það á hreint fyrir helgi. „Ég veit ekki hvað Tottenham vill en félagið er ekki alltaf þægilegt að eiga við,“ sagði Guðni við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Hann sagði að Bolton og Sheffíeld United hefðu haft samband „en það fór aldrei út í beinar viðræður og ég tek Örebro fram yfir þau.“ ■ VIGGÓ Sigvrðsson, þjálfari Stjörnunnar, verður í leikbanni í næsta leik liðsins gegn Aftureld- ingu á sunnudaginn. Viggó fékk að líta rauða spjaldið í leik Stjöm- unnar gegn IH í íþróttahúsinu Strandgötu 15. janúar sl. ■ MEISTARAR Rangers máttu sætta sig við tap í fyrstu umferð NHL-deildarinnar í íshokkí. Eftir 45 mínútna hátíðardagskrá hófst leik- urinn gegn Buffalo í New York en heimamenn töpuðu 2:1. ■ ÞETTA var fyrsti sigur Buffalo í Madison Square Garden síðan 8. mars 1989. ■ MARK Messier, fyrirliði New York, hóf leikinn fyrir hönd heima- manna — var æstur í að spila þó hann hafí ekki enn samið um nýjan samning við félagið. ■ PAT LaFontaine lék ekki með Buffalo vegna meiðsla og er óvíst með framhaldið. ■ DETROIT sigraði í fyrstu um- ferð í fyrsta sinn í 12 ár, vann Chicago 4:1, en liðið hefur ekki byijað á heimavelli síðan 1985. ■ ALEXANDER Selivanov, nýliði hjá Tampa Bay, gerði fyrsta mark deildarinnar eftir liðlega níu mínútna leik en Pittsburgh vann 5:3. ■ MARIO Lemieux leikur ekki með Pittsburgh á tímabilinu vegna bakmeiðsla. ■ JARI Kurri gerði tvö mörk fyrir Los Angeles í 3:3 jafntefli gegn Toronto. Kurri hefur þar með gert 557 mörk á ferlinum og er níundi á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar, en hann þarf aðeins að gera þijú mörk til viðbótar til að komast upp fyrir Guy Lafleur. ■ WAYNE Gretzky byijaði vel með Kings, gerði eitt mark og átti eina stoðsendingu. ■ MIKE Keenan fagnaði sigri í fyrsta leik sem þjálfari St Louis, en Rangers varð meistari undir hans stjóm í fyrra. ■ ZIGMUND Palffy frá Tékk- landi gerði fyrstu mörk sín í deild- inni þegar NY Islanders vann Florida 2:1. ■ ADAM Creighton er kominn með þijú mörk og þijár stoðsending- ar í fyrstu tveimur leikjum St. Louis. ■ CAM Neely var með þrennu í 4:1 sigri Boston gegn Philadelphia. Þetta var 12. þrenna hans á ferlin- um. ■ BUFFALO sigraði í fyrstu tveimur leikjunum og hefur ekki byijað eins vel síðan 1979. VIKINGALOTTO: 2 25 32 33 40 42 + 11 22 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.